Dagur - 18.10.1997, Page 4

Dagur - 18.10.1997, Page 4
4- LAUGARDAGUR 18.0KTÓBER 1997 ro^tr BSV V- __________/ Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri Opel Astra, 1,4 árg. 1997, ekinn 3.þús. verð 1.250.000 Nissan F^thfinder, 2,4 árg. 1969, verð 750.000, qóð kjör Subaru Impreza 1996, ek. 22 þús., sjálfskiptur. Verð: 1.550.000,- Opel Astra Station 1997, ek. 24 þús., sjálfskiptur. Verð: 1.390.000,- Subaru Justy 1993, ek. 26 þús., sjálfskiptur. Verð: 700.000,- Toyota Carina E 1994, ek. 32 þús., sjálfskiptur. Verð: 1.330.000,- Toyota Corolla Touring 4x4 1996, ek. 23 þús. Verð: 1.510.000,- Subaru Legacy Station 1993, ek. 90 þús. Verð: 1.270.000,- Bráðvantar allar tegundir bíla á skrá oq á staðinn. Qpið laugardag 13-17 sunnudag 14-17 ------------- BSV v___________/ Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri FRÉTTIR Laiidbúu aö arr áðherra 1 aminn milli landshluta? Gudmundur Bjarnason: fjöður orðin að fimm hænum eins og í ævintýrinu, á að hafa verið „buffaður" á Húsavík. Þrálát kjaftasaga uui Guðmund Bjamason flýgur um landið. Á að hafa fengið bylm- ingshögg utan við krá! Fiskisögur fljúga og ijöður verð- ur að hænum. Það hefur gengið fjöllunum hærra í fjölmiðla- heiminum og vfðar að undan- förnu að Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráð- herra hefði verið laminn í klessu norður á Húsavík um þar síðustu helgi. Sagan var á þann veg að Guð- mundur hefði verið staddur fyrir utan veitingahúsið Hlöðufell og átt þar orðaskipti við ungan mann sem enduðu með því að ungi maðurinn barði ráðherra bylmingshögg í kviðinn svo hann féll við. Guðmundur hefði brugðist við árásinni með því að rífa upp farsíma og hringja f lög- reglu. Og þar rennur sagan út í sandinn. Dagur ræddi þessa svívirðilegu árás við ráðherrann sjálfan og kvaðst hann vera búinn að heyra ýmsar útgáfur af sögunni. Fjöl- miðlar hefðu látlaust haft sam- band við hann vegna málsins og m.a. rætt við konu hans til að fá þetta staðfest og þau haft nokkurn ama af. Hann sagði að þetta væri auðvitað krassandi frétt, en á henni einn hængur, sem sé sá að þetta væri algjör della. Hann hefði í fyrsta lagi alls ekki verið staddur á Húsavík um- rætt kvöld og í öðru lagi ekki komið í Hlöðufell í 30 ár. „Þannig að meintur árásarmaður hefði þurft að vera dálítið hand- leggjalangur til þess að lemja mig svona hastarlega á milli landshluta," sagði Guðmundur og hló. Lögreglan á Húsavík hafði fengið ýmsar fyrirspurnir um málið og farið á stúfana en ekki fengið minnstu fréttir af því að nokkur maður hefði verið lamin f bænum þetta kvöld, hvað þá ráðherrra sem ekki var staddur þar. Ein útgáfa sögunnar sem Iögregla heyrði var á þá Ieið að það hefði verið einhver sýslu- maður sem barði landbúnaðar- ráðherra! Og reyndar var það rétt að þessa sömu helgi þinguðu sýslumenn á Húsavík. Og heim- ildamenn Dags úr „undirheim- um“ Húsavíkur álíta að hugsan- lega hafi verið stjakað við ein- hverjum gráhærðum sýslumanni sem líktist ráðherra í sjón og þannig sé sagan til komin. Guð- mundur sjálfur hallast líka helst að því að þetta kvöld hafi einhver tvífari hans verið á Húsavfk og vildi gjaman fá að sjá manninn. Það sérkennilegasta við þessa sögu er að meintuf árásarmaður var í þannig ástandi þegar at- burðurinn ku hafa gerst að hann man Iítið frá kvöldinu og hefur því hvorki getað neitað né játað gjörðum sínum. Og stendur því vafalaust í þeirri trú að hann hafi það á samviskunni að hafa í raun slegið landbúnaðarráðherra nið- ur. - JS Missa af jafnréttisverðlauniun? Svo kaim að fara að deila ReykjavOair- borgar við Framsókn- Dagsbrún ut af skóla- liðamálinu svokall- aða komi í veg fyrir að borgiu fái jafnrétt- isviðurkenningu Jafn- réttisráðs. Jafnréttisviðurkenning Jafnrétt- isráðs verður veitt í lok næstu viku. Samkvæmt heimildum Dags eru tveir aðilar líklegastir til að hreppa hnossið; Leikskól- inn Garðavellir (Hjalli) í Hafnar- firði og Reykjavíkurborg. FuIIyrt er að leikskólinn verði fyrir val- inu vegna andstöðu fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar við að Þórunn Sveinbjörnsdóttir: stoppaði hún jafnréttisverðlaun til borgarinnar vegna deiiu um skólaliða? verðlauna Reykjavíkurborg í ljósi deilunnar við Framsókn/Dags- brún í skólaliðamálinu svokall- aða. Sérstök úthlutunarnefnd fjall- ar um tilnefningar til jafnréttis- verðlaunanna. Þar sitja meðal annarra Halldór Grönvold frá ASI, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Sókn og Þórveig Þormóðs- dóttir frá BSRB. Af þessum nefndarmönnum náðist aðeins í Þórunni, sem neitaði alfarið að tjá sig um málið, enda væri um trúnaðarmál að ræða. Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, á einnig sæti í úthlutunarnefnd- inni og segir hún að enn sé ekki búið að taka endanlega ákvörðun um hver hljóti viðurkenninguna að þessu sinni. „Það eru þrír að- ilar til nánari skoðunar og þar á meðal Reykjavíkurborg. Ef nið- urstaðan verður sú, að það verð- ur ekki borgin, þá er það af margvíslegum ástæðum, meðal annars sú sem hefur verið mjög mikið til umræðu, að þetta starf borgarinnar er að mörgu leyti mjög stutt á veg komið. Það er hins vegar mjög markvisst, víð- feðmt og áhugavert," segir Elsa. Samkvæmt heimildum Dags gerir það möguleika borgarinnar síst meiri að kosningar eru í nánd og því mögulegt að verð- launaveitingin yrði túlkuð pólit- ískt. Af öðrum aðilum sem farið hafa um borð úthlutunarnefndar má nefna Iþrótta- og tómstunda- ráð borgarinnar, Veru, Kvennaat- hvarfið og Iðntæknistofnun. A leikskólanum Garðavöllum (Hjalla) hefur farið fram athygl- isverð en jafnframt umdeild til- raun undir stjórn Margrétar Pálu Olafsdóttur leikskólastjóra. Tilraunin byggir meðal annars á aðgreiningu kynjanna í leik og starfi barnanna. — FÞG Ráðherra fyrir dóm Baráttan gegn þátt- töku íslands í við- skiptabanni gegn írak færennlið. Leifur Þórarinsson og Sig- urður A. Magnússon vilja kæra Jón Bald- vin og Halldór Ás- grímsson. Um eitt hundrað manns hafa skrifað undir áskorun um að rík- issaksóknari höfði mál gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrver- andi utanríkisráðherra, fyrir lög- Elías Daviðsson. festa þátttöku íslendinga t við- skiptabanni á Irak, sem kostað hafi 6 hundruð þúsund börn líf- ið. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Elíasi Davíðssyni, tónskáldi, sem barist hefur gegn viðskiptabanninu. Jafnframt er skorað á Alþingi að kalla saman landsdóm til að rétta yfir Hall- dóri Asgrímssyni, utanríkisráð- herra, fyrir sömu sakir. Meðal þeirra sem skrifa undir áskorun- ina eru Leifur Þórarinsson tón- skáld, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, María Kristjáns- dóttir leikstjóri, Þórunn Magn- úsdóttir, sagnfræðingur og prest- arnir Axel Arnarson og Carlos A. Ferrer.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.