Dagur - 26.11.1997, Qupperneq 4

Dagur - 26.11.1997, Qupperneq 4
4 -MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR L Líflegt kórastarf Kvennakór Hornafjarðar hélt sína fyrstu tónleika á Hornafirði nýver- ið með fjölbreytta söngskrá, nt.a. negrasálma, íslensk þjóðlög og fleira í bland. Kórinn var stofnaður 9. september sl. Stjórnandi er Vil- borg Þórhallsdóttir og undirleikari Jónína Einarsdóttir. Karlakórinn Jökull er einnig á ferð; hélt tónleika í Hafnarkirkju sl. sunnudag þar sem flutt voru lög og textar sem tengjast Hornafirði. Tónleikarnir voru tileinkaðir heiðursfélögum kórsins, Bjarna Bjarnasyni og Eyjólfi Stefánssyni, sem háðir eru látnir og sr. Fjalari Sigurjónssyni, Benedikt Stefánssyni og Arna Stefánssyni. Stjórnandi karlakórsins er Jóhann Morávek og undirleikari Guðlaug Hestnes. Menningarsjódur styrkir skógrækt Stjórn Menningarsjóðs Austur-Skaftfellinga hefur auglýst eftir styrkj- um úr sjóðnum en verkefni hans er að styðja að menningarmálum í héraðinu, svo sem alhliða lista- og félagsstarfi, íþrótta- og ung- mennastarfi, og varðveislu sögulegra verðmæta. Einnig getur stjórn- in veitt styrk til landverndar, og á það sérstaklega við um skógrækt ef vel er að henni staðið af félagssamtökum í Austur-Skaftafellssýslu. Ný, öflug björgunarbifreið Björgunarsveit Hornafjarðar hefur fest kaup á nýrri björgunarbifreið, Toyota Land Cruiser turbo, sem einkum er ætluð til ferða á iöklum og öræfum. Bíllinn kostar 4,5 milljónir króna, útbúinn bestu stað- setningar- og fjarskiptatækjum sem völ er á í dag. Minningarsjóður Ingibjargar Guðmundsdóttur gaf staðsetningartækin og talstöðina í bílinn en einnig gaf sjóðurinn húsbúnað í stjórnstöð Björgunarfélags HornaQarðar. Toyota-umboðið gaf í bílinn geislaspilara, hlífar á húdd og ljós og tappasett til dekkjaviðgerða. Frjálsíþróttamenn úr Sindra í ÍR Þorvaldur Borgar Hauksson og Vigfús Dan Sigurðsson, frjálsíþrótta- menn úr Sindra á Hornafirði, hafa gengið til liðs við Iþróttafélag Reykjavíkur (IR). Vigfús Dan, sem aðeins er 14 ára, hefur æft með FRÍ-hópnum, sem er frjálsíþróttafólk sem kemur til greina til keppni með yngri landsliðunum. Hann hefur keppt í kúvarpi, sleggjukasti og kringlukasti og hefur sett nær 60 Islandsmet í sínum aldursflokki. Þorvaldur, sem er 23 ára, mun m.a. keppa í 50 metra hlaupi á stór- móti IR í janúarmánuði nk., en mótið er alþjóðlegt. — GG Frá Seyðisfirði, en bæjarstjóri hefur /agt fram greinargerd um svæðisbundna byggðaáætiun fyrir Hérað/Seyöisfjörð. Byggöaáætlun fyrir Hérað/Seyðis- fjörö Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt að ráða Einar Braga Braga- son skólastjóra við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar skólaárið 1997/1998. Bæjarstjórn telur einnig nauðsyn á að hefja umræður í bæjarstjórn og með bæjarbúum um hvert stefna skuli í samvinnu og sameining- arviðræðum, enda sé mikil hreyfing í þeim málum í nágrannasveitar- félögum Seyðisfjarðar. Bæjarstjóri hefur lagt fram greinargerð um svæðisbundna byggðaáætlun fyrir Hérað/Seyðisfjiirð. Ferðaþjónusta í sorpbirðu Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samið við Ferðaþjónustu Austurlands ehf. um sorphirðu á Seyðisfirði til ársins 2000 og verður sorpinu ekið til Egilsstaða. Kynnningarhæklingurinn „Hvert á ruslið á að fara“ verður borinn í hvert hús í bænum og öllum fyrirtækjum sent dreifi- bréf þar sem kynnt er breytt fyrirkomulag á þjónustu varðandi ann- an úrgang en sorp frá kaffistofum fyrirtækjanna. — GG Mjukt straud út af Örfirisey Togarinn Hersir strandaði á grynningum út af í Or. Síðdegis í gær tókst dráttarbát að toga togar- Örfirisey f Reykjavík í gærmorgun. Grynningarnar ann á flot og var ekki talið líldegt að skipið væri þar sem togarinn strandaði eru nýjar og urðu til skemmt vegna þess hve mjúkar grynningarnar eru. þegar unnið var við framlengingu olíubryggjunnar Menn voru aldrei í hættu. Vamargarðar við Sigltifjörð samþykklir Skipulag ríkisins hef- ur lokið athugim á mati á umhverfisá- hrifum hyggingar tveggja leiðigarða til vamar snjóflóðum oíán Siglufjarðar og skipulagsstjóri fallist á hyggingu þeirra. Leiðigarðarnir eiga að varna snjóflóðum úr Ytra-Strengsgili og Jörundarskál og er þáttur í fram- kvæmdaáætlun Ofanflóðanefnd- ar um uppbyggingu varna gegn snjóflóðum á Siglufirði og stuðla að öryggi íbúanna í syðsta hluta bæjarins. Strengsgilsgarðurinn verður um 700 metra langur og um 14 metra hár, en leiðigarður á norðurbarmi Jörundarskálar verður um 200 metra langur og um 1 1 metra hár. Rúmmál leiði- garðanna er um 360 þúsund rúmmetrar og heildarefnistaka um 460 þúsund rúmmetrar. Kostnaður er áætlaður um 306 milljónir króna. Gróður á hluta framkvæmda- svæðisins er talinn sérstæður á landsvísu en þar engar þekktar tegundir á válista en fram- kvæmdir munu hafa einhver áhrif á gróður og dýralíf á nær- liggjandi svæðum, sérstaklega vegna áhrifa jarðrasks og efnistil- flutninga á grunnvatnsstöðu og vatnafar. Framkvæmdaaðilar þurfa að sjá til þess að skíða- stökkspallar í Nautskálarhólum verði mældir upp og myndaðir áður en þeim verður raskað. Vinna þarf deiliskipulag vegna frágangs snjóflóðagarðanna þar sem gerð er grein fyrir mörkun framkvæmdasvæðis, endanlegri landmótun og hvernig upp- græðslu svæðisins og frágangi verður háttað. Bygging leiðigarð- anna er ekki í samræmi við Aðal- skipulag Siglufjarðar 1980-2000 og því þarf að gera viðeigandi breytingar á því. Gerð deiliskipu- lags er unnt að tengja áformum Sigluljarðarkaupstaðar um sam- fellt ræktunar- og útivistarsvæði ofan byggðar á Siglufirði. Kærufrestur vegna úrskurðar skipulagsstjóra er til 29. desem- ber og skal skila til umhverfisráð- herra. — GG Helgar SnæfeHsbæ alla sína krafta Vegna viðtals í Degi vill Guðjón Petersen taka fram: I viðtölum sem birst hafa við mig vegna ferðar sem ég fór til Azoreyja, til að aðstoða yfirvöld í kjölfar náttúruhamfara, má lesa að ég hafi hugsað mér að sinna slíkum verkum í framtíðinni og að aukning geti orðið á slíku. Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka skýrt fram að á með- an ég er bæjarstjóri í Snæfellsbæ mun ég helga málefnum Snæ- fellsbæjar alla mína starfskrafta, Guðjón Petersen. þrátt fyrir þessa undantekningu með aðstoð við Azoreyjar, og mun ekki sinna öðrum störfum á þessu sviði meðan á því stendur. Hins vegar hefur það alltaf verið ásetningur minn að svara kalli um ráðgjafarstarf á sviði al- manna- og neyðarvarna svo og ritstörfum á því sviði, þegar og ef ég dreg mig í hlé frá starfi bæjar- stjóra, og fer á eftirlaun, enda fengið áskoranir um slíkt frá er- lendum aðilum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.