Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 18.NÓVEMBER 1997
ÍÞRÓTTIR
L. j
Brotnir Stólar
Keflvíkiiigar imnu fá-
sédan yfirburðasigur
á heillum horfnu
Tindastólsliðiuu í úr-
slitaleik Eggjabikars-
ins. Lökatölnmar,
111-73, segja meira
til um yfirburði Kefl-
víkinga en nokkur
orð.
Keflvíkingar voru lengi að koma
sér í gang í úrslitaleiknum. Eftir-
tæplega fimm mínútna leik var
staðan 2-4 fyrir Tindastól og fátt
benti til að skemmtilegur leikur
væri í vændum. Mistök og hnoð
voru í fyrirrúmi þar til Keflvík-
ingurinn Gunnar Einarsson tók
af skarið og setti niður tvær
þriggja stiga körfur í röð. Þar
með fann hraðlestin beinu
brautina og leit ekki um öxl eftir
það. A fjórum mínútum breyttist
staðan í 17-4 og Stólarnir stóðu í
eltingaleik það sem eftir var.
Leikur þeirra var vonlaus og ekk-
ert sem þeir reyndu gekk upp.
Hittnin var hörmuleg og vörnin
góða, sem færði þeim sigurinn á
UMFN, var týnd og í tröllum
gefin.
Guðjóns þáttur Skúlasonar
Eftir að Gunnar Einarsson gaf
félögum sínum tóninn var það
fyrirliðinn, Guðjón Skúlason,
sem tók við og fór fyrir sínum
mönnum. Hann átti stórkostleg-
an fyrri hálfleik og skoraði þá 24
af 26 stigum sínum í leiknum.
Þar fyrir utan átti hann góðar
sendingar og hraðabreytingar
hans settu Stólana úr jafnvægi.
I seinni hálfleik kom Kristján
Guðlaugsson sterkur inn. Bar-
átta oghungur í sigur er aðals-
merki hans og hann sveik ekki í
úrslitaleiknum. Fjórar þriggja
stiga körfur lágu hjá honum á
stuttum tíma og alls nældi hann
í 22 stig í leiknum.
Fannar Ólafsson, ungur strák-
ur sem kom frá Laugdælum í
haust, kom einnig mjög sterkur
inn hjá Eggjabikarmeisturunum.
Hann spilaði feikna góða vörn á
Spánverjann, Naranjo, og sýndi
oft ágæt tilþrif í sókninni. Fram-
tíðar maður þar á ferð og Kefl-
víkingar eru ekki á flæðiskeri
staddir með miðherja þar sem
Fannar og Birgir Örn eru, en
Birgir átti einnig fínan leik í úr-
slitunum.
Torrey Johii í blindflugi
Torrey John, sem flaug hátt í
undanúrslitaleiknum á móti
Njarðvík, flaug blindflug að
þessu sinni. Hann var nánast
ósýnilegur í þessum Ieik og skor-
aði aðeins 9 stig í fyrri hálfleik og
7 stig í þeim seinni. Það er stærri
sveifía en Tindastólsliðið ræður
við, 36 stigum færra en í undan-
úrslitaleiknum. Aðrir leikmenn
Stólanna voru á sama plani, þeir
komu til að horfa á en ekki að
hirða fyrsta bikarinn sem þeir
áttu möguleika á.
Það var engu líkara en liðs-
menn væru sáttir við frammi-
stöðuna í leiknum við UMFN og
létu sér það nægja. Þeir mega
ekki gleyma því að enginn man
eftir silfurliðinu eftir> nokkrar
vikur. Það er gullið sem gildir og
fyrir því þarf að berjast. — GÞÖ
Liósheildin vann þennan leik
Gunnar Einarsson var sá sem
velti steininum úr stað. Og
steinninn hélt áfram að velta.
„Auðvitað er ég ánægður. Eg er
alltaf ánægður þegar kemur litill
til Keflavfkur. Það var mikið
stress á okkur fyrstu mínúturnar.
En við héldum haus og þá fór
þetta allt að ganga.“
- Þú braust ísinn með tveim
þriggja stiga körfum í röð.
Hvernig var tilfinningin þegar þú
tókst ákvörðun um að Iáta vaða á
körfuna?
„Þótt stressið sé mikið verður
maður að halda haus. Maður
verður að hafa sjálfstraustið í
Iagi og taka á þegar á þarf að
halda. Við fengum góðar körfu
úr þessu og þá kom þetta allt á
eftir.
Fairnar Ólafsson
Fannar Ólafsson kom sterkur
inn í lið Keflvíkinga í sínum
fyrsta stórleik. Hann lék feikna
góða vörn á stóru mennina hjá
Stólunum og skilaði sínu í sókn-
inni. Hvað fannst honum um
leikinn?
„Þetta var alveg frábært. Eg
átti alveg von á þessu. Við fórum
í þetta til þess að vinna. Jú, ég er
nokkuð ánægður með minn íeik
en ég er ekki eins ánægður með
alla dómana sem ég fékk á mig.
Ég er náttúrulega ungur enn og
verð að sanna mig, bæði fyrir fé-
lögunum og dómurunum. Þetta
gengur víst þannig fyrir sig.“
- Hvernig fannst þér að leika á
móti Torrey og Jose Maria í þess-
um leik?
„Það var náttúrulega erfitt, en
það er erfiðara að spila á móti
Dana og Birgi þannig að ég hef
kynnst sterkum mönnum á æf-
ingum," sagði Tungnamaðurinn
ungi í sigurgleði.
Guðjón Skúlason.
Kristján Guðlaugsson
Kristján setti sannarlega mark
sitt á seinni hálfleikinn með
mjög góðri innkomu. Fjórar
þriggja stiga körfur Iágu hjá hon-
um á stuttum tíma auk þess sem
hann barðist eins og Ijón í vörn-
inni.
„Það var liðið sem vann þenn-
an sigur. Við spiluðum vel saman
og þess vegna vannst þetta. Við
erum með mjög gott lið ef við
spilum saman. Við skorum bara
2 stig fyrstu fjórar mínúturnar
en endum leikinn með I I i stig-
um. Það sýnir hvað hægt er að
gera ef allir leggja sig fram og
spila saman.“
- Þú fannst þig vel í leiknum.
„Já, ég fann mig mjög vel í
Ieiknum. Þetta er besti leikur
sem ég hefnokkurn tímann spil-
að með Keflavík." — GÞÖ
Italir og Belgar í lokakeppnl HM
Ítalía, Júgóslavía, Belgía og
Króatía urðu síðustu Evrópu-
þjóðirnar til að tryggja sæti sín í
lokakeppni HM í knattspyrnu á
næsta sumri. Þrjár aðrar þjóðir,
Japan, Chile og Jamaíka, tryggðu
sér farseðilinn til Frakklands um
helgina og það er því ljóst hvaða
32 lið taka þátt í lokakeppninni.
Pierluigi Casiraghi skoraði sig-
urmark Itala gegn Rússum í síð-
ari hálfleik í viðureign liðanna í
Róm og það var aðeins mark-
varsla Sergei Ovchinnikov sem
kom í veg fyrir að mörk heima-
manna yrðu fleiri. Jafnt var í
fyrri leiknum í Moskvu, 1:1.
Annað Sovétlýðveldi, Ukraína,
féll einnig úr keppninni eftir 1:1
jafntefli gegn Króatíu í Kiev.
Fyrri Ieiknum lyktaði með 2:0
sigri Króata og þeir fara því með
lið sitt til Frakklands.
Luc Nilis, leikmaður PSV,
kom Belgum í lokakeppni HM
með því að skora sigurmarkið á
68. mínútu í 2:1 sigri gegn Irum
í Brussel. Luis Olivera, leikmað-
ur Fiorentina, náði forystunni
fyrir Belga en Ray Houghton
jafnaði metin á 58. mínútu með
glæsilegu skallamarld.
Predrag Mijatovic skoraði
Ijögur mörk íyrir Júgóslavíu sem
lagði Ungverja 5:0. Leikurinn í
Belgrad var formsatriði þar sem
Júgóslavar unnu útileikinn 8:1.
Þjóðhátíð í Jamaíka!
Einnig var Ieikið um sæti í Asíu,
þar sem Japan tryggði sér sæti í
lokakeppninni. Þá komust Chile
og Jamaíka áfram úr Suður-Am-
eríkuriðlunum um helgina.
Chile sigraði Bolivíu 3:0, en
Jamaíka gerði markalaust jafn-
tefli við Mexíkó og það dugði,
þar sem E1 Salvador tapaði 4:2
fyrir Bandaríkjunum. Forsætis-
ráðherra Jamaíka tilkynnti í
sjónvarpi eftir Ieikinn að gær-
dagurinn yrði almennur frídagur
í landinu til að fagna árangrin-
um, sem væri sá stærsti í sögu
íþrótta í landinu. — FE
Ragnheidur Runólfsdóttir.
Ragnheiður hætt
þjálfun
Ragnheiður Runólfsdóttir, sem
þjálfað hefur sundlið Keflavíkur
ásamt Eðvarð Þór Eðvarðssyni á
síðustu misserum, hefur sagt
upp starfi sínu frá og með næstu
áramótum. Ragnheiður hyggst
flytja á æskustöðvarnar á Akra-
nesi þar sem hún mun gerast
framkvæmdastjóri útgerðarfyrir-
tækis sem er í eigu fjölskyldu
hennar.
KNATTSPYRNA
Þorvaldux Makan
kominn heim
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
knattspyrnumaður kom heim
um helgina eftir að hafa verið í
reynslu hjá enska I. deildarlið-
inu Stoke. Þorvaldur lék tvo leiki
með varaliði félagsins. Búast má
við því að Þorvaldur leiki hér á
landi næsta sumar. Leifturs-
menn hafa áhuga á að gera nýjan
samning við Þorvald, en Vals-
menn og Eyjamenn vilja einnig
fá hann að samningaborðinu.
- FE
KARFA
Biðst afsökunar!
„Við erum náttúrulega í fyrsta
skipti í úrslitaleik og við bara
frusum. Menn eins og Gaui og
Falur eru þaulvanir svona leikj-
um og þeir einfaldlega rifu sína
menn áfram. En þetta er byrjun-
in. Nú vitum við hvað er að vera
í úrslitaleik og við ætlum okkur
ekkert annað en að vinna næst,“
sagði Ómar Sigmarsson.
Sveiflan var mikil frá leiknum
við Njarðvík. Voru menn ein-
faldlega orðnir saddir og undu
glaðir við árangurinn sem þegar
hafði náðst?
„Það getur vel verið að innst
inni hafi menn verið orðnir
ánægðir með það sem komið
var. Okkur langaði náttúrlega í
þennan bikar og gerðum allt
sem við gátum. Það einfaldlega
gekk ekkert upp hjá okkur að
þessu sinni meðan þeir hittu úr
öllum sínum skotum. Við vorum
einfaldlega slakir í dag og ég bið
áhorfendur okkar afsökunar á
þesssari hörmung. Stuðningur
þeirra var frábær og þeir áttu því
betra skilið." — GÞÖ