Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28.0KTÓBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Foreldrar í kennaraverkfalli Bjart varyfir samningaviðræðum í kennaradeil- unni ígærog líklegt að samningarnæðust. í gær, á fyrsta og vonandi eina degi verkfalls, bjugguforeldrar sig hins vegarundirhið versta. Tuttugu ára launalækkun Björn Stefán Þórarínsson á tíu ára stelpu sem var heima í gær. Hann seg/r kennara þurfa meira en einhvern fjögur þúsund kall til þess að samningar náist. Björn Stefán Þórarinsson, for- eldri og tónlistarkennari (í FIH), stendur heilshugar með kennur- um í kjarabaráttu þeirra þótt hann segi lausnina verkfall slæma í sjálfu sér. „Eg er búinn að horfa upp á, eins og allir, kennaralaunin dragast aftur úr síðastliðin tuttugu ár. Karl- mennirnir hafa týnst úr stéttinni og það hlaut að koma að því að konurnar segðu; nei takk, hing- að og ekki Iengra.“ Engin lausn felst í því að bæta fjögur þúsund krónum á kjaft, að mati Björns. „Kennar- arnir eru búnir að segja upp og þeir hætta ef hækkanirnar verða ekki meiri. Ég vona því að þetta verkfall verði öðruvísi en þau sem á undan hafa gengið, að þetta breytist með þeim hætti að karlarnir komi aftur inn í skól- ana og allir fái laun sem fjöl- skyldufólk þarf til að lifa af.“ Björn á 10 ára stelpu í Síðu- skóla á Akureyri. Mamman er heima þannig að vandræði hafa ekki skapast á því heimili. „Ég hef ekki heyrt um fólk í vand- ræðum enda held ég að menn séu að uppgötva þetta í dag (í gær) og margir hafa sjálfsagt trúað því að deilan myndi leys- ast áður en til verkfalls kæmi. Tónlistarkennarar eru ekki í verkfalli en Björn er með for- skólakennslu í Síðuskóla og Giljaskóla og ekki er ljóst hvort sú kennsla heldur áfram. -En maður fylgist spenntur með þessari deilu og það má gjarnan koma fram að ég er búinn að kenna í yfir tuttugu ár og mín laun eru 105 þúsund krónur, með fullu starfi." -MAR Fá iirnsýn í vinnmia Mörg fyrirtæki gerðu undan- tekningu í starfsemi sinni í gær og leyfðu starfsmönnum að koma með börn sín í vinnuna. „Þegar það hafa verið frídagar hjá kennurum höfum við leyst þetta þannig að við höfum leyft bömunum að koma með starfs- fólkinu í vinnuna. Við leysum það eins í verkfalli i þessari verslun," segir Sigrún Jónsdóttir, verslunar- stjóri í Nóatúni Bofabæ. Sport í byrjim Ekki eru margir starfsmenn með börn á skólaaldri hjá Nóatúni í Rofabæ, aðeins fimm starfs- menn, og því lítið mál að hafa þau i vinnunni. Hún bendir á að börnunum þyki sport að koma með í vinnuna í byrjun en óttast að þau nenni því ekki lengi. Tvö böm í vinnunni „Að sjálfsögðu finnum við fyrir verkfalli, eins og aðrir lands- menn. Þær eru í vandræðum að koma börnunum fyrir hjá vinum og ættingjum og börnin eru hér meira eða minna innan veggja, að lita og reyna að hafa ofan af fyrir sér,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, skrifstofustjóri Bún- aðarbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði, en þar voru tvö börn í gærmorgun. Engin böm hjá Ora Engin börn höfðu komið með foreldrum sínum í vinnu hjá Ora í gærmorgun og sagðist Tryggvi Magnússon sölustjóri ekki eiga von á því að svo yrði. Aðstæður til að koma með börnin væru ekki góðar, mikið væri um vélar og því erfitt fyrir börn. -GHS Sigþrúður Jónsdóttir amma Marteins, 8 ára, og Jóns Arnars, 6 ára, var að passa drengina sína í gærmorgun meðan mamma þeirra var í vinnunni. Hún sagði að þeir hefðu enga aðra pössun. myndir: pjetur sigurðsson. Ríkarð Óskarsson er heppinn því að konan hans vinnur bara milli sex og átta á kvöidin og svo eiga þau stóra steipu, 13 ára sem getur passað þegar í harðbakka slær. Það eru þvi engin vand- ræði á því heimilinu í verkfalli. Hj á ömmu í verkfalll Börn hjá ömmum, börn í vinn- unni hjá mömmu og pabba og börn ein heima. Þannig var ef- laust staðan hjá mörgum fjöl- skyldum í kennaraverkfallinu í gær. „Það eru erfiðleikar þegar all- ir komast ekki á sinn rétta stað. Ég er amma þeirra og nýt þeirr- ar náðar að vera orðin svo göm- ul að þurfa ekki Iengur að vera í fullri vinnu. Ég verð með þá þangað til mamma þeirra kemur úr vinnu. Hún vinnur hálfan daginn og rúmlega það,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir amma. Sigþrúður var að passa bræð- urna Martein Briem, 8 ára, og Jón Arnar Briem, 6 ára, í gær- morgun og kvaðst vona að verk- fallið stæði ekki mjög lengi, helst ekki lengur en einn dag. Eiim dagur í einu „Maður lifir bara einn dag í einu,“ sagði hún og taldi óráðið hversu mikið hún yrði með drengina ef verkfallið drægist á Ianginn. — Komast þeir eitthvað í aðra gæslu? „Nei.“ — Heldurðu að þú haldir það út í sex eða sjö vikur? „Nei. Ég er ekki dugleg að vera með litlum börnum. Ég er alltof úthaldslítil til þess. Ég get ekki hlaupið með þeim eins og þá langar til að hlaupa,“ sagði hún. Sú elsta passar „Mér líst engan veginn á þetta verkfall ef það semst ekki fljót- Iega. Ef þetta verður langt verk- fall verða börnin að taka suma bekkina upp aftur á næsta skóla- ári. Það er alveg bölvað fýrir krakkagreyin," segir Ríkarð Osk- arsson sjómaður. Hann var að rölta um Kringl- una í gærmorgun með dætur sfnar tvær, Sonju Dröfn, 9 ára, og Sigurbjörgu Halldóru, tæp- lega eins árs, en hinar tvær, 10 og 13 ára, voru heima því að skólinn var lokaður. — En hvernig ætla þau hjónin að leysa málin ef verkfallið dregst á langinn? „Konan mín vinnur frá sex til níu á kvöldin og þá er elsta stelpan bara með börnin þannig að það verður allt í lagi,“ segir hann og jánkar því að þau séu heppin. Sú elsta sé nógu stór til að sinna börnunum. Vorumbjartsýn Halla Sigurðardóttir var heima með tvö barnaböm sín á fyrsta degi verkfalls. Hún getur þó að- eins hlaupið undir bagga fyrir hádegi þá daga sem hún er sjálf ekki að kenna enda framhalds- skólakennari á Akureyri. „Auð- vitað get ég ekki leyst vandmál barna minna nema að hluta til og þá þijá daga í viku hálfan daginn. Að vísu er aðeins annað þeirra sem er hjá mér núna í grunnskóla, hinn er það ungur að hann er á dagheimili." Hvar verður sá níu ára, þegar þú þarft að fara að henna? „Við vorum nú svo bjartsýn að spá því að þetta myndi leysast í dag (í gær) eða á morgun, en við verðum að hugsa það betur ef ekki semst í dag (í gær). Ég held að margir hafi ekki trúað að til verkfalls kæmi. — En við stöndum nú ekkert svo illa í þessari fjölskyldu það er verra þar sem börnin eru mörg á grunnskólaldri." Halla sagði að lokum að hún tryði ekki öðru en að sveitarfélögin leggðu sig í líma um að ná samningum alveg á næstunni“. -MAR Halla Sigurðardóttir, framhaldsskólakennarí og amma barna á grunnskólaaldrí. Hér er hún meö Kristófer Leó Ómarsson sem enn er ekki farínn að hlakka til eða kvíða verk- föllum kennara. mynd: brink

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.