Dagur - 01.11.1997, Side 9

Dagur - 01.11.1997, Side 9
X^wr LAUGARDAGUR l.NÓVEMBER 1997 - 25 LÍFIÐ í LANDINU fundi með félagsmönnum. Formaður og varaformaður félagsins fara um allt land einu sinni á ári og halda fundi. Að halda svona sambandi og virkja allan hópinn og stilla saman strengi er lykillinn að félags- legum styrldeika kennara," segir Eiríkur. Að efla ítnyudma Björg segir að þegar hún tók við for- mennsku hafi verið aðrar aðstæður hjá leikskólakennurum en í KI. „Það má segja að við höfum orðið að heyja ákveðna sjálfstæðisbaráttu. Félagíð okkar var ungt, stofnað 1988. Hópurinn hafði verið tvístraður í mörgum starfs- mannafélögum um Iandi. Innan þeirra hafði okkur aldrei þótt við komast nógu langt með okkar mál og þá ekki hvað síst kjarasamningamálin. Þegar félagið var stofnað var markvisst unnið að því að þjappa hópnum saman og efla ímynd okkar sem faghóps leikskólakennara. Þá var strax farið í að efla leikskólann og að afla viðurkenningar á honum. Að því höfum við unnið í góðu samstarfi við sveitarfélögin. Við tókum þátt í því að hagræða eins og kostur var í skólnum og gerðum fræga hagræðingasamninga, sem svo voru kallaðir og við hlutum gagnrýni fyrir bæði innan félagsins og utan. En við fundum þannig nokkrar sérleiðir til að bæta okkar kjör á meðan aðrir voru að semja á þjóðarsáttanótum um eitt eða tvö prósent. En þegar ég horfi til baka var staða okkar ekki sterk,“ segir Björg. - En svo gerðuð þið útrás í sumar og haust og náðuð góðum samningum og sýnduð mikla samstöðu, ekki satt? „Við höfðum unnið mjög markvisst að þessum kjarasamningum og fundum okk- ur vel í stakk búin til að fara í þetta af fullum krafti. Við héldum námskeið og fundi með félagsmönnum um allt land. Svo má ekki gleyma því að leikskólakenn- arar er hópur sem hefur sömu menntun og bakgrunn og það er ekki síst það sem skiptir máli í kjarabaráttunni,“ segir Björg. Vandmeðfarið vopn Nú til dags er það til siðs að segja að verkfallsvopnið sé úrelt og tilheyri fortíð- inni. Félög ykkar hafa bæði hótað verk- falli og beitt því með góðum árangri, eruð þið sammála því að verkfallsvopnið sé úr- elt? „Verkfallsvopnið er vandmeðfarið vopn, og það má aldrei fara þannig að verkfall verði markmikð í sjálfu sér. Það er erfið ákvörðun að taka þegar sú staða er komin upp að verkfall er að skella á. Þá spyr maður sig hvað komið sé í samningapott- inn og hveijar séu horfurnar. Það er aldrei neitt klárt og kvitt í þessu. Maður verður að vega og meta og horfa á kosti og galla. A dögunum mátum við það sem svo rétt væri að skrifa undir og fresta verkfalli. En ég tel að það sé misnotkun á verkfalli að vera alltaf að hóta því en bakka svo og beita því ekki þegar þörf krefur. Eg lít svo á að það sé ekki síður misnotkun en að beita því alltaf,“ segir Eiríkur. „Það er misnotkun frekast gagnvart félags- mönnum sjálfum að hóta verkfalli en nota það ekki eins og að ofnota það,“ segir Björg. Sametning hefur kosti og galla Kennarasamband Islands dróg sig út úr BSRB en Félag leikskólakennara er þar inni. Nú er enn einu sinni búið að vekja upp hugmyndina um að sam- eina BSRB og ASÍ. Hvert er ykkar álit á þeirri hug- mynd? „Eg tel að finna megi bæði kosti og galla slíkrar sameiningar. Oft ganga hlutirnir betur í minni ein- ingum en þegar kemur að hinum stóru málum, eins og lífeyrismálum, veik- indaréttindum, fæðingar- orlofi og raunar fleiru í þeim dúr, þá hefur máttur heildarinnar sýnt sig að vera sterkur. Og það er vegna þess að um er að ræða sameiginlega hagsmuni fólks, burtséð frá því í hvaða starfi eða stéttar- félagi það er. Þegar svo kemur að bárátt- unni um krónur og aura tel að það sé mjög vandmeðfarið að vera með ólíka hópa saman hlið við hlið. Ég held að það gefi vinnuveitendum færi á því að sá óvildarfræjum með því að bjóða hluta af hópnum eitthvað betra en öðrum. Þá reynir á samstöðuna, sem stundum bregst. Það sem skilur okkar félagsmenn frá mörgum öðrum er að um er að ræða hóp með sama bakgrunn og í svipuðu starfi og því á hópurinn sér sameiginleg mark- mið,“ segir Eiríkur. „Ef við tölum um sam- einingu ASÍ og BSRB má eflaust hagræða ýmsu með slíkri sameiningu og vera með sameiginlega þjónustu á mörgum svið- um lögfræðiaðstoð, upplýs ingagjöf og annað því um líkt. Kannski eru skilin á milli opinberra starfs- manna og annarra laun- þega úrelt, ég skal ekki fullyrða neitt um það. Leikskólakennarar eru innan BSRB og ég er sannfærð um að við höfum haft styrk af því. Við erum það lítil eining að það styrkir okkur að vera innan stærri heildar. Við höfum verið að íhuga framtíð okkar félags og þá spyrjum við auðvitað hvort við eigum heima innan BSRB eða í hóp með kennarafélögunum. Þá á ég ekki við að ganga í annað kenn- Það er gott að geta rætt málin við konuna þegar ég kem heim á kvöldin með kollinn fullan af hugmyndum og hugsunum um það sem maður er að fást við hverju sinni. Þá er gott að geta talað við einhvern sem veit nákvæmlega hvað verið er að tala um. arafélag heldur að búa til nýja regnhlíf. Leikskólakennarar og grunnskólakennar- ar hafa margra sömu hagsmuna að gæta,“ segir Björg. Gott ráð Eiríkur bendir á að þegar talað er um styrk kennarafélaganna verði að hafa það í huga að það þekkist ekki að ákvörðun sé tekin um það sem skiptir máli án þess að 80-90% félagsmanna segi álit sitt í at- kvæðagreiðslu. „Ef ég ætti að gefa þeim ráð, sem eru í forystu fyrir stéttarféíög, og ekki síst ef um landsfélög er að ræða Það er misnotkun á ems °g e5með ken‘iara“ relogm, pa er pað að verkfalli að vera alltaf hlf®a u?p K he/ð að ^ ^ eðhiegt se að allir relags- menn taki afstöðu til þeirra mála sem heitast brenna. Það er mikill styrkur að vita það að eins og hagfræði- og hegar þörfkrefur. Églít maður Iheíur allan hnP, rppnianQtno nnnlvQ- 1 ° 1 17 ^ u mn á bak Vlð Slg. svo á að það sé ekki að hóta því en bakka svo og beita því ekki síðurmisnotkun en að beita því alltaf. Ég er pólitísk og hefáhuga fyrir stjórnmálum, þótt ég unum sé ekki trúlofuð neinum stjórnmálaflokki, en ég er ekkert farin að gjóa aug- á Alþingishúsið. myndir: e.ól. ínn á bak við sig. Það slær niður þá kenningu sem oft er haldið á lofti af atvinnurekendum að það sé bara lítill hópur í hverju félagi sem sé að tekur ákvarðanir þegar að kjarasamningum kemur. I mínu félagi er það sjaldgæft að þátttaka í atkvæðagreiðslu sé innan við 85%. Og þegar svona stór hópur félagsmanna hef- ur tekið þátt í atkvæðagreiðslu getur maður með sanni sagt að um sé að ræða vilja félagsmanna,11 segir Eiríkur. - Nú hafa félög ykkar bæði gert kjara- samninga til ársloka árið 2000. Hvað er nú framundan innan fé- Iaganna? „Við höldum árlega full- trúaráðsþing þar sem við setjum okkur starfsáætlun eitt ár í senn. Við erum með mörg verkefni í vinnslu og erum tiltölulega langt komin í stefnumót- unarvinnu félagsins í leik- skólamálum. Þar er tekið á öllum þáttum er lúta að leikskólanum og þar er um að ræða alla aðra þætti kjaramálin. Fyrir dyrum stendur líka hjá okkur spennandi verkefni sem snýst um það að leita leiða til að fá fleiri karla í félag- ið. þannig að þau eru næg verkefnin framundan," sagði Björg. „Hjá okkur er framund- an að fara um landið og útskýra nýgerða kjara- samninga. Síðan er at- kvæðagreiðslan sem sker úr um hvort fólk vill samn- inga eða ekki. Að lokinni þessari samningagerð er ég alveg sannfærður um að það koma næg verkefni upp í hend- urnar á okkur. Við höfum talað um það í forystusveit félagsins að gott væri að fá nú dálítinn tíma til að snúa sér að innri málum félagsins. Þar inn í kemur hug- myndin um að sameina HIK og KI en sá möguleiki hefur oft verið ræddur. Þá mætti hugsa sér að leikskólakennarar kæmu þar að, því sums staðar á Norður- löndunum eru leikskólakennarar, grunn- skólakennarar og jafnvel framhaldsskóla- kennarar saman í félagi. Það er alls konar munstur til í þessu í kringum okkur, um- ræðan er £ gangi og menn þurfa að gera málin upp við sig,“ sagði Eiríkur. Veitt og þegið Þið talið mikið um samstarf norrænna kennarasamtaka, hafið þið sótt þangað góð ráð eða hugmyndir fyrir ykkar sam- tök? „Ég held að segja megi að við höfum bæði sótt og gefið ráð á þeim vettvangi. Það er nefnilega ekki víst að það sé alltaf betra sem kemur að utan. Við fórum saman hjónin á Evrópuráðstefnu kennara á öllum skólastigum. Mér þótti merkilegt að hlusta á marga sem þar töluðu, fólk frá ýmsum stöðum í Evrópu. Þar var meðal annars verið að tala um markmið á leikskólastiginu sem fyrir löngu höfðu náðst hjá okkur. Við þurfum ekki að fara lengra en til Norðurlandanna, en þangað höfum við verið að flytja hugmyndafræði okkar í leikskólamálum. Það þykir til að mynda afar merkilegt á Norðurlöndunum að leikskólinn á Islandi skuli tilheyra menntamálaráðuneytinu, skilgreindur sem skóli. Svíar tóku þetta upp eftir okk- ur en víðast hvar falla leikskólar undir fé- lagsmálin. Það þýðir að litið er á þá sem félagslegt úrræði. En vissulega höfum við líka sótt margt í þetta samstarf, ekki síst að bera sig saman við norræna kollega í launum," segir Björg. Ekki á þing Þið eruð bæði orðin þekkt í þjóðfélaginu sem skeleggir verkalýðsleiðtogar. Slíkt fólk á ykkar aldri er mjög eftirsótt á lista stjórnmálaflokkanna. Hafið þið hug á að snúa ykkur að flokkspólitík, ef til vill að stefna á þingmennsku? „Ég held að ég myndi ekki þiggja vonar- sæti á lista í þingkosningum. Ég hef meira en nóg á minni könnu og hef meiri áhuga á þeim málum sem ég er að vinna að en að fara í pólitík. Ég er pólitísk og hef áhuga fyrir stjórnmálum, þótt ég sé ekki trúlofuð neinum stjórnmálaflokki, en ég er ekkert farin að gjóa augunum á Alþingishúsið," segir Björg Bjarnadóttir. „Eins og staðan er í dag hef ég ekki áhuga. Ég finn mig afar vel í mínum starfi og ég held að verkalýðspólitík eigi betur við mig en flokkspólitík. Ég er óflokksbundinn enda þótt ég hafi mínar skoðanir í stjórnmálum," sagði Eiríkur Jónsson. -S.DÓR.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.