Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 10

Dagur - 18.11.1997, Qupperneq 10
10 -ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 rD^ftr Ekkert smá skemmti- LEGUR STRAUMRÁS Furuvöllum 3 ■ 600 Akureyri Sími 461 2288 ■ Fax 462 7187 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í spjaldloka (Butterfly Valves). Um er að ræða kaup á spjaldlokum í stærðum DN 400 til DN 800, fyrir veitu- kerfi HR. Útboðsgögn sem eru á ensku eru afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Kl. 14:00 þriðjudaginn 16. desember 1997 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í kúluloka (Ball Valves). Um er að ræða kaup á kúlulok- um í stærðum DN 200 til DN 500, fyrir veitukerfi HR. Útboðsgögn sem eru á ensku eru afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Kl. 14:00 miðvikudaginn 17. des- ember 1997 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavfkur er óskað eftir tilboðum í há- gæða-kúluloka (Fleavy Duty Ball Valves). Um er að ræða kaup á hágæða-kúlulokum í stærðum DN 200 til DN 700, fyrir veitukerfi HR.Útboðsgögn sem eru á ensku eru afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Kl. 14:00 fimmtudaginn 18. desember 1997 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í miðflóttaaflsdælur fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Um er að ræða kaup á 5 dælum fyrir 260 kg/s við 300 kPa og 5 dælum fyrir 32 kg/s við 100 kPa. Dælurnar skal afhenda fob. eigi síðar en í lok apríl 1998. Útboðs- gögn sem eru á ensku eru afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Kl. 11:00 þriðjudaginn 16. desember 1997 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á stýri-og eftirlits- búnaði fyrir lagnakerfi í Sundlaug Grafarvogs við Dal- hús. Um er að ræða stjórnbúnað, raflagnir, forritun og uppsetningu á skjámyndakerfi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 18. nóvember 1997, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Kl. 11:00 þriðjudaginn 9. desember 1997 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í kúluloka, spjaldloka og einstefnuloka fyrir 3. áfanga Nesjavalla-virkjunar. Um er að ræða kaup á kúlulokum í stærðunum DN 15 til DN 400, spjaldlokum í stærðun- um DN 150 til DN 600 og einstefnulokum í stærðunum DN 350 til DN 400. Lokarnir eru í þrýstiflokki PN 10 og PN 25.Útboðsgögn sem eru á ensku verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 18. nóvember 1997. Opnun tilboða: Kl. 14:00 fimmtudaginn 11. desember 1997 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN RE YKJA VÍKURBORGA R Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 FRÉTTIR Fjöbnenni í miöbæ og unglingadrykkja Dagbók lögreglunnar í Reykjavík 14. til 17. nóvember 1997 Helgin gekk vel fyrir sig hjá lög- reglu. Talsvert fjölmennt var í miðborginni einkum á laugar- dag. A annan tug ungmenna undir 16 ára aldri var ekið heim eða í athvarf sem lögreglan hefur sett á laggirnar ásamt Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborg- ar og Félagsmálastofnun. For- eldrar sækja síðan börnin sem flutt eru í athvarfið. Lögreglan vill brýna það íyrir foreldrum að virða reglur um útivist barna sinna. Umferðarmálefni Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur um helgina. Þá voru höfð af- skipti af 35 ökumönnum vegna hraðaksturs. Þá voru lögreglu tilkynnt um 40 umferðaróhöpp en engin al- varleg slys urðu á fólki. Astæða er til að minna ökumenn á að taka tillit til aðstæðna við akstur ökutækja í skammdeginu. Lnnbrot Talsvert var brotist inn í ökutæki um helgina og stolið þaðan verð- mætum einkum útvörpum og geislaspilurum. Á föstudag var karlmaður handtekinn eftir að hafa brotið rúðu í lyfjaverslun í austurborg- inni og reynt að fjarlægja hluti sem voru í útstillingu. Hann var fluttur á lögreglustöð en gat enga skýringu gefið á athæfi sínu aðra en ölvunarástand sitt. Þá var brotist inn í búskúr á miðbæjarsvæðinu á sunnudag og þaðan stolið talsverðum verð- mætum. Líkamsmeiðmgar Karlmaður var fluttur á slysa- deild eftir að hafa fengið flösku í höfuðið í miðborginni. Þá kom til átaka milli tveggja karlmanna í miðborginni að morgni sunnudags. Flytja varð annan manninn á slysadeild með áverka á andliti. I fórum hans fundust síðan ætluð fíkniefni. Að morgni sunnudags kom til átaka milli gests og starfsmanns í vínveitingahúsi er gesturinn reyndi að fá þjónustu með því að framvísa fölsuðu greiðslukorti. Eftir átökin verð að flytja gestinn á slysadeild en áverkar eru ekki taldir alvarlegir. Annað Eldur kom upp í viftu í glugga í þvottahúsi á Iaugardag. Einum aðila var ekið á slysadeild með væga reykeitrun. Númer klippt af fjörutíu bifreiöum Úr dagbók lögregl- uirnar á Akureyri vilt ima 10. til 17. nóv- ember 1997. Það er greinilegt, þegar dagbók- in er lesin, að komið er haust og myrkur og hálka gera aksturs- skilyrði erfið fyrir ökumenn. Alls voru skráð 11 umferðaróhöpp í vikunni og í mörgum tilfellum var um verulegt eignatjón að ræða. Slys varð í einu þessara óhappa en nokkrir fengu einnig smá skrámur. Skoðun og enduiskoðun Að venju voru margir sem trös- suðu að færa bifreiðar sínar til skoðunar eða endurskoðunar og voru númer klippt af alls 40 bfl- um. Þetta er eins og í mörgum öðrum tilfellum ónauðsynlegt fyrir eigendur þessara bifreiða þar sem þjónustan hjá Bifreiða- skoðun hf. er góð og alltaf hægt að komast að með bifreiðar sínar til skoðunar. Umráðamenn bif- reiða geta gengið út frá því vísu að ef þeir ekki koma með bifreið- ar sínar til skoðunar í þeim síð- asta mánuði sem þeir eiga að mæta þá verða númer þeirra klippt af og akstur þeirra bann- aður þar til skoðun hefur farið fram. Vert er að geta þess að nú er að koma að lokum þessa skoð- unarárs þannig að þeir sem ekki hafa farið með bifreiðar sínar til skoðunar geri það hið fyrsta. Margir ökumenn bifreiða þurfa eftir Jressa viku að greiða þúsundir í sektir fyrir umferðar- lagabrot sem þeir hafa framið. Þrír voru teknir fyrir meinta ölv- un við akstur, fimmtán fyrir of hraðan akstur, tveir fyrir að aka réttindalausir, fimm fyrir ranga stöðu, þrír fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu o.s.frv. Veitingamaður kærður Fjórir voru kærðir fyrir ölvun á almannafæri og þá voru menn kærðir fyrir að reyna að fara með áfengi með sér inn á vínveitinga- staði. Einnig var veitingamaður kærður fyrir að selja áfengi til ungmennis undir Iögaldri. Nokkrir reyndu að komast inn á veitingastaði með skilríki vina sinna en árvakir dyraverðir hús- anna komu í veg fyrir það og til- kynntu lögreglunni um brotin. Lögreglan fylgist mjög vel með útivistartíma barna og ung- menna og eru sérstök átök gerð í þeim málum um helgar en þá er einnig foreldravaktin að störf- um. Að venju voru nokkur ung- menni tekin og þurftu foreldrar þeirra að sækja þau til lögregl- unnar. Því miður er í mörgum tilfellum um sömu ungmennin að ræða margar helgar en svo virðist sem sumir foreldrar séu kærulausir um Jrann verð- mætasta fjársjóð sem þeir eiga, þ.e.a.s. börnin sín. Olíubrák í höfniimi Starfsmenn Akureyrarhafnar urðu varir við Jrað einn daginn að olíubrák var á sjónum í höfn- inni. Þarna virðist skip hafa los- að annað hvort olíu eða olíu- mengaðan sjó í höfnina og er J>að mál í rannsókn. Þá er rétt að skora á alla þá sem eiga ósótt skotvopnaleyfi að nálgast skfrteini sín hið fyrsta á lögreglustöðina svo ekki Jmrfi að koma til afturköllunar leyfanna og innköllun skotvopnanna. - Ó.A.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.