Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 12
12-LAUGARDAGUR 18.0KTÓBER 1997 Starfsfólk óskast Kjötiðnaðarstöð KEA óskar að ráða starfsmenn í kjötskurð. Óskað er eftir duglegum, jákvæðum og reglusömum einstaklingum til framtíðarstarfa. Sóst er eftir reyklausum einstaklingum eldri en 20 ára. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 463 0360 eða á staðnum. Hjá kjötiðnaði KEA, sem er hluti KEA samstæðunnar, star- fa um 90 manns. Um er að ræða eina af stærstu kjöt- vinnslum landsins ásamt stórgripa- og sauðfjársláturhúsi. Kynnisferð til Bandarfkjanna á vegum Rótarý Auglýst er eftir umsóknum um þátttöku í kynn- isferð starfandi fólks á aldrinum 25-40 ára. Ferðir og uppihald er þátttakendum að kostn- aðarlausu. Um er að ræða þriggja vikna ferð um Oklahomafylki á tímabilinu 5.-26. apríl 1998. Þátttakendur verða fjórir, karlar og/eða konur, sem unnið hafa í viðurkenndum starfs- greinum í a.m.k. 2 ár. Þeir mega ekki vera Rótarýfélagar, makar, afkomendur eða makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga. Með hópnum fer fararstjóri sem er reyndur Rótarýfélagi. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Rótarýumdæmisins á íslandi, sími 568 2233. Umsóknum skal skilað fyrir 15. nóv- ember 1997 til Rótarýklúbbsins á því svæði þar sem umsækjandi býr. Rótarýumdæmið á íslandi. Frá John Grisham, höfundi "Time to Kill„ Ungur lögfræðingur reynirað bjarga afa sínum frá gasklefanum. Er það þess virði? Chris O'Donnel og Gene hackman í stórmynd helgarinnar í BORGARBIO - AKUREYRI ÍÞRÓTTIR Varla hefur liðið sá dagur á undanförnum mánuðum að ekki hafa verið fréttir um íslenskan leikmann sem haldið hefur á vit nýrra ævintýra, í atvinnumennsku. Algeng laun 600 þúsimd á mánuði íslensku knattspymu- mennimir tínast einn af öðrnm til útlanda og margir hverjir til Noregs, þar sem al- geng laun til knatt- spymumanna era yfir hálM milljdn á mán- uði, enda hefur orðið launasprenging á síð- ustu tveimur árum. Varla hefur liðið sá dagur á und- anförnum mánuðum að ekki hafa verið fréttir um íslenskan ieikmann sem haldið hefur á vit nýrra ævintýra, í atvinnu- mennskunni. Mörgum svíður það sárt að sjá norsk félög grípa upp samningslausa knattspyrnu- menn frá íslensku félögunum sem geta ekki keppt við norsku félagsliðin þegar kemur að launagreiðslum. Blaðamaður Dags ræddi \dð Birki Kristinsson, atvinnumann til margra ára hjá norska liðinu Brann, til að for- vitnast um þessa þróun. Hvaða félög eru auðugust, hvað er svo eftirsótt við að sparka bolta í Noregi og af hverju vilja norsku liðin fá alla þessa Islendinga? - Eru norsk félagslið orðinjjór- sterkari enfyrir nokkrum árum? „Það er allur gangur á því. Rosenborgarliðið hefur fengið mikla peninga út úr þátttöku sinni í meistarakeppninni. Molde og Viking Stavanger eru einnig mjög fjárhagslega sterk. Molde er kannski einna þekkt- ast fyrir að hafa selt Ole Gunnar Solskjær til Manchester United fyrir 150 milljónir ísl. kr. Það teljast kannski ekki miklir pen- ingar, en einn ríkasti maður Nor- egs, Kjell Inge Rökke, stendur á bak við Molde og hann keypti einnig enska úrvalsdeildarfélagið Wimbledon ásamt félaga sínum, sl. sumar." Laimin hækkað mikið - Norsk félagslið virðast vera orðin spcnnandi fjáifesting. „Jú, vissulega. Hérna eru fé- lögin byrjuð að fara út á hluta- Birkir Kristinsson. bréfamarkaðinn. Eins og til dæmis Voleringen, sem Brynjar Gunnarsson mun leika með. Það félag stóð ekki vel fjárhagslega, en þar komu tveir fjársterkir fé- lagar sem redduðu félaginu, sem nú stendur vel. Þetta eru menn sem reka fyrirtæki sem velta milljörðum og segja má að það hafi orðið hálfgerð sprengja á síðasta ári. Stærri liðin hafa ver- ið að hækka sig mikið, til að mynda í launagreiðslum til leik- manna, enda er samkeppnin mikil við stærri markaði eins og England. Menn reyna að halda betri knattpyrnumönnunum í landi. Það virðist vera að gerast það sama heima og hefur verið að gerast hér sl. tvö ár. - Hvaða launakjör eru í boði fyrir leikmenn þessara liða? „Launin hafa hækkað gífurlega undanfarin tvö ár hjá ákveðnum félögum. Það eru nokkur félög hérna sem eru mjög há í launum, en svo eru önnur sem hafa ekkert út í þá samkeppni að gera. Eg held að algeng mánaðarlaun Ieik- manna hjá þeim Iiðum sem eru þokkalega stæð, séu á bilinu þijú hundruð og upp í sjö hundruð þúsund. Sex hundruð þúsund eru algeng Iaun fyrir góða knatt- spyrnumenn, en svo eru aðrir komnir upp í milljónina, en það eru menn í Iandsliðsklassa. Þá erum við að tala um þá menn sem eru að semja í dag, slík kjör voru ekki í boði áður, en það hef- ur margt breyst á síðustu tveimur árum.“ Líkir Norðinöimiun - Hefur Bosman dómurinn haft mikið að segja fyrir knattspymu- menn? „Jú, hann hefur vissulega létt okkur lífið. Þegar menn hafa lok- ið sínum samningum þá eru menn lausir. En meðan þú ert á samning ert þú kannski enn bundnari en áður, því flest liðin leita að leikmönnum sem eru með lausa samninga. Þetta hefur svo líka í för með sér að félögin vilja gera lengri samninga við leikmenn en áður.“ - ísland virðist vera orðið áhugaverður markaður fyrir Norðmenn. Af hverju stafar það? „Við erum frekar líkir Norð- mönnum og þeir vita yfirleitt hvað þeir eru að fá. Islendingar eru jafnframt fljótir að komast inn í samfélagið hér og læra mál- ið. Það er léttara fyrir Norðmenn að ná í íslendinga en leikmenn frá Þýskalandi og Afríku. Ekki spillir svo fyrir að íslendingarnir eru miklu ódýrari." Þurfa pottþéttan samning - Standa samningar við liðin eins og stafur á bók? „Ef menn eru búnir að semja og allt er skráð niður á blað, þá er farið eftir því. Ef um er að ræða munnlegt samkomulag þá geta menn lent í vandræðum. Það er hérna, rétt eins og annars staðar er verið að breyta um stjórnir í klúbbunum. Ef menn eru ekki með pottþéttan samn- ing, þá eiga menn að geta haldið sig við hann og ég veit ekki til þess að menn hér hafi lent í vandræðum vegna þessa.“ - Attu einhver góð ráð til þeirra knattspyrnumanna sem hyggja á atvinnumennsku? „Ef ég væri í þeirra sporum þá mundi ég Ieita mér upplýsinga hjá þeim sem til þekkja. Það eru margir Islendingar hérna fyrir. Við þekkjum þessi lið og stjórn- ina á þeim. Við gætum til að mynda gefið þeim upplýsingar hvert eigi að fara og hvert eigi ekki að fara. Þetta er ekki allt spurning um peninga. Menn þurfa að skoða aðstæður, kynna sér stjórnun félagsins og kannski þjálfaramálin líka.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.