Dagur - 28.10.1997, Qupperneq 4

Dagur - 28.10.1997, Qupperneq 4
4- ÞRIÐJUDAGUR 2 8 . OKTÓBER 1997 Dagur FRÉTTIR L J Frá Neskaupstað. Höfninni mörkuð umhverfisstefna Hafnarnefnd Neskaupstaðar hefur samþykkt að veita 150 þúsund krónum til „Neistaflugs ‘97“, útihátíðar sem fram fór um verslunar- mannahelgina. Hafnarnefnd hefur samþykkt umsókn Gerpis um uppsetningu á auglýsingaskilti við höfnina. Á skiltinu verða upplýs- ingar um störf og rekstur björgunarskips Austfirðinga ásamt upplýs- ingum um þá sem styrkja starfsemina. Miklar framkvæmdir eiga sér stað við höfnina, m.a. gerð gámavall- ar sem er 7.000 m2 að stærð og rúmar allt að 200 gáma. Ljóst er þó að framkvæmdin verður mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. Verið er að færa aðalvatnsæðina í bænum og miklar framkvæmdir í gangi umhverfis frystihúsið og bræðsluna. Bæjarstjóri, Guðmundur Bjarnason, skýrði frá því að nauðsyn bæri til að mörkuð yrði stefna í umhverfisrriálum hafnarinnar. Borið hafi á mengun frá bræðslunni og skipum. Samþykkt að skrifa stjórn Síldarvinnslunar og fara þess á leit að frárennslismál fyrirtækisins verði lagfærð. Afmælishátíð Síldarviunsliumar í íþr ótt ahúsimi ? Bæjarráði barst bréf frá Síldarvinnslunni hf. þar sem fyrirtækið óskar eftir upplýsingum um hvort til greina komi að það fái að halda 40 ára afmælishátíð félagsins í íþróttahúsinu 11. desember nk. Um 500 manna veislu er að ræða. Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina. Magnús Sigurðsson lét bóka af þessu tilefni harðorð mótmæli þar sem segir m.a. að salernisaðstaða sé ónóg í húsinu, loftræstikerfi ekk- ert og mikill tími fari forgörðum vegna þess að kennsla falli niður í húsinu svo og útleiga. Bæjarsjóður Neskaupstaðar hafi rekið Egilsbúð með margra milljóna króna tapi og það sé því ekki ásættanlegt að íþróttahúsið sé Ieigt út í samkeppni við Egilsbúð. Veitingar í veisluna koma frá Bautanum á Akureyri og sé gengið fram hjá fyrirtækjum á Norðfirði. Með leigunni brjóti bæjarsjóður samkeppnislög. Smári Geirsson og Magnús Jóhannsson sögðu að með ákvörðun bæjarráðs væri ekki verið að taka afstöðu til einstakra þátta í fram- kvæmd afmælishátíðarinnar. Harðir mcmi á útkjálkuin Á fund formanns umhverfismálaráðs kom í sumar fulltrúi frá „Harð- ir menn á útkjálkum" og kvartaði undan því að það væri verið að grafa yfir svæði sem félagið fékk til umráða til að gróðursetja plöntur í. Vak- in var athygli á því að margir aki um bæinn langt yfir leyfilegum hraða og var formanni og byggingarfulltrúa falið að senda lögreglustjóra bréf þar að Iútandi. Garðurinn að BlómsturvöUum 27 sá fegursti Umnverfismálaráð ákvað að útnefna garðinn að Blómsturvöllum 27, eign Báru Jóhannesdóttur og Kristins V. Jóhannssonar, þann fegursta á Neskaupstað. Fegursta gatan var austurendi Blómsturvalla; feg- ursta fyrirtækið Póstur og sími að Miðstræti 26 og viðurkenningu fyr- ir fegursta opna svæðið fékk Hálfdán Haraldsson vegna uppgræðslu og ræktunar á Kirkjumel. Auk þessa fékk Magni Sveinsson sérstaka viðurkenningu fyrir endurbyggingu og lagfæringu á umhverfi Strand- götu 8, Sjávarborg. Nýtt íþróttasvæði neðan skógræktar við Starmýri Samráðsnefnd um íþróttamál hefur skoðað ástand knattspyrnuvallar- ins sem hefur verfð mjög slæmt. Mikla nauðsyn ber til að lagfæra völlinn svo hann verði vel leikhæfur þar til annar völlur verður gerð- ur. Rætl var um nauðsyn æfingasvæða og er hafin gerð æfingasvæðis fyrir Ieikjanámskeið úti á Bökkum. Staðreyndin sé sú að enginn knattspyrnuvöllur þolir það álag sem núverandi völlur verður fyrir og því nauðsynlegt að hafa æfingasvæði. Bjarni Helgason frá RALA hefur skoðað íþróttavelli bæjarins, m.a. grasvöll við flugvöllinn, fyrirhugað æfingarsvæði á Bökkum og fyrir- hugað íþróttasvæði neðan skógræktar við Starmýri. Að hans mati er best að byrja á viðgerð á vellinum með þökum og eingöngu í handar- vinnu. Síðan verði völlurinn gataður og dreift á hann sandi. — GG Náttúruperlan Gullfoss er nú komin.á Internetið, þökk sé Mennskælingum á Laugarvatni. Gullfoss á Netiuu Meimtaskóliim á Laugarvatni kynnir uppsveitir Ámessýslu á Intemetinu. Tíma- mótasamstarf í Evr- ópu. Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni hafa tekið að sér að gera vefsíðu fyrir uppsveitir Ár- nessýslu þar sem menning og helstu náttúrufyrirbrigði eru kynnt. Drjúgur hluti ferðamanna er talinn koma til Islands eftir kynningu á Internetinu og er til- gangurinn með samstarfinu tvf- þættur. Að auka ferðamanna- strauminn og brydda upp á ný- breytni i skólastarfi. Elísabet Geirsdóttir, nemandi við ML, segir þetta tímamóta- samstarf. „Þetta er byltingar- kennt að því leyti að svona verk- efni hefur aldrei verið unnið í allri Evrópu, þ.e.a.s. að skólar vinni fyrir sveitarfélög með þess- um hætti. Okkar ávinningur er aftur sá að við lærum á tölvurnar og kynnumst Internetinu. Auk þessa tekur skólinn þátt í Evr- ópuverkefni sem kallast Net- Days, eða Netdagar. Á meðal frægra náttúruundra í uppsveitum Árnessýslu má nefna Gullfoss og Geysi. Hrepp- anir sem fá kynningu á netinu eru Biskupstungur, Gnúpverja- hreppur, Grafningshreppur, Grímsmeshreppur, Hruna- mannahreppur, Laugardals- hreppur og Skeiðahreppur. — BÞ Rassía hjá peninga- ke öj uíyrirt a*kj u ni Lögregla í 30 löndum lokaði peningakeðju- fyrirtækjum sem nota Intemetið fyrir starf- semi sína. Lögreglan í Danmörku hefur ásamt kollegum sínum í þijátíu löndum ráðist gegn pýramídafyr- irtækjum í Iöndum sínum. Pýramídafyrirtækin reka pen- ingakeðjur á Internetinu og er hægt að taka þátt í keðjunni með rafrænum greiðslum. Slík starfsemi er eins og önnur fjárhættuspil ólögleg hér á landi og þar sem fjárhættuspil eru leyfð í nágrannalöndunum eru þau háð ströngum skilyrðum. Að sögn Arnars Jenssonar hjá efna- hagsbrotadeild lögreglunnar Arnar Jensson hjá efnahagsbrotadeild lögreglunnar segir Islendinga í góðum tengslum við sambæriiegar deildir erlendis. voru íslendingar ekki með í þess- ari rassíu. Hann segir deildina í miklum tengslum við sambæri- legar deildir á Norðurlöndum, en engar grunsemdir séu uppi um slíka starfsemi hér á Iandi. Höfð voru afskipti af 74 slík- um fyrirtækjum í Danmörku svo umfang þessarar starfsemi er veruleg. Margir hafa og látið blekkjast og tapað peningum hjá pýramídafyrirtækjunum. Dagur skoðaði heimasíðu slíks fyrirtæk- is á netinu þar sem menn gátu lagt fram fé sem Iofað var að myndi 64 faldast. Til þess að slíkt gerist þurfa þúsundir manna að láta glepjast og eins og í öllum peningakeðjum græða þeir einir sem stofna keðjuna. Komi menn inn í keðjuna í 20. umferð þurfa ríflega 67 milljónir manna að hafa tekið þátt áður en maður fær eitthvað í sinn hlut. - HH Milljarðiir í sóknargjöld Samkvæmt yfirliti Ríkisbókhalds námu sóknar- og kirkjugarðs- gjöld 1.491 milljónum króna á síðasta ári. Þar af voru venjuleg sóknargjöld um 897 milljónir króna, í Kirkjumálasjóð runnu 93 milljónir, í Jöfnunarsjóð sókna 152 milljónir og kirkju- garðsgjöld voru upp á 349 millj- ónir króna. Þjóðkirkjan fær um 90% af sóknargjöldum og aðeins þjóðkirkjusóknir fá úthlutun úr jöfnunarsjóðnum. Sóknir fá úthlutað af sóknar- gjöldum eftir fjölda safnaðar- meðlima 16 ára og eldri og sam- kvæmt því fær Nessókn mest, fékk 32,6 milljónir króna á síð- asta ári. I næstu sætum koma Hafnarfjarðarsókn með 30 millj- ónir, Akureyrarsókn með 29 milljónir, Háteigssókn með 27,5 milljónir og Seljasókn með 27 milljónir króna. Þessar tölur hækka í ár í samræmi við fjölgun sóknarbarna og hækkun tekju- skattsstofns. — FÞG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.