Dagur - 15.10.1997, Qupperneq 10

Dagur - 15.10.1997, Qupperneq 10
26 - MIÐVIKUDAGUR ÍS.OKTÓBER 1997 Ð^uir LÍFIÐ í LANDINU ' KÁRI ARNÓRSSON SKRIFAR Gísli Pálsson með nýja bók: Reiðmenn í norðri - Fram- varðarsveitin - Enn hefur Bókaútgáfan á Hofi - Gísli Pálsson — sent frá sér bók um hesta- mennsku. Þessi bók er sú síðasta í bókaflokkn- um Hestar í Norðri sem Gísli hefur gef- ið út. Það er með eindæmum hvað hann hefur verið ötull í þessari útgáfu og hvað bækur hans geyma mikinn fróðleik um ræktun íslenska hestsins og notkun hans. Bækurnar eru gefnar út á erlendum tungum auk íslenskunnar svo hestaunnendum erlendis gefist kostur á að kynna sér innihald þeirra. Það er fátt sem gert hefur verið sem betur hefur stuðlað að kynningu hestsins erlendis og margir eru þeir sem hafa fengið sölu út á frásagnir í fyrri bókum um eigin ræktun. í þeim bókum var greint frá ræktendum um allt land og hvað þeir legðu áherslu á í sinni ræktun. í þeirri bók sem nú sér dagsins ljós eru það afreksmenn í reiðmennsku og keppni í hestafþróttum sem eru kynntir. Gísli nefnir þá FRAMVARÐARSVEIT- INA og má það kallast réttnefni. Þar eru viðtöl við 21 atvinnumann, eða menn því nokkur hjón eru þarna tekin tali, í hestamennskunni og er það bæði fróðleg og skemmtileg lesning. Flestir hafa þessir menn getið sér frægðarorð fyrir reiðmennsku og margir fyrir góðan árangur í ræktun. Jens Einarsson hefur tekið flest þessi viðtöl. Þá ritar Sigurður Haraldsson, einn af þekktustu hrossaræktarmönnum landsins, stutt ágrip af sögu íslenska hestsins og einnig bráðskemmtilegan þátt um reiðsnillinginn Jón Asgeirsson á Þingeyrum sem varð strax í Iifanda lífi þjóðsagnapersóna vegna snilli sinnar í tamningu og meðferð hesta og er enn, en hundrað ár eru nú Iiðin frá andláti hans. Kári Arnórsson ritar ágrip af leið- beiningarþjónustunni í hrossarækt á þeirri öld sem nú er senn að kveðja. Þar er ýmsan fróðleik að finna. Ohætt er að mæla með þessari bók Gfsla, sem er gott framlag í þeirri við- Ieitni að varðveita þann menningararf sem samneyti manns og hests hefur skilað þessari þjóð. Góðgangur á Bylgjuniii Útvarpsstöðin Bylgjan hefur nú haf- ið útsendingar sem ætlaðar eru áhugamönnum um hesta og hesta- mennsku. Þessi þáttur nefnist Góð- gangur og er í umsjá Júh'usar Brjáns- sonar. Júlíus er enginn nýgræðingur á þessu sviði því auk þess að stunda hestamennsku hefur hann verið virk- ur f félagsstarfi hestamanna, ekki síst í hestaíþrótlum. Þá hefur hann verið starfandi við fagblöð hesta- manna. Þátturinn Góðgangur er sendur út einu sinni í viku á sunnudags- kvöldum og var fyrsta útsendingin 5. október. HESTAR Reiðmenn í norðri tbókinni er ítar/egt viðtal við hjónin Sigurbjöm Bárðarson og Fríðu Steinarsdóttur. mynd: ej Þitt er valið Stefánsdóttin Þetta er þitt líf. Það er í þínu valdi að velja það sem þú vilt gera og gera það vel. Það er í þínu valdi að njóta þess sem þú vilt og njóta þess vel. Þuð er í þínu valdi að ganga um í skóginum og vera hluti náttúrunnar. Það er í þínu valdi að stjóma Itfi þínu. Enginn annar getur gert þaðfyrir þig. skrifar Það er í þínu valdi að lifa hamingjusömu lífi. Þetta fallega ljóð er eftir Susan Polis Schutz og í því minnir hún okkur á valið sem við stöndum frammi fyrir alla daga, að velja hvernig lífi við vilj- um lifa. Allt of oft viljum við skella skuld- inni á utanaðkomandi áhrif, það sé ein- hverjum eða einhverju öðru að kenna hvernig fór í stað þess að velta því nánar fyrir okkur hvað það er sem við erum að velja hverju sinni. HVAÐ Á É G A Ð GERA Sumarfrí Við hjónin eigum uppsafnað frí og höfum verið að tala um að fara tif útlanda. En við erum alls elcki sammála um það hvert við eigum að fara. Konan vill endilega fara til Frakklands, en mig langar til að skoða Bandaríkin. Þetta virðist alveg í hnút hjá okkur, við erum bæði stíf á okk- ar meiningu og hvorugt vill láta undan. Hvað er til ráða? Hafið þið hugleitt að fara sitt í hvoru lagi? Það er engin heilög skylda að hjón fari saman í frí og ef þið eruð ósammála, þá er hætt við að annað verði hálfleitt allan tímann sem þið eruð á þeim staðnum sem fyrir valinu verður. Svona mál eru alltaf erfið viðureignar og sérstaklega ef hvorugt vill láta sig. Svo má reyna að nálgast málið frá öðru sjónarhorni, t.d. að fara í ár til annars landsins og á næsta ári til hins, þ.e. ef þið getið Qármagnað það. Vigdís svarar í símaim! Ertu með ráð, þarffu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is FLÓAMARKAÐUH Brauðvél og hrærivél Það vill koma fyrir að hrærivélaspaðar brotna eða týnast og þá er illt í efni. Hún Helga Hansdóttir sem býr á Hvolsvelli á gamla Kenwood hrærivél sem er f góðu lagi, en því miður það brotnaði hrærarinn á henni og hana vantar nýjan. Ef einhver á í fórum sínum slíkan grip, þá væri hún þakklát fyrir og er til í að skipta við við- komandi á einhverju öðru. Hún hefur líka áhuga á þvf að eignast brauðvél ef einhver á og er ekki að nota. Helga segist vera mikill safnari og skiptari og vafalaust eiga eitthvað í staðinn. Síminn hjá Helgu er: 487 8262. Mynd úr myndasafni. Húsráð Þurrkuð epli Það er auðvelt að þurrka epli og þau eru góð til að grípa sem skyndi- bita. Skolið eplin og þurrkið. Takið kjarnann úr og sneiðið í 1 sm. þykkar sneiðar. Leggið sneiðarnar á ofngrind og hafið pappír undir. Setjið grindina í ofn og hitið í um 80°C. Látið eplin vera inni þar til þau fá flauelsáferð. Lækkið þá hitann í 50°C og þurrkið áfram í 1 sólarhring. Ofninn þarf að vera hálfop- inn á meðan. Þurrkuð epli eiga að vera mjúk, en svo þurr að ekki komi raki úr þeim þó þau séu kreist.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.