Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 7
 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Gróska blæs í lúðrana JÓHANNA SIGIJKDAR DOTTIR ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Félagar í Grósku eru einkum ungt fólk innan raða Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka og ann- að áhugafólk um sameiningu og sameiginlegt framboð allra þeirra sem aðhyllast jöfnuð, fé- lagshyggju og kvenfrelsi. Gróskufélagar voru staðráðnir í því að víkja fortíð A-flokkanna til hliðar. Það er framtíðin sem skiptir þetta fólk máli, ekki for- tíðin. Þjóðarhagsmimir ofar flokkshagsniu iiu ni Þess vegna gátu Gróskufélagar það sem forysta gamla flokka- kerfisins innan A-flokkanna hef- ur ekki tekist. Þeir hafa komið sér saman um málefnaskrá, sem grundvöll að sameiginlegu fram- boði í næstu alþingiskosningum. Gróskufélagar hafa sannað að vilji er allt sem þarf í samein- ingarmálunum. Þeir hafa sannað að það er ekki svo djiipstæður ágreiningur í neinum málaflokki að það réttlæti sundrungu á vinstri væng stjórnmálanna. Þeir hafa vildð til hliðar minni hagsmunum fyrir meiri hags- muni. Þeir hafa sett fólkið í fyr- irrúm ekki flokka. - Þeir setja þjóðarhagsmuni ofar flokkshags- munum. Þeir hafa rutt brautina að nýjum tímum í íslenskum stjórnmálum. Þeir þora, og sýna kjark, sem vekja mun bjartsýni og von hjá tugþúsunda áhuga- fólks um sameiningu jafnaðar- manna um land allt. Merkisherar nýrra tíma Forystu A-flokkana ber skylda til að taka sér unga fólkið í Grósku til fyrirmyndar. Þeir eiga að kveðja fortíðina, en draga af henni lærdóm og ganga á vit framtíðarinnar og nýrra tíma með unga fólkinu. Þunglamaleg- ar og íhaldssamar flokksstofnan- ir gömlu flokkanna geta ekki og eiga ekki að þvælast lengur fyrir Þessa dagana er b/ásið í herlúðra sameiningar og fundahöld A-flokkanna eru mikii - mynd: pjetur þeirri háværu kröfu fólksins að fella gömlu flokksmúrana og mynda eina stóra breiðfylkingu jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks. Tæplega 80% fylgismanna A- flokkanna hafa sýnt i skoðana- könnunum að þeir krefjast þess að flokkar og samtök sem nú vinna að sameiningarmálunum bjóði fram eitt sameiginlegt framboð í næstu kosningum. Sveitarstjórnarmenn A-flokk- anna víða um land hafa skynjað sinn vitjunartíma og undirbúa nú sameiginlega lista með þeim sem aðhyllast jöfnuð, félags- hyggju og kvenfrelsi. Grasrótin og áhugafólk um sameiningar- málin undir for^'stu Grósku hlása í lúðrana og eru nú á ferð um land allt undir merkjum sameiningar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. I farteskinu hafa þeir mála- skrá, - sem þeir bera fram saman undir fána samstöðu og samein- ingar. Þeir hafa afsannað það sem gömlu íhaldssömu flokks- hestarnir í ár og áratugi hafa haldið fram, að málefnaágrein- ingurinn sé óbrúanlegur. Sann- leikurinn er sá að íhaldssemin um málefnin hefur oftar en ekki verið meira eða minna skálka- skjól. Of margir - of oft og of lengi - hafa einfaldlega verið íhaldssamir á „sín sæti - sína stóla - sína hagsmuni". I stórum hagsmunamálum þjóðarinnar hefur einmitt það þvælst fýrir. Ekki bara varðandi uppstokkun flokkakerfisins, heldur víða eins og í breytingu á kjördæmaskipan og sameiningu sveitarfélaga. Með ferð sinni um land allt og málefnaskrá sem Gróskufélagar kynna þessa daga, hefur brautin verið rudd. Eg hvet fólk um land allt til að taka vel á móti þessum merkisberum nýrra tíma í stjórn- málum, sem skila mun okkur betra landi og nýjum sóknarfær- um til jöfnuðar og réttlætis í þjóðfélaginu. Á ferð tíl framtí ð ar GUÐ- MIJMHJR AKNI STEFANS- SON ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Því er stundum haldið fram, að fámennar klíkur ráði ferðinni í íslenskri pólitík. Og vissulega er það staðreynd að virkt lýðræði og opin umræða hefur stundið átt við ramman reip að draga í ís- lensku samfélagi - og á enn. En þessar staðhæfingar eru sem betur fer ekki án undantekninga. Og það sem meira er: allar stærri og meiri breytingar á íslensku samfélagi hafa ekki náð fram að ganga vegna þess að örfáir valda- miklir pólitíkusar hafi kokkað þær í lokuðum bakherbergjum, heldur vegna þess að stuðningur almennings og einnig frumkvæði fjölmennra hópa hefur þar verið það hreyfiafl sem fært hefur fjöll úr stað. Og einmitt það er að gerast þessa mánuðina í íslenskri pólit- ík. Margt bendir til þess, að inn- an seilingar séu að verða þær mestu breytingar sem átt hafa sér stað á lýðveldistímanum. Hér á ég við þær umræður sem átt hafa sér stað með vaxandi þunga um samfylkingu verkalýðsflokk- anna, félagshyggjuflokkanna, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, ásamt og með stórum hópum þeirra sem fylgt hafa Kvennalista að málum auk þeirra sem óflokksbundnir hafa verið, en vilja sjá auknar félagslegar áherslur í íslensku samfélagi. Fólk sem vill verjast skefjalausri frjálshyggju, ætlar ekki að láta það nægja að vera í eilífri varnar- baráttu. Það vill nú sameina kraftana til að ráðast gegn þeirri sérhyggju sem núverandi ríkis- stjómarnokkar eru samnefnari fyrir og helja almannahag til vegs og virðingar. Hreyfialiid Gróska Og þessi ferski andi samstöðu gegn sérhyggju hefur ekki síst orðið til hjá æsku þessa lands. Þar er ekki síst að finna það hreyfiafl, sem mun vonandi leiða til breytinga á íslenskri flokka- skipan og gera að veruleika einn öflugan og sterkan flokk jafnað- ar- og félagshyggju, sem muni fá nægilegt fylgi meðal íslenskra kjósenda til að leiða Island inn í nýja öld. Hér er ég ekki síst að vísa til þeirra samtaka, sem ungt fólk kom á laggirnar ekki fyrir margt löngu og nefndi Grósku. Samtök sem hafa það að leiðar- Ijósi að tengja, leiða saman í eina liðssveit fólk með svipuð Iífsvið- horf - félagslegar áherslur og blása síðan til sóknar gegn íhaldi og afturhaldi. Og sem betur fer, er þetta fólk ekki eitt á ferð. lnnan „gömlu" flokkanna eiga þessi viðhorf vax- andi fylgi að fagna. Einir og sér munu þó forystumenn A-flokk- anna ekki koma þessum málum í heila höfn. Þar þurfa miklu fleiri að koma að verki. Það þarf þrýst- ing og aðstoð úr grasrótinni. Og það hreyfiafl er ekki síst Gróska. Það er Gróska um alll land og Gróskufélagar á ferðinni um landið þessa dagana. Þeir fá mínar bestu óskir um góða og ár- angursríka ferð. Eg er þess full- viss að móttökur verða frábærar. Það skal vanda sem lengi skal standa. Samfylking jafnaðar- og- félagshyggufólks er ekki eitthvað sem hrist er fram úr erminni á örskotsstundu. Menn þurfa að vanda verkið. Þau eru mörg handtökin. En margar hendur vinna létt verk. Og Gróska gegn- ir þar veigamildu hlutverki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.