Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 2
2-FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 D^ur' FRÉTTIR MUljónir í skóla- gjold sendirádsbama Kynslóðaskipti í sendiráð- um meginástæða 9 millj- óna kr. nýrrar fjárveiting- ar vegna skólagjalda sendiráðsbama. „Það eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað í utanríkisþjónustunni, ungu fjölskyldufólki hefur verið að fjölga en eldra fólki að fækka. „Börn- um sendiráðsstarfsmanna á skóla- skyldualdri hefur því fjölgað, sem þýð- ir að útgjöld okkar vegna þátttöku í skólagjöldum barna starfsmanna er- lendis hafa hækkað. Þessi kostnaður hefur verið kringum 4,5 til 5 milljónir, en tvöfaldast núna ef ekki meira,“ sagði Stefán Haukur Jóhannsson í ut- anríkisráðuneytinu. Leitað var hjá honum skýringa á nýrri 9 milljóna króna fjárveitingu, í fjárlagafrumvarpi 1988, til greiðslu aukins skóla- og sjúkrakostnaðar sendiráðsstarfsmanna og fjölskyldna þeirra, eins og þar segir. Liðurinn „Ymis sameiginleg útgjöld sendiráða og fastanefnda", hækkaði alls úr 19 upp í 35 milljónir. Fimmtán sendiráð og fastanefndir eru á fjárlögum svo skóla- gjöld eru a.m.k. um 600-700 þús. kr. að meðaltali á hvert þeirra, samkvæmt framansögðu. Stefán Haukur segir að ráðuneytið verði að tryggja það að börn sendiráðs- starfsmanna þurfi ekki að skipta á milli margra tungumálasvæða meðan þau eru í skyldunámi - t.d. ekki að byrja í flæmskum skóla og fara þaðan yfir í þýskan eða franskan og kannski að Iok- um í danskan. Börn sem byrji hins veg- ar sína skólagöngu í Skandinavíu setj- ist oft í þarlenda skóla. En annars stað- ar séu þau oftast í enskum eða frönsk- um skólum. - HEI FRÉTTAVIÐ TALIÐ Kirkjuþing er ofarlega í hugum manna og sýuist sitt hverjum um þær deilur og átök sem þar eiga sér stað. Gömul kona úr Þingeyjarsýslu kom aö máli við pottverja og sagði að umræöumar á kirkjuþingi og sérstaklega einn maóur þar minnti sig alltaf á forna gátu sem er svona: Hver er sá litli Lúsífer leggi hefurmjóa. Geitarskegg á grönum her gaggareins og tófa. í pottinum gátu allir rétt upp á því hver það var sem fékk göinlu konuna til að hugsa uin þessa vísu..... Skálholtsprestakall er nú að losna og i pottinum hefur þegar heyrst um tvo umsækjendur um brauðiö. Þetta inunu vera þeir Egill Hallgríms- son sem nú er prestur á Skagaströnd, og svo nú- verandi hiskupsritari Baldur Kristjánsson sein nú er að leita sér að vinnu vegna biskupsskipt- anna.... „Kóngurinn er dáinn - lengi lifi kóngurinn!" er hið ódauðlega hróp kallarans þegar hinn konunghorni hverfur yfir móðuna miklu. „Alþýðuhlaðið er dautt - lcngi lifi Alþýöublaöið" er hins vegar frasi sem ein- hverjum kom í hug í prent- smiðju Dagsprents þegar birtist á filmu gamli sorrí Gráni afturgenginn með Hrafn Jökulsson titlaðan sem fréttastjóra og Sigurð Tómas Björg- vinsson sem ritstjóra. Hjörtu slógu þó hægar þegar í ljós kom að þessir tveir vora bara hluti af löngu ónýtum haus - en blaðið lifir þó eim í formi flokkstíðinda sem dreift verður fljótlega. Við tökum forskot á sæluiia og segjum hvað cr á forsíðu: Auglýsing um „Kveðjukvöldstund með Jóni Baldvin og Biyndísi“. Deyr fé, deyja frænd- ur... Böðvar Pálsson oddviti í Grímsnesi. Kosið verðurum samein- itigu Grímsnes- og Grafw ingshreppa íÁmessýslu nk. laugardag. Skólamál eni meðal helstu atriða í sam- einingammræðunni, en samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er 327 manns. Fólk jákvætt í garð sa meinnigari nnar - Hvað eru tbúar þessara sveitarfélaga tnargir? „Eins og staðan er nú eru íbúar í Gríms- nesi alls 270, en 47 f Grafningi. Með öðrum orðum þá er íbúafjöldi í Grafningi kominn niður fyrir 50 íbúa markið, en það er lág- marksfjöldi íbúa í hverju sveitarfélagi, ella þurfa þau að sameinast öðrum. Núverandi félagsmálaráðherra hefur hinsvegar verið áhugalítill um að pína menn til sameining- ar, þó lagabókstafurinn segi til um það.“ - Nú vekur athygli að Þingvallasveitin er ekki með í þessari sameiningartillögu, enda þótt íbúofjöldi þar sé líka kominn niður fyrir lúgmarkið. Hversvegna er Þingvallasveit ekki með? „Eg skal ekki um það segja. Hinsvegar er staðreynd að íbúar þar standa að nokkru leyti utan við það sem við erum að gera, og talsvert af sinni þjónustu sækja þeir niður í Kjós, í Mosfellsbæ eða til Reykjavíkur. Það liggur líka beinast við fyrir þá, vegna sam- gangna - þar sem enn er ekki kominn vegur lagður slitlagi frá Steingrímsstöð hér í Grímsnesi og að Þingvöllum." - Nú hofa Grímsnes- og Grofnings- lireppur haft með sér samvinnu ú ýmsum sviðum... „Jú, við höfum til dæmis staðið sameigin- lega að rekstri Ljósafossskóla, ásamt Þing- vallasveit og hann sækja tæplega 50 nem- endur úr báðum þessum sveitarfélögum og fyrir þremur árum byggðum við íþróttahús við skólann. Þá störfum við saman á ýmsum fleiri sviðum og byggðasamlög hafa verið mynduð um ýmis skylduverkefni sveitarfé- laga. Þá eru ýmis frjáls félagasamtök sam- eiginleg í bæði Grafningi og Grímsnesi og það kemur, að mínu mati, f beinu framhaldi af sameiginlegum skóla. Þar kynnast krakk- arnir og halda síðan áfram að starfa saman, óháð hreppamörkum.“ - Hvernig lieyrist þér lattdið liggja gagn- vart sameiningartillögunni. Verður þetta samþykkt? „Einsog fólk talar hér í Grímsnesi þá finnst mér fólk jákvætt gagnvart þessu, og þau viðhorf komu til dæmis fram á kynning- arfundi sem haldinn var hér í sveitinni. Eg get ekki fullyrt með Grafninginn, en mér hefur heyrst fólk vera jákvætt þar li'ka. Þar var sú krafa sett fram að ekki yrði faríð út í sameiningu við Laugardal, en fólk í Grafn- ingi taldi að slíkt myndi hafa í för með sér veikbyggðara skólahald á Ljósafossi. Hins- vegar ber að taka fram að Grímsnes og Laugardalur voru eitt sveitarfélag fram til ársins 1906.“ - Verði sameiningartillagan samþykkt, hafið þið gert einhverja framtíðarúætlun fyrir sameinað sveitarfélag? „Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar að fá heitt vatn frá Nesjavallavirkjun og að því hefur verið unnið síðustu ár. Þá hefur Grafningshreppur tekjur af virkjuninni, sem hreppsnefnd þar þykir eðlilegt að íbúarnir njóti á einhvern hátt. En stefnu þar að lút- andi - og í öðrum málum - myndi ný sveit- arstjórn móta, en í viljayfirlýsingu með sam- einingartillögunni gerum við ráð fyrir að sveitarstjórn verði fyrsta kjörtímabilið skip- uðum þremur fulltrúum úr Grfmsnesi og tveimur úr Grafningi.11 - sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.