Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 18.NÓVEMBER 1997 - 3
FRÉTTIR
Óvíst hvað verður uin
þingflokk Kveimalista
Veruleg óvissa ríkir
11 in framtíð þing-
flokks Kveimalistans,
eftir að landsfimdur
samtakanna sam-
þykkti að hefja við-
ræður við A-flokkana.
Þingflokkurinn þrí-
klofnaði í afstöðu
sinni.
Þriggja manna þingflokkur
Kvennalistans klofnaði frum-
eindir sínar þegar greidd voru at-
kvæði um tillögu um viðræður
við A-flokkana á Iandsfundi sam-
stakanna um helgina. Guðný
Guðbjörnsdóttir greiddi atkvæði
með tillögunni, Kristín Hall-
dórsdóttir sat hjá en Kristín Ast-
geirsdóttir greiddi atkvæði á
móti. Tillagan var samþykkt
með 38 atkvæðum gegn 16 og 6
sátu hjá.
Ovíst er hvað verður um þing-
flokkinn. Kristín Halldórsdóttir
og Guðný Guðbjörnsdóttir vona
báðar að þær geti allar þrjár unn-
ið saman hér eftir sem hingað til
á grundvelli stefnuskrár Kvenna-
listans en Kristín Astgeirsdóttir
segist vera að íhuga stöðu sína.
„Það er auðvitað erfitt að vera
þingmaður Kvennalistans og al-
gjörlega á móti því sem samtökin
eru að gera. Þessi samþykkt
boðar stefnubreytingu. Nú er
ég, sem gerði upp við flokkakerf-
ið íyrir 15 árum, ekki síst sósíal-
ismann og arf hans, allt í einu
komin í vinstri flokk. Kvenna-
listinn er búinn að stilla sér upp
við hliðina á A-flokkunum, en
var stofnaður sem hreyfing sem
reyndi að tala máli allra kvenna,“
segir Kristín. Hún segir að þótt
framtíðin sé óviss, sé að sumu
leyti mikill léttir að loks hafi
fengist niðurstaða í þessari
löngu og erfiðu umræðu.
Tímamtít
Atkvæðagreiðslan markar tíma-
mót í starfi Kvennalistans í ýms-
um skilningi. Samtökin hafa til
þessa forðast atkvæðagreiðslur
eins og heitan eldinn og rætt
ágreiningsmál þar til sameigin-
leg niðurstaða fékkst. Eftir því
sem næst verður komist hafa
aldrei verið greidd atkvæði um
stórmál af þessu tagi fyrr og
aldrei verið viðhaft nafnakall
eins og gert var um helgina.
Meðal þeirra sem greiddu at-
kvæði gegn samfylkingu voru
ýmsar þeirra sem starfað hafa
hvað lengst með Kvennalistan-
um, t.d. Kristín Einarsdóttir og
Anna Ólafsdóttir Björnsson fyrr-
verandi þingkonur, Elín G.
Ólafsdóttir og Þórhildur Þor-
Ieifsdóttir fyrrverandi borgarfull-
trúar og varaþingmennirnir Mar-
ía Jóhanna Lárusdóttir og Sigríð-
ur Lillý Baldursdóttir.
I hópi þeirra sem samþykktu
eru Jóna Valgerður Krist-
jánssdóttir, fyrrverandi þing-
kona, og borgarfulltrúarnir
Steinunn V. Óskarsdóttir og
Guðrún Agústsdóttir og einnig
margar konur sem eru tiltölulega
nýbyrjaðar að starfa með
Kvennalistanum. -VJ
Þarf Geysir
að bíða Suð-
urlands-
skjálfta?
Svo gæti farið að Suðurlands-
skjálfti reyndist blessun fyrir
Geysi sem er löngu hættur að
geta gosið án utanaðkomandi
aðstoðar.
Gossaga Geysis er ekki að
fullu leyti kunn en fyrstu skrif-
uðu heimildir um hverasvæðið í
Haukadal eru frá árinu 1294.
Helgi Torfason hjá Orkustofnun
segir að hverinn hafi nánast ver-
ið hættur að gjósa árið 1915.
Grafin hafi verið rauf árið 1935
og síðan hafi sápa mikið verið
notuð til að hjálpa honum þótt
stundum hafi hann gosið að-
stoðarlaust. Arið 1982 var rauf-
in orðin nánast full.
Athygli vekur að fyrsta til-
raunin til að setja sápu í Geysi
var árið 1894 þegar 10 pund
fóru ofan í hann. A 20. öldinni
hafa menn að mestu leyti haldið
sig við 50 kíló, líkt og gert var í
mótmælaskyni síðastliðinn
föstudag. Líftími hvers er tak-
markaður og ef síðasta sápan
hefur „dottið“ ofan í Geysi eru
líkur á að hann hafi lifað sitt
skeið.
Þó eru líkur á að hressilegur
Suðurlandsskjálfti gæti haft já-
kvæð áhrif að sögn Helga. „Jarð-
skjálftar hrista upp í aðfærslu-
æðum og hreinsa út. í Suður-
landsskjálfta gætum við e.t.v.
fundið einn jákvæðan flöt í þeim
hörmungum sem annars gætu
dunið yfir,“ segir Helgi. -BÞ
Kærir Neytendasam-
tökin fýrir stuld
Mágujr Jóhaimesar
Giuinarsson fjölfald-
aði ólöglegan húnað
fyrir Neytendasamtök-
in að sögn Vilhjálms
Inga. Bæjarfulltníar
eru hátíð miðað við
Vilhjálm, segir for-
maður Neytendasam-
takanna.
Vilhjálmur Ingi Arnason hefur
ákveðið að kæra Neytendasam-
tökin fyrir stuld á tölvuhugbún-
aði til lögreglunnar. Erindið er
komið í vörslu lögreglu og nær til
búnaðar samtakanna um allt
land.
„Eg hef fengið staðfest að hug-
búnaðurinn sé ólöglegur og hann
er ekki bara notaður á Akureyri
heldur um allt land. Mágur Jó-
hannesar Gunnarssonar fjölfald-
aði þetta og þegar ég reyndi inn-
an samtakanna í framkvæmda-
stjórn að fá botn í málið, var mér
vikið frá áður en það var tekið
fyrir. Það er betra að fórna ein-
um en mörgum en ég ætla ekki
að vera neinn ómerkingur í þessu
og kæri nú til Iögreglu til að hið
sanna komi í ljós,“ segir Vil-
hjálmur Ingi. Hann segir jafn-
framt að alveg nýverið hafi sam-
„Ég ætla ekki ad vera neinn ómerking-
ur í þessu máli og kæri nú tii lögreglu
til að hid sanna komi i Ijós, “ segir Vil-
hjálmur Ingi Árnason. „ Vilhjálmi verður
að iærast að einstaklingurinn er ekki
aðalatriðið í neytendaþjónustu heldur
það sem fengist er við, “ segir Drífa
Sigfúsdóttir.
tökin enn frantið lögbrot með
nýrri fjölfjöldun á búnaði og
sparað sér stórfé.
Vilhjálmur lagði eftirfarandi
tillögu fyrir stjórn Neytendasam-
takanna 25. október sl. „Stjórn
Neytendasamtakanna ávítar
framkvæmdastjóra samtakanna
alvarlega, fyrir að láta starfs-
menn Neytendasamtakanna
nota ólöglegan tölvubúnað."
Þessi tillaga kostaði hann sæti í
framkvæmdastjórn þegar hann
var „tekinn af lífi“ um helgina,
eins og hann orðar það.
Drífa Sigfúsdóttir, formaður
Neytendasamtakanna, vísar því á
bug, en segir nánast vonlaust að
vinna með Vilhjálmi. „Ég hef
ekki orðið vör við að hann geri
sér grein fyrir ákveðnum siða-
reglum og því miður hefur trún-
aðarbrestur hans verið alvarlegs
eðlis. A síðustu mánuðum hafa
Vilhjálmi verið gefin öll tækifæri
sem hægt er að gefa og jafnvel
fleiri en allt kemur fyrir ekki. Ég
er búin að vera lengi í pólitík og
get sagt að bæjarfulltrúar eru há-
tíð miðað við Vilhjálm, þeir
skjóta ekki undir beltisstað. Vil-
hjálmi verður að lærast að ein-
staldingurinn er ekki aðalatriðið í
neytendavernd heldur það sem
fengist er við,“ segir Drífa Sigfús-
dóttir.
Framtíð Vilhjálms f neytenda-
starfi á Akureyri er óbreytt að
hans sögn og hann segir næsta
verkefni að hjálpa nýjurn starfs-
manni á nýrri skrifstofu á Akur-
eyri. Vilhjámur er enn í stjórn
samtakanna og segir hann að
ekki standi til að segja sig úr
samtökunum. Nk. fimmtudags-
kvöld verður haldinn opinn
fundur á Fiðlaranum á Akureyri
þar sem Vilhjálmur mun kynna
ýmsa starfsemi á liðnum árum.
- BÞ
Vilja styrkja efni-
lesja námsmenn
Níu þingmenn úr
öllum flokkum
hafa lagt fram
þingsályktunar-
tillögu um að fela
menntamálaráð-
herra að undir-
búa stofnun
styrktarsjóðs
námsmanna. I
greinargerð segir
að tilgangurinn eigi að vera að
veita efnilegu námsfólki styrki
til náms og að styrktarsjóðnum
sé ekki ætlað á neinn hátt að
koma í staðinn fyrir Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna.
Gert er ráð fyrir að sjóðurinn
verði stofnaður í samvinnu við
sveitarfélög, félagasamtök,
vinnuveitendur, launþegasam-
tök og námsmenn. Fyrsti flutn-
ingsmaður er Hjálmar Arnason,
Framsóknarflokki.
Launaþróim hjá
ríkinu
Tíu þingmenn stjórnarandstöð-
unnar hafa óskað eftir skýrslu
frá fjármálaráðherra um þróun
launa hjá ríkinu, með tilliti til
launamunar karla og kvenna.
Þar komi m.a. fram hvað hafi
verið gert til að draga úr launa-
mun kynjanna hjá ríkinu, hvort
kjarasamningar undanfarinna 2
ára hafi dregið úr honum, eins
og haldið hafi verið fram og
hvort konum hafi fjölgað í hópi
embættismanna. Kristín Ást-
geirsdóttir, Kvennalista, er fyrsti
flutningsmaður þessa þingmáls.
Yfirtaka Kefla-
víkurflugvallar
Sex þingmenn Alþýðubandalags
og Kvennalista vilja að skipuð
verði nefnd fulltrúa allra flokka
til að ræða við bandarísk stjórn-
völd um að Islendingar taki við
rekstri Keflavíkurflugvallar áður
en gildandi samkomulag um
umfang starfseminnar rennur
út. Þingmennirnir telja að vegna
breyttra aðstæðna í heiminum
og í ljósi þess að Bandaríkja-
menn vilji draga úr umsvifum
sínum hér, hafi nú skapast sögu-
legt tækifæri til að sætta þjóð-
ina, sem hafi um árabil verið
klofin í afstöðu til hersins, með
því að hann hverfi af landi brott.
Steingrímur J. Sigfússon er
fyrsti flutningsmaður.
Smáuarhlettur
Biðlistarnir eftir
hjúkrunarrými
fyrir aldraða í
Reykjavík eru
smánarblettur á
velferðarkerfinu,
sagði Svavar
Gestsson, þing-
maður Alþýðu-
bandalagsins, í
fyrirspurnartíma
á Alþingi. Hann
spurði heilbrigðisráðherra hvað
ríkisstjórnin hyggðist gera til að
bæta ástandið sem væri mjög al-
varlegt. Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðisráðherra, sagði að
verið væri að taka á þessum mál-
um og á næsta ári yrði veitt 300
milljónum króna í rekstur nýrra
heimila.
Svavar Gests-
son.