Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 6

Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 6
6 - PRIÐJUDAGVR ÍB.NÓVEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Slmbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Kveimalistiim mætir til leiks í fyrsta lagi Landsfundur Kvennalistans um helgina markaði mikið gæfu- spor fyrir þá sem vilja að allt það besta í fari hreyfingarinnar setji mark á íslenskt samfélag. Erindi kvenfrelsissinna er enn brýnt. Nú hefur meirihluti kvennanna ákveðið að ganga til viðræðna um það afl sem hugsanlega er í burðarliðnum: sam- fylkingu félagshyggju- og vinstrimanna. Þau viðhorf sem Kvennalistinn hefur kynnt og barist fyrir eiga heima í nýrri breiðfylkingu. Þar eiga þau möguleika að fá aukið vægi og meiri styrk á vettvangi stjórnmálanna en hingað til. Það hefði verið rangt að kanna ekld þessa möguleika. í öðru lagi Þær konur sem andsnúnar voru hafa margar getið sér góðan orðstír og eru reyndar í stjórnmálabaráttu. Þær hafa vissulega nokkuð til síns máls þegar þær vara við „moðsuðu" gamalla flokks- og kerfisviðhorfa í þeim samfylkingarviðræðum sem fara í hönd. Ný stjórnmálahreyfing sem ætlar sér forystu inn í nýja öld verður að takast á við og hafa ferska sýn á meginvið- fangsefni samfélagsins: lýðræði, umhverfi, siðvæðingu, al- mannahagsmuni - og ekki síst: skila okkur markvisst til jafn- réttis kynjanna. Er eitthvert vit í því fyrir Kvennalistann að klofna um hvort KANNA megi þessa möguleika? í þriðja lagi Staðreynd er, viðurkennd af helstu talskonum Kvennalistans, að hreyfingin hefur verið í kreppu og fylgið ört dvfnandi. Kvennalistakonum hefur hins vegar verið fagnað hvarvetna í undirbúningi samfylkingarsinna fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar. Það er vegna þess að þær hafa styrka pólitíska og sið- ferðislega rödd sem skiptir máli fyrir þá uppstokkun stjórnmál- anna sem nauðsynleg er . Kvennalistinn á að koma af fullum krafti í viðræður. Ekki um gamla moðsuðu. Heldur um ný- sköpun stjórnmála. Konurnar geta haft afgerandi áhrif á mót- un nýrra stjórnmála. Ef þær þora, geta - og vilja. Stefán Jón Hafstein. Býður Kveimalist- inn fram Mofið? Að því hlaut að koma að uppgjör yrði í Kvennalistan- um. Eftir fundinn hjá þeim um helgina eru hlikur á lofti og ljóst að í framboðsmálum að minnsta kosti er listinn klofinn. Hvort sá klofningur endar í tveimur kvennalista- framboðum er óljóst enn, þó Garri þekki marga sem einskis óska heitar en að Kvennalistinn bjóði fram ldof- ið. 1 þessu tilfelli eins og víðar var jiað afstaðan til samein- ingar jafnaðarmanna sem knúði fram reikniskilin. Markalínurnar eru líka skýrar. Annars vegar er það meirihlutinn, sem samanstend- ur fyrst og fremst af ungum konum úr Grósku, og ílokkast einfald- lega sem hefð- bundnir vinstri- sinnar. Hins vegar er það kjarninn sem Iagði upp í kvennaframboðsleiðina á sínum tíma og eru bara femínistar en hvorki hægri- né vinstrisinnar. Eignum busins ráðstafað Svo virðist sem kvennalista- konur sjálfar hafi verið þess meðvitaðar að með þeirri ákvörðun að slá sér saman við jafnaðarmannahreyfinguna, hafi þær jafnframt veitt sér- stökum kvennaframboðum á Islandi nábjargirnar. Það sýn- ir auðvitað að jafnvel þær voru tilbúnar til að viður- kenna gjaldþrot hreyfingar- innar, sem sjálfstæðs afls. V Þess vegna minnti lands- fundurinn um margt á skiptafund í Jirotabúi. „Hvernig ber að ráðstafa eign- um búsins?“ var spurningin sem sveif yfir vötnunum. Þeir sem vildu ráðstafa hinum pólitísku eignum til jafnaðar- manna urðu ofan á og Ijóst er að meirihluti kvennalista- kvenna mun nú ganga til liðs við þá fylldngu. Snautlegur endir Hins vegar eru gömlu Kvenna- lista-frumkvöðl- arnir, sem ekki vildu fara í jafnað- armannafylking- una, ekki enn dauðir úr öllum æðum og spurn- ing hvort ekki séu þar eftir í þrota- búinu talsverð pólitísk verðmæti sem borg- aralegu flokkarnir hafa hug á að bjóða í. Spurningin stend- ur því í raun um það hvort sá armur sem telur sig hvorki til hægri né vinstri mun bjóða fram undir eigin merkjum (og Kvennalistinn þá bjóða fram klofið) eða hvort þessi armur leysist upp og einstaklingarnir hverfi inn í borgaralegu flokk- ana þegar gengið verður frá endanlegum skiptum í þrota- búinu. Einhvern veginn virð- ist seinni kosturinn líklegri í stöðunni og markar heldur snautlegan enda á glæsilegum ferli íslenskra kvennafram- boða. JÓHAJVNES SIGURJÓNS SON skrífar Degi íslenskrar tungu, og jafn- framt fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar, var minnst með margvísiegum hætti 16. nóvem- ber sl. Málspakir menn og fróðar konur komu fram í fjölmiðlum og fluttu fyrirlestra víða um ást- kæra ylhýra málið. Ymsir hafa eins og oft áður og er ugglaust nauðsynlegt, áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu. Áhyggjurnar eru auðvitað forsendur andófs gegn óæskilegum áhrifum og án þeirra flytum við líkast til sof- andi að feigðarósi í þessum efn- um. Og vöknuðum vísast á end- anum við vondan draum við það að afkomendur vorir væru skyndilega hættir að skilja ávarp á borð við: Komdu nú sæll og blessaður. Og svöruðu. Hvat fökking rugl is this? Eg dissa þetta to hell! Óbeygðir foreldrar Menntamálaráðherra er ekki í „Dissiim66 ekki fordæmi Færeyinga hópi þeirra sem verulegar áhyggjur hafa af tungutaki okkar í framtíð, þrátt fyrir óvissu tím- ans og aðsteðjandi málfarsleg áreiti úr öllum áttum, m.a. á internetinu og á hinum óteljandi erlendu sjónvarpsrásum sem dynja daglega sem skíðadrífa á skilning- arvitum landsmanna. Ráðherra er bjartsýnn og bendir á að við höf- um áður staðið af okk- ur orrahríð erlendra áhrifa og hefur meiri áhyggjur af menning- arlegri einangrun en íslenskri menningu í opnu sambandi við al- heimsmenninguna. Auður Haralds, rit- höfundur, gat þess hinsvegar á sjónvarpinu að hún hefði ekki um skeið hitt ungling innan 16 ára sem gat fallbeygt skammlaust orð á borð við faðir, móðir, systir, bróðir. Og hún benti á að börn og unglingar væru meira og minna hætt að Iesa bækur. Þarna væru vissulega blikur á lofti. Lærum af Færeyingiun Ofanritaður sótti á degi íslenskrar tung- ufyrirlestur Höskuldar Þráinssonar, prófes- sors við Háskóla Islands, undir yfir- skriftinni: Hvað geta Færeyingar kennt okkur um íslensku? Þetta var einkar fróð- legt erindi og niður- Björn Bjarnason. staða prófessorsins var e.t.v. sú að málsaga Færeyinga gæti öðru fremur aukið okkur bjartsýni á framtíð íslenskunnar. Forsendur Færeyinga til þess að viðhalda og verja sína þjóð- tungu voru í mörg hundruð ár margfalt verri en okkar. Þeir áttu ekkert ritmál og því engar prent- aðar bækur til að byggja á, danskan var opinbert mál í stjórnsýslu og trúarlífi og m.a. var nýja testamentið ekki gefið út þar fyrr en á þessari öld og færeysk biblía kom ekki út fyrr en 1961. Það er því í raun með ólíkind- um að Færeyingar, fimmfalt færri en vér Islendingar, ritmáls- lausir í árhundruð og með dönskuna hangandi yfir sér eins og sverðið Damóklesar, skuli í dag tala og skrifa færeysku en ekki dönsku. Og fyrst þessir frændur okkar gátu varið og viðhaldið sinni þjóðtungu við slíkar aðstæður, þá ætti okkur Islendingum ekki að verða skotaskuld úr því að gjöra hið sama, þrátt fyrir al- netsáreitið og sjónvarpsrásirnar hundraðþúsund. svaurað Sýn;i atburðir helgar- innar að Kvennalistinn sé og hafí verið vinstri flohhur? Jón Kristjánsson þitigmadur Framsóknaiflokks. „Nei, ég tel þá sýna að Kvennalist- inn byggði ekki aðeins á \ Vt v i n s t r i stefnu. Jafn- réttismál og staða og r é t t i n d i kvenna - femfnismi - er ekki einkamál vinstri manna eins og kom í Ijós um helgina. Deilur urðu um niðurstöðu fundarins og mér sýnist sem listinn muni klofna. Þetta virðist enn ein sönnun þess að kljúfa þurfi nokkra flokka í þágu sameining- ar. Það hefur alltaf verið.“ Ásta B. Þorsteinsdóttir varaþingmaðtir og varafonn. Aiþýðu- flokks. „Stór hluti kvenna inn- an vébanda Kvennalist- ans hefur að m i n n s t a kosti skil- greint sig sem félag- hyggjufólk. Það finnst mér þessi niðurstaða fundarins sýna, þó svo að kvennalistakonur haldi áfram merkjum jafnréttis kynjanna og kvenfrelsis á Iofti, einsog þær hafa gert. Slíkt sjónarmið eru auðvitað líka sjónarmið félags- hyggjuflokka.“ Lúðvík Bergvinsson þingmaður Alþýðuflokks. „Áður en tekist er á við að svara þ e s s a r i spurningu væri nauð- syn að greina til hlýtar hvað felst í hug- og hægri í stjórnmálum. En út frá hefð- bundnum frasakenndum við- horfum hefur Kvennalistinn æv- inlega lagt ríka áhersla á velferð- ar- og jafnréttismál og í því ljósi má segja að ætíð hafi verið um meintan vinstri flokk að ræða.“ Valgeröur Sverrisdóttir þingmaðurFramsóknatflokks. „Nei, ein- mitt ekki. Fyrst ekki er samstaða um að fara í þessa sam- einingarum- ræðu þá finnst mér það sönnun þess að að minnsta kosti einhver hluti kvenna hafi verið jieirrar skoð- unar að Kvennalistinn hafi verið þverpólitískt afl sem fyrst og fremst væri að berjast fyrir rétt- indum kvenna, án tillits til þess pólitíska litrófs sem við tölum gjarnan um.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.