Dagur - 15.10.1997, Qupperneq 4

Dagur - 15.10.1997, Qupperneq 4
20-MIÐVIKUDAGUR ÍS. OKTÓBER 1997 Xte^WT' UMBÚÐALAUST Forvamaiðnaður sundraðrarþjóðar SIGUEÐUR BOGI SÆVARSSON SKRIFAR Nú líður varla sá dagur hér á rit- stjórn Dags að hingað berist ekki tilkynningar uin að framundan séu málþing um það málefni sem nú brennur heitast: Vímuefnavarnir. Samkvæmt fréttum fara sífellt fleiri ungling- ar í sollinn og vitaskuld þarf að ræða þau mál. Kryfja þau í botn. Sífellt fleiri láta peninga renna til þessa málaflokks, enda er málstaðurinn góður. Mér hefur skilist að framundan sé einhver heljar- mikil ráðstefna um þessi mál nú í vikunni og þar ætli ýmis stórfyr- irtæki að leggja gjörva hönd á plóginn undir formerkjum þess að vera fjöl- skylduvæn. Guð láti gott á vita. ísland er ekki jafnvægis- jjjóðfélag Hvorki ég nt nokkur annar dregur í efa að fíkniefnaváin sé einn mesti vandi samtíðarinnar. Við heyrum dapurlegar frásagnir úr hildar- leik vímunnar á nánast degi hverjum og væntum þess jafn- framt að einhver raunverulegur árangur náist í þessum efnum, þannig að handan við hornið bíði eitthvað skárri veruleiki. Og við bíðum og bíðum, eftir breyt- ingu til batnaðar. A meðan koma sérfræðingar saman og ræða um að móta heildstæða fjölskyldustefnu á íslandi, að gera þurfi gagnskör í vímuvarna- málum, löggan vill loka einni og einni manndrápsknæpu og enn „Hérá landi errekinn gildur atvinnuvegur í baráttunni við fíkni- efniiforvamaiðnaður. Sumt afþvífólki sem kemurþarað máli rek- ursumt baráttu sína á engum meðvituðum forsendum. “ aðrir vilja lækka aldur til áfeng- iskaupa niður í átján ár. Menn kippa sér ekki lengur upp við það þótt sama sjoppan sé rænd þrisvar í sama mánuði og morð séu orðin næsta algengir við- burðir. Það fólk sem kemur að þess- um málum starfar efalítið flest hvert að þeim af góðum hug. En hinn endalausi kjaftagangur um þessi mál virðist hinsvegar afar takmörkuðu skila. Enda ekki nema von; engin heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki hefur verið mótuð. Það spyr sig heldur enginn um orskir þess að hesturinn bæði eys og prjónar. Skyldi það ef til vill vera vegna þess að hesturinn er illa taminn. Og sökin er ekki einvörð- ungu hjá stjóm- völdum; á með- an taktur ís- lenskrar þjóð- arsálar er eins og að í hlut eigi óharðnaður unglingur sem er mitt á milli tektar og tví- tugs, er ómögu- legt að skapa hér á landi jafn- vægisþjóðfélag, sem vitaskuld er grundvallar- atriði í þessu sambandi. Staðfesta, agi og góður vilji I viðtali fyrir nokkrum árum sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra að íslenska þjóð vantaði fyrst og fremst aga. Þetta agaleysi væri eitt mesta og versta vandamál íslenskt þjóðar- innar. Þetta er rétt hjá Birni og hann hefur hér lög að mæla. Enginn hefur þó velt upp þeirri spurningu í sambandi við vímu- efnavandann hvort vandamálið geti ekki einmitt verið þetta; að íslensku æskufólk - og jafnvel þjóðina í heild - vanti aga. Það hefur hinsvegar ekki verið til siðs á Islandi síðustu árin að Sífellt fleiri unglirtgar fara I sollinn og vitaskuld þarf að ræða málin. En kjaftagangurinn hefur hinsvegar ekki skilað sýnilegum árangri i barátunni. tala um slíkt. Orðið agi hefur í margra huga næsta neikvæðan hljóm. Þó erum við ekki að tala um aga líkt og við þekkjum frá hersveitum eða slíku: heldur staðfestu og góðan vilja, til að gera vel og ná árangri í verkum okkar og lífinu sjálfu. - Að skapa þennan aga er hlutverk foreldra og skóla og lögreglunnar í versta falli. Vigdís Finnbogadóttir, sagði í tímaritaviðtali skömmu eftir að hún lét af embætti forseta ís- lands, að það sem valdið hefði henni hvað mestum áhyggjum á síðustu árum væri sú mikla gliðnun sem hefði átt sér stað í íslensku samfélagi síðustu ár. Kynslóðabilið hefði aukist og fjarlægst hefðu gömul og góð gildi, sem hefðu verið við lýði Iengi og reynst íslendingum vel, og haldið þeim saman sem einni þjóð. - Þessi orð má einnig hafa í huga í umræðunni um varnir gegn fíkniefnavánni. Forvama- og sjálftökulið Á síðustu árum hefur risið upp hér á landi gildur iðnaður í bar- áttunni við fíkniefni; forvarna- iðnaður. En verst er að það góða fólk sem þar kemur að málum rekur baráttu sína á röngum for- sendum. Og sumt á engum meðvituðum forsendum, nema þeim að mata krókinn sjálft. Starfandi er sjálftökulið í þess- um geira, ekki síður en til dæm- is í bankakerfinu, þó það sé kannski ekki eins stórtækt. Fæst af forvarnafólkinu talar um að nauðsyn sé að skapa aga og festu meðal ungs fólks. Stíf- an aga, ef þess er nauðsyn. Og enginn talar heldur um þá miklu gliðnun og sundrung sem orðið hefur á íslandi síðustu árin. Þetta eru grundvallarskýringarn- ar á þessu mikla þjóðfélagsmeini á íslandi. En það talar enginn um þessi atriði á kjaftaþingum forvarnanna, heldur um einhver atriði sem ég sem leikmaður sé ekki að komi kjarna málsins nokkurn skapaðan hlut við. Að fatta ekki plottið Stundum heyrist sagt í öfundar- samfélaginu á Islandi að hinir og þessir hafi komið Iöppunum undir sig með fíkniefnabraski. Það má vel vera að það sé rétt, þó ég hafi aftur á móti ekki kynnt mér málin til fullnustu. En hitt veit ég þó að á íslandi er að rísa upp annarskonar fíkni- efnabrask; fjölmörg fyrirtæki eru hafa hag af því að róta pening- um í forvarnaiðnaðinn til að bæta ímynd sína - þegar hún er orðin svört af öðrum ástæðum. Þannig er í vissum skilningi hægt að hagnast á fíkniefnum á heiðarlegum forsendum, þannig að heiðríkjan skíni af mönnum. Sundruð og agalaus þjóð fattar hinsvegar ekki plottið sem býr að baki. Menningarvaktin Slæmar náttúnilífsmyndir STEFAN JON HAFSTEIN SKRIFAR Hafi maður ekki upplifað dá- semdina sjálfur er næstbest í heimi að horfa á hana í sjón- varpi. Nema hún sé íslensk nátt- úra. Þá er betra að eiga hana bara í draumi. Þetta staðfesti ís- Iensk mynd eftir Magnú.s Magn- ússon um Vatnsfjörð, sýnd í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. Jújú. Eflaust verður tínt til að sjóvarpið hafi ekki tímt að borga fyrir myndina, hún því unnin á methraða fyrir lágmarksgjald og standi samt ekki undir sér. Vatnsfjörður var ekki staðsett- ur á landinu nema svona óbeint í texta, og hraðlæs þulur kom því til skila að þar hefði land- námsmaðurinn komið nafninu á Iandið, en Íleíra var ekki sagt frá menningu og fólki þar vestra nema í lokin: menning og nátt- úra sögð órjúfanlega samtengd í Vatnsfirði. Orjúfanlega? Ekki í þessari mynd. Þar sást hvorki hús né fólk, þótt mig gruni að hvort tveggja sé til staðar. Yfir- litsmyndir af svæðinu voru eng- Maður veltir því nú fyrir sérhvemig Vatns- fjörður líti út og hvað þarsé aðfinna affólki, menningu og náttúm í þeirrifögru hljóm- kviðu sem þátturinn áttivístaðveraum. ar, en rýnt stíft inn í kjarrið og niður í lyngið. Maður gat alveg eins verið staddur í Heiðmörk, nema þegar fyrir kom fallega tekin mynd af sjó, eða var það vatn? Þetta var í sama upptaln- ingarstflnum og manni var uppálagður í grasafræði fyrir landspróf. Þátturinn fær núll komma núll fyrir frásögn. Það versta við þessar og aðrar nýlegar myndir er þessi árátta að segja manni frá einhverju öðru en maður sér. „Hrútaber eru...“ (mynd af hrútaberjum) og svo haldið áfram að tala um þau, en sýndar myndir af bláberjum á meðan. I þessu tilfelli gerir það ekkert til, fyrir þá sem þekkja berin, en þegar kemur að plönt- um sem maður er ekki jafn gagnkunnur getur maður engan veginn treyst því að það sem fyr- ir augu ber sé það sama og mað- urinn er að tala um. Nú stendur maður eftir og veltir því fyrir sér hvernig Vatns- fjörður líti út og hvað þar sé að finna af fólki, menningu og náttúru í þeirri fögru hljómkviðu sem þátturinn átti víst að vera um. Kannski er það bara best. Maður sleppir þá bara næsta þætti og fer vestur þegar vel árar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.