Dagur - 01.11.1997, Síða 10

Dagur - 01.11.1997, Síða 10
f 26 - LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 rD^ir —f LÍFIÐ t LANDINU Liverpool iðaði aflífi dagana sem Bítlahátfðin stóð yfir. Talið er að um hundrað þúsund manns komi árlega tii borgarinnar tii að taka þátt ihátiðinni. Hvert sem maður fór og hvert sem maður leit var allstaðar fólk i Bítiajökkum, bolum peysum, eða þá með húfur og merki hangandi utan á sér. The Beatles: Iífæð Iiverpool Field, Penny Lane og sér hvar og hvernig þeir bjuggu, hvar þeir gengu í skóla, hvar þeir léku tónlist sína og hvar þeir slettu úr klaufunum og drukku sig fulla. Fjór- meningarnir, George, Ringo, John og Paul, eru frægustu synir borgarinnar og í dag er margt sem minnir á hljómsveitina frábæru þó tæp þrjátíu ár séu Iiðin frá því að hún síðast kom saman til tónleika- halds, á þaki Apple hljóðversins. Liver- poolvöllurinn er nú orðinn mesti ferða- mannastaður borgarinnar ásamt Matthew Street, þar sem Cavem klúbburinn stend- ur ásamt helstu búllunum sem Paul, Ge- orge, John og Ringo sóttu á sínum tíma. Þeir sem ætla að skoða The Liverpool Stadium, eins og völlurinn er nú kallaður, þurfa að panta þá skoðunarferð með þriggja vikna fyrirvara. Hvað sem öllu líð- ur er hægt að mæla með Liverpool heim- sókn í Bítlavikunni. Það kemur enginn svikinn úr slíkri ferð. Guðni Þ. Ölversson. Ekkertfyrírbærí á þessarí öld hefurvakið jafn mikla athygli á Englandi og Englendingum ogpopp- sveitin The Beatlesfrá Liver- pool. Árlega erhaldin alþjóð- legBítlavika íborginni og Dagur létsig ekki vanta á staðinn þetta áríð. Það er engin vafi á því að ekkert dregur fleiri ferðamenn til Liverpooþ borgarinn- ar við Mersey, en Bítlarnir. Arlega koma hundruð þúsunda í pílagrímsferðir til borgarinnar. Lýðurinn skoðar Strawberry Besta bandið sem undirritaður sá og heyrði i ferðinni var ekki á Bítlahátiðinni sjátfri, heldur i kjallaraholu á Matthew StreeL Þar var á ferðinni The Band With No Name. Þeir skarta óvenju hæfileikaríkri gítarhetju sem stundum leikur Hendrix lögin með Zeppelin áhrífum. Það á þó örugglega eftir að breytast með meiri reynslu og þroska. Það var fieira en tónlistin sem varð á vegi manna i Uverpoo/ á Bítlavikunni. Á Adelphi hótelinu, sem var miðstöð hátíðarinn- ar, opnaði markaður á varningi hljómsveitarinnar. Þargátu venjulegir safnarar gert góð kaup enda flykktust lugþúsundir manna á markaðinn og iöng röð myndaðist snemma dags fyrir utan hótelið. Tugir Bítlavina-h/jómsveita, hvaðanæva að úr heiminum, léku lög fjórmenninganna á hátíðinni. Það voru Japanamir í Wishing sem slógu hvað best igegn og var frábært að heyra þá flytja Bítlalögin á ensku, tungumáli sem þeir skildu ekkert i. „Beaties, John, Liverpool, Anfieid," voru einu skiljanlegu orðin sem upp úrþeim fengust Á hátiðinni fór fram uppboð á ýmsum munum fjórmenninganna Þar gátu gestir nælt sér i eigulega gripi fyrir vænar fúigur. Þeir sem ekki höfðu efni á að bjóða í varning gátu glatt augun með þvíað horfa t. d. á þennan gítar sem John Lennon átti og spilaði á. I

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.