Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 21

Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - 37 LÍFIÐ í LANDINU BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON SKRIFAR Úrslit íslandsmótsins í tvímenn- ingi fara fram um helgina í hús- naeði BSI, Þönglabakka 1. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða daga og lýkur kl. 23.40 í kvöld en um 18.00 á morgun. 40 pör taka þátt í mótinu og þar á meðal Islandsmeistararnir 1996, kempurnar Sverrir Ar- mannsson og Björn Eysteinsson. íslandsmót kvenna var spilað um helgina 25.-26. október. 19 pör tóku þátt í barómeterství- menningi, 6 spil milli para. Ný- krýndir Islandsmeistarar í m'- menningi eru Ragnheiður Tóm- asdóttir og Soffía Daníelsdóttir og óskar blaðið þeim til ham- ingju. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður hreppir þennan titil en fyrsta sinn hjá Soffiu. Fyrir síðustu umferð leiddu Guðrún Jóhannesdóttir og Bryn- dís Þorsteinsdóttir með +97, voru sjö stigum á undan Ragn- heiði og Soffíu. Þær síðarnefndu skoruðu hins vegar grimmt í síð- ustu spilunum og tryggðu sér efsta sætið. Una Arnadóttir-Jó- hanna Siguijónsdóttir voru einnig í stuði og „stálu“ öðru sætinu. Lokastaða efstu para: 1. Ragnheiður Tómasdóttir- Soffía Daníelsdóttir +110. 2. Una Arnadóttir- Jóhanna Siguijónsdóttir 97. 3. Bryndís Þorsteinsdóttir- Guðrún Jóhannesdóttir 94. 4. Gunnlaug Einarsdóttir- Stefanía Skarphéðinsd. 80. 5. Esther Jakobsdóttir- Valgerður Kristjónsdóttir 77 Keppnisstjóri var Jakob Kristins- son en Ragnar Magnússon veitti verðlaun. íslaudsmót heldri spilara Um næstu helgi, 8.-9. nóvem- ber, fer fram Islandmót heldri spilara í húsnæði BSÍ. Þátttöku- rétt hafa allir sem orðnir eru 50 ára að því tilskyldu að saman- lagður aldur parsins sé a.m.k. 110 ár. Keppnisgjald er kr. 5000 á par. Núverandi meistarar eru Gylfi Baldursson-Jón Hjaltason. íslandsmót yngri spilara Á sama tíma og íslandsmót heldri spilara fer fram munu yngri spilarar kljást um meist- aratign. Þátttökurétt hafa spilar- ar fæddir 1973 eða síðar og skal sérstaklega tekið fram að engin keppnisgjöld eru í þessu móti. Landstvímenningur 1997 14. nóvember nk. fer Landství- menningurinn fram og verður spilaður með sama sniði og síð- ast. Evrópusambandinu hefur ekki tekist að finna nýjan styrkt- araðila fyrir Philip Morris þannig að bridgesamböndin á Úrslit um helgina Davið Oddsson hefur engan tíma til að fylgjast með úrsl/tum íslandsmótsins í tvímenningi enda fullt starf um þessar mundir að skamma Halldór Blöndal. Myndin er tekin á Bridgehátíð fyrir nokkru. Norðurlöndunum hafa ákveðið að spila sömu spil 14. nóvember og krýna norræna sigurvegara. Á íslandi fer jafnframt fram lands- tvfmenningur á sama tíma. Þau félög sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum keppnum eru vin- samlegast beðin að hafa sam- band á skrifstofu BI í síma 5879360. Bikarkeppni Suðurlauds Dregið hefur verið í Bikarkeppni Suðurlands, 1. umferð. Eftir- taldar sveitir eigast við: Garðar Garðarsson- Sigfús Þórðarson. Kristján M. Gunnarsson- Guðjón Bragason. Stefán Jóhannsson- Sverrir Þórisson. Magnús Halldórsson- Karl Gunnlaugsson. Magnea Bergvinsdóttir- Brynjólfur Teitsson. í fyrstu umferð sitja yfir sveitir Össurar Friðgeirssonar og Þórð- ar Sigurðssonar. Leikjum í 1. umferð skal lokið í síðasta lagi sunnudaginn 23. nóvember. Frá Bridgefélagi Siglufjarðar Lokið er 12 umferðum af 21 í barómeter tvímenningi. Staða efstu para: 1. Jón-Björk ............172. 2. Stefanía-Jóhann ......117. 3. Anton-Bogi ...........106. 4. Sigurður-Sigfús .......102. 5. Stefán-Páll Ágúst ......91. 6. Þorsteinn-Jón Hólm .....87. Áður hefur komið fram að Jón Sigurbjörnsson-Ingvar Jónsson færðu Bridgefélagi Siglufjarðar Norðurlandsmeistaratitilinn í tvímenningi nýverið. Þá má geta þess að helgina 22.-23. nóv. fer Norðurlandsmótið í sveita- keppni fram á Siglufirði. Frá Bridgefélagi Akureyrar Lokið er 11 umferðum af 23 í keppninni um Akureyrarmeist- aratitilinn í tvímenningi. Staða efstu para: 1. Magnús Magnússon- Sigurbjörn Haraldsson 1132. 2. Hróðmar Sigurbjömsson- Ragnheiður Haraldsdóttir 933 3. Hilmar Jakobsson- Ævar Ármannsson 804. 4. Jón Björnsson- Tryggvi Gunnarsson 735. 5. Una Sveinsdóttir- Stefán Ragnarsson 64. Eftirtalin pör skoruðu mest sl. þriðjudagskvöld: 1. Magnús-Sigurbjörn 922. 2. Hilmar-Ævar 893. 3. Una-Stefán 684. 4. Haukur-Kristján 535. 5. Jón-Tryggvi 48. 24 pör taka þátt í mótinu og fer Anton Haraldsson með keppnisstjórn. Bikarkeppm Nl. eystra 1997 Tíu sveitir skráðu sig til leiks í bikarkeppni NI. eystra að þessu sinni og hefur verið dregið í tvær fyrstu umferðirnar. I þeirri fyrstu eru raunar aðens tveir leikir: Sv Björns Þorlákssonar, BA-Sv. Kristjáns Þorsteinssonar, BDÓ Sv. Strýtu (Preben Prebensson), BA-Sv. Friðgeirs Guðmundssonar, BH í annarri umferð spila eftir- taldar sveitir saman: Sv. Stefáns Vilhjálmssonar, BA-Sv. Ragn- heiðar Haraldsdóttur, BA Sv. Þórólfs Jónassonar, BH-Sv. Ant- ons Haraldssonar, BASv. Sveins Pálssonar, BA-Sv. Strýtu eða Friðgeirs Sv. Sparisjóðs Norð- lendinga (Jón Björnsson)-Sv. Björns eða Kristjáns. Fyrri sveitin á heimaleik en spilaðir eru 40-spila leikir. Sfð- asti spiladagur í lyrstu umferð er 10.11. en 24.11. í annarri. Und- anúrslitum á að vera lokið 8.12. 1997 og úrslitaleiknum fyrir jól. Sigursveitin spilar sfðan við bik- armeistara Norðurlands vestra um titlinn Bikarmeistari Norð- urlands. ^ÓUA, * UUw ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG ÞINGEYINGA HF. -------------------------------------- Markaðsfulltrúi Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. með aðsetur á Húsavík óskar eftir að ráða markaðsfulltrúa til að vinna að framgangi atvinnulífs- ins á starfssvæði félagsins. Starfssvið markaðsfulltrúa felst í al- mennri viðskiptaráðgjöf og fræðslu, með sérstakri áherslu á mark- aðsmál m.a. á sviði ferðaþjónustu. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og getur sýnt frumkvæði. Umsóknarfrestur er til 21. nóv. og skal senda umsóknir til: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Garðarsbraut 5 640 Húsavík. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins í síma 464 2070. AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Kennara, þroskaþjálfa, sérkennara og starfsfólk í blönduð störf vantar í eftirtaldar stöður: Giljaskóli: Vegna veikindaforfalla vantar nú þegar sérkennara í 2/3 stöðu- hlutfall. Um er að ræða fjölbreytilegt og krefjandi starf í skóla í uppbyggingu. Giljaskóli er nýr skóli og eru nemendur nú 113 í 1.-4. bekk. í skól- anum er einnig sérdeild umdæmisins fyrir nemendur með greind- ar- og fjölfötlun. Um áramót er stefnt að því að flytja í nýtt skóla- húsnæði. Upplýsingar um starfið gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 462 4820. Brekkuskóli: 1/2 staða kennara í heimilisfræði í 1.-7. bekk. Vegna forfalla um óákveðinn tíma vantar strax í 1 og 1/2 stöðu kennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og í eina stöðu handmenntakennara. Frá áramótum ‘97-’98 vantar kennara í íslensku í 10. bekk og til starfa í bókasafni (heil staða). í skólanum starfa 100 starfsmenn og 700 nemendur í 1.-10. bekk. Upplýsingar veitir: Sveinbjörn Markús skólastjóri í símum 462 4241, 899 3599 eða heimasíma 461 3658 og aðstoðar- skólastjórarnir, Birgir í heimasíma 462 6747 eða Magnús í heimasíma 462 3351. Síðuskóli: Vegna veikindaforfalla vantar strax bekkjarkennara í 3. bekk í u.þ.b. 70% starf. Viðkomandi kennari kemur til með að starfa með öðrum kennara inni í 26 nemenda bekk. Vegna barnsburðarleyfis vantar þroskaþjálfa eða sérkenn- ara/kennara til að hafa umsjón með 2 fötluðum börnum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 462 2588 eða í heimasíma 461 2608 og 462 5123. Lundarskólí: Starfsmenn vantar í afleysingar vegna forfalla í blönduð störf og skólavistun. Upplýsingar veitir Anna María Snorradóttir forstöðumaður bland- aðra starfa og skólavistunar í síma 462 4888. Einnig veitir starfsmannadeild Akureyrarbæjar upplýsingar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, upplýsingar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og þeim á að skila á sama stað. Umsóknarfrestur er til 11. nóv. 1997. Starfsmannastjóri. BELTIN UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.