Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 8
8- ÞRIÐJUDAGUR 1 8 .NÓVEMBER 1997
FRÉTTASKÝRING
Meistaraverk eða málni
FKIÐRIK
ÞOR
GUÐMUNDS-
SON
SKRIFAR
Hafa tveir meiin
stimdað þá iðju að
falsa málverk og eigna
þau Kjarval og öðrum
íslenskum meistur-
um? Ríkislögreglan
skoðar nú eigendasög-
ur 25 málverka og
gögn GaUerís Borgar
þar að lútandi, en
Ólafur Ingi Jónsson
forvörður segir að
verkin séu upp til
hðpa fölsuð og segist
vita hver eða hverjir
hafi falsað þau.
Ibúar listaheimsins bíða nú með
krosslagða fingur eftir niðurstöð-
um rannsóknar Ríkislögreglu-
stjóra á kærum út af meintri föls-
un 25 málverka. Það yrði að sjálf-
sögðu listrænt áfall ef öll þessi
verk eða stór hluti þeirra reynd-
ust fölsuð, en sýnu verra er, að
þarna er aðeins talað um toppinn
á hugsanlegum ísjaka; fölsuð
málverk gætu verið um 200 hér á
landi og verðmæti þeirra (fram að
þessu) talið geta hlaupið á bilinu
50 til 200 milljónir króna.
Grunur leikur á að falsanirnar
megi rekja til minnst tveggja ein-
staklinga, manna sem stundað
hafa að stæla látna íslenska
meistara. Er annar þeirra talinn
hafa stundað iðju sína í Kaup-
mannahöfn, að minnsta kosti um
skeið.
Af ofangreindum 25 verkum
hafa öll nema eitt farið um hend-
ur uppboðshaldara Gallerís Borg-
ar, en enginn hefur þó enn hald-
ið því fram að Gallerí Borg sé
beinn aðili að sjálfum fölsunun-
um. Olafur Ingi Jónsson forvörð-
ur, sem hefur beitt sér manna
mest í málinu - og kært megin-
hluta verkanna með leyfi eigenda
þeirra - hefur hins vegar gagnrýnt
Gallerí Borg og eigenda þess,
Pétur Þór Gunnarsson, og ítrek-
að kallað eftir eigendasögu og
upprunaferli verkanna.
Aðeins vafi uni fjögur eða
flnun verk?
„Ég vil lítið tjá mig um þetta mál
á meðan rannsókn þess stendur
yfir. En ég get upplýst að upp-
runaferill flestra þessara mál-
verka liggur nú fyrir og í raun er
uppruni aðeins fjögurra eða fimm
verka á reiki,“ segir Pétur Þór í
samtali við Dag.
Pétur hafnar þeim möguleika
að fjöldi verka kunni að vera föls-
un. „En það væri heimskulegt af
mér að útiloka að einhver fölsuð
verk gætu verið í umferð. Þar
erum við að tala um vandamál
sem er glímt við um heim allan.
Minna má á að dýrasta verk
heims, Sólblóm Van Gogh, eru af
mörgum talin fölsuð og það á við
um fleiri þekkt málverk. Þetta er
alþjóðlegt vandamál. Það er hins
vegar gjörsamlega út í hött að
halda því fram eða gefa í skyn,
eins og sumir samkeppnisaðilar
Gallerís Borgar hafa gert, að ég
sem eigandi Gallerís Borgar eða
menn á mínum vegum standi í
fölsun verka og að falsanir hér á
landi hlaupi á hundruðum millj-
óna króna,“ segir Pétur.
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður
og upphafsmaður að rannsókn
málsins, segir það gott ef eig-
endasaga meintra falsana sé að
skila sér til rannsóknaraðila.
„Þeir munu síðan komast að
sannri og réttri eigendasögu. í
mínum huga getur það aldrei
staðist að þessi verk verði rakin til
þeirra listamanna sem sagðir eru
höfundar þeirra. Því er ég sann-
færður um að þær upplýsingar
sem boðið er upp á muni hjálpa
við að upplýsa um hverjir standa
að baki þessum ófögnuði. Ég full-
yrði sem sérfræðingur að þetta
eru fölsuð verk og er sannfærður
um að það sem Pétur Þór er að
skila inn muni aðeins bæta við
upplýsingum um falsanir þeirra.“
Minnst tveir hafa falsað
verkm
Ólafur neitar að hann sé sam-
keppnisaðili Gallerís Borgar.
„Pétur getur ekki átt við mig í
þessu samhengi. Honum til hug-
hreystingar tek ég fram að það
skiptir engu máli hvort uppboðs-
fyrirtækið heitir Gallerí Borg,
Bruun Rasmussen, Sothebys eða
Christies. Eg hefði alltaf upplýst
um meintar falsanir á einn eða
annan veg og minni á að þessi
rannsókn mín byrjaði þegar ég
var að skoða verk frá Bruun
Rasmussen en ekki Gallerí Borg.“
Veit Ólafur hver eða hveijir
hafa málað umrædd verk? „Já,
þeir eru minnst tveir og ég tel mig
vita hverjir þeir eru. En ég vil
líkja þessum meintu fölsunum
við opið og djúpt sár. Mér hefur
tekist að stöðva blæðinguna, en
það er hlutverk Ríkislögreglunnar
og Gallerís Borgar að sauma sár-
ið saman. Og það er hlutverk
ráðuneyta mennta-, viðskipta- og
dómsmála að búa svo um sárið að
svona endurtaki sig ekki um alla
framtíð."
Pétur Þór er ekki hræddur um
framtíð síns fyrirtækis. „Eg veit
ekki hvort tala megi um að tor-
tryggni gæti í garð Gallerís Borg-
ar. Ef til vill heldur fólk eitthvað
að sér höndum hvað látna lista-
menn varðar, en við höfum verið
að selja geysivel að undanförnu.
Það er eðlilegt að ýmsum þyki
skrítið að öll þessi verk nema eitt
hafi verið seld í Gallerí Borg, en
það má ekki gleyma því að þetta
hefur verið eina uppboðsfyrirtæk-
ið hér á landi um margra ára
skeið eða síðan Klausturhólar
hættu.“
Litlar upplýsingar var að fá um
málið hjá Ríkislögreglpnni. „Ég
get aðeins staðfest að 25 málverk
hafa verið kærð. Fyrst þrjú verk í
mars sk, síðan 20 verk í júní og á
dögunum bárust tvær kærur til
viðbótar. Allar kærurnar koma frá
sama lögfræðingnum og eru til
rannsóknar," segir Arnar Jensson
hjá ríldslögreglunni.
Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lístasafns Reykjavíkur, t húsakynnum Kjarvalsstaða. L
Verst að velkjast í vafa
Listasafn Reykjavíkur (Kjarvals-
staðir o.fl.) er eigandi 11 þeirra
verka sem grunur leikur á að séu
fölsuð. Þar af eru fimm myndir
sagðar eftir Jóhannes Kjarval, ein
mynd sögð eftir Jón Stefánsson,
þrjár myndir sagðar eftir Þórar-
inn B. Þorláksson, ein er eignuð
Svavari Guðnasyni og ein eignuð
Mugg. Eiríkur Þorláksson for-
stöðumaður staðfestir að öll verk-
in hafi komið frá Gallerí Borg.
„Það er mjög mikilvægt að fá
óyggjandi upplýsingar um málið
sem allra fyrst og þá með óvé-
fengjanlegum úrskurði. Ef rétt er
að málverkin hafi verið rang-
feðruð þá er enn mikilvægara að
fá úr því skorið hver þar hefur átt
hlut að máli,“ segir Eiríkur.
Eiríkur segir að ekki sé hægt að
segja að mjög miklir fjárhagslegir
hagsmunir séu í húfi fyrir Lista-
safn Reykjavíkur. „Þessí verk okk-
ar hafa að meðaltali verið verð-
lögð á 200 til 300 þúsund krónur
og þá í heild á tvær til þrjár millj-
ónir króna. Verra er að velkjast í
vafa og því brýnt að fá úrskurð
sem fyrst og þá ekki síður, ef
verkin reynast fölsuð, hver eða
Ég get upplýst að upprunaferill flestra þessara málverka liggur nú fyrir og i raun er
uppruni aðeins fjögurra eða fimm verka á reiki, “ segir Pétur Þór t samtali við Dag.