Dagur - 26.11.1997, Qupperneq 6
6- MIVIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
C 'T/1-
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf augiýsingadeiidar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617UAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Veiðigjald
í fyrsta lagi
Umræðan um auðlindagjald fyrir aðgang útgerðarinnar að fiski-
miðum þjóðarinnar er á miklum skriði þessar vikurnar. Hin svo-
nefndu „réttlætisrök“ fá almennan og víðtækan hljóm í samfé-
laginu. Þar ber hæst almenn andstaða við að einstaklingar og
fjölskyldur skuli geta breytt „gjafakvótum" sínum í hundruða
milljóna eða milljarða eign og farið með hvert í veröld sem lyst-
ir. Þegar um er að ræða annarar eða þriðju kynslóðar „sægreifa"
sem aldrei hafa migið í saltan sjó og þekkja ekki kalt vatn nema
í sódavatnsflöskum þykir almenningi illa farið með „sameign
þjóðarinnar". Köllum það öfund ef vill. En hún er þjóðfélagsafl.
í öðru lagi
Stjórnmálamenn í öllum flokkum skynja þungann. Halldór As-
grímsson, formaður Framsóknar, vék að því á miðstjórnarfundi
flokksins að þingmenn hefðu heyrt raddir þjóðarinnar og það
væri verkefni flokksins að móta stefnu á næsta ári; Alþýðu-
bandalagið stendur frammi fyrir sama verkefni; Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra hefur staðfest að sú grundvallarregla
að greiða beri fyrir afnot auðlindarinnar sé komin á með gjöld-
um sem útgerðin ber þegar. Nú hefur Verslunarráð gefið út
skýrslu þar sem grunnhugmyndin er fyllilega talin koma til
greina. Óhætt er að segja að „réttlætiskrafan" hafi knúið þessa
umræðu. Andstaðan er byggð á hagrænum rökum: útgerðin ber
ekki frekari álögur.
í þriðja lagi
Formaður Framsóknarflokksins lýsti því að jafnvel hóflegar
veiðgjaldshugmyndir leggðu Utgerðarfélag Akureyringa í rúst ef
að veruleika yrðu. Sjávarútvegsráðherra segir að þær muni færa
arðsemi útgerðar aftur um áratugi, leggja byggðir í auðn og
kalla versnandi lífskjör yfir þjóðina. Þetta eru rök - alveg burt-
séð frá því að aldrei hefur verið til atvinnuvegur sem hefur talið
sig geta borið nýjar álögur. Rök sem veiðigjaldssinnar verða að
svara. Réttlætisumræðunni er í raun lokið. Arðsemisumræðan
getur þá haldið áfram af fullum krafti, og sá bolti er nú hjá þeim
sem vilja veiðigjald. Hvert er það verð sem nægir til að friðþægja
þá sem „svíður óréttlætið"? Og hvernig getið þið tryggt að sá
reikningur komi ekki í hausinn á okkur öllum?
Stefán Jón Hafstein.
00
f
l
Iiiii og út iiiii gluggann
Þá er Ágúst Einarsson enn á
ný genginn í Alþýðuflokkinn,
en hann hefur farið þar inn
og út um gluggann nokkrum
sinnum. Nú eins og jafnan
þegar Ágúst fer inn eða út
um þennan glugga eru
stórpólitísk tíðindi á ferðinni,
sem jafnan eru kölluð sam-
eining jafnaðarmanna. Millj-
ónamæringurinn með verka-
mannshjartað, Fredrik Eng-
els íslenskra jafnaðarmanna,
eins og hann er stund-
um kallaður, hefur þó
eldd verið einn í þess-
um Ieik, því „inn og út
um gluggann" er að
verða einkennisleikur
þess sameiningarferlis
sem staðið hefur nán-
ast óslitið frá því að
Frjálslyndir og vinstrimenn
reyndu að brjóta upp flokka-
kerfið árið 1971. Inn og út
um glugga Alþýðuflokks. Inn
og út um glugga Alþýðu-
bandalags. Inn og út um
glugga Kvennalista (aðallega
þó út). Og síðast en ekki síst
inn um glugga Alþýðuflokks
og út um glugga Alþýðu-
bandalags - eða út um glugga
Alþýðuflokks og inn um glug-
ga Alþýðubandalags.
Götur troðnar
Allur þessi umgangur um
glugga flokkanna hefur haft
sín áhrif. Ekki einvörðungu
hefur flokkaflakkið hlaðið
utan á sig eins og snjóbolti:
(“nem ég staðar bak við hann
Ágúst, Ossur, Jóhönnu,
Mörð, Kristínu Ólafsdóttur,
Hrannar, Svanfríði, svo ein-
hverjir séu nefndir), heldur
hafa troðist niður greiðfærari
götur og boðleiðir milli þeirra.
Það er einmitt þess vegna sem
Ágúst Einarsson, hinn ís-
Ienski Engels, leyfir sér að
vera vonbetri en áður um að
V
loksins, loksins fari eitthvað
að gerast. Og trúlega er sú
von ekki óraunhæf, f það
minnsta er formaður Fram-
sóknarflokksins orðinn svo
viss um sameiningarfram-
vinduna að hann telur ástæðu
til að benda sínu fólki vítt um
land á að Framsóknarflokkur-
inn er ekki hluti af þessum
nýja stjórnmálaflokki sem er
að verða til, þó svo að fram-
sóknarmenn starfi með þeim
innan Reykjavfkurlist-
ans.
HuiðafóIMð
En þrátt fyrir alla um-
ferðina milli jafnaðar-
mannaflokkanna og
|>ær greiðu götur sem
troðist hafa niður á
leið manna inn og út um
gluggann, eru ýmis ljón í veg-
inum. I húsum A-flokkanna
eru nefnilega margar vistar-
verur, sem margar hverjar eru
með hurðum. Inni í þeim vist-
arverum heldur sig fólk sem
Iítinn áhuga hefur á samein-
ingu og væri tilbúnara til að
finna sér einhvern allt annan
vettvang en þann nýja og sam-
einaða. í Ijósi þess að fram-
sókn hefur þegar biðlað með
áberandi hætti til Kristínar
Ástgeirsdóttur, en hún er ein-
mitt ein þeirra sem hefur haft
herbergi með hurð í sínum
flokki, þá kæmi ekki á óvart
þó fleira slíkt hurðafólk, t.d.
úr Alþýðubandalaginu á
landsbyggðinni, yrði boðið
velkomið inn á framsóknar-
miðjuna þegar fram í sækir.
Annað hurðafólk mun eflaust
finna sér nýjan vettvang eins
og gengur. Það stefnir því í að
leikurinn inn og út um glugg-
ann verði áfram áberandi í ís-
lenskum stjórnmálum þó
Ágúst og félagar hætti í hon-
um. GARRi.
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Umræðan um launakjör ætlar
engan enda að taka, enda ekki
von, þar sem sífellt koma upp ný
ágreiningsefni og nýjar upplýs-
ingar um hve launamismunur er
gífurlegur í landinu. Þá kemur í
ljós, að þegar almennir launþegar
semja um hverja þjóðarsáttina af
annarri, hækkar kaup og fríðindi
kjaraaðalsins, sem situr í háum
embættum eða stjórnar fyrirtækj-
um.
Þegar almúginn spyr hvað rétt-
læti þau góðu kjör, sem sífellt
fleiri og fleiri njóta, eru svörin
ekki önnur en sú að pupullinn sé
uppfullur af öfurídsýki og eigi að
venja sig af þeim ósið að vera að
skipta sér af því sem honum kem-
ur ekki við. Síðan er sýnt fram á
með vondum rökum að aurarnir
sem kjaraaðallinn hreppir séu
ekki frá öðrum teknir.
En málið er það, að launamun-
urinn í landinu eykst ár frá ári og
þeir sem hafa undirtökin á kjara-
markaði taka ávallt meira og
Velmegim góóærisins
meira til sín.
BHið breikkar
Fyrir um fjörutíu árum síðan var
það eins konar þumalputtaregla
að forstjóralaun voru helmingi
hærri en verkamanna-
laun. Þar á milli voru svo
margir launaskalar.
Fyrir tuttugu og fimm
árum var launahlutfallið
í stóru ríkisfyrirtæki að
forstjórinn hafði rúm-
lega 120 þúsund kr. á
mánuði. Löglærður fulltrúi hjá
fyrirtækinu um 85 þúsund kr. og
verkamenn 60 þúsund kr. Iðnað-
armenn og vélstjórar og ýmsir
aðrir höfðu laun þarna á milli.
Nú eru dæmin um fimmfaldan
og jafnvel tífaldan launamun inn-
an sömu fyrirtækja og stofnana.
Má glöggt sjá hverjir maka krók-
inn og á kostnað hverra. Það er
þessi milda mismunun sem fólk á
erfitt með að sætta sig við og skil-
ur ekki hvernig það má vera að
alltaf sé til nóg fé í fyrirtækjum
og stofnunum til að hlaða undir
yfirmenn samtímis því að brýna
nauðsyn ber til þess að halda öðr-
um launahækkunum í skefjum.
Því er jafnvel haldið fram að það
sé einhver þjóðarvá ef
minnka á launabilið.
AHt kaupinu að
kenna
Nýlega birti eitt stórfyr-
irtækja landsins af-
komutölur fyrir þrjá árs-
fjórðunga. Allar spár um afkomu
fyrirtækisins hrundu og varð
hagnaðurinn ekki nema svipur
hjá sjón miðað við það sem gert
hafði verið ráð fyrir. Á svipstundu
féllu hlutabréfin í verði og skýr-
inga er krafist.
Ekki stendur á þeim. Kjara-
samningar og launahækkanir á
árinu valda því að reksturinn ber
sig tæpast. En enginn spyr hvort
fyrirtækið þoli að borga forstjóra
og ótalmörgum framkvæmda-
stjórum og yfirmönnum deilda
margfalt kaup á við það sem lág-
launafólkið fær í sinn hlut.
Ríkisbankar ganga á undan
með vondu fordæmi þegar kemur
að samningum við yfirmenn um
kaup og kjör. Það er rétt eins og
að þingkjörnum bankaráðum sé
ekki sjálfrátt þegar verið er að
semja við kjaraaðalinn á þeim
bæjum. Og það er ekki nema von
að mörgum verði heitt í hamsi
þegar þeir fara að bera saman
þjóðarsáttarlaunin sín og þau kjör
sem fyrirtæki og stofnanir hafa
efni á að bjóða yfirmönnunum.
Kjaramunurinn eykst sífellt og
enginn gerir neitt í málunum.
Kannski er enginn ástæða til þess
á meðan bankastjórar og ráðu-
neytisstjórar taka sér tvöföld og
þreföld laun forsætisráðherra.
Allir stjórarnir eru verðir Iauna
sinna, en gallinn er aðeins sá að
það er verkamaðurinn ekki. Og
allir hljóta að sjá hvar velmegun
góðærisins Iendir.
spurtla
svaurad
Spillirþað trausti á
læknum að einn úr
þeirra hópi lýsi yfir í
bók að hann hafi átt í
ástarsambandi viðfyrr-
um sjúkling?
Ásta MöUer
fonnaður Félags íslenskra hjíikmnar-
fræðinga.
Nei, ég held
að ekki sé
hægt að taka
eitt dæmi út
úr og nota
það sem
áfellisdóm
yfir heilli
starfsstétt.
Siðareglur
lækna eru
mjög strangar í þessum efnum -
sem og siðareglur annarra heil-
brigðisstétta - og þær virka sem
Guðmundur Bjömsson
formaðurLæknafélags íslands.
Já, ég myndi
telja að svo
væri. Ef það
er rétt, sem
haft er eftir
viðkomandi,
þá verður
það að telj-
ast brot á
siðareglum
lækna, sem
settar eru upphaflega til þess að
trúnaður megi ríkja milli læknis
og sjúklings.
Katrín Fjelsted
yflrlæknir Heilsugæslunnar í Foss-
vogi.
Hver ein-
staklingur
ber ábyrgð á
sjálfum sér,
læknar og
aðrir - en
það fólk,
a n d 1 e g a
veilt, stend-
ur höllum
fæti hvað
þetta varðar. Læknar hafa siða-
reglur og siðanefnd tekur á vafa-
atriðum. Landlæknir er faglegur
yfirmaður lækna og sviptir þá
læknaleyfi ef hann telur þá brot-
lega. Miklu skiptir að læknar
haldi reglurnar og almenningur
sjái að tekið sé á málum ef lækn-
ar brjóta þær. Á þann hátt tel ég
tryggt að fólk eigi að geta treyst
læknastéttinni.
Grétar Sigurbergsson
réttargeðiæknir.
Mér finnst
svarið liggja
í augum
uppi.