Dagur - 15.10.1997, Síða 7

Dagur - 15.10.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 1 S . OKTÓ B E R 1997 - 23 FINA OG FRÆGA i. Demetz 8 5 ára Óperusöngvarinn Sig- urðurDemetz varð 85 ára um helgina. Sig- urðurfékk til sínýmsa landsfræga gesti og samferðamenn og að sjálfsögðu varglattá hjalla og mikið sungið. ÆvarKjartansson út- varpsmaður stjómaði veisluglaumnum, Garðar Cortes flutti ræðu og Fóstbræður tóku lagið svo nokkuð sé nefnt. Guðlaugur Tryggvi Karlsson vará staðnum ogfesti nokk- ur andlit áfilmu. Garðar Cortes óperusöngvari flutti skemmtilega rædu í tilefni dagsins. Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona syngur fyrir afmælisbarnið. Jóhann Sigurðarson leikari smakkará dýrindis veitingum. Red Skelton kveður Skemmtikrafturinn heimsfrægi Red Skelton, Jim Carrey síns tíma, lést fyrir skömmu 84 ára að aldri. Red fæddist árið 1913. Faðir hans var sirkustrúður og alkó- hólisti sem lést tveimur mánuð- um fyrir fæðingu fjórða sonar síns. Sá hlaut nafnið Richards en vegna rauðs háralitar var hann nefndur Red af bræðrum sínum og nafnið festist við hann. Móðir Reds var ræstingakona en tekjur hennar nægðu engan veginn til að sjá fyrir fjölskyld- unni og Red hætti í skóla fjórtán ára og hóf að vinna fyrir sér sem skemmtikraftur. „Mamma leyfði mér að hætta í skóla vegna þess að við sultum,“ sagði hann síðar. Hann tók um tíma upp starfa föður síns sem sirkustrúður og kom einnig fram í revíum og á skemmtidagskrám í leikhúsum Hann var 19 ára þegar hann giftist sætavísunni Ednu Marie sem var tveimur árum yngri en hann. Hún varð umboðsmaður hans og skrifaði allt efni hans. „Efni hennar var betra en það sem ég gat keypt, stolið eða búið til sjálfur," sagði Red. Edna kom eiginmanni sínum á kvikmynda- samning í Hollywood þar sem hann lék í alls Ijörutíu 'kvik- myndum. Hjónin skildu eftir 13 ára samvist en héldu vináttu sinni og Edna sinnti áfram starfi sínu sem umboðsmaður hans. A sjötta áratugnum hóf Red Skelton glæstan feril sem skemmtikraftur í sjónvarpi þar sem galsa- fullur húmor hans naut sín til fullnustu. Þar starfaði hann í tæpa tvo áratugi, en þættirnir voru teknir af dagskrá árið 1970, þrátt fyrir mikið áhorf, þar sem þeir þóttu of gamaldags. Skelton sat þó ekki auð- um hönd- um, skemmti sviði gerðist stundamál- ari. Olíumálverk hans eru um þúsund talsins og seldust fyrir offjár. Skelton, sem í starfi sínu var síbrosandi, varð fyrir áföllum í einkalífi. Önnur eiginkona hans var fyrirsætan Georgia Davis. Þau eignuðust tvö börn, dreng og stúlku. Sonurinn lést úr hvít- Nfu árum síöar fyrirfór Georgia sér. blæði 9 ára gamall. Hjónin komust ekki yfir áfallið og skildu loks eftir nær þriggja áratuga hjónband. Þremur árum eftir skilnaðinn og átján árum eftir lát sonarins fyrirfór Georgia sér. Þriðja eiginkona Skeltons var Lothian, einkaritari sem var 25 árum yngri en hann. „Eg held að Red hafi verið hamingjusamur maður á efri árum,“ sagði Ger- ald Ford, fyrrum Bandaríkjafor- seti þegar hann minnist vinar síns. „Hann vissi að gamanleik- ur hans myndi ætíð njóta hylli. Hann var sáttur. Hann átti frá- bæran feril.“ Skelton, eins og heimurinn man hann, í trúðslíki.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.