Dagur - 26.11.1997, Síða 3

Dagur - 26.11.1997, Síða 3
 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997 - 3 Alhliða fíkniefna- leit á Laugarvatni Sérþjálfadur fíkniefnahundur var með lögreglumönnum sem gerðu húsleit f he/mavist Menntaskólans á Laugarvatni i gær. Her lögregliunaima, auk sérþjálfaðs líkiii efnahimds, kom nem- endum heimavistar Menntaskólans á Laugarvatni í opna skjöldu. Engin fíkni- efni fundust. Sex lögreglumenn frá Selfossi, auk eins frá Reykjavík, réðust tii inngöngu á heimavistir nemenda við Menntaskólann á Laugar- vatni í leit að fíkniefnum í gaer. Kvittur hafði komið upp að fíkni- efni gætu fundist í skólanum og fékk lögreglan til fulltingis við sig sérþjálfaðan hund frá fíkni- efnadeildinni í Reykjavfk. Niður- staða leitarinnar varð að engin fíkniefni fundust eða taeki til að neyta þeirra. Órói meðal nemenda Móðir nemanda við skólann hafði samband við blaðið og sagði að nemendum hefði brugð- ið illa þegar laganna verðir komu á vistirnar með hundinn í farar- broddi. Þorgrímur Óli Sigurðs- son, rannsóknarlögreglumaður á Selfossi, segir um ástæðu hús- leitarinnar að kvittur hefði kom- ið upp um fíkniefnaneyslu innan skólans og því hefði verið ákveð- ið að ganga úr skugga um stað- reyndir. Skólastjórnendur hefðu tekið heimsókninni vel, enda annt um orðspor skólans. „Nei, við höfðum enga sterka vísbend- ingu og vorum ekki leita að neinni tiltekinni tegund fíkni- efna. Auðvitað kom þetta krökk- unum í opna skjöldu, en þetta getur bara ekki farið öðruvísi fram,“ segir Þorgrímur Óli. Aðgerðin stóð yfir frá kl. 9.30 í gærmorgun til um kl. 15.00. Ekki var sérstaklega leitað að áfengi en ef menn „hefðu hnotið um það“ segir Þorgrímur Óli að það hefði ekki verið látið af- skiptalaust. — BÞ Undirganga- árdður gegn eiturlyfjum Samstarfshópur um sáttmála um „Grafarvog í góðum málurn" kynnti í gær forvarnaverkefni, þar sem unglingar hafa málað og úðað skilaboð gegn tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum í undirgöngunum milli Foldaskóla og félagsmiðstöðvarinnar Fjör- gyn- „Þetta er liður í forvarnaverk- efni sem allir þeir sem koma nærri uppeldi í Grafarvogi hafa sameinast um. Grundvallar- markmiðin snúast um fjögur at- riði; fyrirmyndarskólastarfið, efl- ingu jákvæðra tómstunda, vinnu gegn tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum hjá unglingum og skilgreiningu á hlutverkum lykil- aðila. Sumt er komið af stað, t.d. bréf til allra verslana um aldurs- mörkin við tóbakskaup. Þetta er jafningjafræðsla í verki," segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, ÍTM fulltrúi Miðgarðs í Grafar- vogi. Einar Gylfi Jónsson hjá SÁÁ, Óskar Dyrmundur Ólafsson fulltrúi og Kristín Árnadóttir aðstoðarkona borgarstjóra ræða málin í undirgöngunum. í kvöld, miðvikudag kl. 20, hefst f Húsaskóla borgarafundur um unglinga og forvarnir í Grafarvogshverfi. |fg? ,, v. a ' W v |1/Í I "4 ym ± Pétur Þór Gunnarsson: Hefur stefnt Páli Skúlasyni vegna meiðyrða, en Páll hefur fyrir hönd danskrar ekkju stefnt Pétri fyrir blekkingar vió kaup á Kjar- valsverki. MUljónir vegna meið- yrða Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, krefur Pál Skúlason lögmann um 2,3 millj- ónir króna í meiðyrðamáli sem höfðað var vegna ummæla Páls í Morgunblaðinu í sumar. Fyrir utan kröfu um að ummæli Páls verði dæmd dauð og ómerk vill Pétur Þór fá 800 þúsund króna miskabætur, 1,5 milljón króna vegna íjártjóns Gallerís Borgar og 300 þúsund krónur til að birta dómsniðurstöðuna. Páli er stefnt vegna viðtals í Morgunblaðinu þar sem Páll gagnrýndi Pétur Þór og galleríið vegna kaupa aldraðs Dana, Dags Möller, á Kjarvalsmynd. Páll sagði Pétur hafa notfært sér elli Dags til að afla sér ólögmæts hagnaðar auk þess að segja að verkið væri líklega ein þeirra meintu falsana sem tengjast rannsókn hjá RLR. Páll er lög- maður ekkju Dags. Pétur Þór hefur vísað þessum ásökunum á bug og krefst þess að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. - FÞG Hafuarkrain færleyfi Borgarráð hefur samþykkt að mæla ekki gegn vínveitingalevfi til handa Hafnarkránni í Hafn- arstræti, en að tillögu félags- málaráðs og samkvæmt yfirlýs- ingu eigenda Hafnarkrárinnar verður leyfið bundið við þrjá mánuði til reynslu og að staður- inn opni ekki fyrr en kl. 18. Gunnar Þorláksson, skrifstofu- stjóri Félagsmálastofnunar, lagðist gegn veitingu leyfisins og segir meðal annars að hann sé enn þeirrar skoðunar að „lág- markskröfum um hreinlæti stað- arins og ástand gesta sé alls ekki fullnægt“. - FÞG Athugasemd vegna greinar Sjötti hver ekki tílhimm í vinnu Vegna ummæla Sverris Leósson- ar í Degi laugardaginn 22. nóv- ember sl. um vinnubrögð hjá Kaupþingi Norðurlands hf. vill fyrirtækið koma eftirfarandi at- hugasemdum á framfæri. Lögum samkvæmt er fyrirtækj- um í verðbréfaþjónustu og starfs- mönnum þeirra skylt að gæta fyllsta trúnaðar gagnvart við- skiptavinum sínum. Því er ekki unnt að ræða opinberlega ein- stök atriði þessa máls, eða ann- arra sem fyrirtækið á aðild að. Undirritaður hefur þegar skýrt málið fyrir greinarhöfundi en þrátt fyrir það kýs hann að líta ai- gjörlega fram hjá því og rífa úr samhengi einstök atriði úr þeim gögnum sem unnin voru í þeim tilgangi að gera vinnubrögð fyrir- tækisins tortryggileg. Þær að- dróttanir sem fram koma í grein- inni eru úr lausu lofti gripnar og vísar Kaupþing Norðurlands þeim algerlega á bug. Ef frekari útskýringa er óskað af greinar- höfundi er undirrituðum ljúft og skylt að skýra einstök atriði máls- ins. Eins og áður kom fram mun- um við ekki ræða einstök atriði þessa máls eða annarra á síðum dagblaðs eða í öðrum fjölmiðl- um. Virðingarfyllst f.h. Kaupþings Norðurlands Tryggvi Tryggvason. Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, ritaði grein i Dag um helgina sem Kaupþing Norðurlands segir að i séu aðdróttanir sem séu algerlega úr lausu lofti gripnar og til þess gerðar að gera fyrirtækið tortryggilegt. Ný viimiiiiiíirkaðs kömmn Hagstofuimar fann eiiis marga at- vimmlausa og fyrir ári, en 11111 þúsund fieiri í vinnn. Af þeim 4.600 sem voru á at- vinnuleysisskrám um miðjan nóvember var aðeins rúmur helmingurinn atvinnulaus í skilningi vinnumarkaðskönnun- ar Hagstofunnar, þ.e. án vinnu og tilbúinn að taka vinnu strax væri hún í boði. Um 800 voru ekki reiðubúnir að ráða sig í vinnu - strax, sem jafngildir því að vera utan vinnumarkaðar. Og um 1.200 voru í starfi í viðmið- unarvikunni, flestir í hluta- störfum, og þá væntanlega á skrá í von um fulla vinnu. Niðurstöður könnunarinnar voru um flest afar svipaðar og í samsvarandi könnun fyrir ári. Um 3,8% vinnuaflsins, sem sam- svarar 5.700 einstaklingum, voru án vinnu, sem er nánast sama niðurstaða og fyrir ári. Starfandi fólk var um 1.000 fleira en þá, sem ekki telst raunar marktæk fjölgun. Atvinnuþátttaka meðal 16-24 ára var 87% hjá körlum en 77% hjá konum. Vinnuvikan virðist hafa styst um tæpa klukkustund síðan í fyrra. - HEI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.