Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 9
8 - Þ RIÐJUD AGUR lé.OKTÓBER 19 9 7
PRIDJUDAGUR 1 4.O K T Ó B E R 1 997 - 9
FRÉTTASKÝRING
Þorbjörg Kristjánsdóttir, fiskverkakona í Granda, hefur fengið í óþægindi i háls og
herðar vegna einhæfrar vinnu. - mynd: pjetur
LeiMtmi í viirnu
er nauðsynleg
Einhæf störf skaða
heilsuna. Fjölbreytni
er nauðsyn.
„Eg er á því að fólk verði mun
hraustara og skili betri árangri í
vinnunni ef það fengi nokkrar
mínútur í leikfimi í vinnunni,"
segir Þorbjörg Kristjánsdóttir,
fiskverkakona hjá Granda. Hún
hefur unnið í fiski á annan ára-
tug og er annar tveggja trúnaðar-
manna Verkakvennafélagsins
Framsóknar á staðnum.
Þorbjörg segir að persónulega
finnist henni leiðinlegt að vinna
við flæðilínur, enda um einhæfa
vinnu að ræða þar sem fólk er
alltaf að gera sama hlutinn. Af
þeim sökum sé nauðsynlegt fyrir
fólk að skipta um störf annað
slagið. Sjálf er hún svo heppin að
vinna á vélunum þar sem er tölu-
verð fjölbreytni og meiri hreyf-
ingu að fá en við flæðilínuna.
Hið sama var uppi á teningnum
á þeim tíma þegar svonefnt full-
vinnslukerfi var við lýði áður en
flæðilínurnar komu til sögunnar.
Hún fer ekkert í launkofa með
það að hafa orðið fyrir óþægind-
um í hálsi og herðum vegna ein-
hæfrar vinnu. Þetta hefur leitt til
þess að hún hefur stundum orð-
ið að vera frá. Hún er jafnframt
á því að það sé alltaf eitthvað um
fjarvistir fólks af þeim sökum. Þá
er sömuleiðis nokkuð um það að
fólk sé að koma og fara. Það fer
þó eftir aðstæðum á vinnumark-
aði hverju sinni. Þegar illa árar
sleppir fólk ekki því starfi sem
það hefur, þótt það sé kannski
ekki draumastarfið.
- GRH
Ekki erfitt starf
Rétt stilltur stðll.
Einhæf vinna.
„Þú þarft að vera alveg réttstillt-
ur við flæðilínuna og t.d. ekki
vera með stólinn of hátt eða of
Iágt. Þetta er hinsvegar frekar
einhæf vinna,“ segir Birna Guð-
jónsdóttir, fiskverkakona í
Granda.
Birna hefur unnið í nokkrar
vikur í Granda en áður vann hún
við verslunarstörf. Hún segir að
verslunarstarfið vilji stundum
gleymast þegar verið sé að ræða
um erfið störf. 1 verslun þarf fólk
einatt að standa lengi, auk þess
sem vinnudagurinn er mun
lengri og erfiðari en í fiskinum.
Hún telur að vinna við flæðilín-
ur sé í sjálfu sér ekki erfitt starf.
í því sambandi minnir hún á að
fólk getur fengið stóla og því
staðið og setið til skiptis. Þá sér
verkstjórinn til þess að þær kon-
urnar fái tækifæri annað slagið
til að skipta um störf svona til til-
breytingar. Hinsvegar er hún á
því að þegar hún verður kannski
búin að vera í sama starfinu í
mörg ár, þá sé líklegt að eitthvað
fari að segja til sín.
Henni finnst það vera mikil til-
breyting að hafa skipt úr verslun-
arvinnu yfir í fiskinn þar sem
vinnutíminn er venjulega frá 8-
16. I verslun er vinnutíminn frá
morgni til klukkan 19 og svo er
einnig unnið um helgar. — GRH
-Oogur-
Vinnsla við flæðilínu hjá Granda í Reykjavík. Rannsóknir sýna að einhæf störf geta valdið heilsutjóni. - mynd: pjetur
GUÐ-
MIJNDUR
RÚNAR
HEIÐARSSON
SKRIFAR
Rannsókn Vimmeftir-
lits ríhisins og Huldu
Ólafsdóttur sjukra-
þjálfara. Flædilínur
hafa ekki hætt líðan
fiskviuuslufóLks. Mih-
il óþægindi. Rótleysi
starfsfólhs.
„Það sem veldur manni vonbrigð-
um er að fiskvinnslukonur hafa
meiri óþægindi frá úlnliðum,
fingrum og olnbogum eftir þessa
breytingu yfir í flæðilínur en áður.
Mín niðurstaða er sú að líkurnar á
að fá þessi óþægindi séu um það
bil tvisvar sinnum meiri en áður
var. Ástæðan er fyrst og fremst
vegna þess að einhæfnin hefur
aukist. Það dregur niður aðra þá
kosti sem menn fengu eins og t.d.
stillanlega stóla og palla til að
standa á og hópbónus í stað ein-
staklingsbónus," segir Hulda
Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari hjá
Vinnueftirliti ríkisins.
Nýverið kynnti Hulda niður-
stöður rannsóknar sem hún gerði
fyrir Vinnueftirlitið um óþægindi
frá hreyfi- og stoðkerfi fisk-
vinnslufólks sem vinnur við flæði-
línur. I þessari rannsókn var borin
saman líðan fiskvinnslufólks árið
1987 í fullvinnslu- eða bakkakerfi
og hinsvegar við flæðilínu árið
1993. Markmiðið með rannsókn-
inni var að meta hvort breytt
tækni hefði bætt líðan fólksins.
Rannsóknin var einnig liður í
meistaraverkefni hennar í heil-
Hulda Úlafsdóttir sjúkraþjálfari. Tvisvar
sinnum meiri líkur á að fá óþægindi t
hreyfi- og stoðkerfi líkamans.
brigðisvísindum innan lækna-
deildar Háskóla íslands. Með
hreyfi- og stoðkerfi er átt við
vöðva, sinar og Iiðamót. Svæðin
sem rannsökuð voru, voru m.a.
háls, bak, herðar, mjaðmir, úlnlið-
ir og fingur.
Kostnaðux á huldu
Athygli vekur að þótt fólk hafi
mikið af óþægindum vegna vinnu-
aðstöðu í hreyfi- og stoðkerfum
líkamans, þá virðist það geta lifað
með þau í sinni vinnu að ein-
hverju leyti. Það minnkar kannski
ekki síst lífsgæði þessa fólks, þótt
það reyni að láta vinnuna hafa
nær allan forgang.
Hulda telur einsýnt að þessi
óþægindi og fjarvera frá vinnu
hljóti að kosta þjóðfélagið og fyrir-
tækin mikla fjármuni. Hinsvegar
liggur sá kostnaður ekki fyrir og
m.a. treysta hvorki Vinnueftirlitið
né Hulda sér til að leggja mat á
það. Sjálf hafði hún áhuga á að
vita eitthvað um þennan kostnað
en það reyndist afar erfitt að fá
slíkar upplýsingar í kerfinu. Með-
al annars reyndist henni erfitt að
fá það upp hjá Kjararannsókna-
nefnd hvað fjarvist í einn dag frá
vinnustað kostar í beinhörðum
peningum með tilliti til afleys-
ingafólks. Þaðan af síður hvað það
kostar þjóðfélagið þegar t.d. fisk-
vinnslukona þarf að leita sér
læknis, fara í meðferð o.s.frv.
Stefnuleysi
Hún segist sakna þess að umræð-
an um einhæfa vinnu skuli ekki
vera meiri en raun ber vitni. 1 því
sambandi er hún ekki aðeins að
hugsa um fiskvinnslufólk heldur
víðtæka almenna umræðu um
þessi mál með tilliti til sem flestra
atvinnugreina. Hún segist Iíka
sakna þess hversu lítið þessi mál
séu rædd meðal aðila vinnumark-
aðarins. Hinsvegar sé nauðsynlegt
að efla þessa umræðu meðal
verkafólks með það í huga að gera
vinnuna þolanlegri. Síðast en ekki
síst hljóta menn að þurfa að
marka einhverja stefnu í þessum
málum vegna þess að tæknin
heldur áfram í þessum efnum
sem og öðrum. Þá er ekki ólíklegt
að svipuð vandamál og herja á
fiskvinnslufólk sé að finna á öðr-
um einhæfum vinnustöðum eins
og t.d. í kexverksmiðju eða
saumastofum svo dæmi séu
nefnd.
Meiri fjölbreytni
Hún bendir á að í fullvinnslukerf-
inu sem ríkti áður en flæðilínurn-
ar tóku við hefði verið um meiri
átök og fjölbreytni í störfum fisk-
vinnslukvenna. Sem dæmi um
gamla kerfið þá fékk eina og sama
konan til sín fiskibakka, snyrti
fiskinn, vigtaði og pakkaði hon-
um. I því kerfi kom jafnvel fyrir að
fiskvinnslukonan þyrfti að koma
pakkningum frá sér og sótti á
stundum sjálf bakkann með fisk-
inum til snyrtingar.
„Hún var í öllu á meðan þessi
sama kona stendur í dag á sama
stað með hníf í hönd. Það þýðir að
megnið af sínum vinnutíma er
hún við sömu störfin," segir
Hulda.
í þessu vinnuumhverfi er einatt
lítið um að hreyfingar en því
meira um kyrrstöðu. Að sama
skapi er oftast nær lítið um að fólk
sé látið róta á milli starfa á vinnu-
staðnum. Það er kannski ekki
mikið um slík tækifæri þegar 75%
starlánna eru í því að snyrta. Þessi
breyting stafar ekki eingöngu af
flæðilínunum sjálfum heldur hinu
að fiskvinnslan hefur breyst. Sem
dæmi þá er fiskurinn mun meira
skorinn í bita en áður þegar hann
var nær eingöngu snyrtur í heilum
flökum.
Mikil óþægindi
„I báðum þessum rannsóknum,
árið 1987 og 1993 eru óþægindi
mjög tíð. Verstu svæðin eru háls
og herðar auk mjóhryggs, en ekki
er um marktækan mun að ræða,“
segir Hulda.
Hún bendir á að árið 1987 hafi
hún borið fiskvinnslufólk saman
við þjóðarúrtak, eða hinn al-
menna Islending. Þá kom fram að
fiskvinnslufólk hafði meiri óþæg-
indi í hreyfi- og stoðkerfinu en al-
menningur. Þá ber líka að hafa í
huga að i slíkum úrtökum er þjóð-
in oft verr á sig komin en starfs-
fólk í einhverri atvinnugrein.
Meira los á starfsfólM
I þessari rannsókn spurði Hulda
fiskvinnslukonur hvað þær hafi
unnið lengi í fiski. Þá kom í ljós
að mun meira los var á starfsfólk-
inu 1993 en 1987. Árið l,.
höfðu 40% unnið skemur en þrjú
ár en 20% árið 1987.
Þetta vekur töluverða athygli og
þá ekki síst fyrir þá staðreynd að á
árinu I 987 var mikil þensla í sam-
félaginu. Á hinn bóginn var tölu-
vert um atvinnuleysi árið 1993 og
einna mest meðal ófaglærðra
kvenna. Hulda telur hugsanlegt
að þetta rótleysi á vinnustað teng-
ist líðan kvennanna. Enda kom
það fram að þær konur sem hættu
störfum voru með mun meiri
óþægindi en þær sem héldu
áfram. Þessu tengt minnir hún að
mikið hefur verið um innflutning
á erlendu vinnuafli í fiskvinnsluna
á undanförnum árum. j þva' sam-
bandi er vert að hafa í huga að er-
lenda vinnuaflið stoppar stutt við
eða í hálft til eitt ár.
„Þetta gæti verið vasbending um
að fólk h'tur ekki á fiskvinnslu sem
sitt framtíðarstarf,“ segir Hulda
Ólafsdóttir.
Hún bendir á að þegar ráðist er
í úrbætur á vinnustað sé einatt
hugsað mest um það að reyna að
draga úr því álagi sem fyrir er á
starfsfólkið. I því sambandi hefðu
konurnar talað um ágæti þess að
vera lausar við allan bakkaburð
með tilkomu flæðilína. Hinsvegar
sé það gömul sannindi að álag
upp að vissu marki getur verið af
hinu góða. Síðast en ekki síst er
fjölbreytni í vinnu það besta. Aft-
ur á móti miðar nær öll framþró-
un í tækni að meiri einföldun og
hagræðingu.
IUI
Framsóknarflokkurinn
Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs
verður haldinn mánudaginn 20. október að
Digranesvegi 12 og hefst kl. 20.30.
Stjórnin.
Alltaf í
boltanum
Mm straumrás
Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími 461 2288 • Fax 462 7187
Viðurkenningar
fyrir gott aðgengi
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, veitir fyrirtækjum og
þjónustuaðilum um land allt, viðurkenningar fyrir gott
aðgengi hreyfihamlaðra á alþjóðadegi fatlaðra 3. des-
ember ár hvert.
Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar:
1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir
gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana.
2. Fyrir lagfæringar á áður óaðgengilegu húsnæði, til
verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða.
Þeir aðilar sem vilja koma til greina við úthlutun viður-
kenninga á þessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi
hjá Sjálfsbjörg l.s.f. fyrir 1. nóvember 1997.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Hátúni 12, 105 Reykjavík,
sími 552 9133, fax 562 3773,
netfang: mottaka@sjalfsbjorg.is
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Sími 462 6900
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107,
Akureyri, föstudaginn 17. október
1997 kl. 10 á eftirfarandi eignum:
Brekkugata 10, miðhæð, Akureyri,
þingl. eigl Jóhanna Guðmundsdótt-
ir og Jón Jakob Björnsson, gerðar-
beiðendur Akureyrarbær og Hús-
bréfadeild Húsnæðisstofnunar.
Byggðavegur 97, Akureyri, þingl.
eig. Brekkusel ehf, gerðarbeiðend-
ur Akureyrarbær og Byggingarsjóð-
ur ríkisins.
Fjólugata 18, efsta hæð, Akureyri,
þingl. eig. Sólrún S. Benjamínsdótt-
ir og Kjartan Tryggvason, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Hólabraut 20, Hrísey, þingl. eig.
Björk ehf., gerðarbeiðandi Bygging-
arsjóður ríkisins.
Karlsrauðatorg 9, Dalvík, þingl. eig.
Þorgrímur Dúi Jósefsson, gerðar-
beiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar.
Keilusíða 7b, Akureyri, þingl. eig.
Marta Elín Jóhannsdóttir, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður verka-
manna.
Núpasíða 2e, Akureyri, þingl. eig.
Viðar Magnússon og Emelía Bára
Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Hús-
bréfadeild Húsnæðisstofnunar.
Skáldalækur, eldra íb. hús, Svarf-
aðardalshreppi, þingl. eig. Gauti
Hallsson, gerðarbeiðandi Húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar.
Tjarnarlundur 7g, Akureyri, þingl.
eig. Gunnar Helgi Kristjánsson,
gerðarbeiðendur Akureyrarbær,
Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyr-
issjóður sjómanna.
Vanabyggð 5, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Helgi Már Bergs, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður ríkisins.
Vestursíða 36, íb. 202, Akureyri,
þingl. eig. Sólveig Hólmfr. Sverris-
dóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar.
Sýslumaöurinn á Akureyri,
13. október 1997,
Ingvar Þóroddsson, ftr.