Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 19 9 7 - 13 l^wr ÍÞRÓTTIR 13 marka taphjáKA Islandsmeistarar KA máttu þola þrettán marka tap, 36:23, fyrir Badel 1862 í leik liðanna í Za- greb á sunnudaginn. KA-menn héldu í við króatíska liðið framan af leiknum, en staöan var 18:1 1 í leikhléi. Sverrir Björnsson var atkvæðamestur í liði KA með sex mörk, en Karel Yala og Jóhann G. Jóhannsson skoruðu fimm mörk hvor. Næsti leikur KA í riðlinum er 4. janúar en þá leik- ur liðið gegn Generali Trieste, á Ítalíu. Úrslit lt'ikja um helgina: A-riðilI: Celje-Trieste 30:25 Badel 1862-KA 36:23 Staðan er Jiessi: Badel 2 2 0 0 Celje 2 2 0 0 Gener. Trieste 2 0 0 2 KA 2 0 0 2 B-riðill: ProseaAdem. Leon- Red Star 40:21 Pfadi Winterthur- Drammen 31:21 Bjarki Sigurðsson skoraði sjö af mörkum Dramnten, sem tapað hefur háðum leikjum stnum. 58:43 4 56:48 4 45:52 0 46:62 0 C-riðiIl: Virum Sorgenfri- ABC Braga 21:22 Barcelona- Hapoel Rishon 42:17 D-riðill Cabot Zubri-TBV Lemgo 22:27 Fotex Veszpr.-Jafa Pronet 27:22 Hver tekur við stöðu Gustafs? Gústaf Bjarnason, handknatt- leiksmaður úr Haukum, gekkst undir hnéaðgerð á föstudaginn og ljóst er að hann verður frá keppni næstu Ijórar til sex vik- urnar. Gústaf mun því ekki leika með íslenska landsliðinu í leikj- unum mikilvægu gegn Júgóslavíu síðar í þessum mán- uði og hann er annar vinstri hornamaður landsliðsins sem er úr leik. Björgvin Björgvinsson, hornamaður I<A, er úr leik í bili vegna kjálkabrots. „Þetta er óneitanlega mjög slæmt. Bæði Björgvin og Gúst- af hafa verið lykilmenn í þessari stöðu ásamt Konráð (Olavsyni) og það er ljóst að það verður val- inn nýr maður í hornið. Ljósi punkturinn er hins vegar sá að þetta er best mannaða staðan á fslandi í dag, það er hægt að velja úr svo mörgum sterkum leikmönnum í þessa stöðu,“ sagði Þorbjörn Jensson, lands- liðsþjálfari. Þorbjörn sagðist bú- ast við að hann mundi tilkynna lið sitt í dag eða á morgun. Fast- lega er reiknað með því að ann- að hvort Páll Þórólfsson eða Guðmundur Pedersen komi inn í hópinn. Páll átti stórleik með Aftureldingu gegn Runar á sunnudagskvöld og Guðmundur hefur leikið mjög vel fyrir lið sitt, FH, í vetur. Stórleikur Páls og Bergsveins Afturelding tryggði sér sæti í 8-liða úrslituu- um í Borgakeppni Evrópu á sunuudagskvöldið með átta marka sigri á norska liðinu Runar í síðari leiknum í MosfeHsbænum, 34:26. Norska liðið hafði í fullu tré við Aftureldingu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Mosfellingar Iéku vörnina framarlega og það gafst ekkert sérstaklega vel gegn norska liðinu sem ógnaði vel í hornunum og með gegnumbrot- um. Hjá Aftureldingu var ógnun- in að mestu vinstra megin og norsku varnarmennirnir gleymdu oftar en ekki að gæta Skúia Gunnsteinssonar, sem nýtti færi sín nijög vel af Iínunni. Fátt benti til þess að Aftureld- ing væri á leið í 8-liða úrslitin eftir tuttugu mínútna leik, en þá var staðan jöfn 10:10, en þær tíu mínútur sem eftir voru til hálf- leiks voru heimamönnum drjúg- ar. Afturelding keyrði upp hrað- ann og gestirnir duttu hreinlega út úr leiknum. Sterkur varnar- leikur, frábær tilþrif Bergsveins í markinu og stórleikur Páls í sóknarleiknum gerðu það að verkum að norska liðið réði ekki neitt við neitt. Staðan var 16:11 í leikhléi og segja má að Evrópu- sætið hafi verið úr hættu þegar Afturelding náði átta marka mun, 22:14, eftir tíu mínútna leik. Páll hefur líklega aldrei leikið betur fyrir Aftureldingu og það sem meira er, flest allt sem hann reyndi gekk upp. Bergsveinn var firnasterkur í markinu, sérstak- lega í síðari hálfleiknum og varn- arleikurinn sterkur eftir að Mos- fellingar bökkuðu aftur á línuna. Þýskir dómarar voru frekar á bandi Aftureldingar í leiknum, þó það hafi ekki ráðið úrslitum. Thormet Moldestat, miðjumað- ur Runar, var atkvæðamesti mað- ur norska liðsins með sex mörk. Gangur leiksins: 3:3, 5:6, 10:7, 10:10 (16:11), 24:15, 24:18, 31:21, 34:26. Mörk UMFA: Páll Þórólfsson 12/1, Skúli Gunnsteinsson 6, Einar Einars- son 5, Sigurður Sveinsson 5, Einar G. Sigurðsson 4, Gunnar Andrésson l,Jason Olafsson 1. Wuppertal yfirspilaði Essen á heimavelli Wuppertal yfirspUadi Tusem Essen í íslend- iugaslagnum í þýsku 1. deildinui í hand- knattleih á laugardag- inn og sigraði með sjö marka mun, 27:20. „Leikmenn Wuppertal voru ótrú- lega öflugir í þessum leik og þeir yfirspiluðu Essen, rneðal annars nreð hraðaupphlaupum, sem gengu mjög vel upp,“ sagði Þor- björn Jensson landsliðsþjálfari, sem fylgdist með þessum leik ís- lendingaliðanna. „Wuppertal var með sterka vörn, með þá Geir Sveinsson og Stig Rask sem sterkustu menn og yfir höfuð voru ís- lensku Ieik- mennirnir að spila vel. Varn- armenn Essen fóru mikið út á móti Ólafi (Stef- ánssyni) og hann átti margar sendingar sem gáfu mörk. Hann var síðan tekinn úr umferð ásamt Norðmanninum Rask og þá losnaði um Dag (Sigurðsson) sem gerði margt laglegt og vann vel með Geir. Eftir að munurinn var orðinn tíu mörk, fór Viggó (Sigurðsson, þjálfari Wuppertal) að skipta inn á varamönnunum," sagði Þorbjörn. Ólafur og Dagur gerðu báðir sex mörk fyrir Wuppertal í leikn- um og Geir Sveinsson gerði tvö mörk. Patrekur Jóhannesson gerði fjögur af mörkum Tusem Essen, en Hvít-Rússinn Alexand- er Tutschkin var með níu mörk. „Mér fannst Patrekur vera að gera ágætishluti, en mér fannst þjálfarinn vera á bakinu á hon- um. Hann var oft að skamma Patrek, á meðan að stórkóngar eins og Tutschkin voru látnir í friði, þó hann hafi gert enn fleiri mistök. Það voru greinilega ekki allir jafnir í liðinu og það er öm- urlegt að horfa upp á svoleiðis," sagði Þorbjörn. Bikarslagur í Garðabænum Bikarmeistarar karla í hand- knattleik, Haukar, lentu gegn Stjörnumönnum í Garðabæ í 16- liða úrslitum keppninnar, sem leikin verður helgina 5.-7. næsta mánaðar. Dregið var á laugar- daginn og lentu eftirtalin lið saman: Grótta/KR-Víkingur Selfoss-Fram Hörður Ísaf.-ÍBV Valur/Austri-HK ÍR-Valur ÍR B-Afturelding Stjarnan-Haukar Fjölnir-Fylkir Stjaman á toppnum Stjarnan velti Haukum úr topp- sæti 1. deildar kvenna í hand- knattleik með sigri gegn Gróttu/KR, á meðan Haukar máttu þola óvænt tap gegn Vík- ingi. Úrslit urðu þessi: Stjarnan-Grótta/KR 26:20 Fram-ÍBV 21:30 FH-Valur 18:18 Haukar-Víkingur 24:26 Staðan er nú þessi: Stjarnan 9 6 2 1 221:180 14 Haukar 9 6 1 2 234:206 13 FH 9 4 2 3 187:182 10 Grótta/KR 8 4 2 2 162:16010 Víkingur 9 4 1 4 224:229 9 ÍBV 8 4 0 4 188:195 8 Valur 9 1 2 6 167:182 4 Fram 9 0 2 7 189:238 2 Tveir sigrar hjá Þór Lið Þórs frá Akureyri gerði góða ferð á suðvesturhornið um helg- ina. Norðanmenn uppskáru fjög- ur stig úr leikjum sínum og er á toppnum í 2. deild karla í hand- knattleik. Hörður-Ármann 33:28 Fjölnir-Selfoss 27:27 Grótta/KR-Þór 15:21 Fvlkir-ÍH 31:30 HM-Þór 22:32 Staðan er nú þessi: Þór 6 5 1 0 167:1 13 1 1 Fylkir 5 4 10 147:1 16 9 Selfoss 6 3 2 1180:145 8 Grótta/KR 4 2 11 115:100 5 Fjölnir 5 2 1 2 118:124 5 Hörður 5 2 0 3 133:132 4 HM 4 10 3 96:118 2 ÍH 5 0 0 5 125:165 0 Ármann 4 0 0 4 74:142 0 Grótta/KR mætir HM í kvöld kl. 20 í Iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. Hvaða lið mætir UMFA? Eftirtalin lið tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum í Borgakeppni Evr- ópu um helgina: IFK Skövde frá Svíþjóð, Forst Brixen frá Ítalíu, Wallau-Massenheim frá Þýska- landi, Benfica frá Portúgal, Nettelstedt frá Þýskalandi, Afturelding frá íslandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Academia Octavio Vigo frá Spáni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.