Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 5
Xkypir ÞRIÐJUDAGUR 14.QKTÓBEB 1997 - 5 FRÉTTIR Á annað himdrað keraiara hafa sagt upp störfum Skólastarf í vetur verður fyrir verulegri röskun þótt ekki komi til verkfalls. Deiluaðilar með harð- ar gagnkvæmar ásak- anir. Á annað hundrað kennara hafa sagt upp störfum að undan- förnu, nú síðast í Síðuskóla á Ak- ureyri þar sem fimm kennarar boðuðu uppsögn fyrir helgi. Að- eins hálfur mánuður er í boðað verkfall kennara og er deilan í hörðum hnút þótt boðað hafi verið til fundar með ríkissátta- semjara í dag. „Það verða engar kanínur töfraðar upp úr okkar hatti,“ segir Jón G. Kristjánsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Á honum var ekki að skilja í gær að til tíðinda myndi draga á fundinum í dag. „Það er mjög erfitt að semja við fólk sem hvikar ekkert frá sínu, þannig leysa menn ekki kjaradeilu. Kennarar krefjast um 60% hækkunar á lægstu laun og þótt við höfum komið fram með hugmyndir þá hafna þeir allri umræðu um þær. Við buðum þeim pakka sem þýddi taxta- hækkun frá 25-34%. Reyndar blönduðust aðrir hlutir þar inn í s.s. sem tilfærslur og breytingar á vinnutíma en tilboðið hefði þýtt yfir 20% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin," segir Jón. Gríðarleg reiði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður KI, er mjög svartsýn og hún telur orsökina fyrir fjölda- uppsögn kennara vera reiði. „Ég held að eftir tilboð launanefnd- arinnar í ágúst hafi menn orðið fyrir miklum vonbrigðum sem breyttust í griöarlega reiði. Við lögðum áherslu á minni kennsluskyldu en þeir svöruðu með því að auka hana. Þetta er álíka og að krefjast tíu þúsund króna hækkunar en fá svarið að laun Iækki um tíu þúsund!" Krafa kennara er að byrjunar- laun fari í 110.000 í upphafi samningstíma auk breytinga á vinnutíma. Nú eru byrjunarlaun um 78.000 kr. Falskur tónn Hörður Ólafsson, skólastjóri Lundarskóla á Akureyri, býr sig undir að sjá af tveimum kennur- Kennarar voru á einu máli um að boða verkfall sem skellur á eftir hálfan mánuð að öllu óbreyttu. Hins vegar er Ijóst að skólastarf mun raskast í vetur, hvort sem semst eður ei. Á annað hundrað kennara hafa sagt upp störfum og munu uppsagnirnar taka giidi upp úr áramótum. um í vetur. Hann segir nánast einstætt að kennarar segi upp á þessum tíma árs. „I fyrri verkföll- um hefur fólk yfirleitt ákveðið að klára veturinn en nú Iáta menn sig hafa það að hverfa frá miðju skólaári. Ástæðan er viðhorfið og tónninn í samninganefnd sveitarfélaga. Það hefur verið hamrað á því að kennarar vinni ekki vinnuna sína og sá mál- flutningur fer mjög illa í menn. Allar gagnkröfur eru gegnum- sýrðar af því að auka eigi kennslu frá því sem nú er, en hún er ærin fyrir," segir Hörður. Samkvæmt upplýsingum KI er kennslu- skylda mun meiri hér en á Norð- urlöndunum. BÞ Þjóðktrkjan enst um eina sál í 3-4 ár „Það er verið að reyna að koma á mig höggi vegna stöðu minnar, “ segir Sigurjón Gunnsteinsson. Talsmaður iyrir box væiidur um líkamsárás Sjónarvottur sakar boxara inn árás í Sjallaiium. Hann neit- ar ásökiuum. Sjónarvottur fullyrðir að Sigur- jón Gunnsteinsson, stofnandi Hnefaleikafélags Reykjavíkur, hafi ráðist á mann í Sjallanum á Akureyri aðfaranótt laugardags og barið í andlitið með þeim af- leiðingum að hann nefbrotnaði illa. Sigurjón neitar þessum ásökunum. Sigurjón var í viðtali við Dag sl. laugardag eftir að hafa átt fund með menntamálaráðherra. Hann berst ötullega fyrir því að ólympískir hnefaleikar verði lög- leiddir hérlendis. Viðmælandi blaðsins sem ekki vill láta nafns síns getið vegna persónulegra aðstæðna segist hafa orðið vitni að atvikinu. „Eg sá þetta mjög vel, enda bara hálf- an metra frá vettvangi. Tveir menn voru að deila á dansgólf- inu þegar Sigurjón kom að og barði annan í andlitið án þess að eiga nokkuð sökótt við hann. Svo lét hann sig hverfa áður en Iögg- an kom. Eg hitti hann svo síðar um nóttina og þá kynnti hann sig fyrir mér og spurði um líðan mannsins." Viðmælandi blaðsins bætti því við að ef kært yrði myndi hann tvímælalaust bera vitni. Neitar ásukiuiuin Sigurjón neitar hins vegar alfarið að hafa verið viðriðinn slagsmál- in. „Alveg útilokað. Eg lenti ekki i neinum átökum, en varð aftur á móti vitni að þeim. Þetta mál er mér algjörlega óviðkomandi en ég skil það ósköp vel að menn séu að reyna að koma á mig höggi, þar sem ég er í þessari að- stöðu. En þetta er undir beltis- stað,“ sagði Sigurjón. Fórnarlambið var í rannsókn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri í gær. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni hafði maður- inn enn ekki kært síðdegis í gær en það stendur til samkvæmt heimildum blaðsins. Svo virðist sem hinn nefbrotni hafi ekki séð árásarmanninn sjálfur heldur treystir hann á vitnin í málinu. - BÞ Ekkert fleiri eru nú iiinaii Þjóðkirkjunnar heldur en árið 1993, þótt Jjjóðinni hafl fjölgað um flmm þús- und manns. Þótt flóttinn úr Þjóðkirkjunni hafi rénað verulega á þessu ári má hún horfast í augu við þá döpru staðreynd að innan henn- ar eru nú ekkert fleiri sálir held- ur en árið 1993. Meirihluti þeirrar 5 þúsund manna fjölgun- ar sem síðan hefur orðið á Is- landi stendur nú utan trúfélaga og hinir hafa skipst niður á önn- ur trúfélög. Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar voru um 244.100 manns í Þjóðkirkjunni um síðustu áramót og næstum 600 þeirra hafa síðan sagt sig úr Þjóðkirkjunni, um- fram þá sem hún hefur fengið í staðinn frá öðrum trúfélögum. 1 árslok 1993 voru um 243.700 manns í Þjóðkirkjunni, eða nán- ast sami fjöldi, þótt landsmönn- um hafi síðan fjölgað um næst- um fimm þúsund manns. Frá 1993 hefur fólki óskráðu í trúfélög eða skráðu utan trúfé- laga fjölgað um 2.500 og er þetta nú orðið annað stærsta „trúfé- lagið“ (8.600 manns). Fríkirkju- fólki hefur fjölgað um 1.100 á þessum 3-4 árum (í 9.500) og. fólki í öðrum trúfélögum um 1.300 (í samtals 8.000). Hlut- fallslega mest hefur fjölgað í Ásatrúfélaginu, auk þess sem Rúddistafélag og Múslimafélag hafa verið stofnuð á þessu ára- bili. Um 1.100 einstakling- ar gerðu breytingu á trúarháttum fyrstu níu mánuði þessa árs. Ríf- lega helmingur þeirra skráði sig úr Þjóðkirkjunni (eða 670 borið saman við 2.340 í fyrra). Næst- um helmingur þeira þeirra lét skrá sig utan trúfélaga, en flestir hinna í Óháða söfnuðinn eða Fríkirkjusöfnuði. Athygli vekur Flóttinn úr þjóðkirlgunni er í rénun, en samt hefur fækkað hlutfallslega. að tíu Þjóðkirkjumenn létu skrá sig í Félag múslima á íslandi, sem telur nú orðið um 70 sálir. Allt árið 1996 urðu breytingar á trúfélagi hjá næstum 2.700 manns (1% landsmanna). Árið 1995 náði breytingin aðeins til 1280 manns. HEl/BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.