Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 7
I.AUGARDAGUR 18.QKTÓBER 19 9 7 - 7 T>npr. RITSTJ ÓRNARSPJ ALL Kynslóðasáttmáli Eins gott að maður er ekki ófæddur Itali! Ofæddur Itali er sú mannvera sem á von á mestri skattbyrði allra þegna þeirra ríkja sem við teljum okkur í hópi með. Þetta má umorða svo að á Italíu sé búið að safna svo miklum skuldum - af núlifandi kynslóð- um - að þeir sem á eftir koma eigi eftir að greiða vangreidda skatta þeirra, til viðbótar við sína eigin. Munurinn á skattbyrði núlifandi Itala og hinna sem enn synda um í pungi síns föðurs er 400-500%! Kynslóðareikiiingar Menn geta farið í svona talna- leiki með hjálp hagfræðinga sem reikna út kynslóðareikninga. Fjármálaráðuneytið hefur verið að kynna svona skýrslu um Is- land, sem Háskólinn hefur unn- ið. Góðu tíðindin eru þessi: Is- Iand er bara þokkalega vel statt. Krakki sem fæddist á Sauðár- króki árið 1995 skuldaði bara 713 þúsund, og þeir Islendingar sem koma í heiminn á næstu áratugum verða bara með 1800- 1900 þúsund króna skattskuld í vöggugjöf. Það þykir lítið miðað við aðra. Með þessum reikningum eru menn að reyna að átta sig á þan- þoli hagkerfisins, skuldhinding- um velferðarinnar og greiðslu- getu þeirra sem eiga að standa undir. Og reyna að sjá hvort nú- verandi lífsgæði standi undir sér, eða hvort við séum að senda reikninginn inn í framtíðina. Það gerum við. Ekki alvarlegt Samkvæmt framsögumönnum á málstofu fjármálaráðherra í vik- unni erum við sæmilega á vegi stödd. Einkum, eins og fjármála- ráðherra benti á, vegna þess að við getum forðað okkur frá kreppu sem aðrir eru að Ienda í. Arekstur kynslóðanna er lengra undan hjá okkur en hjá mörgum öðrum, vegna þess að þjóðin er ung, og trúi því hver sem vill: forsjál. Þökk sé Iífeyrissjóðakerf- inu. Ef við vildum aflétta skulda- byrði næstu kynslóða þyrftum við bara að hækka tekjuskatt og útsvar um 0.91% . (Við erum að LÆKKA skattbyrðina í ár.) Eða við gætum skorið niður til vel- ferðarkerfisins um 4.4 milljarða - þá væru kynslóðirnar kvitt. Þetta eru ekki stórfengleg vanda- mál. Enn. Það sem bíður Friðrik Sophusson setti fram nokkrar tölur til umhugsunar: Arið 2030 verður þriðjungur þjóðarinnar yfir 60 ára. Við eig- um von á ellisprengingu. Sextug- ir og eldri verða 40% kjósenda, í dag eru þeir 20% kjósenda (og hafa hátt um vægi sitt!) Enda stjórnmálamaðurinn Friðrik meðvitaður: hann reiknar með að aldursskiptingin í þjóðfélag- inu eigi eftir að verða stórpólit- ískt mál á næstu árum. Og var nógu hreinskilinn til að játa að víða um lönd skorti stjórnmála- menn hugrekki til að takast á við þá staðreynd lífsins. Hún er þessi: ekki „...er hægt að búast við að þeir fáu sem vinna og greiða skatta í framtíðinni, geti staðið undir skuldbindingum sem fylgja myndu því að kerfi al- mannatrygginga ætti að annast framfærslu allra sem lokið hafa starfsævinni". Hér er komið að kjarna þess sem menn telja að valdi pólitískri spennu framtíðar- innar: unga fólkið á nóg með sig og getur ekki framfært öllu þessu gamla fólki líka. Sáttmáli Friðrik minntist á fjögur atriði sem gætu verið grunnur að sátt- mála kynslóðanna. 1) Tökum ekki velferðina að láni. Rekum ríkissjóð hallalaus- an. Sleppum þeirri kaldhæðni að Ijármálaráðherra rétt svo sleppi yfir þá girðingu næsta ár, í fyrsta skipti í rúman áratug - með því að selja eignir ríkisins. Þetta gæti verið byrjun á því að greiða nið- ur skuldir, áður en ellisprenging- in verður. Við skulum þá stefna að því að ófæddir Islendingar þurfi ekki að borga fyrir mat sem iöngu er búið að borða. 2) Leyfum gamla fólkinu að vinna lengur. Gott mál. Lengjum starfsævina, njótum góðra krafta, spörum ellilífeyri, byijum á þessu strax á meðan þensla er á vinnumarkaði. 3) Hvetjum til sparnaðar. (Friðrik talaði um „frjálsarí' sparnað.) Skiljanlega hafði hann ekki mikið meira um þennan hluta sáttmálans að segja á erf- iðu stigi kennaradeilunnar; „frjáls" sparnaður kemur ekki af neinu öðru en því sem fólk hefur umleikis. En punkturinn er þessi: flest fólk borgar 10% í Iíf- eyrissjóð og það er ekki nóg til að standa undir góðum kjörum til æviloka. Meira verður að koma til og ekki má refsa fyrir ráðdeild - eins og nú er gert með jaðar- sköttum. 4) Eflum lífeyrissjóðakerfið. Gott mál; eftir breytingarnar á lífeyriskerfi opinberra starfs- manna er SKYLDUsparnaðar- hlutfallið komið í 15% af launum þeirra. Hvers vegna ekki fyrir alla Iandsmennr Hugrekki Friðrik! Af hveiju ekki að SKYLDA annað fólk til aukins sparnaðar í sama hlutfalli og þú telur nauðsynlegt fyrir opinbera starfsmenn? Ekkinóg Þessi drög að kynslóðasáttmála eru hlaðin pólitískum stórvanda- málum (sbr. lífeyrissjóðadeiluna sem ríkisstjórnin er að efna til) - en gott og vel. Hér er efni í lang- tímaáætlun. Hún er svo sem ekki frábrugðin neinu sem við könnumst við úr pólitíkinni. Og kynslóðareikningar virðast kynja- skepnur: Fjöldi óvissuþátta er tekinn og veginn inn í tilteknum stærðum: hagvöxtur í 30 ár, fólksfjölgun, ávöxtunarkrafa. Maður verður auðvitað að taka viljann fyrir verkið hjá hagfræð- ingunum (risavaxnar spátöflur um framtíðina upp á brotabrot í prósentum); en með því að breyta einni forsendu úr 5% í 6%, eða öfugt, er hægt að gera risavaxið þjóðfélagsvandamál að engu, og öfugt. Með einu penna- striki. En það vantar einn þátt- inn í jöfnuna. Þetta rann upp fyrir mér þegar hagfræðistofnun, fjármálaráðuneytið og allir til- kallaðir höfðu messað: það vant- ar einn þáttinn í jöfnuna. Mann- lega þáttinn. Unga fólkið og krafa þess Skiljanlega eru hagfræðingar og pólitíkusar dagsins uppteknir af hagstærðum og stjórnmálum dagsins: kröfum gamla fólksins, lífeyrissjóðunum. Það er rétt hjá Friðrik að stjórnmál framtíðar- innar verða í vaxandi mæli kyn- slóðastjórnmál. En þau stjórn- mál lúta, er ég hræddur um, öðr- Hagsmunir gamla fólksms (40% kjós- enda 2030!) verða settir fram með sívax- andi þunga sem krafa umnáðugaeHi. Hin- ir raunverulegu hags- inimir eru hins vegar að halda unga fóUdnu ílandi. Þarergamla fóUdð á íslandi í harðri samkeppni við hávaxtasvæði á heimsmarkaði. um lögmálum en þau sem hann hefur helgað sér. Við sjáum ný stjórnmál, sem verða mun flókn- ari en sáttmálsdrög hans gera ráð fyrir. Það kom í ljós í máli Barrie Stevens, sem var sérstakur gest- ur á málþinginu, að hagvöxtur verður tiltölulega lítill í okkar heimshluta á næstu árum. Hann verður mun meiri í stórum ríkjum utan OECD: Kína, Ind- Iandi, Brazilíu, Suður-Afríku, Indónesíu. Þá getum við bókað að meðaltölin um einstök Iönd innan OECD (sem við erum hluti af) eru villandi. I stöku greinum atvinnulífs á heims- markaði verður stórkostlegur vöxtur með mildum tækifærum. Þetta eru ekki landfræðilega skil- greind hagsvæði, heldur efna- hagslega. Á sama tíma heldur áfram efnahagslegt og menning- arlegt hrun f tilteknum greinum, einkum og sér í lagi þeim sem eru háð frumvinnslu og hnign- andi atvinnuvegum. Stór svæði munu finna fyrir þessu. Fiskur? Stóriðja? Island gæti vel orðið eitt þessara svæða, hvað sem iíð- ur meðaltali OECD. Krafa unga fólksins í framtíðinni verður ekki að búa á slíku svæði. Enginn sáttmáli mun nást um það. Bless ísland Einhver skynsamur leiðarahöf- undur benti á það í vikunni að nú væri að alast upp fyrsta kyn- slóð heimsborgara hér á landi. Þau bestu munu fara til útlanda til náms. Og þau eru mörg góð. Þau munu unnvörpum fá vel launuð störf (á heimsmæli- kvarða) í hátæknimiðstöðvum heimsins, eða hátísku- og skemmtanamiðstöðvum verald- ar. A meðan munu sífellt fleiri kjósendur á síðaldursstigi hnika pólitískum valdahlutföllum sér f vil hér heima, rétt eins og lands- byggðarþingmenn hafa gert á undanförnum áratugum. Þeir munu semja kynslóðasáttmála eftir SÍNU gráhærða höfði. Hann verður andsnúinn ungu fólki, og það mun svara fyrir sig með því að koma ekki heim. Della? Þetta ferli er þegar byrjað. Eg er sjálfur af þeirri kynslóð sem borgar verðtryggð námslán sem voru tekin á sama tíma og skyldusparnaður okkar sem þá vorum ung var óverðtryggður. Síðan þá hefur kynslóðin á und- an, sem hvorki borgaði námslán, húsnæðislán, þjónustugjöld fyrir eyrnabólgnu börnin sín né hafði heyrt um jaðarskatta - síðan þá hefur hún hert tökin. Auðvitað í nafni ráðdeildar. Hér var til skamms tíma í gildi leynilegur kynslóðasáttmáli sem var hag- kvæmur ungu fólki: ódýr mennt- un, auðvelt að fá húsnæði, at- vinnuöryggi. Nú verður þetta svona: dýr menntun, dýrt hús- næði, litlir atvinnumöguleikar við það sem fólk kann og getur. Samtímis breytast pólitísku valdahlutföllin gegn unga fólk- inu. Hagsmunir gamla fólksins Hagsmunir gamla fólksins (40% kjósenda 2030!) verða settir fram með sívaxandi þunga sem krafa um náðuga elli vegna mik- illar uppbyggingar í sinni Iífstíð. Hinir raunverulegu hagsmunir, forgangsatriði gamla fólksins, er hins vegar að halda unga fólkinu í landi. Þar er gamla fólkið á Is- landi í harðri samkeppni við há- vaxtasvæði á heimsmarkaði. Hagfræðingarnir geta reiknað sig til enda næstu aldar á gömlu for- sendunum. Nýja pólitíkin er bara ekki hluti af þeim. Ekki frekar en ófæddir íslendingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.