Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 28.QKTÓBES 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU þekktasti kokkur ekki hvaö síst vegna ..varpsþátta sinna. Sjónvarpskokkur gefur út bók Hann er heimsfrægur á íslandi og þó víðar væri leitað. Hefur skemmt fólki í sjónvarpi og út- varpi og er nú að gefa út bók. „Eg er búinn að vinna að þess- ari bók í fimm ár, en þó ekki verulega mikið fyrr en nú í sum- ar,“ segir Siggi Hall, hinn lands- þekkti sjónvarpskokkur með meiru. I sumar skemmti hann meðal annars áheyrendum Bylgjunnar á laugardagsmorgn- um, ásamt Eiríki Jónssyni. Þeir þættir eru nú hættir og Eiríkur kominn annað en hvað skyldi kokkurinn nú vera farinn að gera? Ætur eða óætur „Þessi bók er aðalatriðið hjá mér núna, við erum búin að vera al- veg á kafi undanfarið við að koma henni frá. Björgvin Hall- dórsson, góðvinur minn, mikill sælkeri og matgæðingur, hefur stýrt þessu og svo eru auðvitað ótal aðrir sem koma við sögu“, bætir hann við. I bókinni eru margvíslegar uppskitftir og víða hollráð og sögur ;um réttina, hvernig þeir hala ttféið til. „Það er alveg víst í bókinni erenginn skrautmatur, heldur uppskríftir semfólk geturnotað. að þetta er ekki nein skrautbók, fólk á að geta notað hana og hún er ekki gerð til að sýna öðr- um kokkum hvað ég er klár. Eg hef séð bækur sem eru þannig að maturinn var mjög fallegur og frumlegur, en aldeilis óætur. Það er allt í lagi að vera frumlegur og nauðsynlegt að maturinn sé fal- Iegur, en hann þarf að vera góð- ur, það er undirstöðuatriði," seg- ir Siggi. Upptekinn maður En Siggi er aldeilis ekki í neinni kyrrstöðu. Hann er nýkominn úr mikilli matar- og vínmenningar- ferð um Frakkland, þar sem hann fór m.a. með Þorfinni Ómarssyni og hann fer fljótlega með hóp til skíðabæjarins Geilo í Noregi. Siggi þekkir svæðið vel því þau hjón ráku þar veitinga- hús í tíu ár. I nóvember verður hann svo með matreiðslunám- skeið þar sem ætlunin er að vera með sýnikennslu og fyrirlestur, en efriið er enn óákveðið. „Þetta er auðvitað allt mikil vinna, stundum allt upp í 16 klst. á sólarhring, en oft er það tarnavinna og því hef ég mögu- leika á að sinna fjölskyldunni. Eg á reyndar alveg yndislega fjölskyldu, sem stendur með mér á hveiju sem gengur.“ — En hver er draumurinn? Hvað myndi Siggi vilja gera helst? „Eg myndi vilja vera svona „skibum" á veturna og „sailbum" á sumrin. Þetta eru svona gæjar sem eru mættir við fyrstu snjóföl á skiðastaðina og vinna eins lítið og þeir geta til að komast af. Svo eru það hinir, sem reyndar eru stundum sömu gæjarnir, þeir eru að hardúsa við seglbáta og eru niðri á strönd alla tíð. En þetta er auðvitað alveg ábyrgðar- laust líf,“ segir Siggi og ekki laust við að örli á Ijúfsárum trega við tilhugsunina. -VS SMÁTT OG STÓRT Fortí ö ardýrkim eða afturhvarf? Nú er prófkjörið innan Sjálfstæðisflokksins gengið um garð og ljóst að konurnar í flokknum bera jafn skarðan hlut frá borði og oft áður, því er nú ver og miður þó að Inga Jóna Þórðardóttir hafi tvímæla- laust unnið varnarsigur. A sama tíma er ungt félagshyggjufólk að stofna nýtt jafnréttisfélag með nafn upp á gamla móðinn, Hið nýja jafnréttindafjelag. Á þess- um síðustu og verstu jafnréttis- tímum, þar sem ekkert virðist þokast í jafnréttisbaráttunni, þá hljóta púkarnir að velta fyrir sér hver stefnan sé, allt á afturfót- unum hjá sjálfstæðiskonum og púkkað upp á gamaldags nafn hjá félagshyggjunni. Er þetta einföld fortíðardýrkun eða boð- ar nafnið afturhvarf til gamalla tíma? Bækur vinna á rjúpnaskyttum Bækur eru til ýmissa hluta nytsamlegar, um það ætti bókaþjóðin að geta vitnað. I nýjasta tölublaði Stúdentablaðsins er skemmti- legt viðtal við Geirlaug Magnússon, skáld og kennara, þar sem segir meðal annars frá því að hann er nú við nám í háskólanum og telur að ekkert muni rætast úr sér úr þessu. Viðtalið ber þó vitni þess að þegar hefur ræst heilmikið úr honum biessuðum og kímnigáfan í lagi. Hann hefur megna fyrirlitningu á skotveiðum og er eini meðlimur Rjúpnavinafélagsins. Það er afrek út af fyrir sig. „Meginmarkmið þess félags,“ segir Geirlaugur meðal annars, „er að elta uppi rjúpnaskyttur með fjögurra binda útgáfu verka Jónasar undir hendinni og lemja þær í höfuðið með henni.“ Framkvæmdirnar hafa orðið litlar enda allar skyttur týndar uppi á fjöllum en Geirlaugur gæti kannski samið við hjálparsveitirn- ar.J Fortíðardýrkun eöa afturhvarf til gam- alla tima? Bömin gleymast? Ástkært Sjónvarpið er farið að senda út matreiðsluþætti fyrir börn - framtak sem vissulega er af því góða. Tveggja barna móð- ur þykir sniðugt að fá gestakokk úr áhorfendaskaranum í þættina hverju sinni til aðstoðar en þykir sorglegt og Ieiðinlegt að sjá hversu hinir fullorðnu eru rosa- lega fullorðnir og hve börnin fá litla rullu að spila. Þáttastjóm- andinn Helga Möller beinir að vísu orðum sínum til barnanna öðru hvoru en það er ekki nóg. Fyrir börn eða fullorðna? Það er Gestakokkurinn má ekki hverfa spurningin. á þak yjð hina fullorðnu og gleymast. Hann eða hún getur alveg gert eitthvað meira en bara það einfaldasta, að velta fisk- stykkjum upp úr hveiti. Börn þyrftu að vera meira inni ( undir- búningi þáttanna, fá að hafa áhrif -á það hvað þau vilja læra að kokka og þau ættu Iíka að vera vir^ari í orði og verki. Þátturinn er jú fyrir börn, ekki fullorðna. ÞA þurfa hinir rígfullorðnu að hafa hugfast! NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Margt er skrítið í Hafnarfirði Kona nokkur, sem býr í blokk í Hafnarfirði, hefur löngum haft það fyrir sið að ganga ævinlega nakin fram í stigaganginn í blokkinni þegar hún fer að hendaj'ruslinu. Þetta hefur yfir- leitt heppnast hjá henni, utan einu sínni er hún lenti í stök- ustu vandræðum. Svo bar við að í gegnumtrekki miklum Iabbaði hún fram á gang - og vissi þá ekki fyrri til en dyrnar skelltust á eftir henni. Og þarna stóð okkar manneskja í skemmtanalífinu á Evuklæðun- um einum saman frammi á gangi og voru allar bjargir bann- aðar, því hurðin var læst. Hún greip því til þess ráðs að fela sig inni í ruslageysmlunni og húkti þar lengi dags, enda var það nærtækast. En svo bar við síðar um dag- inn að einn af vöskum rusla- hreinsunarmönnum kom í stiga- ganginn til að ná í rusl liðinnar viku. Óneitanlega var honum nokkuð brugðið að sjá konu sitj- andi þarna inni í myrkrinu - og allra síst átti hann vitaskuld von á því að sjá hana allsnakta þarna. En hann lét sem ekkert væri, heldur gekk hvatvíslega fram í sínum verkum og sagði síðan við félaga sína, þegar hann fór út úr blokkinni: „Margt finnst mér nú vera skrítið hérna í Hafnarfirði, og nú voru þeir að henda þessari líka fínu kerlingu, sem er alveg strá- heil.“ LJmsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. Naríur Tungumál barnanna er stöðugt í mótun, þannig er áhersluorðið „ýkt“ í daglegri notkun, stutt- ermabolur heitir nú „stuttbolur" og nærbuxur heita „naríur". Það er kannski engin furða að mað- ur skilji ekki alltaf börnin. •£ I I eina tíð kallað nærbuxur, nú heita þær naríur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.