Dagur - 28.10.1997, Side 13

Dagur - 28.10.1997, Side 13
 ÞRIDJUDAGUR 28.0KTÓBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR KA og FH ilt úr Mkanuun Tvö af toppliðum 1. deildar karla í handknattleik enduðu lífdaga sína í Bikarkeppni HSI í 32-liða úrslitum keppninnar um síðustu helgi. FH-ingar sem enn eru ósigraðir í deildinni steinlágu gegn frísku Framliði í Kaplakrika og Eyjamenn slógu KA út úr keppninni. Framarar gerðu út um leikinn gegn FH í byrjun síðari hálfleiks- ins, eftir jafnan fyrri hálileik, þar sem einu marki munaði á liðun- um. I lokin munaði tíu mörkum á liðunum 21:31. Sigurpáll Arni Aðalsteinsson skoraði tíu mörk fyrir Fram og Oleg Titov var með átta mörk. Hjá FH var Hálfdán Þórðarson markahæstur með fimm mörk. KA-menn, sem leikið hafa til úrslita í bikarkeppninni þrjú sl. ár, máttu þola tap gegn IBV í Eyjum á Iaugardaginn, 36:28. Eyjamenn hafa haft góð tök á Akureyrarliðinu undanfarin ár og engin breyting varð þar á. Zoltan Belany skoraði tíu mörk fyrir IBV, sex þeirra úr vít- um og Svavar Vignisson gerði sjö mörk. Björgvin Björgvinsson skoraði átta mörk fyrir KA og Halldór Sigfússon sex. „Rauðu djöflamir“ komnir í toppsætið Topplið síðustu vikna í ensku úrvalsdeild- inni í knattspymu mátti sætta sig við jafntefli í viðureign- inni við Aston Villa á sunnudaginn. Degi áður skutust „rauðu djöflamir“ hans Alex Ferguson í toppsæti deildarinnar með sjö marka sigri á Bams ley. Barnsley hafði ekki leikið á Old Trafford í sex áratugi þegar Iiðin mættust loks á laugardaginn. Englandsmeistararnir fóru á kostum og nýliðarnir fengu sína verstu flengingu á keppnistíma- hilinu. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Man. Utd., sagði eftir leik- inn við Feyenoord í Meistara- keppninni, að leikmenn sínir hefðu ekki þetta „drápseðli" sem þyrfti til að ganga frá andstæð- ingunum. Annað kom á daginn um helgina. Hræðilegur mis- skilningur á milli varnarmanns og markvarðar kom Andy Cole á skrið snemma í Ieiknum og eftir það litu meistararnir aldrei aftur. „Þegar svona stundir koma, reyn- ir maður að minnast þeirra," sagði Alex Ferguson og bætti því við að uppbygging margra markanna hefði verið frábær. Cole og Ryan Giggs, sem gagn- rýndir hafa verið fyrir það hve fá mörk þeir skora, voru hetjur United í leiknum. Cole skoraði þrjú mörk, öll í fyrri hálfleiknum °g Oiggs skoraði tvívegis. Fjögui mörk hjá Liverpool „Við höfum verið gagnrýndir, oft réttilega, en í dag svöruðum við fyrir okkur á viðeigandi hátt,“ sagði Roy Evans, framkvæmda- stjóri Liverpool, eftir 4:0 sigur á Derby, sem hafði fyrir heimsókn- ina á Anfield Road ekki tapað sjö leikjum í röð. Derby sem lék án fimm fastamanna, sem annað hvort voru á sjúkralista eða með landsliðum sínum. Roy Evans gerði breytingar á vörninni, en lítið reyndi á hana í leiknum, vegna þess hve leikmenn Derby voru lengi að byggja upp sóknir sínar. Hins hins vegar áttu gest- irnir alltaf í vandræðum með eld- fljóta sóknarmenn Liverpool og þó sigurinn væri í stærra lagi, fór aldrei á milli mála hvort liðið var betra. Robbie Fowler skoraði tvö markanna, Norðmaðurinn Oy- vind Leonardsen gerði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Fjórða markið skoraði Steve McManaman með skalla, en það er ekki algengt á þeim bæ. Hann var algjörlega óvaldaður þegar Stig Inge Björneby tók horn- spyrnu stuttu fyrir leikslok og McManaman þakkaði íyrir sig með viðeigandi hætti. Derby hef- ur ekki unnið sigur á Anfield í 26 Óvæntux sigur Bolton Bolton var í botnsætinu eftir laugardagsleikina, en náði að hífa sig upp um fjögur sæti með óvæntum sigri gegn Chelsea, 1:0 og það var Dean Holdsworth, sem Bolton keypti nýlega frá Wimbledon, sem skoraði eina mark leiksins og Bolton gat loks fagnað sigri á nýjum heimavelli sínum, Reebok stadium. „Það var kominn tími á sigur í deildinni. Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri, því bæði lið fengu nóg af færum. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur varn- arlega séð, en við höfum átt í vandræðum með að skora mörk,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Iiðsins. Enn skorar Sutton Blackburn sem eygði möguleika á toppsæti deildarinnar mátti þakka fýrir stig á St. James Park í Newcastle. Keith Gillespie, sem nú leikur í fremstu víglínu Newcastle vegna forfalla, skoraði mark heimamanna fyrir hlé en Chris Sutton jafnaði metin með sínu ellefta marki fyrir Black- burn. David Hirst, sem Sout- hampton keypti á tvær milljónir punda frá Sheff. Wed. fyrir hálf- um mánuði, lyfti Iiði sínu af botni deildarinnar, með tveimur mörkum með þrettán mínútna millibili seint í leiknum. Kcndall er sáttur Það er ekki oft sem úrvalsdeild- arstjórar segjast ánægðir með markalaust jafntefli gegn Coventry, en sú var raunin með Howard Kendall, framkvæmda- stjóra Everton. Fyrir tíu dögum mátti liðið þola 4:1 í viðureign liðanna í deildarbikarnum og þá voru uppi vangaveltur um að Ryan Giggs skoradi fvö marka Man. Utd. í sjö-núii sigrinum á Barnsley. honum yrði sagt upp störfum. „Það er hægt að segja að mér líði miklu betur núna, en eftir okkar síðustu heimsókn. Ekki aðeins vegna úrslitanna, heldur einnig vegna frammistöðu minna manna,“ sagði Kendall. Loks tap Sheff. Utd. Sheffield United mátti þola sitt fyrsta tap á leiktíðinni, þegar lið- ið tapaði 2:0 á heimavelli West Bromwich Albion. Lárus Orri Sigurðsson og félagar hjá Stoke máttu einnig þola tap, því liðið lá á heimavelli sínum fyrir Sunder- land, 1:2. Hermaim kom liði sínu á sporið Hermann Hreiðarsson fór fyrir sínum mönnum hjá enska úr- valsdeildarliðinu Crystal Palace, þegar liðið Iagði Sheffield Wed- nesday að velli, 1:3, á laugardag- inn. Hermann misnotaði upplagt marktækifæri á 25. mínútu Ieiks- ins, en skoraði fallegt mark með skalla eftir hornspyrnu tveimur mfnútum síðar. Heimamenn jöfnuðu snemma í síðari hálf- leiknum, en Lundúnaliðið inn- siglaði sigur sinn með tveimur mörkum íyrir Ieikslok. Hermann var að mati enska blaðsins Observer, besti maður vallarins. Blaðið sagði Hermann hafa sýnt fram á hæfileika sína í vörninni gegn Arsenal þegar hann hélt Dennis Bergkamp í skefjum. I þessum leik hafi hann hins vegar sýnt fram á hæfileika sína til að ógna marki andstæð- inganna. Arsenal-Aston Villa 0:0 Bolton-Chelsea 1:0 Holdsworth 72 Coventry-Everton 0:0 Liverpool-Derby 4:0 Fowler 27, 84, Leonhardsen 65, McManaman 88 -. Man. Utd.-Barnsley 7:0 Cole 17, 19, 45, Giggs 43, 56, Scholes 59, Poborsky 80 -. Newcastle-Blackburn 1:1 Gillespie 27 - Sutton 57. Sheff. Wed.-Crystal Pal 1:3 CoIIins 57 - Hreiðarsson 27, Rodger 52, Shipperley 60 Southampton-Tottenham 3:2 Vega sjm. 54, Hirst 67, 80 - Dominguez 42, Ginola 65 Wimbledon-Leeds 1:0 Ardley 29 vsp -. Staðan í úrvalsdeildiimi: Man. United 12 7 4 1 23: 6 25 Arsenal Blackburn Chelsea Liverpool Leicester Derby Leeds Wimbledon Newcastle West Ham Crystal Pal. Aston Villa Tottenham Coventry Everton Bolton Southampt. Sheff. Wed. Barnsley 0 27:10 24 1 22:10 23 4 25:15 19 20:12 18 14: 9 18 19:15 17 15:13 17 14:13 16 9:10 16 15:17 16 12:14 15 12:17 14 11:16 13 2 7 3 8:13 13 3 3 5 13:16 12 2 5 4 8:15 11 3 1 8 11:20 10 2 3 7 17:29 9 3 0 9 9:35 9 6 6 6 5 5 5 5 12 4 4 9 5 1 11 5 1 12 4 3 12 4 2 12 3 4 12 11 11 12 12 12 Leikur Leicester og West Ham sem leikin var í gær er ekki inni í töflunni. Enska 1. deildin - efstu lið: Nott. Forest Swindon WBA Bradford Charlton Sheff. Utd. Middlesb. Stoke QPR 13 8 3 2 21:10 27 14 7 4 3 18:17 25 13 7 3 3 17:12 24 13 6 5 2 16:14 23 13 6 4 3 27:18 22 11 6 4 1 18: 9 22 11 6 3 2 20:12 21 13 6 3 4 15:14 21 13 6 3 4 18:19 21 FORMULA 1 Vill^neuYe meistan Kanadamaðurinn Jacques Vil- leneuve varð á laugardaginn heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, en þá fór fram sautj- ándi og síðasti kappakstur ársins á Spáni. Þjóðverjinn Michael Schumacher, sem hafði titil að verja, var einu stigi á undan Vil- leneuve fyrir mótið um helgina, sem lengst af var einvígi þessara tveggja mestu ökuþóra heims. Schumacher náði snemma for- ystunni en úrslitin réðust á 47. hring þegar Þjóðverjinn keyrði að því er virtist viljandi í veg fyr- ir Villeneuve, þegar Kanadamað- urinn var að ná forystunni. Við áreksturinn fór Ferrari-bifreið Schumacher út úr brautinni og þurfti hann að hætta keppni. Vil- leneuve var öryggið uppmálið á Iokahringjunum og hleypti tveimur bílum framúr sér. Finn- inn Mika Hakkinen var annar þeirra og hann vann þar með sinn fyrsta sigur í Formula 1 en Bretinn Davicl Coulthard varð annar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.