Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 80. og 81. árgangur - 218. tölublað BLAÐ Forvígiskonur ynr- gefa Kvennalista Sigriður Lilly Baldursdóttir, for- maður Kvenréttindafélags Is- lands og ein af forvígiskonum Kvennalistans, sagði sig úr sam- tökunum í gær. Hún greiddi at- kvæði gegn því á landsfundi Kvennalistans um helgina að far- ið yrði í viðræður við A-flokkana um hugsanlegt samstarf. Það var hins vegar samþykkt með 38 atkvæðum gegn 16 atkvæðum, en 6 konur sátu hjá. Fjöreggið brotið Sigríður Lillý segist fyrst og fremst ósátt við vinnubrögðin. Hópur kvennalistakvenna hafi „í krafti 22ja atkvæða munar þvingað Kvennalistann til vinstri í stjórnmálum. I mínum huga skiptir þó mestu að „hópur kvennalistakvenna“ hefur í að- gerðum sínum langt í frá haft í heiðri vinnubrögð Kvennalist- ans... „Hópur kvennalista- kvenna" fer með nafn Kvenna- listans með sér í viðræðurnar við flokkana en hann fer ekki með fjöregg hans því það var brotið á landsfundi Kvennalistans," sagði Sigríður Lillý í samtali við Dag í gærkvöld. Töluverð hreyfing Viðmælendur blaðsins innan Kvennalistans eiga von á að fleiri eigi eftir að segja skilið við sam- tökin en einnig hafa nokkrar Sigrldur Lillý Baldursdóttir segir bless við Kvennalistann. konur gengið til liðs við hann eftir landsfundinn. Þar á meðal er Elísabet Þorgeirsdóttir sem gekk til liðs við Þjóðvaka í síð- ustu kosningum. Ekkert hreint framboð Afar ólíklegt þykir að Kvennalist- inn bjóði aftur fram til þings, j'hver svo sem niðurstaðan verður úr samfylkingarviðræðum vinstri flokkanna. Flest bendir einnig til að Kvennalistinn bjóði hvergi fram í sveitarstjórnarkosningum næsta vor, nema í samstarfi við aðra flokka. Fimmtán ára sögu sérstakra kvennaframboða virð- ist vera að ljúka. Sjá eitinig bls. 3. -VI Skoða hval fyrir 860 milljóiiir Hvalaskoðun er orðin blómleg atvinnugrein hér á landi. I grein- argerð kemur fram að yfir 20 þúsund manns hafi farið í hvala- skoðunarferðir á liðnu sumri, en voru 2200 fyrir aðeins 2 árum. Aætlað er að heildartekjur þjóð- arbúsins af þessu ári nemi allt að 860 milljónum króna. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð með frumvarpi þar sem fimm þingmenn úr öllum flokkum leggja til að samgöngu- ráðherra verði falið að sjá til þess að settar verði reglur um hvala- skoðun hér við land. Markmiðið á m.a. að vera að tryggja að um- gengni við hvalina valdi stofnun- Lim ekki skaða og að öryggi ferðamanna á sjó sé viðunandi. I greinargerðinni kemur einnig fram að Asbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðv- arinnar á Húsavík og leiðsögu- maður, hefur mótað tillögur um umgengnisreglur við hvaiaskoð- un svipaðar því sem tíðkast í öðr- um löndum. — VJ Unnið við köfun i Reykjavíkurhöfn með hvalbátana bundna i baksýn. Kannski er þetta tímanna tákn - kafarinn skoðar heima undirdjúpanna en hvalveiðiflotinn liggur aðgerðalaus við bryggju? - myno e.ól. Lrnda færir út kvíamar Linda Péturs- dóttir hefur fest kaup á gamla Þórskaffi við Brautarholt í Reykjavík og mun flytja þang- að rekstur Bað- hússins sem hún hefur rekið í Armúlanum. Linda er að færa út kvíarnar, þvf nýja húsnæðið er meira en helmingi stærra en það gamla, eða um 900 fermetrar. 12- 15 starfsmenn munu starfa við að þjónusta konur á öllum aldri en karlar fá ekki aðgang frekar en fyrri daginn. „Það hefur gengið mjög vel að undanförnu, en með mikilli vinnu. Við munum halda áfram að bjóða persónulega þjónustu og eingöngu fyrir konur. Nei, ég hyggst ekki opna nein útibú fyrir karlmenn. Það er nóg af stöðum fyrir ykkur,“ sagði Linda í samtali við Dag í gær. Markhópur Lindu er „venjuleg- ar“ konur á aldrinum 25-55. Hins vegar eru fastakúnnarnir frá 14 ára og upp í níræðisaldur. — BÞ Linda Pétursdóttir. Verðlaun fyrir íslenska tungu Blað 2 Málverk eða málningar- klessur? bls. 8 9 SINDRI -sterkur í verki ' -J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.