Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 9

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 9
 hlutir séu allir að lagast.“ Gunnar segir að enn vanti tölu- vert upp á að frjó guðfræðileg um- ræða eigi sér stað innan kirkjunn- ar. „Þar er enn mikil fátækt á ferð- inni og jafnvel ótti við opna um- ræðu. Og í þjóðfélagsumræðunni á kirkjan eftir að vinna upp mikið verk, því þar hefur kirkjan nánast dottið út - hún hefur lengi verið óvirk í þjóðfélagsumræðunni. Eg er bjartsýnn á að þessir vankantar eigi eftir að lagast hægt og sígandi á næstu árum.“ Býst Gunnar þá við að friðvæn- legar horfi innan kirkjunnar á næstu árum? „Það verður auðvitað að vera gott andrúmsloft innan kirkjunnar en friður má ekki snú- ast um stöðnun og allt í lagi þótt menn takist á um stefnu og strauma. Það má gjarnan vera líf í tuskunum, þar sem menn hika ekki við að segja skoðanir sínar í andrúmslofti grósku og sköpunar. Ég kýs ekki frið ef það er í merk- ingunni að allt sé með kyrrum kjörum, þar sem ein rödd yfir- gnæfir allar aðrar, en þeir sem eru á annarri skoðun þurfa að læðast með veggjum eða fara í felur. Þeg- ar gróska og lífleg átök um skoð- anir og mikilvæg málefni eru ríkj- andi þá er kirkjan á réttri leið,“ segir Gunnar. Vilja prestar leikmeim í hæfi- legri fjarlægð? Helgi K. Hjálmsson á sæti á kirkjuþingi og situr í kirkjuráði. Hver er hans tilfinning fyrir stöðu þjóðkirkjunnar og þróun hennar á næstu árum? „Kirkjan er í sjálfu sér sterk og fólk Iætur sér hana miklu varða. En mér sýnist að þró- unin í dag sé afskaplega hæg. Þjóðkirkjan er í hálfgerðri tilvistar- kreppu að mínu viti. Ymsir eldri kennimenn kirkjunnar eiga t.d. í erfiðleikum með að aðlagast og viðurkenna ný vinnubrögð og nýtt skipulag. Þá við verðum að gera okkur grein fyrir því að Island er orðið borgarsamfélag og við verð- um að sníða okkur stakk í sam- ræmi við það. Nú vantar meiri sveigjanleika í stjórn kirkjunnar þannig að prestar geti starfað á þeim sviðum sem hentar þeim best og þeir hafi möguleika á til- færslu. Það sem ég hef með öðr- um orðum mestar áhyggjur af er stirðleiki núverandi kerfis og hvernig prestar eru í stöðugri varnarbaráttu - þeir eru alltaf að verja sitt umráðasvæði. T.d. gagn- vart leikmönnum, sem þeir segja að eigi að taka meiri þátt í störfun- um, en vilja samt halda í hæfilegri fjarlægð frá sér.“ Alga • Une húðbótarsápa Alga - Line húðbótarsápa - með íslenskum þara og AHA ávaxtasýrum • Vinnur gegn siaðlnmdinni filu • Bælaniii og rakagefandi • fiefur hiíðinni mvkra, slétlara og vngra litlil • llreinsar Inirt dauðar húðfrumur • Ilefur góð áhrif á psoriasis og exem • Minnkar appelsíniihúð og húðslit Bannsóknir liafa sýnt að jiari hefur mjög góð álirii'á luiðina. I |iaranuni eru sjölíu virk efni sem gegna mikilva'gu hlutvcrki við að viðhalda og stvrkja liúðina. eilsu- ornið Skipagötu 6 600 Akureyri Sími/fax 462 1889 Tilboð Pizzaostur kr. 165 pk. Salatostur kr. 165 pk. Lúxus Yrja 150 g kr. 229 stk. Bónda Brie 100 g kr. 139 stk. Dala Yrja 100 g kr. 139 stk. Rúlletta m/graslauk 100 g kr. 163 stk. Vínber blá kr. 299 kg Vínber rauð kr. 299 kg Ostakynning jsjnwb.m Grillaður kjúklingur kr. 598 stk. Franskar 1/1 kr. 150 Kjúklingur og franskar kr. 748 pk. Hrísalundur sér um sína

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.