Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 6
6- FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
A ðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
ii'iiiiiiaiiiiTiíiiiiinT'iiwwtiwtWBWWiiyBBiiiiia
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖRU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 kr. Á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavíK)
Landsbyggðin sem skálkaskjól
í fyrsta lagi
Myndin sem Dagur á í fórum sínum segir allt: Halidór Blön-
dal með eina hlutabréfið í Pósti og síma í eigin hendi. Nógu
slæmur er íslenski einokunarkapítalisminn sem Halldór kann
svo vel við, en verri er einokunarfasisminn sem hann veitir for-
stöðu í krafti þessa eina hlutabréfs sem hann lét prenta handa
sér. Að segja að Póstur og sími sé ekki í eigu almennings er slík
fádæma frekja og dónaskapur að út yfir allt tekur. Nema þeg-
ar sami ráðherra kemur í sjónvarp og hótar bara að selja fyrir-
tækið ef fólkið er með múður.
í öðru lagi
En skítt með það þótt plattfótur þrammi um landið. Verri er
atlagan að samgöngukerfi framtíðarinnar: „háhraðabrautinni
inn í upplýsingasamfélagið" - sem við köllum Netið. Er það
ekki dæmigert fyrir ráðherra - sem hvergi finnur útskot á fjall-
vegi án þess að láta mynda sig við það - að neita að setja sig
inn í og skilja hina rafrænu vegi. EKKERT - segi og skrifa
EKKERT - er mikilvægara fyrir Iandsbyggðina nú en Netið.
Fyrir unga fólkið. Fyrir menntir. Stofnanir. Fyrirtæki. EKK-
ERT færir fólkinu utan hinnar miðlægu höfuðborgar meira
vald en frjáls, ódýr og óheftur aðgangur að upplýsingamiðlun.
í þriðja lagi
Eitt gjaldsvæði fyrir landið er gott mál. Sú aðferð sem Póstur
og sími beitir, og neitar að útskýra, vinnur gegn landsbyggðar-
fólki á sama hátt og hún vinnur gegn öllum sem vilja ferðast
um óravíddir Netsins. Halldór Blöndal getur spurt þá sem
hafa stundað fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Hann getur spurt þá sem ná sér í doktorsgráður við erlenda
háskóla á Netinu, selja fisk, kaupa ljóð, fara á tónleika eða
reka pólitískan áróður. Og hann getur sest við borð ríkisstjórn-
arinnar og spurt frænda sinn Björn Bjarnason - þjóðkunnan
nethaus. Meðal annarra orða. Hvað finnst þér Björn? Dagur
býður þér hér með þjóðmálasíðuna alla til að svara. Ertu sá
nethaukur í horni sem þú hefur alltaf þóst vera? Eða bara rétt-
ur og sléttur gamaldags borðaklippir?
Stefán Jón Hafstein.
Dipló prestar
Garra var kunnugt um að
Davíð Oddsson væri andstæð-
ingur Evrópusambandsins,
enda hefur forsætisráðherra
oftsinnis gefið þennan fjand-
skap sinn til kynna á opinber-
um vettvangi. Garri veit líka
að Bjarni Einarsson, Hjörleif-
ur Guttormsson, Páll Péturs-
son og flestar kvennalista-
jjingkonur eru á móti ESB.
Hins vegar hefur Halldór Ás-
grímsson stundum brosað út í
Evrópumunnvikið svo lítið
ber á, og allir þekkja Evrópu-
sambandsbrímann
hjá krötum. Allt eru
þetta jjekktar stað-
reyndir um stjórn-
málaviðhorfin á Is-
landi gagnvart Evr-
ópusambandinu og
eru hluti af heildar-
myndinni sem menn
hafa þegar þessi
tengsl eru metin.
Biskupinn gegn
ESB
Nú hefur hins vegar komið í
ljós að hér á landi er ekki allt
sem sýnist í Evrópumálunum
og þýðingarmikil atriði vantar
inn í heildarmyndina. Áður
ókunn brot komu hins vegar í
ljós á Kirkjuþingi í vikunni
þar sem upplýst var að ís-
lenskir sóknarprestar eru
hluti af utanríkisjjjónustunni
og hafa sérstök diplómata-
vegabréf. Eftir því sem bisk-
upinn segir hafa bæði prest-
arnir í London og Kaup-
mannahöfn slíka passa og eru
{jví trúarleg útvíkkun á hinni
formlegu utanríkisþjónustu.
Svo mun hafa verið um nokk-
urt skeið. Það sem vekur þó
mesta athygli er að Olafur
Skúlason biskup er í flokki
V
Evrópusambandsandstæðinga
og er æstur í að láta þá andúð
sína í ljósi. Garra grunar
raunar að þeir flokksbræður
Olafur Skúla og Davíð Odds-
son hafi kokkað upp sérstaka
aðgerð til að undirstrika and-
stöðu sína. Og aðgerðin er
ekki af verri endanum: gera
Flóka að diplómatapresti í
ESB.
Flóki og Jón til
Brussel?
I utanríkisþjónust-
unni tíðkast að kalla
diplómata heim ým-
ist alveg eða þá til
skrafs og ráðagerða
þegar ríki vilja lýsa
andúð sinni og van-
þóknun á einhverju.
Að senda út í gervi
diplómata, menn
sem velja jafnan
deilur, séu þær í boði, er hins
vegar nýtt herbragð. Krafa
biskups um að sr. Flóki Krist-
insson fái diplómatapassa fyr-
ir ESB er augljóslega af þess-
um hvötum runnin. Sr. Flóld
hefur ekki beinlínis áunnið
sér nafn sem diplómatískiir
maður og því viðbúið að það
muni valda mildu uppnámi í
Brussel ef slíkur maður kæmi
veifandi diplómatapassa.
Næsta stig í mótmælunum af
hinni nýju tegund væri þá að
senda á eftir Flóka organist-
ann Jón Stefánsson - líka með
diplómatapassa! Þá er viðbúið
að regluveldið í Brussel bein-
línis fríkaði út og allir myndu
þá sjá að ESB er ekki eitthvað
sem hentar okkur Islending-
um - alveg eins og ESB and-
stæðingarnir hafa verið að
benda á.
GARRI.
Davíð sameinar
vinstrimenn
BIRGIR
GUÐMUNDS
SON
skrifar
Óhefðbundið fóstbræðralag birt-
ist á þjóðmálasíðu Dags í gær,
þegar þeir Vestfirðingar Kristinn
H. Gunnarsson og Sighvatur
Björgvinsson skrifuðu saman
stjórnmálagrein. Þessir gömlu
andstæðingar eru sjálfsagt vanari
því að skattyrðast hvor út í annan
en að standa saman einhuga í
póiitíkinni. Það eitt að þeir skrifi
saman grein sem ekki fjallar
beint um kjördæmamál Vestfirð-
inga, segir kannski heilmikið um
ganginn í sameiningarmálum A-
flokkanna - hann er greinilega
rífandi!
Þeir fóstbræður eru reiðir. Þeir
eru reiðir út í Davíð Oddsson.
Það er einmitt hann sem hefur
knúið þessi vestfirsku stjórn-
málatröll til sameiginlegra skrif-
ta. í helgarviðtali í Degi um síð-
ustu helgi lýsti Davíð þeirri skoð-
un sinni að sameinaður listi A-
flokka væri til einskis nýtur í rík-
isstjórnarsamstarfi og hvorki
Sjálfstæðisflokkurinn né Fram-
sóknarflokkurinn myndu líta við
honum sem samstarfsaðila. „Eg
hcld að hann muni dæma sig í ei-
lífa útlegð og harma það svo sem
ekki,“ sagði Davíð í viðtalinu.
Á villigötum
Þetta kunna þeir Sighvatur og
Kristinn ekki að meta og telja ein-
sýnt að nú sé Davíð strax orð-
iðnn hræddur við nýja framboðs-
listann, þó hann sé enn ekki orð-
inn til. Sé sú ályktun rétt hjá
þeim fóstbræðrum er augljóst að
Davíð er á miklum villigötum
með viðbrögðin. Því allar móðg-
anir og yfirlýsingar frá honum í
garð A-flokkaframboðs munu
verka sem vítamínsprauta á sam-
einingarferlið. Sjálfstæðisflokk-
urinn er og hefur verið - að nafn-
inu til í það minnsta - höfuðand-
stæðingur jafnaðarmanna. Ef úlf-
urinn sjálfur - Davíð Oddsson -
fer að veitast að jafnaðarmanna-
hjörðinni, þá þjappa menn sér
einfaldlega saman og sameinast
gegn honum. Því meira sem
hann lítilsvirðir sameiginlegt
framboð jafnaðarmanna, því
betra fyrir sameiginlegt framboð
jafnaðarmanna. Davíð gæti því
leikandi orðið eitt helsta hreyfi-
aflið í sameiningu vinstrimanna,
ef hann bara heldur áfram á þeir-
ri hraut sem hann nú er kominn
á.
Framsóknardxaumiiriim
Þeir fóstbræður gegn Davíð
nefna það líka í grein sinni, að
skörin sé nokkuð að færast upp á
bekkinn hjá formanni Sjálfstæð-
isflokksins þegar hann dæmir A-
flokkasamstarf í útlegð fyrir hönd
Framsóknarflokksins líka. Vissu-
lega má færa að því einhver rök
að Davíð tilheyri núorðið hópi
framsóknarmanna í Sjálfstæðis-
flokknum. Hins vegar er hann
ekki, síðast þegar fréttist, tals-
maður framsóknarmanna í
Framsóknarflokknum. Það er því
ekki nema sjálfsagt mál að tals-
menn Framsóknar svari spurn-
ingu vestfirsku þingmannanna
um hvort Davíð sé orðinn tals-
maður Framsóknarflokksins?
Raunar væri slíkt fráleitt mál því
ólíkt sjálfstæðismönnum kæmi
það sér sérstaklega vel fyrir fram-
sóknarmenn að A-flokkarnir
sameinuðust. Framsóknarmenn
yrðu þá í lyldlaðstöðu í miðjunni
og gætu stigið í vænginn, hvort
heldur til hægri eða vinstri. Þeir
hefðu þess utan þá ákjósanlegu
aðstöðu að geta gefið sér tíma til
að velja því kapphlaupið um hver
flokkanna færi í stjórn með sjálf-
stæðismönnum væri úr sögunni.
Orlögin hafa því hagað málum
þannig að áframhaldandi geð-
illska Davíðs Oddssonar í garð
sameiginlegs framboðs vinstri
manna er ekki einungis stórt
hagsmunamál fyrir A-flokkana,
heldur Iíka fyrir Framsókn sem
sér fram á að komast í drauma-
stöðu í stjórnarmyndunarviðræð-
um eftir næstu kosningar.
-Dxgur
.svarað
Er gjaldshrá rbreyting
Pósts og síma lands-
byggðarstefna ?
Giinnlaugur A. Júliusson
sveitarstjóri á Raufarhöfn.
Það hefur
margt verið
gert sem er
landsbyggð-
inni verra en
þetta. Jöfn-
un á verði
einstakra
neysluvara
hefur verið á
undanhaldi,
þannig að þetta er ágætur við-
snúningur. Auðvitað þýðir jöfn-
un alltaf að verð hækkar hjá ein-
um en lækkar hjá öðrum og
þetta er táknrænn stuðningur
við fólk á landsby'ggðinni.
Nei, ekkert
frekar. Þetta
fer nokkuð
eftir því
hvert fólk
þarf oftast
að hringja.
Þ a n n i g
hækka síma-
reikningar
fólks í Skagafriði sem mikið þarf
að hringja innan héraðs, en
lækka hjá þeim sem mikið
hringja til Reykavíkur eða á önn-
ur gjaldskrársvæði. Því er þetta
ekkert endilega landbyggðar-
stefna.
Ami Egilsson
sveitarstjóri á Ilofsósi
Ólafia Jakobsdóttir
skrifstofustjóri Skaftárhrepps, Kirkju-
bæjarklaustri.
Já, það
myndi ég
telja - svona
upp að vissu
marki. Um
skeið hefur
það verið
baráttumál
s v e i t a r -
stjórnar-
manna á landsbyggðinni að jafna
símakostnað. Það er svo annað
mál hvort hér hafi verið stigið of
stórt skref, og hvort Póstur og
sími hf. þurfi á þessari hækkun
að halda.
Guðimmdur B. Magnússon
verslunarstj. á Drangsnesi, oddviti
Kaidratianes-
hr. á Strönd-
um.
Já, það tel ég
vera. Sím-
kerfið á ís-
landi er allt
sama kerfið
og því eigum
við öll að
greiða sama
gjald. Að skipta landinu í mörg
gjaldsvæði var gamalt fyrirkomu-
lag sem var eðlilegt að viki með
nýrri tækni. Varðandi lækkun
símagjalda til útlanda fannst mér
óþarfi að gera það á þessum
tímapunkti, því það vekur upp
tortryggni milli landsbyggðar og
höfuðborgar því við vitum ekki
hver þáttur þeirrar Iækkunar er í
þessum heildarbreytingum á