Dagur - 18.11.1997, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 18.NOVEMRER 1997 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Frá réttarhöldunum yfir Wei árió 1995, sem hann sagdi vera tii háðungar lýðræði og réttarríki.
Úr fangelsi
í útlegð
Kínverski andófsmað-
uriiui Wei Jingsheng
hélt í gær til New
York þar sem hann
ui u ii leita læknis.
Wei flaug til Bandaríkjanna eftir
að kínversk stjórnvöld létu hann
lausan úr fangelsi á sunnudag.
Hann er nú 47 ára en hefur dval-
ist í fangelsi eða vinnubúðum
allar götur frá því 1979, að und-
anskildu sex mánuða tímabili
veturinn 1993-1994.
Þótt Jiang Zemin, forseti Kína,
hafi kallað hann ótíndan glæpa-
mann á fréttamannafundi í síð-
asta mánuði, þá hefur Wei verið
einn af skeleggustu talsmönnum
lýðræðis og tjáningarfrelsis sem
Kína hefur eignast, og var í fyrra
tilnefndur til friðarverðlauna
Nóbels af þeim sökum.
„Satt er það, Wei er aðeins
einn af mörgum,“ sagði Merle
Goldman, prófessor við Boston
Háskóla, „þúsundir annarra eru
enn í fangelsum eða vinnubúð-
um, en hann er mikilvægt tákn
fyrir mannréttindabaráttuna og
gefur öðrum von um frelsi.“
Kínversk stjórnvöld hafa áður
sagt að Wei gæti losnað úr fang-
elsi af heilsufarsástæðum, en
hafa allt fram að þessu sagt hann
vera við hestaheilsu þrátt fyrir að
fjölskylda hans, vinir og mann-
réttindasamtök hafi haldið því
fram að hann eigi við ýmis konar
kvilla að stríða í fangelsinu. Við
komuna til Bandaríkjanna
gekkst hann undir læknisskoð-
un, og að henni lokinni sögðu
læknar að heilsa hans væri í
„þokkalegu ástandi".
Þrýstinguriim virkar
Wei hefur verið andvígur því að
fara í útlegð, enda muni lausn
hans úr fangelsi þá hafa tak-
markaða þýðingu fyrir kínversk
stjórnmál þar sem þeir sem viðra
gagnrýni sína á Kommúnista-
flokkinn eiga enn á hættu að
hljóta langa fangelsisdóma.
Fréttaskýrendur sögðu þó að
lausn Weis sýni að kínversk
stjórnvöld hafi í raun látið undan
þrýstingi að utan og sýnt við-
leitni til að draga úr spennu í
samskiptunum við Bandaríkin,
þrátt fyrir allar yfirlýsingar um
að gagnrýni á mannréttindaá-
standið í Kína sé afskipti af inn-
anríkismálum sem öðrum ríkjum
komi ekki við.
„Þetta þýðir ekki að þeir sem
halda áfram að opna munninn á
opinberum vettvangi um stjórn-
mál og mannréttindi muni ekki
sæta refsingum. Það munu þeir,
en það gæti gefið þeim kjark til
að tjá sig vegna þess að þeir vita
að stjórnvöld bregðast í raun við
þrýstingi frá Bandaríkjunum í
þessum efnum,“ sagði Goldman.
Wei er sendur úr landi aðeins
11 dögum eftir að Jiang sneri
aftur heim úr átta daga ferð
sinni um Bandaríkin. Með því að
draga lausn W'eis þar til eftir
leiðtogafundinn tókst kínversk-
um stjórnvöldum að koma í veg
fyrir að Wei skýggði á forsetann
og einnig að mönnum sýndist
sem Kína hefði látið undan
þrýstingi fyrir leiðtogafundinn.
Fyrir heimsókn sína lil Banda-
ríkjanna hafði Jiang gefið Banda-
ríkjamönnum nokltuð Ijóslega til
kynna að framfarir gætu átt sér
stað í mannréttindamálum ef
ferðin tækist vel.
Óhræddui að gagnrýna
Wei, sem á árum áður var sann-
færður Maóisti, náði athygli
heimsins í lýðræðishreyfingunni
sem komst á kreik í Kína árið
1979, þegar menntamenn og at-
hafnasinnar birtu ögrandi grein-
ar á vegg við fjölfarna götu í
Beijing. 1 fyrstu grein sinni á lýð-
ræðisveggnum svonefnda gagn-
rýndi Wei umbótahugmyndir þá-
verandi leiðtoga Kína, Deng Xia-
oping, og sagði þær dæmdar til
að mistakast ef íýðræðisumbæt-
ur fylgdu ekki efnahagsumbót-
unum sem fyrirhugaðar voru.
Á þeim tíma var litið á Deng
sem mikla framför frá þeirri for-
ystu sem bar ábyrgð á Menning-
arbyltingunni, en Wei var óspar
á gagnrýni sína og sagði Deng á
góðri leið með að verða „nýr ein-
ræðisherra". Ekkert kæmi í stað-
inn fyrir raunverulegt lýðræði.
Hann kallaði leiðtoga landsins
„pólitíska svikara", og sagði
stjórnmálakerfið byggjast á
„lénsskipulagi“.
Wei þurfti að gjalda það dýru
verði að hann skyldi opinbera
skoðanir af þessu tagi. Aðeins
viku eftir að hann gagnrýndi
Deng með nafni var hann hand-
tekinn og síðan dæmdur í 1 5 ára
fangelsi í október 1979. Honum
var sleppt úr fangelsinu í sept-
ember 1993, einmitt þegar kínv-
ersk stjórnvöld sóttu fast að fá að
halda Olympíuleikana árið
2000. Hann tókþá þegar ótrauð-
ur til við að blása lífi í glóðir and-
ófshreyfingarinnar í Kína, sagði
skoðanir sínar hverjum sem
heyra vildi, gaf viðtöl við frétta-
menn og komst í samband við
marga helstu leiðtoga mótmæl-
anna frá 1989, sem hann missti
af í fangelsinu.
Skammviimt frelsi
Vorið 1994 var stjórnvöldum nóg
boðið og Wei var hnepptur í
varðhald stuttu eftir að hann
hafði hitt þáverandi aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna. I nóvember 1995 hófust
loks réttarhöld yfir honum í ann-
að sinn og mánuði síðar var
hann dæmdur enn í 14 ára fang-
elsi fyrir samsæri gegn ríkis-
stjórninni.
Wei lét engan bilbug á sér
finna, jafnvel ekki þegar hann
átti í annað sinn yfir höfði sér
langa fangavist. 1 yfirlýsingu
sinni fyrir rétti sagði hann að
þegar baráttumaður fyrir mann-
réttindum og lýðræði væri sakað-
ur um „undirróðursstarfsemi“ þá
væri það í sjálfu sér viðurkenn-
ing á því að stjórnvöld væru á
móti mannréttindum og lýðræði.
-77te Washington Post.
60 ferðameim myrtir
EGYPTALAND - Sex menn vopnaðir byssum hófu í gær skotárás á
hóp ferðamanna við ævafornt grafhýsi í Luxor í Egyptalandi og skipt-
ust síðan á skotum við lögreglumenn sem voru á vakt við grafhýsið í
um þrjá tíma. Meira en sextíu manns létust í skotárásinni, að því er
heimildir sögðu, þar af allir byssumennirnir sex og tveir lögregluþjón-
ar. Stjórnvöld töldu að þarna hefðu íslamskir Imðjuverkamenn verið
á ferð, sem stefna að því að spilla fyrir ferðaþjónustu Egypta.
Arafat með Parkinsons?
ISRAEL - ísraelskur taugafræðingur sagði í gær að hugsanlega væri
Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, með Parkinsonsveiki. Hann
byggði þessa skoðun sína á nýlegum sjónvarpsviðtölum við Arafat, þar
sem neðri vör hans sást titra nokkuð. Sjálfur segist Arafat aðeins hafa
sofið illa. Ymsar vangaveltur hafa verið um veikindi Arafats síðustu
daga, en hann segist einskis meins kenna sér.
jfe
ÞROSKAHJÁLP
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Félagsfundur
verður miðvikudaginn 19. nóv. kl. 20.30 í
Kaupangi v/Mýrarveg.
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra
u
Framsóknarflokkurinn
Aðalfundur miðstjórnar
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður
haldinn dagana 21.-22. nóvember nk. í Lionssalnum
að Auðbrekku 25, Kópavogi.
Aðalmál fundarins verða auk venjulegra aðalfundarstarfa
byggðamál og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga.
Nánari dagskrá auglýst síðar.
Framsóknarflokkurinn.
Sýslumaðurinn á Akureyri Hófl' EA-1970, skr. nr. 1157, þingl.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri eig. Friðgerður Pétursdóttir, gerðar-
Sími 462 6900 beiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107, Ak-
ureyri, föstudaginn 21. nóvember
1997 kl. 10 á eftirfarandi eignum:
Ásvegur 6, Dalvík, þingl. eig. Símon
Ellertsson, gerðarbeiðandi Dalvfk-
urkaupstaður.
Brekkuhús 1, norðurhl. Hjalteyri,
Arnarneshreppi, þingl. eig. Árni
Magnússon og Kristbjörg Oddný I.
Egilsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins og Sýslumaður-
inn á Akureyri.
Einholt 8D, Akureyri, þingl. eig.
María Agnarsdóttir og Gunnar
Jónsson, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins, húsbréfad. og
(slandsbanki hf.
Gránufélagsgata 46, hl. 01-01-02,
Akureyri, þingl. eig. Ketill Guð-
mundsson, gerðarbeiðandi Iðnlána-
sjóður.
Karlsbraut 7, Dalvík, þingl. eig.
Dóra Rut Kristinsdóttir, gerðarbeið-
andi Dalvíkurkaupstaður.
Karlsrauðatorg 26f, Dalvík, þingl.
eig. Sigríður Dóra Friðjónsdóttir og
Þórhallur S. Jónsson, gerðarbeið-
andi Dalvíkurkaupstaður.
Litlahlíð, úr landi Ytri-Varðgjár, íb.
hús, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig.
Lilja Guðrún Axeldóttir, gerðarbeið-
andi Sýslumaðurinn á Akureyri.
Lóð úr landi Flugmálastjórnar, Akur-
eyrarflugvelli, Akureyri, þing, eig.
Bakkasel efh, gerðarbeiðendur Ak-
ureyrarbær og Sparisjóður Akureyr-
ar/Árnarneshr.
Lækjargata 11a, Akureyri, þingl.
eig. Birgir Ottesen, gerðarbeiðandi
Sparisjóður Akureyrar/Arnarneshr.
Múlasíða 1a, Akureyri, þingl. eig.
Lilja Sigurðardóttir, gerðarbeiðend-
ur Akureyrarbær og Byggingarsjóð-
ur verkamanna.
Hafnarbraut 7, hluti 07-02-02, Dal-
vík, þingl. eig. Verslunin Kotra ehf,
gerðarbeiðendur íslandsbanki hf.
höfuðst. 500, Nína Áslaug Stefáns-
dóttir og Sportís ehf.
Hafnargata 17, Grímsey, þingl. eig.
Brynjólfur Árnason, gerðarbeiðend-
ur Byggingarsjóður ríkisins og
Sýslumaðurinn á Akureyri.
Tjarnarlundur 7b, Akureyri, þingl.
eig. Elísabet Björg Gunnarsdóttir,
gerðarbeiðandi Akureyrarbær.
Sýslumaöurinn á Akureyri,
17. nóvember 1997.
Harpa Ævarsdóttir, ftr.