Dagur - 18.11.1997, Side 4
é -ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
FRÉTTIR
L.
Fyrsti lóðasamninguriim
Nýverið var undirritaður fyrsti lóðasamningurinn sem Egilsstaðabær
gerir frá upphafi. Samningurinn er við Trésmiðju Fljótsdalshéraðs.
Astæða þess að ekki hefur verið gerður lóðasamningur fyrr er sá að
ríkið hefur átt það land sem bærinn stendur á allt fram á síðasta
sumar er Egilsstaðabær keypti það. Leiguliðar hafa hingað til fengið
senda gíróseðla vegna innheimtu lóðaleigunnar, en hún verður eftir-
leiðis innheimt með fasteignagjöldum.
Messías og Bruðkaup Figaros
Oratorían Messías eftir Hándel verour sýnd á upphafi aðventu og
taka þátt í því 23 manna kór af Austfjörðum og 1 5 manna hljómsveit
sem bæði er skipuð Austfirðingum og höfuðborgarbúum. I vor verð-
ur Brúðkaup Figaros eftir Mozart sett upp, en aðeins hluti af verk-
inu. Þetta stórkostlega framlag til menningarinnar á Austfjörðum er
einum manni að þakka, Keith Reed tónlistarkennara.
Samstarf skóla á
Austurlandi
Skólastjórnendur á Austurlandi munu verja 7 kennslustundum á
þessu skólaári til setu á námskeiðum auk ákveðinnar heimavinnu
sem svarar til 4 kennsludaga. Fyrsta lotan er að baki, tveir kennslu-
dagar í Hallormsstaðaskóla. Námskeiðið heitir „Samstarf skóla á
Austurlandi“. Þóroddur Helgason, formaður Skólastjórafélags Aust-
urlands, segir að vonandi verði hægt að auka samstarf milli skóla á
Austurlandi til muna, m.a. með flutningi upplýsinga gegnum Alnet-
ið.
Rekstur skíðasvæðis
úr bðndum
Bæjarstjórn Egilsstaða telur að rekstur Byggðasamlags um skíða-
svæði á Fjarðarheiði hafi algjörlega brugðist, kostnaður fór verulega
fram úr áætiun, sala á lyftukortum var sáralítil og launagreiðslur
langt fram úr áætlun. Rekstraraðilar skíðasvæðanna hafi algjörlega
brugðist því trausti sem sem þeim var sýnt og stórlega hafi vantað
upp á að skipulag og umsjón rekstursins hafi verið með viðunandi
hætti. Óskað er eftir skýrslu æskulýðs- og iþróttaráðs um málið.
Aukafjárveiting í „Drop iní6
Bæjarstjórn samþykkti skipti á hlutabréfum Lífeyrissjóðs Austur-
lands í Hótel Valaskjálf hf. og bréfum Egilsstaðabæjar í Asgarði hf.
að nafnvirði kr. 1.250.000. Samþykkt var 120 þúsund króna auka-
fjárveiting í verkefnið „Drop in“ en jafnframt stefnt að því að breyta
nafninu. Þuríður Backman, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Helgi Hall-
dórsson voru kjörin í sameiningarnefnd. — GG
Hjúkrunarfræðingar á Sultartanga
Landsvirkjun er að ráða tvo hjúkrunarfræðinga til starfa vegna fram-
kvæmda á Sultartanga. Þetta er gert til að tryggja með sem bestum
hætti öryggi þeirra hundruða starfsmanna, sem sinna áhættusömum
störfum á virkjunarstað. Að sögn Benedikts Jónssonar, verkfræðings,
sem er eftirlitsmaður Landsvirkjunar, er sérstök öryggisnefnd starf-
andi á staðnum, til að tryggja öryggismál með bestum hætti. A veg-
um nefndarinnar var til að mynda fengin þyria á dögunum til að
finna út hentuga lendingarstaði fýrir þyrlur, sem þangað gætu þurft
að koma í sjúkraflug. Einnig stendur til að hafa sjúkraskýli, sjúkrabíl
og slökkvistöð á staðnum.
Jarðskjálftamælir á
bæi arskrifstofu m
Jarðskjálftamælir verður settur upp í nýjum húsakynnum bæjarskrif-
stofunnar á Selfossi að Austurvegi 2, en þangað flytja skrifstofurnar
húsakynni sín innan tíðar. Uppsetning þessa mælis er hluti af þeim
viðbúnaði sem Sunnlendingar hafa í gangi vegna hugsanlegs Suður-
landsskjálfta. — SBS
Rúmenamir
hagkvæmastir
Beiðni uiii atvmnu-
leyfi fyrir á þriðja
hundrað rúmenskra
málmiðnaðarmanna
hafnað. Ekki var leit-
að eftir innlendu
vinnuafli.
Atvinnuleyfi til útlendinga eru
háð skilyrðum, segir Sigríður Lillý
Baldursdóttir, skrifstofustjóri í Fé-
lagsmálaráðuneytinu. Hún segir
að gert sé ráð fyrir að reynt sé að
fá kunnáttumenn til starfa innan-
lands áður en beðið sé um at-
vinnuleyfi fyrir útlendinga og
samkvæmt lagabókstafnum þurfi
að fullreyna það. „Það var ekki
gert þarna,“ segir Sigríður Lillý,
en á dögunum óskaði Norðurál
eftir atvinnuleyfi lyrir stóran hóp
rúmenskra málmiðnaðarmanna.
„Okkur sýnist sem svo eftir okkar
athugun að það sé atvinnleysi í
þessum geira og þess vegna ætti
hugsanlega að vera hægt að
manna þetta,“ segir Sigríður og
bætir við að ef menn Ieiti fyrir sér
og fái ekki mannskap þá geti þeir
farið fram á atvinnuleyfið aftur.
Aldrei skilið þessa umsókn
Hervar Gunnarsson, formað.ur
Verkalýðsfélags Akraness, segist
aldrei hafa skilið þessa umsókn
um 240 atvinnuleyfi, nánast heilt
rúmenskt fýrirtæki.
„Þess vegna er ég sammála fé-
lögum mínum í hreyfingunni að
sé hægt að manna þetta með inn-
lendu vinnuafli þá eigi að gera
það.“ En Hervar segir að það verði
að vera tryggt að hægt sé að gera
það.
„Það hefði farið að koma að
byrjun þessa verkþáttar um þessar
mundir," segir Sigurgeir Tryggva-
son hjá Johan Rönning hf., en
Norðurál vísaði á Johan Rönning
varðandi málefni Rúmenanna.
Rúmensku málmiðnaðarmennirn-
ir sem til stóð að flytja til landsins
áttu að starfa við uppsetningu
hreinsivirkis í nýja álverinu á
Grundartanga.
Strik 1 reikningmn
Sigurgeir segir synjunina valda
ákveðnum áhyggjum og að hún
setji strik í reikninginn. Hún hafi
komið á óvart miðað við þá um-
fjöllun sem verið hefur um stöðu
málmiðnaðarins í landinu og
skort á mönnum í faginu. Hann
bendir m.a. á fréttir um pólska
málmiðnaðarmenn hér og þar því
til stuðnings. Hann segir rúm-
enskan undirverktaka framleiða
hluta hreinsivirkisins, „og það má
segja að uppsetningin sé partur af
því,“ segir hann. „Þeir framleiða
stálið og þeir setja það upp. Þetta
er stór partur af þessu hreinsivirki
en það er líka búnaður í því sem
kemur frá Svíþjóð og Þýskalandi
og þá koma menn þaðan til að
ganga frá því.“
Sigurgeir staðfestir að aldrei
hafi staðið til að íslenskir málm-
iðnaðarmenn sæu um þennan
verkþátt: „Svona var staðið að
málinu. Þetta var hagkvæmasta
lausnin.“ — OHR
Krístjáii skilur ekkl
Þorstein í Smugumáliun
„Ég get ekki séð hvernig sjávarút-
vegsráðuneytið ætlar að draga úr
sókn íslenskra skipa f Smuguna.
Mér er það hulin ráðgáta og tel
það ekkert vera í þeirra verka-
hring eins og málum er háttað,"
segir Kristján Ragnarsson, for-
maður LIU.
Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, hefur lýst því yfir
opinberlega að það komi til
greina áð draga úr sókn íslenskra
skipa í Barentshafi í framhaldi af
tillögum ráðgjafanefndar Alþjóða
hafrannsóknaráðsins um stór-
felldan niðurskurð á þorskkvóta
á svæðinu. Formaður LIU telur
hinsvegar einsýnt að ásókn ís-
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir
það ekki vera í verkahring sjávarútvegs-
ráðherra að stjórna sókn islenskra skipa
á alþjóðlegum hafsvæðum I Barentshafi.
lenskra skipa til veiða á svæðinu
fari alfarið eftir aflabrögðum,
enda um alþjóðlegt hafsvæði að
ræða. Hann minnir á að sl. sum-
ar hafi sóknin verið minni en
sumarið þar á undan og viðbúið
að hún minnki enn frekar nema
að afli glæðist á svæðinu frá því
sem verið hefur.
Þar fyrir utan sé það ákvörðun-
arefni hverrar útgerðar fyrir sig
hvort skip verða send til veiða
þar nyrðra eða ekki. Af þeim sök-
um telur formaður LIU alveg
ómögulegt að skilja hvernig
ráðuneytið ætlar sér að takmarka
sókn íslenskra skipa á svæðið við
núverandi aðstæður. — GRH