Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31.0KTÓBER 1997 - S FRÉTTIR L Lokun blasir vid Hafnarkráiuii Hafnarkráin: Hingað og ekki iengra segja borgaryfirvöid. Dyrunum verður tokað þegar iögregiustjóri staðfestir höfnun borgarráðs. - mynd: bg Borgin vill loka Hafnarkráimi. Fleiri veitingahús imdir smásjánni. Félagsmálaráð Reykjavíkurborg- ar samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni að mæla gegn endurnýjun á bráðabirgðaleyfi Hafnarkrárinnar í Hafnarstræti til vínveitinga. Þetta samþykkti ráðið eftir skoðun á þykkum bunka lögregluskýrslna og kvart- ana. Umsögn félagsmálaráðs fer til borgarráðs til staðfestingar og að sögn Guðrúnar Ogmundsdóttur, formanns félagsmálaráðs, er ekki við því að búast að afstaða borg- arráðs verði á aðra lund en hjá félagsmálaráði. Eftir afgreiðslu borgarráðs fer málið fyrir lög- reglustjóra, sem má ekki veita leyfi ef borgin leggst gegn því. „Meðan staðir gera eldd það sem þeim ber að gera er ekki hægt að endurnýja umsóknir þeirra. Hafnarkráin var með bráðabirgðaleyfi þar sem fyrir- vari var gerður um lagfæringar á rekstrinum, en ljóst er að engar breytingar hafa átt sér stað til batnaðar. Það réði úrslitum þeg- ar við fengum gögn um ástand staðarins og ónæði í næsta ná- grenni við hann. Það er ljóst af þeim lýsingum að ástand hefur skapast sem gengur ekki upp í hjarta borgarinnar,“ segir Guð- rún. Guðrún segir aðspurð að fé- lagsmálaráð muni taka alla staði til vandlegrar athugunar og biðja um gögn frá öllum sem hags- muni kunna að hafa er tengjast rekstri veitingahúsanna. „Því má ekki gleyma að stöðum hefur áður verið lokað sem töldust óæskilegir í umhverfi sínu. Bresti mig ckki minni þá átti þetta t.d. við um Casablanca og Púlsinn," segir Guðrún. Félagsmálaráð fór í samþykkt sinni eftir umsögn Gunnars Þor- lákssonar, deildarstjóra hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur, þar sem kom fram að rekstrarað- ilar Hafnarkrárinnar hefðu í mörgum atriðum ekki farið að settum reglum og sagt að „al- mennur bragur“ staðarins sé „engan veginn fyrsta flokks." Einnig kemur fram í umsögn Gunnars það álit framkvæmda- stjóra staðarins, Asgeirs Þórs Davíðssonar, að hann telji sig miklum órétti beittan þegar fjöldi lögregluskýrsla er lagður fram, sem í mörgum tilvikum eru staðnum óviðkomandi. — FÞG Heigi Hjörvar viii að veitufyrirtækin kanni möguleika á að heiia sér í samkeppni við Póst og síma. Orkufyrir- tæld í iimaii- bæjarsímtol Helgi Hjörvar, fulltrúi Reykja- víkurlistans í stjórn veitu- stofnana, lagði fram tillögu þess efnis að stjórn veitus tofn ana beindi því til fulltrúa sinna í Aflvaka hf. að gerð verði úttekt á þeim tækifær- um sem nútíma- tækni gæfi til samkeppni í rekstri símafélaga. Helgi lagði einnig til að stjórn veitustofnana samþykkti að hækka gjaldskrár sínar um 79% til símafyrirtækja. Helgi sagði í samtali við Dag að vel hefði verið tekið í fyrri tillögu sína, enda væri það vel þekkt að veitufyrirtæki víða um lönd væru að hefja eða farin að huga að samkeppni við símafyrirtæki. Hann sagðist gera sér vonir um að þessi tillaga fengi afgreiðslu í örlítið breyttri mynd á næsta fundi í stjórn veitustofn- ana. „Það er geysileg hreyfing á þessum markaði og þar eru orku- fyrirtæki í fararbroddi." Um seinni tillöguna sagði Helgi að hann hefði ekki trú á að hún næði fram að ganga, enda væri hún fráleit; jafn fráleit og hækkanir Pósts og síma á sím- gjöldum Reykvíkinga. Hann sagði ákvörðun Pósts og síma og fram- göngu samgönguráðherra með þeim hætti, að ómögulegt væri annað en að huga að samkeppni við fyrirtækið, enda samkeppni besta svarið við einokunarokri af þessu tagi. - HH íslenskir útvegsmenn hafa þrýst mjög á að samningi íslendinga við Norðmenn og Grænlendinga um loðnuveiðar yrði sagt upp, og hefur nú orðið að ósk sinni, að því er sjávarútvegsráðherra tilkynnti í gær. ' *#’yr ^%gM|f • ■■RPly í wM. 1 Norðmöimiun sagt upp Ákveðið heliir verið að segja upp samningi íslendinga við Norð- menn og Grænlend- inga um loðnuveiðar og hefjast viðræður iiiii nýjan samning iiinaii tíðar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, tilkynnti á aðalfundi LIU í gær að loðnusamningi Is- lendinga, Norðmanna og Græn- Iendinga verði sagt upp. Viðræð- ur hefjast fljótlega um nýjan samning og segir Þorsteinn að þar verði meginmarkmiðið að jafna aðgang þjóðanna að lög- sögu hvor annarrar, en þar hafi hallað á Islendinga. „Ný ríkisstjórn hóf feril sinn með ögrunum í okkar garð þó nokkuð hafi dregið úr fyrri yfir- lýsingum og því nauðsynlegt að knýja á um betri aðgang þjóð- anna í lögsögu hvor annarrar. Við höfurn átt góð samskipti við Grænlendinga í þessurn efnum og ég vona að þegar yfir Iýkur verði hægt að treysta samvinnu allra þriggja landanna á nýjum og réttlátari grundvelli," sagði ráðherrann. Islendingar fengið að veiða 78% heildarloðnukvótans hér við land en Norðmenn og Græn- lendingar 11% hvor þjóð. Afli Norðmanna er t.d. um 140 þús- und hér við land og verðmæti þess afla gæti verið um 1,3 millj- arðar króna. íslenskir útvegs- menn hafa þrýst mjög á að loðnusamningnum yrði sagt upp. - GG SUÐURLAND Pólverjar í kjöt Sláturfélag Suðurlands hefur fengið atvinnuleyfi fyrir fimmtán Pólverja í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli. Eru þessir verka- menn þegar komnir til starfa. Skortur hefur verið á starfsfólki til ýmissa starfa í Rangárvalla- sýslu að undanförnu og því gríp- ur SS á þetta ráð. „SS hefur vantað fólk í vinnu og sérstak- lega í kjötskurð. Þau störf eru nokkuð sérhæfð og það gengur ekki hver sem er í þau. Því gát- um við ekki staðið í vegi fyrir því að veita starfsle)'fi,“ sagði Guð- rún Haraldsdóttir hjá Verkalýðs- félagi Rangæinga í samtali við Dag. Hún segir uppsveiflu vera í atvinnulífi sýslunnar um þessar mundir. Verslunarmajiiiafélög 1 samstarf Samstarfssamningur milli Versl- unarmannafélags Árnessýslu og Verslunarmannafélags Rangæ- inga er í farvatninu. Að sögn Hansínu A. Stefánsdóttur, for- manns VÁ, myndi samningurinn felast í að því að félagið í Arnes- sýslu veitti verslunarmönnum í Rangárþingi þá margháttuðu þjónustu sem verkalýðsfélög inna af hendi, en félagsmenn VR eru um 100. Félagsmenn í VÁ eru hinsvegar vel á fjórða hundr- að. Báran og Boðinn í Þór Skoðuð hefur verið sameining verkalýðsfélagsins Bjarma á Stokkseyri og Boðans á Eyrar- bakka að undanförnu, við Verka- lýðsfélagið Þór á Selfossi. Við- ræður eru þó skamrnt á veg komnar og óvíst hvað verður, segir Grétar Zópaníasson, for- maður Bjarma. Komuppskera var góð Kornuppskera á Suðurlandi varð mjög góð í sumar, en erfiðlega gekk að ná uppskerunni í hús vegna langvarandi rigninga á haustdögum. Víðast fengust 2 til 3 tonn af þurru korni af hverjum hektara og í einstaka tilvikum meira en það. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu. Dregið úr starfsemi á Hvolsvelli Enn stendur sú ákvörðun Vega- gerðar ríkisins um að draga úr starfsemi sinni á Hvolsvelli; þ.e. selja áhaldahús sitt í kauptún- inu, fækka starfsmönnum úr tveimur í sex og bjóða þjónustu- viðhald á svæðinu frá Markar- fljóti og austur í Vík í Mýrdal. Sunnlenska greinir frá. — SBS. Þið verðið ekki á flæðiskeri stödd með Veqahandbókina www.umferd.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.