Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 ro^tr BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Auglýsing um fyrirkomulag leyfisveitinga til veitin- gareksturs og vínveitinga í Reykjavík. Á fundi borgarráðs þann 7. október sl. var gerð eftirfarandi samþykkt: Á vegum Reykjavíkurborgar er nú unnið að þróun- aráætlun fyrir miðborgina. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki um næstu áramót og í kjölfar þess verði hægt að taka heild- stæðar á málefnum miðbæjarins en gert hefur verið til þessa. í framhaldi af því er nauðsynlegt að fyrir liggi samþykkt stefnumótun opnunartíma veitinga- húsa og afgreiðslu umsókna um leyfi til veitingar- eksturs og vínveitinga. Út frá jafnræðissjónarmiðum telur borgarráð rétt að gefa húseigendum og rekstraraðilum ákveðinn aðlögunartíma og mun því ekki mæla með veitingu nýrra leyfa meðan unnið verður að stefnumótuninni eða frá 1. janúar n.k. og þar til að hún hefur verið samþykkt af borgarráði. Umsóknir sem berast borgarráði til 31. desember n.k. verði afgreiddar með hefðbundum hætti. Reykjavík, 15. október 1997 Borgarstjórinn í Reykjavík Kosningar Kosningar um sameiningu Staðarhrepps, Fremri-Torfustaðahrepps, Ytri-Torfustaðahrepps, Hvammstangahrepps, Kirkjuhvammshrepps, Þverárhrepps og Þorkelshólshrepps í Vestur-Húnavatnssýslu Kosið verður um sameiningu allra sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu laugardaginn 29. nóvember 1997. Á kjörskrá skulu þeir vera sem eru með lög- heimili samkvæmt þjóðskrá í viðkomandi sveitarfélagi í Vestur-Húnavatnssýslu, fimm vikum fyrir kjördag sbr. 19. gr. I. nr. 8/1986. Kjörskrár munu liggja frammi á skrifstofum hrepp- anna eða hjá oddvitum, nema annað verði auglýst, eigi síðar en 18. nóvember 1997. Vegna þessara kosninga mun utankjörfundarat- kvæðagreiðsla hefjast föstudaginn 31. október 1997 og Ijúka 29. nóvember 1997. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslu- manna og umboðsmanna þeirra um land allt. Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já“ á atkvæða- seðilinn, en þeir sem ekki samþykkja tillöguna skrifi „Nei“ á atkvæðaseðilinn. Framkvæmd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu. BELTIN IUMFERÐAR RÁÐ ÞJÓÐMÁL Jarðarfor rafsegul- sviðs í lifandi verum EINAR ÞORSTEINN ÁSGEIRSSON HÖFUNDUR BÓKARINNAR LÍFSSPURSMÁL \ &5iL— SKRIFAR Laugardaginn 18. október stend- ur Landlæknisembættið að jarð- arför rafsegulsviðs í lifandi ver- um á ráðstefnu í Norræna hús- inu. Dánarvottorðið hefur þegar verið gefið út. Athöfnin hefst klukkan tvö og eru allir velkomn- ir. Undirritaður er einn af þeim sem Olafur E., landlæknir, bauð að Ijalla um þetta málefni þar, með þeim orðum að þetta væri auðvitað „tómt rugl“. Olafur hef- ur ennfremur lýst því yfir í blaða- grein að þeir sem halda því fram að rafmagn geti haft slæm áhrif á lifandi verur séu „Iygarar11. Sá virðulegi embættismaður og full- trúi Iæknisfræðivísindanna kall- ar okkur í þessum hópi, þar að auki óvísindalega „pinnamenn", í sannfæringarkrafti sinnar hrein- trúar. Hreintrúar... en ekki vísindalegrar hugsunar Það er vonandi ekki of seint að benda Olafi E. á það að jarða nálastunguaðferðina í leiðinni? Það sparar ríkinu að taka aðra gröf á kostnað skattpeninga al- mennings. - En vel á minnst, það var einmitt frændi minn, hann Gísli á „Elló“ sem kom með fyrsta nálastungulækninn frá Þýskalandi kringum 1957, eða fyrir fjörutíu árum. En þeir sem létu hann meðhöndla sig þá, voru dæmdir geðveikir af lækna- stéttinni hér. Nema hvað, þessir Kínveijar hafa bara notað þessa aðferð í þrjú þúsund ár og það án niðurgreiðslu ríkisins þar. Það kann ekki góðri lukku að stýra. En þar sem undirritaður er sem sé í þeim hópi sem telja sjúklinginn sem nú á að veita ná- bjargirnar, samt enn við góða heilsu. Og eigi ennfremur langa lífdaga fyrir höndum, þá er ekki úr vegi að hvetja almenning til að fylgjast vel með þessari skipu- lögðu útför. Okkar hópur vill alla vega frábiðja sér ein læknamis- tökin í viðbót. Ut í hinum stóra heimi er til heil vísindagrein, ung að árum þó, sem kennir sig við rafsegul- svið í lifandi verum. Forsvars- menn hennar hafa verið til- nefndir tvlsvar við Nóbelsverð- launa. „Því að rafsegulsvið er gunnurinn undir öllum ferlum mannslíkamans, þar á meðal efnaskipta hans“, segja þeir. Þeir Út í hiniun stóra heimi er til heil vís- mdagrein, sem kenn- ir sig við rafsegulsvið í lifandi verum. For- svarsmenn hennar hafa verið tilnefndir tvisvar við Nóbels- verðlauna. eru ennfremur búnir að upp- götva annað boðkerfi innan mannslíkamans við hliðina á taugunum. Það boðkerfi byggist á jafnstraumi. Og þar með er ljóst að rafmagn getur ekki að- eins valdið skaða í mannslíkam- anum heldur má nota það til lækninga! Og það er gert í dag annars staðar í heiminum. Er engin ástæða til að kynna sér það, þér andans menn og konur? Sú staðreynd að heill hópur fólks hér á Iandi sem kennir sig þó við vísindi, veit þetta ekki, það er óráðin gáta. - En svo seg- ir mér þó hugur, og það er vita- skuld byggt á sjálfsmenntun, brjóstviti og miklum bókalestri en ekki háskólagráðu á sviði líf- fræðilegrar tilveru mannsins, að sá tími komi að landlæknisemb- ættið íslenska, þurfi að endur- lífga „náinn", sem nú skal jarð- settur með illu eða góðu. Og þá er bara spurningin hvort það embætti sé þess umkomið að gera slíkt kraftaverk? íslenskir borgarar í þéttbýli hafa á síðustu árum fengið yfir sig nýtt regn af rafsegulbylgjum, örbylgjum og öðru álíka góðgæti í vaxandi mæli. Og það gagnrýn- islaust. Fylgifiska nýjustu tækni og vísinda. Bændur þessa lands eru dæmdir réttlausir gagnvart rafsegulinngripi á eigin jörðum sínum. Þeir tapa sannanlega stórfé með gripadauða. En kerfið hefur tekið höndum saman um að fría sig allri ábyrgð á auka- verkunum tæknibyltingarinnar, sem nú eru smátt og smátt að koma í ljós. I stað þeirra vísindalegu vinnubragða að kynna sér grunn málsins og gera viðhlítandi ráð- stafanir. Og þar á eftir jafnvel að hagnast á því að vera á undan öðrum þjóðum með að beita lækningum sem á þessari nýju lífrafsegulfræði byggjast. Þá skal beita skammtíma ijárhagssjónar- miðum, sem kemur þjóðarheild- inni aftast í biðröðina sem leiðir til framþróunar. Þá skal ennfremur leysa málið með jarðarför og reynt að „kvik- setja" vel frískan sjúkling. - Ut- förin verður gerð í Norræna hús- inu þann 18. október. Blóm og kransar afþakkaðir... i Útboð F. h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: „Staðahverfi - Leiruvogsræsi. Jarðvinna og lagnir“. Helstu magntölur eru: 600 mm ræsi 43 m 500 mm ræsi 1.224 m 300 mm ræsi 20 m Brunnar 21 stk. Verkinu skal lokið fyrir 1. júní 1998. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðjud. 21. október nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Kl. 11 þriðjud. 28. október 1997 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 «121 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2620

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.