Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 2
18-ÞRIÐJUDAGUR 28.0KTÓBER 1997 Xfe^HT LIFIÐ í LANDINU L. Hér í bréfinu að ofan er deilt á strætókerfid. Sumir þurfi að bíða verulega lengi eftir sinum vagni og eru lengi á leiðinni heim. Þessir hringdu Kona hringdi, full reiði yfir frétt- um ríkisútvarpsins. Henni finnst ótækt að fá á því lýsingar í smá- atriðum við morgunverðarborð- ið, hvernig verið er að myrða fólk og nauðga smástúlkum úti í hinum stóra heimi. Ríkisútvarp- ið ætti að sjá sóma sinn í því að vera ekki með svona fréttir, að minnsta kosti ekki svona ná- kvæmar. Við getum ekkert gert við þessu og erum ekkert bætt- ari að heyra frá því sagt. Konan var einnig mjög ósátt við það að einhver hjá útvarpinu virtist í smástelpuleik, hvað það varðaði að ráða þuli. Þetta væru allt of oft ungar stúlkur sem varla kæmu upp orði nema að stama og stundum kæmu þær lafmóðar að hljóðnemanum, eins og þær væru að koma Iangt að hlaupandi. Þessu vill hún breyta, hafa skýrmælt, fullorðið fólk við hljóðnemana. Af hveiju bjóða stórmarkaðarnir ekki upp á að fólk geti horft á sjónvarp á meðan beðið er eftir afgreiðslu? Það myndi vafalítið létta biðina. bera í bakkafullan lækinn að agnúast út í málfar útvarpsfólks, en þetta gengur nú út yfir allan þjófabálk ... ,Á hverri einustu sjöundu mínútu sólarhringsins sem klukkan slær“. Þessi frábæra setning heyrðist á einni r útvarpsstöðinni á sunnudagskvöldið og varð til þess að meinhornið ók nærri því á næsta ljósastaur. Það er ef til vill að Það þarf að kippa snarlega í lag verð- merkingum hjá 10/11 í Lágmúla. Það er undir hælinn lagt hvort vörur eru merktar, meira að segja þær sem eru á áberandi stöðum í stórum stöflum. Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Síminix hjá lesendaþjónustunni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is Símbrcf: £171'" SS1 6270 "WB * X? ** * Enn um strætó Þannig háttar til að ég er í Há- skólanum og dóttir mín í Versl- unarskólanum. Við búum í Mos- fellsbæ og þurfum að taka stræt- isvagn heim, ég tvisvar í viku en dóttir mín daglega. Samkvæmt töflu eigum við að geta tekið leið 7, sem á að koma í Ártúnið 1 mínútu eftir að Mosfellsbíll- inn á að fara. Það er ekki Iengri tími en svo að hægt er að biðja Mosfellsbílinn um að bíða. En reyndin hjá okkur mæðgum er sú, að leið 7 er nánast alltaf 7- 10 mínútum of sein og það er allt of langur tími til að við get- um beðið Mosfellsbílinn um að bíða. Afleiðingin er sú að við þurfum að bíða í að minnsta kosti 20 mín. í Ártúni. Við erum ekkert sérstaklega hressar með þetta og finnst þessi þjónusta ekki góð. Það eru mjög margir í Versló og háskólanum sem búa í Mosfellsbæ og til þess þarf að taka tillit þegar Ieiðatöflur eru gerðar. Við sjáum ekki fram á að geta haldið áfram að nota strætó við þessar aðstæður og það end- ar sennilega á því að við kaup- um okkur bíl, nokkuð sem við ætluðum að sleppa við. Ósúttur ferðalangur. Að drepa eða drepa ekki Þegar ég var búinn til, gleymdist víst að setja í mig Veiðináttúruna. Og þess vegna er sjálf- sagt ekkert að marka þá kenningu sem ég hef komið mér upp um rjúpnaveiðimenn. Hún er á þá lund að þeim megi skipta í þrjá flokka. Tvo þeirra meigi leyfa, en þann þriðja ætti að banna. í fyrsta ilokki eru þeir sem skjóta sér í matiim. Mér finnst svosem allt í lagi að menn geri það ef þeir hafa byssuleyfi og ein- hverjar rjúpur eru til að skjóta. Margir eru búnir að venja sig á að hafa þær í jólamatinn og ef þeir fengju ekki sínar rjúpur þá, yrðu jólin bara svona rétt eins og hver annar sunnudag- ur. Eg á fremur bágt með að dæma um þá hluti því að það er víst komið á fimmta áratug síðan ég bragðaði rjúpu síðast. I öðrum flokki eru þeir sem drepa rjúpur til að drýgja tekjur sínar. Ég get út af fyrir sig alveg fyrirgefið þeim líka. Sjálfsbjarg- arviðleitnin er mönnum í blóð borin og ekkert er skrýtið þó menn reyni með einhveijum ráðum að klóra í bakkann þeg- ar Iaunin eru lág. Hræddur er ég samt um að ekki séu mikil uppgrip hjá öllum ef þeir reikna sér tímakaup og draga veiðarfærakostnað frá. Það er nefnilega af sem áður var. Gamall maður sagði mér að þegar hann var upp á sitt besta, svona um og upp úr stríðsárunum, hefði hann oft fengið þetta upp í 40-50 rjúpur yfir daginn. Einn veturinn komst hann í sextán hundruð stykki. Þetta er ekki hægt núna vegna ofveiði. Mér er alveg sama hve margir halda því fram að ekki sé hægt að ofveiða rjúpu. Þó ég hafi ekki hundsvit á því, trú ég ekki þeim sem haída því fram að einu gildi hve mikið sé skotið, það komi ekkert niður á stofninum. I þriðja hópnum, þessum sem ætti að banna, eru þeir sem þurfa að finna sér afsökun fyrir ijúpnadrápi. Þeir bera því oftast við að það sé svo hollt að hreyfa sig, ganga um íjöll og firnindi og anda að sér hreinu lofti. Það hvarflaði eklri að mérað þaðgæti verið skemmtilegt að drepa... Þessi afsökun er fá- ránleg. Eins og það sé ekki alveg hægt að fara í fjallgöngur og fá sér frískt loft án þess að drepa eitthvað í leið- inni. Þar nægir að benda á Ferðafélag Is- lands. Fólk í því félagi gengur oft dögum saman um öræfi landsins og ævinlega byssulaust. Og ég hef reynt þetta á sjálfum mér. Síðast þegar ég fór í fjall- göngu þá sá ég að vísu ekkert kvikt nema nokkra hesta, en það hvarflaði ekld að mér það gæti ver- ið skemmtilegt að drepa þá. Hvað þá að, að því væri einhver heilsubót. I þessum þriðja hópi eru þeir sem æða á fjöll eins og asnar og vita ekkert hvað þeir eru að fara og þarf að senda hundrað manna björgunarsveit á eftir þeim til þess að þeir skili sér. I þessum hópi eru líka menn sem vita ekkert hvernig rjúpa lítur út og skjóta á allt kvikt, allt frá snjótittlingum upp í 40 manna rútur eins og dæmin sanna. Eg ætti e.t.v. að hafa einn flokk enn í þessari ógáfulegu og þýðingarlausu skilgreiningu minni á rjúpnaskyttum. í þann flokk koma þeir sem bera í sér hina óviðráðanlegu veiðiástríðu frummannsins og láta allt ann- að lönd og leið ef færi gefst að skjóta fugl eða kasta fyrir fisk. Þótt einhver vildi banna þeim að veiða, þá væri það ekki hæjgt. Þeir mundu veiða samt. Eg man samt eftir því eitt- hvert haustið þegar ijúpnaveiði- tíminn var að byija, að talað var við einn veiðimanninn í fréttum sjónvarpsins. Hann kom skeið- andi einhvers staðar utan úr auðninnni með 5-6 rjúpur í hendinni og byssu um öxl. Fréttamaðurinn spurði hann hvort þetta væir erfiðisins virði. „Þú getur ímyndað þér,“ sagði sprengmóð skyttan. „Það þarf eitthvað til að rífa sig fyrir allar aldir upp úr rúminu frá konunni þegar maður gæti lúrt fram að hádegi.“ Ég veit auðvitað ekkert hvernig konu þessi maður átti. En hafi hann verið sæmilega giftur, þá er ekki til pottþéttari sönnun þess að veiðiástríða geti orðið óviðráðanaleg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.