Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAG UR 18.NÓVEMBER 1997 - S
FRÉTTIR
L
Sameiníngamlji Esk-
fírdinga kom á óvart
Áhugi manna va~ mikill fyrir kosningarnar og fundir fjölsóttir. Afdráttarlaus samein-
ingaviiji nær alls staðar kom þó á óvart.
Úrslit kosninga um
sameiningu Eskifjard-
ar, Neskaupstaðar og
Reyðarfjarðar voru
meira afgerandi en
reiknað var með, sér-
staklega á Eskifirði
þar sem 61% þeirra
sem greiddu atkvæði
sögðu já.
Kosningaþátttakan var mest á
Eskifirði, eða 83,1%, og sögðu
340 eða 60,6% já en 216 eða
38,5% nei en auðir og ógildir
voru 5. A Neskaupstað var kosn-
ingaþátttakan minnst, eða 69%.
Þar sögðu 646 eða 82% já en
127 nei eða 16% en auðir og
ógildir voru 14. Á Reyðarfirði
kusu 82,8% og sögðu 276 eða
70% já en 108 eða 28% nei. Auð-
ir og ógildir voru 14. Sameining-
una samþykktu því 1.262 gegn
451. Kosin verður 11 manna
bæjarstjórn hins nýja sveitarfé-
lags í maímánuði 1998 og í kjöl-
farið tekur sameiningin gildi.
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar, segir að
úrslitin hafi verið meira afger-
andi en hann hafi búist við, sér-
staklega á Eskifirði þrátt fyrir að
hinn neikvæði tónn hafi verið
nokkuð áberandi þar. „Eg held
að fylgnin með sameiningu hafi
verið að aukast síðustu vikuna og
mér er sagt að fundurinn á Eski-
firði hafi haft þar mikil áhrif,
jafnvel úrslitaáhrif og sá mál-
flutningur sem fylgdi dagana þar
á eftir. Það hafa heyrst margar
tillögur um nafn á nýja sveitarfé-
lagið, ekki síst Austurbyggð, en
fólk er mjög frjótt og er að reyna
að finna samnefnara svæðisins,
bæði í austrinu og fjörðunum,"
sagði Smári Geirsson.
Emil Thorarensen, bæjarfull-
trúi á Eskifirði, barðist gegn
sameiningu sveitarfélaganna.
Hann bjóst við allt til loka kjör-
fundar að sameiningin yrði felld.
„Fólk virtist ekki varða þessi mál
enda fór kynningin mjög seint af
stað og var aðallega fólgin í því
að sveitarstjórnirnar gáfu út
bæklinga sem áttu að tíunda
kosti og galla sameiningar, en
þar er ekkert minnst á gallana
þrátt fyrir að þeir séu kostaðir af
bæjarsjóðunum. Þau rök að
hægt væri að draga úr fólksflótt-
anum og veita meiri þjónustu
virðast hafa hrifið auk þess að
stórðiðja kæmi ef sameinað
væri,“ sagði Emil Thorarensen.
- GG
anfekk
sekt
Landabruggari hefur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur verið dæmdur
til 300 þúsund króna sektar, en í
forsendum dómsins kemur fram
að gengið er út frá að aðeins sé
sannað að hluti af bruggi manns-
ins hafi verið sterkt áfengi.
Maðurinn var tekinn sl. vor og
fundust hjá honum 32 lítrar af
landa og 211 Iítrar af gambra, en
auk þess viðurkenndi maðurinn
við yfirheyrslur hjá lögreglunni
að hafa frá haustinu áður fram-
leitt 250 til 300 lítra af „áfengi",
sem hann sagði að meðaltali
40% að styrldeika. Þessa tilteknu
játningu dró hann til baka fyrir
dómi og taldi dómarinn að ekki
lægi fyrir sönnun um styrkleika
þessa hluta bruggsins. Hann var
sakfelldur fyrir bruggun á 50 til
60 Iítrum af Ianda og hlaut sem
fyrr segir 300 þúsund króna
sekt. - FÞG
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, var viðstödd tónleika í Kristskirkju í Landakoti í Reykjavik sl. sunnudag, ásamt eigin-
manni sínum, Óiafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands. Þetta er í fyrsta sinn síðan í september sem hún kemur fram opinber-
lega, en þá var tilkynnt að hún hefði veikst af bráðahvítblæði. Tilkynnt var fyrir skömmu að góður árangur hefði náðst í læknis-
meðferð Guðrúnar Katrínar og koma hennar í Kristskirkju er staðfesting þess. Mynd: Pjetur.
Víðtæk sajneining í Skagafirði
Formaður sameining-
amefndar í Skagafirði
telur Skagfírðinga
hafa verið mjög skyn-
sama í kjörklefanum á
laugardaginn í ljósi
þess að áform um
sameiningu 11 sveit-
arfélaga gengu eftir.
Það kom nokkuð á óvart að úrslit
sameiningarkosninganna í
Skagafirði skyldu vera svona af-
gerandi í átt til sameiningar
þrátt lýrir að svona kosningar séu
töluvert tilfinningamál þar sem
rökfærsla dugir stundum skammt
til að sannfæra andmælanda um
að hann hafi á röngu að standa.
Minnstur var munurinn í Lýt-
ingsstaðahreppi og það var raun-
ar eina sveitarfélagið þar sem
samþykktin stóð tæpt, munaði
aðeins tveimur atkvæðum og
einnig voru tveir seðlar auðir eða
ógildir og leikur sjálfsagt ein-
hverjum forvitni á að vita hverjir
áttu þá atkvæðaseðla. Mestur var
munurinn í Viðvíkurhreppi þar
sem 38 sögðu já en 2 nei.
Bjarni Egilsson, oddviti Skef-
ilsstaðahrepps og formaður sam-
einingarnefndar, er mjög ánægð-
ur með niðurstöðuna og telur
íbúa Skagafjarðar hafa verið
mjög skynsama í kjörklefanum á
laugardaginn. Ávinningurinn sé
fyrst og fremst sá að með þessum
úrslitum verður Skagafjörður ein
samstæð heild og hægt verður að
vinna að ýmsum málum á mun
markvissari hátt. Auk þess verði
þetta nýja sveitarfélag mun öfl-
ugri málsvari út á við. Urslitin
voru sem hér segir: Heildarkjör-
sókn í sameiningarkosningunum
í Skagafirði á laugardag var
57,1%, 1.393 eða 76% sögðu já
en 449 eða 24% sögðu nei. í
Fljótahreppi var kjörsókn 71%,
66 sögðu já en 5 nei; í Seylu-
hreppi var kjörsókn 69%, 108
sögðu já en 40 nei; í Skarðs-
hreppi var kjörsókn 82%, 37
sögðu já en 24 nei; í Rípurhreppi
var kjörsókn 92%, 33 sögðu já en
27 nei; í Staðarhreppi var kjör-
sókn 79%, 51 sagði já en 18 nei;
í Skefilsstaðahreppi var kjörsókn
94%, 22 sögðu já en 10 nei; í
Hólahreppi var kjörsókn 66%, 59
sögðu já en 6 nei; í Viðvíkur-
hreppi var kjörsókn 76%, 38
sögðu já en 2 nei, í Hofshreppi
var kjörsókn 66%, 127 sögðu já
en 48 nei, í Lýtingsstaðahreppi
var kjörsókn 82%, 78 sögðu já en
76 nei og á Sauðárkróki var kjör-
sókn minnst eða 52%, 774 sögðu
já en 193 nei. — GG
Fjöldahandtök-
ur á Dalvík
Átta ungmenni voru handtekin
vegna fíkniefnamála á Dalvík í
fyrradag. Um ræðir neyslu á hassi
og svokölluðu Poppers eða rush
sem er mjög skaðlegt og reyndar
ekki flokkað með fíkniefnum
heldur eiturefnum. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem kemst upp um
neyslu Poppers, en nokkuð er lið-
ið frá því að efnisins varð síðast
vart á landinu.
Poppers er náskylt glyserýni og
hefur sprengiáhrif á líkamann.
Hjartsláttur og blóðflæði eykst
verulega við neyslu, efnið getur
valdið bráðageðveiki og jafnvel
dauða. Ungmennin sem viður-
kennt hafa neyslu eru í kringum
17 ára aldur.
Þá var einn maður handtekinn
og kærður á Akureyri á föstudag
fyrir að kaupa áfengi fyrir ungl-
inga í vínbúð ÁTVR. Að sögn
Daníels Snorrasonar, yfirmanns
rannsóknardeildar lögreglunnar á
Akureyri, stendur til að auka eft-
irlit með þessu á næstunni. — BÞ
Persónulegt mál
„Eg hef ekki séð þessa niður-
stöðu, en vil taka fram að Slysa-
varnafélaginu ber skylda til að
upplýsa skattinn um fjárreiður
sínar og greiðslur til einstaklinga.
Að öðru Ieyti er þetta persónulegt
mál Hálfdáns gagnvart skattyfir-
völdum,“ segir Gunnar Tómas-
son, forseti Slysavarnafélags ís-
lands.
Dagur greindi frá því í síðasta
helgarblaði að eftir nær þriggja
ára málarekstur í skattkerfinu
hefði Hálfdán Henrysson fengið
uppreisn æru hjá yfirskattanefnd.
Nefndin hafði til umfjöllunar
skattlagningu á bótagreiðslum til
Hálfdáns, en hann fékk 750 þús-
und króna bætur vegna þess að
Slysavarnafélagið sagði honum
upp störfum. 1 samningum um
bæturnar var kveðið á um að þær
væru skattlausar, en eftir sem
áður beindi Slysavarnafélagið er-
indi til skattyfirvalda, sem Hálf-
dán túlkaði sem kæru um skatt-
svik. Skattur var lagður á bæturn-
ar, en nú hefur Hálfdán fengið
þær greiðslur til baka, 320 þús-
und krónur og skattyfirvöld viður-
kennt að ekki hafi borið að greiða
skatt af bólunum. - FÞG
Jafnréttiskæra
upp á milljómr
Málshöfðun kærunefndar jafn-
réttismála, fyrir hönd Guðbjargar
Önnu Þorv'arðardóttur, gegn rík-
issjóði var í gær tekin fyrir til að-
almeðferðar hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur. Guðbjörg Anna kref-
ur ríkissjóð um 10 milljóna króna
bætur.
Mál þetta má rekja til haustsins
1993 er auglýst var staða héraðs-
dýralæknis í Mýrasýslu. Guðbjörg
Anna var á meðal umsækjenda og
sérstök hæfnisnefnd um stöðu
dýralækna mat hana hæfastan
umsækjenda. En Rúnar Gíslason
var ráðinn, en hann sagði stöð-
unni hins vegar lausri fljótlega
vegna mótmæla og þrýstings í þá
átt að Gunnar Gauti Gunnarsson
fengi stöðuna. Gunnar fékk stöð-
una og Iítur Guðbjörg því svo á að
henni hafi tvívegis verið hafnað
þótt hún teldist hæfasti umsækj-
andinn.
Kærunefnd jafnréttismála gerir
ekki kröfu til þess að ráðning
Gunnars Gauta verði dæmd
ógild, heldur að meðferð málsins
verði dæmd ólögmæt og Guð-
björgu dæmdar 10 milljóna króna
bætur. - FÞG