Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 5
 ÞRIÐJUDAGUR 28.QKTÓBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU GUNNAR STEFÁNSSON SKRIFAR Þjóðíeikhúsið: KRABBASVALIRNAR eftir Marianne Goldman. Þýðing: Steinunn Jóhannesdóttir. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikmynd og búningar: Helga l. Stefánsdóttir. Lýsing: Asmundur Karlsson. Frumsýnt á Smíðaverkstæðinu 25. október. Er ekki leikrit um jafnalvarlegt efni og krabbamein niðurdrep- andi? Þetta er eðlileg spurning andspænis leik eins og þessum sem fjallar um þrjár dauðvona konur á sjúkrahúsi. En svo er ekki. Krabbasvalirnar er liðlega samið leikrit, skemmtilegt með köflum, klárt og skýrt í efnis- meðferð. Annað mál er að þetta er ekki djúpt skáldverk eða frumlegt. Persónusköpunin er grunn og sálfræðin yfirborðsleg. Eiginlega eru persónur leiksins allar sem þær eru séðar í upp- hafi. Viðbrögð þeirra nokkuð fyrirsjáanleg og því verður glíma þeirra við dauðann ekki sérlega átakanleg eða nærgöngul við áhorfandann. Krabbasvalirnar lýsa þremur konum sem allar eru með krabbamein, dvöl þeirra á sjúkrahúsinu í sinni síðustu meðferð. Þessar konur eru ólík- ar. Elst er Heiðveig, ekkja sem loks hefur lifað unaðsstund, rétt áður en hún kom til meðferðar, nótt í París, borginni sem hún elskar umfram aðra staði, reynd- ar með svertingja; - það á líklega að sýna að höfundurinn sé eng- inn rasisti. Heiðveig hefur feng- ist við myndlist en ekki hlotið viðurkenningu eiginmannsins sem var forstöðumaður lista- safns. Hún átti einn dreng, þar hefur orðið harmsaga sem að- eins er látið skína í, missti hann vítið? En — Heiðveig er tilbúin að deyja. Það eru ekki yngri konurnar tvær. Gunnela skóla- sálfræðingur, á tvo unglinga sem hún á bágt með að yfirgefa, og eiginmann, Grétar; því er lýst hver áhrif veikindi Gunnelu hafa á hann, leysa úr læðingi alls konar tilfinningar, og sjálf á hún vitanlega sínar minningar sem vekjast upp andspænis dauðanum. Hún er sú af konun- um þremur sem mesta þekkingu hefur á sjúkdómnum og heldur því óspart að hinni yngstu, Olaf- íu, að hún eigi að nefna hann réttu nafni, ekki vera í afneitun. Ólafía neitar að beygja sig fyrir lírabbanum, les af kappi undir próf sitt í við- skiptafræði, lætur ekki sjúk- dóminn rugla hið stefnufasta líf sitt. Móðirin yfirgaf hana unga, það er hennar sálar- hnútur, en að lokum eignast hún eins konar móður í Heiðveigu. Karlmennirnir tveir, Grétar maður Gunnelu og Óskar unnusti Ólafíu, eru heldur lit- lausar perónur. Óskar er álíka manngerð og unnustan, fram- gjarn verðbréfasali, Grétar sál- fræðingur sem reynir líkt og eig- inkonan að fræðileg kunnátta hrekkur skammt þegar vandinn brennur á manni sjálfum. - Loks er svo hjúkrunarkonan Æsa sem reynir eins og heyrir slíku hlut- verki aðhalda uppi glaðlegri stemmningu á þessari dauða- merktu deild þar sem hver ein- stakur er aleinn. Kiumáttusamar leikkonur Sviðsetning Maríu Kristjáns- dóttur er í hvívetna vönduð og smekkleg, samfelld í tóni. Hún leiðist hvergi til að ofgera efninu eða dramatísera um of. Helst þótti mér notkun hljóðanna öfgakennd, ég gat ekki fundið að svona ærandi hávaði eins og hér var á köflum þjónaði neinum til- gangi. Þá er sviðsmyndin vel við hæfi, klínísk og nakin sem hún er, en árstíðirnar sýndar á hvítum flötum, saman- ber hin sænska vorgrænka sem Gunnelu finnst of mikil. En það er hinn öruggi leikstíll sem leik- stjórinn hefur markað með kunnáttusömum leikkonum sýn- ingarinnar sem gerir gæfumun- inn. Kristbjörg Kjeld er „Ia grande dame“ leikhússins um þessar mundir, reisn hennar og sjarmi setur lit á sýninguna og hún tekur sviðið þegar hún gengur inn á það. Henni fatast hvergi, en ekki skildi ég þá ákvörðun leikstjóra að láta hana ganga út í sal í lokin. - Guðrún S. Gísladóttir á sömuleiðis eink- ar traustan og næmlegan leik í hlutverki Gunnelu og er því betri sem meira reynir á. Sama er að segja um Eddu Arnljóts- dóttur sem leikur Ólafíu. Hlut- verk hennar er rýrast frá hendi höfundar, framan af er það ekk- ert nema þyrrkingslegt yfirborð- ið en Edda fer einkar fallega með hið síðasta viðkvæma atriði. Hinn óvelkomi dauði Ungur leikari, Baldur Trausti Hreinsson, fer með hlutverk Óskars. Það er ekki veigamikið og gefur lítil tækifæri til skap- gerðarleiks, en Baldur Trausti kemur vel og drengilega fyrir í því. Sigurður Skúlason kemur ekki á óvart sem Grétar, jafnan fær Ieikari, en hann getur ekki blásið miklu lífi í þennan bless- aða sálfræðing. Ræða Grétars í lokin, um það að hinn látni lifi svo lengi sem hans er minnst og um hann talað, er sannast að segja í „banalasta" lagi sem loka- hnykkur á verkinu. - Loks er svo Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir hjúkrunarkona. Þýðing Steinunnar Jóhannes- dóttur var lipur og eðlileg í munni. Það er ljóst að Krabbasvalirnar eru frá höfund- arins hendi hugsaðar til að opna á umræður um efni sem fólk vill í lengstu lög ýta frá sér, hinn óvelkomna dauða. I Ieik- skránni er um þetta fjallað, bæði í grein eftir höfundinn og líka í köflum úr frásögnum tveggja kvenna með krabbamein. Ekki er að efa að leikformið er vel til þess fallið að örva umræður um þessi efni og að Krabbasvalirnar henti til þess. Það gildi vegur þá að nokkru upp á móti því sem á skortir í skáldskapnum. Því leik- hús er til margra hluta nytsam- legt. „Krabbasvalimar em frá höfundaríns hendi hugsaðar til að opna á umræðurum efiii sem fólk vill í lengstu lög ýta frá sér. “ Fninsklr dagar á Akureyri í dagfáAkureyríngar heimsóknfrá kaffihús- umParísarþegar franskir dagarbyrja á Akureyrí. Það er franska leik- og söngkon- an Machon sem kernur í Deigl- una og flytur frönsk alþýðulög við píanóleik Corrine en þær eru hér í boði franska sendiráðsins. Machon hefur vakið athygli fyrir nýstárlega túlkun sfna sem er full af glensi, gríni og gamni um leið og hún er í öllu trú hinni einu sönnu frönsku kaffi- leikhúshefð. Það er ekki nauð- synlegt að skilja frönsku til að njóta flutnings- ins því túlkun Maehon á sér engin landa- mæri. Textamir fjalla um mat og franska mat- arlyst, en áheyrendur munu fá Iaus- lega þýðingu á innihaldi þeirra. Tilboð hjá Kaffi Kar- ólínu á frönsku Iéttvíni. Að- gangur er ókeyjiis. Háðung Annað sem franskir dagar Franska leik- og söngkonan Machon syngur um mat og franska matarlyst, munnsöngvar heita það á frönsku, við myndum kalla það matarsöngva. fela í sér eru kvikmyndir, en Borgarbíó mun sýna þrjár mynd- ir, „The Eight Day“, „Indjáni í stórborginni" og „Háðung" eða Ridicule. Myndin gerist í Versöl- um árið 1780 þar sem valdið er í höndum kónga og hirðsveina þeirra. Ein af helstu keppnis- greinum Versalabúa er að hafa aðra að háði og spotti og reyna menn að sækja og verjast á víxl. Ridicule var opnunarmynd kvik- myndahátíðarinnar í Cannes 1996 og var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna f ár sem besta er- lenda myndin. Þá ætla kennarar og nemend- ur í Tónlistarskóla Akureyrar að vera með tónleika á föstudaginn, þar sem frönsk lög og Ijóð ráða ríkjum. A laugardaginn eru há- degistónleikar í Akureyrarkirkju, Björn Steinar Sólbergsson leikur frönsk orgelverk. Franskir dagar á Akureyri enda laugardaginn 1. nóvember en alla dagana verður Deiglan opin frá 13-16. Fiðlarinn verður með sérstakan matseðil og eins Kaffi Karólína og Kaffi kverið. Amtsbókasafnið mun einnig draga fram allt franskt, franskar bókmenntir, myndbönd og tón- list. -MAR Hrefna Harðardóttir er umsjónarmaður franskra daga á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.