Dagur - 18.10.1997, Qupperneq 6

Dagur - 18.10.1997, Qupperneq 6
6- LAUGARDAGUR 1 8 . OKTÓBER 1997 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag. Útgáfustjóri. Ritstjórar. Aðstoðarritstjóri. Framkvæmdastjóri. Skrifstofur. DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 S/mbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171 Glatað tækifæri í fyrsta lagi Norðmenn hafa fengið ný]a minnihlutastjórn. Miðflokkarnir þrír hafa tekið við völdum af jafnaðarmönnum og kynnt stefnu sína. Hér á landi hefur vakið mesta athygli yfirlýsing í stjórn- arsáttmálanum um að færa eigi norsku fiskveiðilögsöguna út í 250 sjómílur. Nýr sjávarútvegsráðherra Norðmanna, Peter Angelsen, hefur í opinberri túlkun sinni á þessari stefnu boð- að enn frekara stríð gegn Islendingum um fiskveiðiréttindi í Barentshafi með það að markmiði að loka norðurhöfum gjör- samlega fyrir íslenskum fiskiskipum. 1 öðru lagi Sérfræðingum í hafréttarmálum ber saman um að sú leið sem nýja norska ríkisstjórnin boðar til að ná því markmiði sínu að hrekja Islendinga af miðunum í norðurhöfum sé óframkvæm- anleg. Hafréttarsáttmálinn, sem Norðmenn hafa staðfest, bindur fiskveiðilögsöguna við 200 sjómílur. Uthafsveiðisátt- málinn byggir á sama grunni. Norðmenn gætu að sjálfsögðu reynt að brjóta niður þær alþjóðlegu reglur sem nú gilda með einhliða útfærslu, en það verður að teljast ólíklegt að veik minnihlutastjórn leggi út í slíka ævintýramennsku. Vafalaust er það rétt sem haft hefur verið eftir Halldóri Asgrímssyni, ut- anríkisráðherra, að þessi yfirlýsing Norðmanna sé marklaus. 1 þriöja lagi Hafi einhver vonast til að stjórnarskiptin í Noregi yrðu til að auka líkurnar á samkomulagi milli íslenskra og norskra stjórn- valda um fiskveiðimálin, þá taka þessar yfirlýsingar hinna nýju valdhafa af öll tvímæli um að svo er ekki. Nýja ríkisstjórnin virðist þvert á móti ætla að blása til nýrrar atlögu gegn íslend- ingum. Láti hún athafnir fylgja orðum mun enn hvessa í sam- búð norskra og íslenskra stjórnvalda. Um leið glatast kjörið tækifæri sem nýir ráðamenn í Noregi höfðu til að koma sam- skiptum frændþjóðanna í sjávarútvegsmálum á réttan kjöl með samkomulagi um öll helstu ágreiningsmálin. Því miður. Elías Snæland Jónsson Ó að ég gæti Garri hefur verið að hugsa. Um þetta sem alltaf er verið að prédika yfir æskunni. Heill umboðsmaður barna kominn á kopp kerfisins með yfir þús- und mál á ári. I blaðinu okkar var í vikunni sagt frá málþingi ungdómsins um síðustu helgi. Krakkarnir fengu að þusa og sjálfur rit- stjóri þessa virðulega einskis málgagns sat og skrifaði niður það sem þau sögðu. Niður- staðan var í anda óskhyggj- unnar: Krakk- arnir hafa áhuga á fleiru en að dansa, drekka og ríða. Það sem Garri skilur ekki er hvers vegna. Er nú enn einu sinni verið að ræna krakkana æskunni? Um- boðsmaður barna er auðvitað ekki annað en umboðsmaður ellinnar, reynir að drepa áhugamálum þeirra á dreif og koma þeim til manns með því að hugsa um „samfélagið", „ábyrgð“ og „framtíöina". Eða jafnvel, guð hjálpi Garra, um pólitík. Dansa, drekka og ríða? Sú var tíð að Garri hafði áhuga á þessu þrennu. Ekki endilega í þeirri röð. Dansinn var eitt- hvað sem Garri hinn ungi varð að afplána til að fá að ríða, og drykkjan nauðsynleg forsenda fyrir því að Garri þyrði að dansa. Ef þessi þrí- V liða æskunnar gekk upp með þeim hætti að lokaóskin var við það að rætast mátti jafnvel óttast að of mikið hefði verið drukkið til að það síðast- nefnda gengi al- mennilega upp. Þannig var æsk- unni sóað í vit- leysu. Skorti þó hvorki vilja né getu á þessum þremur horfnu sviðum. Garri er jafn gugginn og árin segja til um. Reynslunni rík- ari horfir hin aldurhnigni dálkahöfundur af friðarstóli og metur daglega það sem aflaga fer í þjóðfélag- inu. Og af hinni miklu visku sem áralöng pistla- skrif hafa safnað rennur upp fyrir Garra að enn er hin vold- uga þjóðfélagselfur að renna í öfuga átt. Umboðsmaður ell- innar og allt gamla gengið vilja fá æskuna til að hugsa um eitthvað annað en dansa, drekka og ríða. Nei. Lífið er of stutt segir Garri, ellin of ströng. Eiga þau ein sem al- mennilega geta dansað, drukkið og ...já, hitt, að hugsa um eitthvað annað? Nógur er tíminn segir Garri. Látum þau dansa. Kennum þeim að drekka. Leyfum þeim að ríða. Ef Garri gæti þetta þrennt, þá væri hann ekki hér. GARRI Kirkjugarðar eru undirlagðir af fólki sem hélt það væri ómissandi á sínum tíma. Grafar- róin rifjast hérna upp núna þeg- ar kennarar búa sig undir að rísa upp gegn þjóðfélaginu og leiða börn og unglinga landsins að hjóli og steglu. Einhvern tíma hefði verið spurt í skólaporti í frí- mínútum: Aftur og nýbúinn? Islendingar sækja hratt fram á mörgum sviðum en lög um verk- föll og vinnudeilur voru á sínum tím^ sniðin fyrir þilskipaöld og Iangt á undan vökulögum. Verk- föll hafa fyrir löngu misst jafn- vægið og tapað allri reisn hins vinnandi manns. Að leggja niður vinnu er ekki lengúr síðasta von láglaunafólks til að sjá fólki sínu farborða og framtíð. Verkföll eru orðin fastur liður á dagskrá í fé- lagslífi hjá hálfgildis sportfélög- um launþega á borð við kennara Kennarar falla fram á sverðið og fleiri opinbera starfsmenn á meðallaunum og hærri töxtum. Og nú vilja kennarar ennþá grafa upp stríðsöxina og brýna framan í skólabörnin. Ofbeldi Á meðan ofbeldismenn loka vinnustöðum hvetja verkalýðsfé- lög sína menn til að þiggja öll launuð verk sem til falla og hafa meðalgöngu um störf handa fé- Iagsmönnum til að bijóta niður vinnuveitendur. Og ekki nóg með það. Islensk verkalýðsfélög hlutast til um að erlendir vopna- bræður borgi Islendingum Iaun í verkfalli og ijúfa þannig íslenska lögsögu með silfri Júdasar. Svona greiðslur hljóta að varða við lög og að minnsta kosti reglur um opinbera starfsmenn eins og aðr- ar mútugreiðslur. Kennarar hafa sjálfir valið sér kennslu að ævistarfi og vissu að hveiju þeir gengu strax í kenn- araskóla. Kennsla er að hluta til starf og að hluta til æðri þörf eða löngun sem aldrei verður skil- greind öðru vísi en köllun. Kenn- urum eru fólgin þau forréttindi að leiða æskuna til bóknáms og nokkurs félagsþroska. Kennarar eru næstir börnum á eftir for- eldrum og stundum taka börnin kennarann sinn fram yfir fjöl- skylduna. Margar aðrar stéttir vildu gjarnan vera í sporum kennara og glaðar skipta um hlutverk. Kennurum sem læri- feðrum er aldrei samboðið að leggja niður kennslu skólabarna með verkfalli þó kennurum sem launþegum detti það í hug. Foreldrar verða að bregðast tím- anlega við ógnun kennara og búa sig undir að nota veraldarvefinn eða aðrar boðleiðir til að draga úr skaða barna sinna í forföllum þeirra. Skólabörnum líðst ekki að leggja niður vinnu hjá kenn- urum og mætti verkalýðsforystan vel taka börnin sér til fyrirmynd- ar. Nýjar leiðir Verklausir kennarar með Iaun úr verkfallssjóðum og frá útlönd- um hljóta því að fagna öllu frum- kvæði foreldra á námsbraut barna sinna. En tíð verk- föll kennara hljóta að leiða af sér nýjar leiðir og meiri tækni við skólanámið. Með aukinni tækni minnkar þörfin á handleiðslu kennarans og við það fækker störfum í skólum. Með verkfalli sínu láta kenn- arar sig því falla fram á sverðið. Samkvæmt upplýsing- umfrá skíittinum hefur þeim semfá bílfrá at- vinnurekanda sínum stórfjölgað. Ekurþú um á slíkum bíl? Guðlaugur Bjömsson forstjóri Mjólkursamsölwinar. wJá, það er hluti af mín- um ráðning- arsamningi. Eg er búinn að vera hér forstjóri síð- an 1979 og þá var þetta hluti af mín- um kjörum og ég veit ekki betur en sama hafi gilt um forvera minn, Stefán Björnsson, sem var í þessu sama starfi í aldarijórð- ung.“ Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka. „Já, og það er hluti af m í n u m ráðningar- samningi en það eru hinsvegar ekki margir sem eru með þessi hlunn- indi hér hjá bankanum. Nei, ég var ekki með þessi hlunnindi meðan ég var hjá Alþýðusambandinu. “ Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambauds íslands. „Nei, ég er nú bara á m í n u m e i n k a b í 1. Víða er m ö n n u m hinsvegar greitt fyrir afnota af einkabíl í þágu at- vinnurekandans, ef þau eru ein- hver og þannig fæ ég greitt fyrir slík afnot í þágu ASI.“ Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis■ og tóbaksverslumr ríksins. „Stundum, en það er ekki bíll sem er sérstak- lega tengdur mér. Það er bíll sem er til hér hjá ÁTVR og ég get gripið til vegna starfs- ins, rétt einsog aðrir starfs- menn.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.