Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 1
Þá erbúið að velja „systkinin“ í söng- leíkinn Söngvaseið, semfrumsýndur verð- ur hjá Leikfélagi Akur- eyrar í mars. Afrúm- lega hundrað bömum og unglingum sem spreyttu sig vom ell- efu valin til aðfara með sex hlutverk. Fimm hlutverk verða tvímönnuð og út úr þessu koma tvær sannfærandi systkinaraðir. Söngvaseiður Uimur Helga MöHer, 11 ára, leikur Lovísu sem er 13 ára. „Það var eiginlega hugmynd mömmu að ég færi í prófið," segir Unnur Helga. „Eg er nefnilega í Barna- kór Akureyrarkirkju og hef leikið þó nokkuð. Hún segir elckert hafa verið erfitt að fara í áheyrnarpróf, „ég var pínu stressuð fyrst en svo var þetta allt í lagi. Við völdum sjálf lögin sem við sungum í prófinu og ég söng lag úr Söngvaseiði. Ég var að vísu ekkert búin að æfa mig á því vegna þess að ég hélt að við ættum að syngja eitthvað ákveðið. Ég pikkaði þetta lag upp því að ég kunni það vel.“ Unnur Helga mun deila hlutverki Lovísu með Ingu Báru Ragnars- dóttur og hún er mjög sátt við það. „Ég hlakka bara til að fá handrit- ið og byrja að æfa.“ Hildur Þóra Frauklin, 11 ára, leikur Birgittu sem er 11 ára. „Sú sem að leikur Birgittu á móti mér heitir Helga Valborg Steinarsdóttir og er bekkjarsystir mín þannig að við getum hjálpast mikið að,“ segir Hildur Þóra. Hún var á Flórída þegar systir/h'ennar sá augýsing- una í Degi. „Hún hringdi og skráði mig í áheyrnar- prófið. Þegar ég koifí\síðan úr flugvélinni í Keflavík var ég sett beint í bílinn og keyrð til Akureyrar. Ég fór strax í prófið þegar ég kom þangað og var ekkert stressuð því ég hafði ekki tíma til þess. Ég söng bara lag sem ég söng einu sinni í skólaleik- riti og það gekk vel.“ Hildur Þóra hlakkar til að fara að æfa. „En ég veit að þetta á eftir að taka mikinn tíma. Mér var sagt að æfingarnar væru aðallega á kvöldin þannig að þetta tekur ábyggilega ekki mikinn tíma af því sem ég er að gera venjulega. Ég þarf samt að skipuleggja mig vel.“ Ingimar Davíðsson, 11 áxa, leikur Friðrik sem er 14 áxa. „Ég er bara 11 ára en þarf að leika strák sem er 14 ára, þannig að ég er að leika uppfyrir mig. Það skipt- ir mig samt engu máli, þetta er ekki spurning um aldur heldur stærð,“ segir Ingimar. „Ég er bara einn með hlutverk Friðriks, hin hlutverkin eru öll tví- mönnuð, þannig að þetta verður meiri vinna fyrir mig en hina. Ég hef ekkert leikið en ég er í Barna- kór Akureyrarkirkju og hef bara verið í skólaleikritum." Það var amma Ingimars sem sagði honum frá því að Söngvaseiður yrði settur upp á Akureyri, „...og hún hvatti mig til að fara í prófið. Ég vissi ekkert af þessu. Mér finnst myndin mjög skemmtileg og lögin líka þannig að þetta verður mikil lífsreynsla." Baldur Hjörleifsson, 9 ára, leikur Knút sem er 9 ára. Það er Vilhjálmur Bergman Bragason sem leikur Knút á móti Baldri. Hann segir að það sé þægilegt fyrir sig að þeir séu tveir sem skipti hlutverkinu því hann búi í Svarfaðardal. „Annars verður þetta allt f lagi því að mamma mín fer svo oft til Akureyrar. Hún verður líka að leika í smá í sýningunni, leikur baró- nessuna sem kemur fram í lokin. Það hlutverk var að vísu ekki í bíómyndinni." Baldur syngur með barnakór Húsabakka og hann á ekki langt að sækja áhugann á söngnum. „Mamma mín og pabbi eru í Tjarnarkvar- tettinum. Ég hef líka mjög gaman af því að syngja og það verður gam- an að prófa að leika líka. Ég hef ekki gert það áður.“ Hann er spennt- ur fyrir því að kynnast krökkunum sem munu leika systldni hans, „ég hlakka mjög mikið til þegar æfingarnar byrja.“ Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum - Reiknaðu með “* SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi S88-7200 • Fax 588-7201 mwm Hugsanir foreldra í keraiara- \%-,Æ verkfaUi bls. 19 Unglist bls. 23

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.