Dagur - 26.11.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997 - S
FRÉTTIR
Heilbrigðisþj ónusta
óháð aldri og tekjum
Aldraðir munu áfram hafa sama rétt til þjónustu og áður, en nefndin leggur áhersiu
á jafnræði, óháð aidri og tekjum.
Sjuklingar ekki látnir
gjaldaþess að heilsu-
leysi sé af völdum
iifsstíls. Varað við
sköttum á sjuklinga.
Ný heilbrigðisáætlun
í smíðum.
Helsta nýrnæli í tillögum nefnd-
ar um forgangsröðum í heil-
brigðiskerfinu er að biðtími eftir
jijónustu verði ekki meira en 3-6
mánuðir. Arlega verði varið 3-5%
af fjárframlögum heilbrigðis-
stofnana til tækjakaupa og end-
urnýjunar á tæknibúnaði. Auk
þess verði upplýsingakerfi heil-
brigðisþjónustunnar samræmt
og skapaðir möguleikar á teng-
ingu tölvu- og upplýsingakerfa.
Ábyrgð á eigin hcilsu
Nefndin leggur jafnframt
áherslu á að aðgengi að heil-
brigðisþjónustu eigi að vera auð-
velt og sem jafnast fyrir alla
landsmenn, óháð aldri og tekj-
um. Þá varar nefndin við því að
einstaklingar verði látnir gjalda
þess þótt heilsuleysi megi rekja
til lífsstíls. I stað þess að skatt-
leggja sjúklinga sé vænlegra til
árangurs að skattleggja sérstak-
lega heilsuspillandi varning og
efla ábyrgð fólks á eigin heilsu.
Þá sé mikilvægt að réttarstaða
sjúklinga gagnvart heilbrigðis-
þjónustunni sé tryggð og að
starfsmenn haldi trúnað við
sjúklinga. Auk þess verði fjar-
lækningar nýttar til að jafna að-
stöðumun á milli dreifbýlis og
höfuðborgar. Þá þurfa fjárfram-
lög að taka ríkara mið en ella af
markmiðum þjónustunnar og
öðrum faglegum viðmiðunum.
Sfðast en ekki sfst eigi sú heil-
brigðisþjónusta að hafa forgang
þegar meðhöndla þarf alvarleg
bráðatilfelli, lífshættulega sjúk-
dóma og slys sem geta valdið
dauða án læknisfræðilegrar með-
ferðar.
Ný heilbrigðisáætliui
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra sagði á blaðamanna-
fundi í gær tillögur nefndarinnar
verða sendar til umsagnar hjá
fagstéttum og öðrum hagsmuna-
aðilum. Á grundvelli þeirra mun
nefndin síðan fá tækifæri til að
yfirfara tillögur sínar og skila
endanlegu áliti eigi síðar en 15.
mars nk. Tillögurnar verða síðan
lagðar til grundvallar starfi
nefndar sem vinnur að endur-
skoðun og endurbótum á nýrri
heilbrigðisáætlun.
I nefndinni áttu sæti 17
manns sem komu saman til 40
funda. Þar áttu allir stjórnmála-
flokkarnir fulltrúa ásamt Neyt-
endasamtökunum, Siðfræði-
stofnun Háskóla Islands,
Læknafélaginu, Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Landssam-
tökum heilsugæslustöðva og
Landssambandi sjúkrahúsa. For-
maður nefndarinnar var Ólafur
Ólafsson landlæknir. — GRH
Páll Pétursson segir opnað fyrir Rúm-
ena finnist ekki íslendingar til að vinna
störfin.
Páll opnar
á Rúmena
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að dvalar- og atvinnu-
leyfi fyrir 25 iðnaðarmenn frá
Rúmeníu vegna Norðuráls á
Grundartanga verði veitt ef ekki
er sýnt fram á að iðnaðarmenn
hér á landi muni manna stöðurn-
ar.
„Umsókn Norðuráls er nú með
hóflegri tölu en áður, þeir sækja
um leyfi fyrir 25 menn frá Rúm-
eníu, en ekki 239 eins og í upp-
hafi. Við munum ræða við hlut-
aðeigandi aðila. Samiðnarmenn
segja að hér sé nægur mannskap-
ur til að manna þessi störf og ég
mun láta reyna á það. Reynist
þetta ekki rétt þá mun ég endur-
skoða fyrri afstöðu, því ég héf
engan áhuga á því að tefja upp-
byggingu verksmiðjunnar," segir
Páll.
Ráðherra hitti fulltrúa iðnaðar-
ins síðdegis í gær, en ákvörðunar
er ekki að vænta strax. — FÞG
Kæran iiiisskihiiiigiir
Bæjarstjórinn á
Sauðárkróki segir
kæru vegna samein-
ingarkosniuga hyggða
á misskilningi.
Snorri Björn Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Sauðárkróki, telur ómak-
lega að sér og störfum bæjar-
stjórnar vegið í kæru tveggja fyrr-
verandi bæjarfulltrúa á Sauðár-
króki sem hafa krafist að úrslit
sameiningarkosningarinnar í
Skagafirði á dögunum verði
dæmd ómerk vegna fram-
kvæmdagalla.
„Þetta virðist nánast allt sam-
an á misskilningi byggt. Það er
rétt að þegar Erlendur Hansen
og Hörður Ingimarsson sátu í
bæjarstjórn fyrir áratugum þá
skrifaði bæjarstjórn í heild undir
kjörskrá. Það hefur hins vegar
orðið breyting á lögum síðan,
búið er að afnema að bæjar-
stjórnin skrifi undir kjörskrá.
Varðandi kjördeild á sjúkrahús-
inu er rangt að það fyrirkomulag
hafi ríkt í áratugi. Það var reynd-
ar viðhaft í nokkrum kosningum
en eftir að fólk fékk rétt á heima-
kosningu þá hættum við með
þessa kjördeild," sagði Snorri
Snorri Björn Sigurðsson telur ómaklega
að sér vegið.
Björn þegar Dagur náði tali af
honum í Lundúnum í gær.
Eins og fram kom í Degi telja
Erlendur og Hörður yfirgnæf-
andi líkur á að úrslit kosning-
anna hefðu farið á annan veg í
Lýtingsstaðahreppi ef frám-
kvæmd kosninganna hefði ver-
ið fullnægjandi. Þar munaði að-
eins tveimur atkvæðum að sam-
einingunni yrði hafnað og nefna
bæjarfulltrúarnir sérstaklega
klúður bæjarstjórnar gagnvart
sjúklingum. Þessu vísar Snorri
Björn á bug: „I kjördeildinni á
sjúkrahúsinu hefðu aðeins íbúar
Sauðárkróks getað kosið. Þetta
er því út í hött.“
Snorri Björn segir það enn-
fremur rangt sem fram kemur í
kærunni að bæjarstjórn Sauðár-
króks hafi samþykkt með 7 at-
kvæðum áskorun til bæjarbúa
um að samþykkja sameiningu
sveitarfélaganna. „Þetta er rangt.
Það sem bæjarstjórn samþykkti
var að hvetja kjósendur til að
mæta á kjörstað og taka þátt í
þessu mikilvæga máli. Ekki var
minnst einu orði á að sam-
þykkja."
Sýslumaður hefur kæruna
undir höndum og mun nú skipa
þriggja manna nefnd sem tekur á
málinu innan tíðar. Hægt er að
skjóta úrskurði nefndarinnar til
félagsmálaráðuneytis. — BÞ
Fyrsta samstarflð í iðnaði
Dóttiurfyrirtæki
Sæplasts á Indlandi,
Sæplast-India Pvt.
Ltd., hefur tilraima-
framleiðslu í fehrúar-
niáiiuöi uk.
Verksmiðjuhúsið er tilbúið og
uppsetning véla er að heíjast.
Um 15 manns munu starfa hjá
félaginu og verður framleiðsla
einangraðra kera til notkunar í
fiskiðnaði og öðrum matvæla-
iðnaði í fyrirrúmi. Einnig verða
framleiddir vatnstankar og önn-
ur hverfasteypt ílát, líkt og hjá
móðurfélaginu á Dalvík. Þessar
upplýsingar koma fram í frétta-
bréfi félagsins.
Um 15 manns munu starfa hjá
félaginu og verður framleiðslan
um 4.000 einingar á ári, en í
Iandinu húa urn 900 milljónir
manna og markaðurinn því stór.
Auk þess er þar oft mjög heitt og
því margt sem þarfnast góðrar
kælingar. Verkefnastaða
Sæplasts á Dalvík er góð um
þessar mundir, en þrátt fyrir
aukna afkastagetu er afgreiðslu-
tími á kerum og trollkúlum
nokkrar vikur. Pantanir ná fram í
fyrstu mánuði ársins 1998.
Starfsmenn eru fleiri en nokkru
sinni frá stofnum fyrirtækisins
árið 1984, eða 45 talsins. — GG
Ekki tímabært
Starfshópur Verslim-
arráðs telur stöðu
sjávarútvegs í dag
ekki gefa tilefni til að
taka upp veiðileyfa-
gjald, en það komi til
greiua í framtíðinui.
Þetta er meginniðurstaðan í
skýrslu starfshóps Verslunarráðs
um auðlindagjald, sem kynnt var
á morgunverðarfundi ráðsins í
gær.
1 skýrslunni segir að athugun
á reikningum sjávarútvegsfyrir-
tækja bendi til þess að enn sé
töluvert langt í að raunverulegur
umframhagnaður, eða fiskveiði-
arður, myndist í sjávarútvegi.
„Heildarframlegð fyrir afskriftir
og fjármagnskostnað miðað við
núverandi fjármunaþörf þarf
meira en að tvöfaldast og verða á
bilinu 40-50 milljarðar til að ná
mögulegum fiskveiðiarði að mati
fræðimanna.11
Starfshópurinn telur ekki
skynsamlegt við ríkjandi aðstæð-
ur að taka upp veiðileyfagjald,
en það konii til greina í framtíð-
inni. Ennfremur hljóti auð-
lindagjald að koma til skoðunar
ef Ieyfð heildarveiði sé umfram
það sem telja megi sjálfbæra
veiði. Þá telja skýrsluhöfundar
hugsanlegt að úthluta kvótum úr
norsk íslenska síldarstofninum
með gjaldtöku, enda sé engin
reynsla af veiðum úr þeim
stofni.
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins og talsmaður
veiðileyfagjalds, sagðist túlka
niðurstöður starfshópsins svo að
hann væri í grundvallaratriðum
samþykkur veiðileyfagjaldi. Það
væri fagnaðarefni því að Verslun-
arráði stæði viðskiptalífið í Iand-
inu, þar á meðal mörg stærstu
fyrirtækin sem ættu hagsmuna
að gæta í sjávarútvegi.
Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra og harður and-
stæðingur veiðileyfagjalds, fann
einnig fagnaðarel'ni í skýrslunni.
Sýnt væri fram á efnhagslegar
afleiðingar þess að leggja á veiði-
leyfagjald. Það myndi korna nið-
ur á lífskjörum fólks. — VJ