Dagur - 13.11.1997, Síða 7
FIMMTVDAGVR 13 .NÓVEMBER 1997 - 23
Tfc^wr
ÍSíetfafjarðsrfsfjan Balcíur
iSrrterð i (iiv:
BÍLAR OG VETUR
Upplýsingar
umfæro
Upplýsingar umfærð,
veðurog ástand vega
eru sífelltað verða að-
gengilegri. Þæreru
þegará símsvara,
Textavarpi, Intemeti
og upplýsingaskjám.
„Þetta er byggt á kerfi sem við
erum búnir að reka í mörg ár inn-
anhúss hjá okkur. Það er á öllum
okkar Vegagerðum því þetta er
stjórntæki um leið. Síðan settum
við þetta upp á skjá í tilrauna-
skyni í Hyrnunni í Borgarnesi.
Núna erum við búnir að setja
þetta út á Netið en í fyrra stað-
færðum við þetta svolítið betur,“
segir Björn Olafsson, forstöðu-
maður þjónustudeildar Vegagerð-
arinnar hf., um Vegvísinn, upp-
lýsingakerfi um færð og ástand
vega sem Vegagerðin rekur.
Vegfarendur eiga sífellt auð-
veldara með að nálgast upplýs-
ingar um færð og ástand vega
bæði í gegn um síma 800 6316
og Netið sem hvorutveggja er
beintengt kerfinu. Slóðin er:
http://w'ww.vegag.is og þar er
hægt að nálgast upplýsingar um
ástand vega, færð, mokstur,
veðrið á um 40 sjálfvirkum veð-
urstöðvum og umferðarþunga.
Textavarpið er líka beintengt.
Einnig eru beintengdir upp-
lýsingaskjáir, eins og sá sem er í
bensínafgreiðslu Hyrnunnar í
Borgarnesi, og beintengd upp-
lýsingasldlti við Öxnadalsheiði,
Holtavörðuheiði og Hellisheiði.
„Það eru að koma upp fleiri
svona skilti og þau eru öll sjálf-
virk og beintengd veðurstöðvun-
um, en við getum einnig slegið
inn texta, t.d. ef það er lokað.
Síðan erum við líka í beinu sam-
bandi við umferðarútvarp og
fjölmiðla almennt,“ segir Björn.
„Vegfarandi getur fengið upplýs-
ingar um veður á öllum leiðum
nánast.“
Umtalsvert öryggisatriði
Fyrir ferðalanga er þetta umtals-
vert öryggisatriði, ekld síst þegar
veður eru válynd á vetrum. Inn-
an tíðar verða þessar upplýsing-
ar enn aðgengilegri því Vega-
gerðin er í þann veginn að
ganga frá svokallaðri sjoppuút-
gáfu.
„Við búum til kerfi þannig að
það verður mjög auðvelt fyrir
alla aðila að vera með það.
Menn þurfa bara að eiga tölvu
og hafa netsamband. Þá verður
þetta eins og í Hyrnunni, skjár-
inn rúllar yfir og í gegn um Net-
ið nær tölvan sjálfvirkt í nýjar
upplýsingar allan sólarhringinn.
Þannig að það er í rauninni eng-
inn rekstrarkostnaður á þessu
nema að menn þurfa að vera
nettengdir. Það gengur mjög
hratt að ná í upplýsingar og
endurnýja þær,“ segir Björn.
Hann segir að Vegagerðin muni
bjóða hverjum sem vera vilji að
hafa þetta upplýsingakerfi á sín-
um stöðvum endurgjaldslaust af
hállu Vegagerðarinnar. „Við
erum að prufukeyra þessar
sjoppuútgáfur og þegar því er
lokið geta allir fengið þetta.“
-OHR
Þetta er mynd sem birtist þegar skodað var ástand vega og færð á Vestfjörðum
fyrripart síðasta þriðjudags. í efra horni vinstra megin er listi yfir hvað mismunandi litir
á vegum merkja og hvað hin og þessi tákn þýða.
Svona var veðrið fyrripart síðasta þriðjudags á sjáifvirkum veðurstöðvum Vegagerðar-
innar sem eru vítt og breitt um iandið.
Gíeiðfaert
Hátfcubtetbr 11111.1937 09:40
Hált
Flugháft
Ktap/snÉóf
Þwfir^w
mmmmm frungtert
Öfasrt
*-» Óveðui
^ Snjókome
4* SkéfrenrwiSMt
V Stáhfíé
= Þoha
JV Opnun
F»tt fieSabte
? Ekkí viiað
Það er engin ástæða tii að bíða með að setja háu ijósin á þegar maður hefur mætt
bíinum, en það er rétt að biða þar tii maður mætir bíinum.
Ruddaskapur skapar hættu
Ljósin á bílnum og
notkun þeirra em
mikilvæg í skammdeg-
inu. Hvemig á að nota
háu Ijósin?
Notkun hárra og lágra Ijósa virð-
ist vefjast fyrir mörgum öku-
manninum þegar skammdegis-
myrkrið rennur í garð og ótrú-
lega margir ökumenn átta sig
ekki á því hvenær á að skipta frá
háum ljósum til Iágra og hvenær
á að setja háu ljósin á aftur. Það
hefur verið brýnt fyrir ökumönn-
um í gegn um tíðina að skipta
ekld yfir á lágu ljósin fyrr en
geislar háu ljósanna eru farnir
að skerast. Margir beita þeirri
reglu að sldpta yfir á lágu ljósin
þegar ljós bílsins á móti eru far-
in að verða óþægileg. Það sem
þarf að hafa í huga er að hafa
sem minnst óupplýst svæði á
milli bílanna, en jafnframt gæta
þess að blinda ekki bílstjórann á
móti með háu ljósunum.
Engin ástæöa til að bíða
Það er engin ástæða til að bíða
með að setja háu ljósin á þegar
maður hefur mætt bílnum, en
það er rétt að bíða þar til maður
mætir bílnum, ekki setja háu
ljósin á rétt áður en bílnum er
mætt. Maður lendir merkilega
oft í því að bílar skella á mann
háu ljósunum rétt áður en mað-
ur mætir þeim. Stundum getur
ruddaskapur af þessu tagi skap-
að stórhættu. Þá getur ökumað-
urinn sem fær háu ljósin óvænt í
augun beinlínis blindast og af-
leiðingarnar orðið skelfilegar.
Svo eru það bílarnir sem aka á
eftir öðrum bílum. Gætið þess
að háu ljósin blindi ekki þann
sem er á undan og lælddð ljósin
í tíma.
Ljósin ofhá?
Það er nauðsynlegt að gæta að
viðhaldi ljósanna. Eineygður bíll
getur valdið hættu á vegum úti.
Sumir bílstjórar lenda í því að
það er sífellt verið að blikka þá.
Þeir ættu að Iáta stilla ljósin á
bílnum sínum - það eru meiri
líkur á því að ljósin séu of há en
þeir séu svona vinsælir. -OHR
13.-22. n vember
Tilboð
20-25% verðlækkun
Tilhofls-
Ifö sturtuklefi með hitastýrðu
blöndunartæki kr; 49.854,-,
Kynningarverð á
GROHE blöndunartækjum
Gerðu þér ferð - það borgarsig!
Sími: 4fi0 351
Hornbaðker með nuddi
á frábæru verði
frá kr: 127.700,-