Dagur - 13.11.1997, Síða 6
Baslog
ævin-
tyri
Menn aka allt oflengi
á nagladekkjum og í
Reykjavík eiga menn
að láta harðkomadekk-
in nægja, að sögn
Ómars Ragnarssonar
sem segirbasl og ævin-
týri ekki teljast til tíð-
inda hjájöklaferða-
löngum.
Eg er auðvitað með tvær skóflur.
Svo er ég með efni til að þvo
dekkin, því þau verða alveg gler-
hál af þessari tjöru sem naglarnir
búa til. Annað er það ekki, nema
ég er alltaf með allan jöklabúnað.
Þess vegna er ég eiginlega ekki
marktækur. Eg er með allan úti-
legubúnað og ætla ekki venjuleg-
um ökumönnum að vera með
það. Eg er búinn til þess að fara
upp á jökla og vera þar í þrjá-
fjóra sólarhringa," segir Omar
Ragnarsson aðspurður um hvað
hann hafi með sér í bílnum á vet-
urna.
Harðkorna dekk hér
innanbæjar
„Já, já. Ég fór í viku í vor og það
getur alltaf komið upp,“ segir
hann aðspurður hvort hann fari
eitthvað á jökla. „Ég er með það
sem ég Jrarf við að vera í nokkra
daga.“ Omar segir að það fari eft-
ir aðstæðum hverju sinni hvort
hann fari einn eða sé í för með
öðrum, en hann er á öflugum
jeppa.
„En ef ég væri bara að keyra
hérna innanbæjar þá mundi ég
ekki fara lengra upp en í harð-
korna dekk. Satt að segja sé ég
enga nauðsyn á að setja negld
dekk undir fyrr en í fyrsta lagi í
desemberbyrjun. Og ég sé enga
þörf fyrir þau eftir miðjan mars.
En það þýðir ekkert um það að
hugsa, fólki finnst þetta svo rosa-
lega mikið öryggi. En hérna í
Reykjavík eru þessir hálkudagar
teljandi á fingrum annarrar
handar þannig að ég hefði nú
haldið að harðkorna dekkin ættu
að nægja. Tjaran hefur slæm
áhrif því hún gerir meiri hálku
aðra daga en ella er og maður ber
það ekki við að fara á svona jökla-
bíl neitt út úr bænum nema
tjöruþvo dekkin þegar maður er
kominn út fyrir slepjuna."
Omar segir haustið núna
dæmigert fyrir naglamenninguna
hérlendis. „Það kemur hálka
einn morgun og þá rjúka allir til
að setja naglana undir og það er
allt brjálað að gera í tvo-þrjá
daga. Svo berja menn göturnar
eftir það í nokkrar vikur án þess
að það þurfi nokkurn tíma á
neinu að halda!“
Ekkert að marka mig
Omar sagði að það hefði nú ver-
ið helst að hann hefði lent í
ófærð í fyrravetur þegar Vest-
fjarðahvellurinn kom. „En það er
ekkert að marka mig. Eg þarf að
keyra um heiðar og ég þarf að
keyra um jökla þar sem er ís þan-
nig að það er kannski frekar á
vorin sem ég neyðist til að hafa
naglana í jöklabílnum. En á
fólksbílnum er þetta bara rétt
desember, janúar, febrúar og
fram í mars.“
Omar sagðist ekki hafa lent
ævintýrum svo neinu næmi í
fyrravetur. „Nei, nei. Fyrir okkur
sem erum að keyra um þessa
jökla þá eru engin ævintýri. Við
erum bara að basla þetta uppi á
Brúarjökli eða í Kverkfjöllum
einhversstaðar. Það er algjör
fylgifiskur," segir hann og hlær
glettnislega.
„Við lentum einu sinni í svo
slæmri færð að það var ekki einu
sinni hægt að fara á skíðum,“
segir Omar um ferð eina á
Breiðamerkurjökul, en þá vissu
þeir af skíðafólki á undan sér.
„Við vorum ldukkutíma síðasta
kílómetrann og þá snerum við
Ómar Ragnarsson ætlar ekki venjulegum bifreidaeigendum að vera útbúnir eins og hann til vetraraksturs, en honum finnst nagla-
notkunin of mikil.
við. Þetta telst bara ekki til tíð-
inda í þessum jöklabransa," segir
hann.
„Þetta var svo geysilega mikill
púðursnjór og endaði með því að
verða ófært nánast öllum. Það
var svo laust púður að það sökk
allt, meira að segja skíðin sukku
líka. Það er einhver mesti púður-
snjór sem ég hef nokkurn tíma
lent í. Við vorum eiginlega mjög
spældir yfir því að þetta skíðafólk
skyldi vera á undan okkur og
komast upp í skálann en við ekki.
En svo fréttum við eftir á að það
hefði Ient í mestu hrakningum
og aldrei komist upp í skálann í
Esjufjöllum." -OHR
---------- IXwui---------------------
mælir með...
Ertu að spóla?
Ef þú ert spólandi þar sem aðrir virðast eiga tiltölulega létt með
að komast um og dekkin hjá þér eru ekkert sérlega slitin væri það
mjög líklega til bóta að tjöruhreinsa dekkin (þú þarft líka að slaka
á bensíngjöfinni og taka mjúklegar af stað). Farðu bara á næstu
bensínstöð og biddu afgreiðslumanninn um Tjöruhreinsi eða
White Spirit tii að spreyja á dekkin á bílnum. Þessu efni spraut-
arðu síðan á dekkin og ýmist þværð af með vatni eða keyrir út í
næsta snjóskafl og lætur snjóinn sjá um að hreinsa af dekkjunum.
Þetta snarbætir viðnám dekkjanna í hálku. Ef þú ert hins vegar á
sléttslitnum blöðrum þá er þér ekki við bjargandi. Sé ástandið
þannig endurnýjaðu þá dekkin undir eins eða leggðu bílnum
a.m.k. þangað til hlánar í vor.