Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 28.0KTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Látlaus en snotur Látlaus en snotur. Það er svolítill stíll yfir honum, þó hann beri sterkan svlp af forverum sínum. mynd: oha Ford Escort er fólks- bíll sem boðinn er í nokkrum útgáfum. Bíllinn sem var reynsluekið var Ford Escort CLX fimm dyra með 1600 rúmsentí- metra vél, en Ford Escort er boðinn í a.m.k. þrettán mis- munandi útfærslum hérlendis. Escortinn er orðinn hinn snotrasti bíll. Hann er fremur látlaus en þó er ákveðinn stíll yfir honum. Bíllinn sam- svarar sér vel, mjúkar línur og ílöng form eru mjög ríkjandi. Meira að segja klukkan í mæiaborðinu sem er skífu- ldukka er svolítið teygð út í ílangt form um miðbikið. Já, ég verð að segja að Escort er orðinn huggulegur, enda hef- ur Ford lagt ríka áherslu á hönnun að undanförnu. Að innanverðu er áklæðið tvílitt með munstri og bíllinn allur hinn smekklegasti. Það fer ágætlega um mann undir stýrinu. Ég rak að vísu upp stór augu þegar ég sá bíllyk- ilinn, en hann lítur allt öðru vísi út en maður á að venjast, erj rauninni ii —— . rY Iikan nagla en herð- bundnum bíllykli. Bíl- stjórasætið er líka að einu leyti ólíkt því sem maður á að venjast, en því er hægt að velta aft- ur, svipað og ruggustól. Ég áttaði mig að vísu ekki alveg á tilgangin- um en hvað um það. Þetta er lipur bíll. Escortinn rennur Ijúflega í gírana en stýrið er svolítið í þyngra Iagi, þó ekki sé hægt að tala um að það sé þungt. Mér fannst hann vera svolítið leiðinlegur af stað þegar hann var kaldur, átti það til að drepa á sér fyrst af stað en það á trúlega eftir að slípast, þetta Var alveg ókeyrður bíll sem var prófaður. Vinnsla 1600 vélar- innar var vel viðunandi þegar bíllinn var farinn að volgna. Sérstakir plusar Líknarbelgir í framsætum og ABS hemlar er orðið staðalbúnaður í þess- um bílum. Þeim bíltegundum fer fækk- andi sem ekki eru með þennan staðal- Ford Excort er orðinn hinn snotrasti bíll. Látlaus en með ákveð- inn stíl. ABS hemlar og líknarbelgir orðið staðalbúnaður. búnað og þau umboð sem ekki bjóða ABS hemla sem staðalbúnað í fólksbíl- um fara innan tíðar að verða aftarlega á merinni. ABS hemlar varna því að hjól bílsins Iæsist þegar hemlað er. Upphit- uð framrúða eins og er í þessum bíl er eiginlega snjallræði. Hún kom sér a.m.k. vel einn morguninn þegar ég kom út að hafa framrúðuna upphitaða. Það var ísing á rúðunni og maður hefði þurft að skafa eða bíða í dágóða stund á meðan miðstöðin var að ná ísingunni af. En ég kveikti á framrúðuhitaranum og hlustaði á morgunfréttirnar á meðan ég beið. Eftir tæpar tvær mínútur var hægt að þurrka ísinguna af framrúð- unni með rúðuþurrkunum. Svona framrúðuhitari kæmi oft í góðar þarfir hérlendis á vetrum. Mundi ég? Mundi ég kaupa svona bíl? Escort hef- ur ekki verið ofarlega á mínum vin- sældalista, en þessi nýi bíll kæmi vel til greina. Þar kemur aðal- lega tvennt til. í fyrsta lagi útlitið. Escort er orðinn hinn snotrasti bíll að innan sem utan. I öðru lagi, en ekki síð- ur staðalbúnaðurinn. ABS hemlar eru veru- legur öryggisbúnaður. Fullyrðingar um að hemlunarvegalengd lengist við ákveðnar að- stæður, t.d. á malarvegi með lausu yfirlagi, eiga að nokkru leyti rétt á sér. En á móti kemur að ABS hemlarnir koma í veg fyrir að hjól bílsins Iæsist og þar af leiðandi er mun minni hætta en ella á að ökumaðurinn missi stjórn á bílnum í lausamöl og velti út í skurð sem of oft kemur fyrir. Verðið er vel viðunandi eða kr. 1.398 þúsund fyrir bílinn sem var reynsluekið. Ýnisar stærðir Heildarlengd 4138 mm Heildarbreidd 1875 mm Heildarhæð 1346 mm Hjólhaf 2523 rnm Afl v/5800 sn 66/90 kW/hö Tog v/4000 sn 130 Nm Tankur 55 I Maður sem er matarlaus og villtur, getur bjargað sér með því að eta leður- skóna sína. Þeir eiga að nýtast honum sem fæða í um tvo daga. En hann þarf eigi að síður vatn... Orðið mamma, byrjar á stafnum M í flestum tungumálum jarðar. Fleiri vesturlandabúar hafa látist í um- ferðarslysum en í öllum styrjöldum sem vesturlönd hafa tekið þátt í. Það er ekki hægt að hafa augun opin þegar maður hnerrar. • Flóðhestur fæðist í vatni. • Geitamjólk er notuð víðar en kúa- mjólk. • Dvergar fæða nánast alltaf börn f eðli- legri stærð, þó svo að báðir foreldrar séu dvergvaxnir. • Hitastig í jarðskorpunni eykst um eina gráðu hverja 18 metra. • Kólibrífugl vegur minna en 5 krónu peningur. HVAÐ Á É G A Ð GERA Tvö timgumál? Við hjónin höfum verið gift Iengi, í rúm tuttugu ár og á þeim tíma hefur auðvitað ýmislegt komið uppá, en við höfum getað Ieyst úr þeim málum sem komið hafa upp. En upp á síðakastið.hefur mér fund- ist samskiptin erfiðari, við tölum hrein- lega ekki sama mál. Ég segi kannski eitt- hvað sem er fullkomlega skiljanlegt, eins og að við ættum kannski að fara í bæinn eða eitthvað slíkt. Þá meina ég að við ger- um það við tækifæri, en hann tekur þessu eins og ég sé að tala um að fara strax og fer að þusa um að við séum að gera eitt- hvað annað þá stundina. Af hverju er þessi misskilningur? Þetta er miklu víðar en í þessu tilfelli og ég hef heyrt margar vinkonur mínar kvarta undan því sama. Karlar og konur eru ekki eins. Þau hugsa ekki eins og þau verða aldrei eins. Það er bara þannig. Fyrir nokkru kom út bók sem heitir Karlar eru frá Mars og konur frá Venus eða eitthvað slíkt og þar er þessi mismunur skýrður nokkuð vel. Ég mæli með því að þú les- ir þessa bók og aðrar sem IJalla um sáma efni til að geta skilið betur þessi samskifti. Vigdís svarar í símaim! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símana kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Pdstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Græiunetisssúpa með pasta Þá eru að koma mánaðamót og rétt að fara að spara. Þessi ljúffenga súpa er í Ostalyst 3, sem Osta- og Smjörsalan gef- ur út og er fyrir 6 manns. 1 lítiö hvítkálshöfuð 100 g smjör 1 kg blaðlaukur 2 l kjúklingasoð salt nýmalaður pipar 115 g pasta ferskur kerfill eða steinselja til skrauts Hitið vatn í stórum potti. Skerið hvítkálið í fernt og sneiðið þunnt. Setjið kálið út í sjóðandi vatnið og látið sjóða í 5 mín. Takið upp og Iátið í sigti og undir renn- andi kalt vatn, látið leka af því. Bræðið 50 g af smjörinu á víðri pönnu og látið hvít- kálið krauma í því í um 1 5 mín. eða þar til það er vel meyrt, en ekki brúnt. Skerið græna hlutann af blaðlauknum og kljúfið hvíta hlutann í fernt eftir endilöngu, sker- ið síðan í þunnar sneiðar, þvert á. Látið krauma í potti í smjörinu sem eftir er, þar til það er vel meyrt en ekki brúnt. Blandið hvítkáli og soði saman við og látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 40 mín. Smakkið til með salti og pipar. Setjið pastað útí og sjóðið í 5-10 mín. Berið nýrifinn granaost með. Örbylgjuofnar OHelga hringdi og vildi vita hvernig best væri að ná erfið- um óhreinindum úr örbylgju- ofni. Það er gott að setja edik í skál, hita í 30 sek. og láta bíða í ofnin- um í a.m.k. 2 klst. Þvo ofninn svo að innan með mildu sápuvatni. Annað ráð er að kaupa sérstaka örbylgjuofnasápu, sem fæst í stórmörkuðum og úða henni innan í ofninn, eftir Ieiðbeiningum. Fyrri leiðin er umhverfisvænni og myndi ég prófa hana fyrst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.