Dagur - 18.10.1997, Side 5

Dagur - 18.10.1997, Side 5
Xfc^MT FRÉTTIR LAUGARDAGUR ÍB.OKTÓBER 1997 - S Vélstjórar boða verkfaU Yfirgnæfandi meirihluti vélstjóra á stærstu fiskiskipum landsmanna samþykktu að boða til verkfalls um áramótin, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Af 238 sem greiddu atkvæði sögðu 197 já en 36 nei. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, segir að þessi niðurstaða komi sér ekki á óvart. Hann segir að helstu kröfur vélstjóra séu um aukinn skiptahlut í ljósi meiri ábyrgðar og aukinnar menntunar. Síð- ast en ekki síst verði að koma lagi á verðmyndunarmál sjómanna og uppræta kvótabraskið. „Þetta eru upp til hópa tekjuhæstu mennirnir í flotanum,11 segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU. Hann telur að ef til verkfalls kemur, þá muni það Iama velflesta frystitogarana, nokkra ísfisktogara og hálfan loðnuflotann. Hins vegar sé viðbúið að veiðiheimildir skipa sem stöðvast verði fluttar yfir á önnur skip. Hann segir deiluna við vélstjóra ekki snúa að útgerðinni því þeir vilji breyta hefðbundnum hlutaskiptum sjómanna. Utgerðin sé í sér- kennilegri samningsstöðu í þessu máli vegna þess að undir- og yfir- menn hafi mótmælt kröfu vélstjóra. Að mati útvegsins sé hún fráleit og ekki verði um hana samið. Boða lægra raforkuverð Rafmagnsveita Reykjavíkur vinnur nú að því fyrir íjárhagsáætlun næsta árs að hagræðing fyrirtækisins geti skilað sér í 2-3% lækkun á raforkuverði. Alfreð Þorsteinsson, formaður veitu- stofnana borgarinnar, kynnti þessar fyr- irætlanir um leið og blaðamönnum var greint frá áætlun um virkjanafram- kvæmdir að Nesjavöllum. Forsenda þess að rafmagnsreikningar heimilanna geti lækkað er að árangur náist í yfirstandandi átaki til hagræð- ingar og sparnaðar. Meðal aðgerða í þessa veru sem ráðist hefur verið í á undanförum misserum er breytt rafmagnseftirlit, launatengt frammistöðumat starfsmanna, nýtt inn- heimtu- og bókhaldskerfi, aukin orkusala, sala fasteigna og aukin út- boð. Nesjavellir. Sjálfstæðar konur fagna mjög þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Daváðs Oddssonar að gefa karlmönnum hjá ríkinu kost á hálfsmánaðar fæð- ingarorlofi. I þakkarskyni færðu þær forsætisráðherra mynd af fótsporum ársgamallar stúlku. Atvumlausuin konum fækkar Atvinnulausum fækkaði um rösklega 300 milli ágúst og september. Fækkunin var næstum öll hjá konunum. Enn eru samt nær 2.800 konur (4,7%) á atvinnuleysisskrá, hvar af íjórðungur er þó í hluta- starfi. Atvinuleysi meðal karla var aðeins 1,8% í september. Á landsbyggðinni er aðeins 1% karla á skrá og það hlutfall er miklu lægra á Vestfjörðum, Vesturlandi og Austurlandi, en heldur hærra (1,5%) á Norðurlandi. Um 3,8% kvennanna vildi lika fá vinnu eða meiri vinnu. Miklu fleiri vantar vinnu á höfuðborgarsvæðinu, eða 2,3% allra vinnufúsra karla og 5,3% kvenna. Um 230 atvinnuleyfi voru gefin út til útlendinga í september borið saman við 90 í sama mánuði í fyrra. Atvinnuleyfi voru orðin næstum eins mörg fyrstu níu mánuði ársins og allt árið 1996 og 1995. Um 130 laus störf voru í boði hjá vinnumiðlunum í septemberlok, þar af 80 á höfuðborgarsvæðinu. Smiiar sögur verðlaunaðar Elín Ebba Gunnarsdóttir hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar, en þau voru afhent í Höfða í gær. Verðlaunin hlaut Elín fyrir bók sína Sumar sögur, safn 12 smásagna sem 3ja manna dóm- nefnd var sammála um að væri skrifuð af mikilli list. MYND: E.ÓL Hanes-hjónin ekki framseld Hæstiréttur hefur úrskurðað að lagaskilyrði séu ekki fyrir hendi til að senda Donald og Connie Jean Hanes úr Iandi með fram- sali. Allir fimm dómarar málsins voru sammála um að ákæruvald- inu hefði ekki tekist að sýna fram á nauðsyn þess að framselja hjónin og staðfestu því dóm und- irréttar. Randarfsk stjórnvöld fóru fram á framsal hjónanna í sl. mars vegna refsimáls sem þar hefur verið höfðað gegn þeim. Málið var rannsakað, en hjónin lýstu því strax yfir að þau væru reiðu- búin til að fara sjálfviljug og á eigin kostnað til Bandaríkjanna og gefa sig þar fram, gegn því að alþjóðleg handtökuskipun yrði felld niður. Sögðu þau að annars biði þeirra ill meðferð, óþægindi og lítillækkun. Einkum vildu þau fá tryggingu fyrir því að þau þyrftu ekki að afplána refsingu í hinu illræmda Maricopafangelsi, færi svo að þau yrðu sakfelld. Meðalhófs ekki gætt Dómararnir töldu að stjórnvöld hér á landi hefðu ekki gætt með- alhófsreglu stjórnsýslulaga um að taka aðeins íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu mark- miði verður ekki náð með öðru og vægara móti og höfnuðu því framsali. -FÞG Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, gangsetti kerin í nýja kerskálanum i álverinu í Straumsvík við hátíðlega athöfn í gær. Síðan var boðið til heljarinnar veislu til að samfagna þessum áfanga i iðnaðarsögu landsmanna. mynd: hilmar Stórveisla í álvermu Álverið í Straiunsvík er stærsta álver Alusuisse og getur uú framleitt 160 þúsuud tonu á ári. Álið er græni málmurinn, segir forstjórinn. Álið er græni málmurinn og framtíðin í iðnaðinum er björt,“ segir Rannveig Rist, forstjóri ál- versins í Straumsvík. Hún segir áliðnaðinn ekki óttast sam- keppni hvorki frá plasti eða stáli. Mikill mannfagnaður var í gær í álverksmiðjunni þegar hátt í 1500 manns var boðið til að samfagna stækkun verksmiðj- unnar. Þar var boðið öllum starfsmönnum ásamt mökum, viðskiptavinum og öðrum velunnurum ásamt ráðherrum, þingmönnum og fleirum. Með tilkomu nýja kerskálans með 160 kerum stækkaði verk- smiðjan um 62%. Við það verður ársframleiðsla álversins um 160 þúsund tonn á ári og heildar- fjöldi starfsmanna er um 500- 600. Verksmiðjan verður jafn- framt sú stærsta af álverksmiðj- um Alusuisse Lonza sam- steypunnar £ Sviss. Vegna hag- stæðra ytri skilyrða s.s. góðrar veðráttu við jarðvegsvinnu tókst að klára stækkun verksmiðjunn- ar nokkrum mánuðum fyrir áætluð verklok. Af þeim sökum reyndist kostnaður töluvert minni en áætlað var. Þakkir til starfsmanna Rannveig segir að nær öll vinna við stækkun verksmiðjunnar hafi verið unnin af Islendingum að undanskildum 12 pólskum málmiðnaðarmönnum og nokkrum enskum iðnaðarmönn- um. Þá var yfir 30% af öilum búnaði verksmiðjunnar fram- leiddur innanlands. Það var nokkru meira en reiknað var með í byrjun. Hún segir það hafa verið dálítið sérstakt að öll sam- skipti manna á milli við stækk- unina voru á íslensku. Hún lýkur lofsorði á þátt starfsmanna við stækkunina og telur að sá góði gangur sem var við alla fram- kvæmdina hefði aldrei náðst án þeirra. -GRH Höfdrykkjan skilgreind Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta, segir máltækið en margur hefur átt í mesta basli með að skiigreina hófið. Það hefur SAA nú gert £ bæklingi með Ieiðbeiningum handa Iækn- um við greiningu á áfengissýki. Karlmaður á aldrinum 20-65 ára sem drekkur 14 drykki eða minna á viku, aldrei fleiri en 2 á dag og aldrei fleiri en 5 drykki £ einu, er hófdrykkjumaður, sam- kvæmt SÁÁ. Kona sem drekkur svona mik- ið er hins vegar engin hófsemd- armanneskja, enda þola konur áfengi verr en karlar. Hóf- Sá sem hvolfir i sig meira en 5-6 flösk- um af Guðna sterka í einu - eða drekkur fleiri en 14 flöskur á viku - er ofdrykkjumaður samkvæmt skilgrein- ingu SÁÁ drykkjukona er sú sem drekkur einn drykk eða minna á dag og aldrei fleiri en 4 £ einu og saman- Iagt minna en 7 drykki á viku. Drykkur þýðir hér einn sjúss af brenndu vfni, 1 50 ml af léttu eða um 400 ml af bjór. Drekki menn meira en þetta eiga læknar að ráðleggja þeim að draga úr, samkvæmt SÁÁ. Og sumum eiga þeir að ráðleggja að drekka alls ekki. Það á við um ófriskar konur, áfengissjúklinga og þá sem þjást af maga- hjarta, lifrar- eða alvarlegum geðsjúk- dómum og með sumum lyfjum má alls ekki drekka. -VJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.