Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 3
.r dnt~ FRÉTTIR r o o i «i w ct h «p m o »- c n m n > «n m r, r, -i f FÖSTUDAGUR 3 1 .O K TÓ B E R 1997 - 3 Aðalverk- takar fækka stjórum Launakerfí sj ó- maimaónvtt Formaður landssam- bands útvegsmanna segir að stokka þurfi upp launakerfi sjó- manna og til álita komi að draga úr vægi aflaverðmætis í laun- iiiii þeirra. Kristján Ragnarsson, formaður LIU, var harðorður í ræðu á að- alfundi útvegsmanna um launa- kjör sjómanna í gær. Hann sagði að launakerfið sem byggði á afla- hlut úr verðmæti með lágmarks- tryggingu væri e.t.v. ekki nothæft lengur, reyndar væri það til skammar. Endalausar deilur um fiskverð og innbyrðis þrætur gætu verið þar meginorsök. „Það hlýtur að koma til skoð- unar að stokka þetta kerfi upp frá rótum. I því efni kemur til álita að minnka vægi aflaverðmætis í launum sjómanna, t.d. með föstu kaupi og aflaverðlaunum þar til viðbótar. Það myndi leiða til meiri tekjujöfnunar hjá sjómönn- um, þ.e.a.s. þeir sem hafa hæstu launin myndu lækka, en þeir sem lægstu launin hafa myndu hækka,“ sagði Kristján. Hann sagði jafnframt að ekkert skýrði þá óánægju sem sjó- mannaforystan kynnti nú undir. Vélstjórar boðuðu verkfall frá áramótum á stærstu skipunum þar sem tekjurnar væru hæstar og gerð væri krafa um breytingu á hefðbundnum hlutaskiptum. „Vélstjórar viðurkenna að laun þeirra séu há en þeir vilja meira vegna þess að skipstjórar hafa hærri hlut en þeir og stýrimenn það sama. Okkar hlutskipti er því ekki öfundsvert að vera blandað í innbyrðis þrætu áhafnar með þessum hætti,“ sagði Kristján. Hann minntist einnig á hag- kvæmni kvótakerfisins og taldi það eina meginforsendu þess að tekist hefði að breyta rekstrar- skilyrðum í sjávarútvegi til hins betra þrátt fyrir miklar sveiflur og breytilegt árferði. Kristján sagði: „Styrkur kvótakerfisins felst í því að útgerðarmenn vita betur en ella hvar þeir standa og eiga því auðveldara með að taka raun- hæfar ákvarðanir varðandi reksturinn." Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra flutti ávarp og tók ein- dregnari afstöðu gegn veiðileyfa- gjaldi en áður. bþ Nokkrir yfirmenn hjá Islenskum aðalverktökum hætta störfum hjá fyrirtækinu vegna umfangsmik- illa skipulagsbreytinga sem eru að koma til framkvæmda. Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, staðfesti þetta í við- tali við Dag í gær. Stefán sagði enn ekki Ijóst hversu margir yfirmenn létu af störfum og tók fram að þetta væri vegna þess að verið væri að fækka í yfirstjórn fyrirtækisins en ekki að mennirnir væru ekki vel hæfir. Þá verða aðrir færðir til og Stefán sjálfur fær nýjan titil. „Það er rétt að forstjórastarfið verður lagt niður og rnitt starf mun eftir það heita fram- kvæmdastjóri," sagði Stefán. Hann segir að valdsvið sitt verði það sama og áður, en vill ekki svara því hvort launin breytist. Nýja skipuritið kemur lil end- anlegra framkvæmda á næstu vikum. Astæðan fyrir þessum lireytingum er að fvrirtækinu hef- ur verið breytt í hlutafélag og verksvið og verkefni þess munu fyrirsjáanlega breytast. Starfs- mönnum fyrirtækisins voru kynntar breytingarnar í gær. „Þess vegna má segja að þetta sé gert til þess að takast á við nýja tíma og nýjar aðstæður. Eins til að draga úr kostnaði við yfirstjórn fyrirtækisins,11 segir Stefán. -S.DÓR Sjúkrahúsið svelt til hlýðni Aðeins 6 af 19 þingmönnum Reykjavikur mættu á fund með borgarfulltrúum um hagsmunamál Reykvíkinga. - mynd: þök Málefni Sjúkrahúss Reykjavíkiir voru rædd á fiindi borgar- fiilltrúa með þing- mömmm kjördæmis- ins í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri boðaði til fundar með borgarfulltrúum og þing- mönnum Reykjavikur í gær til að ræða ýmis hagsmunamál Reyk- víkinga. Þingmenn hafa þessa viku verið á ferð um kjördæmi sín og hlé verið gert á þingfund- um. Aðeins 6 af 19 þingmönnum Reykjavíkur mættu á fundinn í gær, en aðalumræðuefnið var málefni sjúkrahúss borgarinnar. Ingibjörg Sólrún segir að það verði sífellt erfiðara að fyrir borg- ina að standa að rekstri þess vegna þeirrar stefnu sem ríkis- valdið reki. Það sé engu líkara en ríkið vildi svelta sjúkrahúsið til þess að öðlast forræði yfir því og geta sameinað það Ríkisspítul- um. Borgarstjóri segir að borgin geti ekki tekið ábyrgð á vaxandi halla sjúkrahússins. Fá 16 milljóiiir Ríkisspítalar hafa verið dæmdir til að greiða sjö læknum á krabbameinsdeild Landspítalans á annan tug milljóna króna vegna ferliverka sem þeir unnu á spítalanum á árunum 1993 til 1995. Tryggingastofnun ríkisins hvorki greiddi né endursendi þá reikninga sem læknarnir sendu henni og sögðu læknarnir lyrir dómi að þeir hefðu engar skýr- ingar fengið á þeirri afstöðu stofnunarinnar. Þeir kröfðu því Ríkisspítala um greiðslu skuldar- innar og dæmdi Hæstiréttur þeim í vil. Reikningar læknanna eru frá 1 til 4 miiljónir króna, alls um 16 milljónir króna, auk dráttarv'axta. Einn þeirra, Kjartan Magnússon, segir í samtali við Dag að hann sé ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Við sóttum ekki þetta mál nema af því að okkur þótti að okkur vegið þegar Ríkis- spítalar neituðu að greiða okkur fyrir þessi verk. Þetta er búið að vera viðvarandi ágreiningsefni allt of lengi og það horfði ekki vænlega um samstarf lækna og spítalans. Vonandi nást sættir eftir þennan dóm,“ segir Kjartan. - FÞG Halldór á teppið Davíð Oddsson forsætisráðherra hef- ur ákveðið að kalla Halldór Blöndal samgönguráðherra á fund í dag vegna Pósts og síma málsins svokall- aða, eða hækkunar á gjaldskrá fyrir- tækisins og upplýsingaleynd um for- sendur. Davíð sagði í viðtali við Stöð 2 í gærkvöld að við fyrstu sýn virtist honum sem hækkunin gæti verið at- hugaverð, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið fyrr en síðar. Mikil óánægja er í þjóðfélaginu með taxta^ breytingarnar og voru horfur á að 5000-6000 manns myndu skrifa sig á mótmælaskjal vegna hækkunar á notendagjaldi Internetsins. Sam- gönguráðherra fær mótmælin í hend- ur í dag. Þorvaldur Karl verdur biskupsritari Karl Sigurbjörnsson, verðandi biskup, tilkynnti í ræðu sinni við iok kirkjuþings að ákveðið hefði verið að Þorvaldur Karl Helgason vcrði næsti biskupsritari. Þon'aldur Karl er núverandi forstöðumaður fjöl- skyldudeildar kirkjunnar en var áður prestur í Njarðvík. Þorvaldur Karl tekur við biskupsritarastarfinu af Baldri Kristjáns- syni, sem er meðal umsækjenda um Skálholtsprestakall. Aðspurður um reynslu sína af ritarastarfinu segir Baldur: „Það eina sem ég \ál segja er að þetta hefur verið ákaflega annasamt starf.“ Þroskaþjálfar segja upp Stór hluti þroskaþjálfa á endurnæfingardeild Landspítalans í Kópa- vogi hefur ákveðið að segja upp störfum vegna ónægju með laun sín og hversu mjög samningaviðræður við þroskaþjálfa hafa dregist. Þroskaþjálfar á höfuðborgarsvæðinu liafa boðað til verkfalls á mánudaginn kemur hafi ekki samist fyrir þann tíma. Byrjunarlaun þroskaþjálfa eru tæpar 75 þúsund krónur á mánuði eftir 3 ára sér- skólanám. I tilkynningu frá þroskaþjálfum á Landspítalanum í Kópavogi segir að 550 þroskaþjálfar hafí útskrifast en einungis 250 - 300 starfi við fagið. Meginástæða þess sé óánægja með launakjörin. Ef ekki komi til veruleg leiðrétting á launum muni stéttin líða undir lok á fáum árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.