Dagur - 26.11.1997, Page 10

Dagur - 26.11.1997, Page 10
10 -MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 Grunnskólar Hafnarfjarðar Kennarar - Kennarar Kennara vantar við Lækjarskóla nú þegar. Um er að ræða enskukennslu á unglingastigi. Upplýsingar gefur skóla- stjóri, Björn Ólafsson í síma 555 0585. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. I I Stöndum vörð um Sjómannaskólann Stofnfundur Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Islands verður haldinn í hátíðasal skólans í kvöld kl. 20.30. Velunnarar fjölmennið. Undirbúningsnefndin. FRÉTTIR Hafnfirðingar eru væntanlega harla giaöir meö bæjarstjórn sem átti 350 milljón/r í afgang í árslok. Ber er hver að haki nema sér álver eigi Mosfellsbær, Akranes og Reykjavík með mestan hallarekstur á íbna 1996, milli 9 og 13 þúsund krónur á iiiaiin. Tekjur sveitarfélaga hækkuðu úr 42 milljörðum í 49 á síðasta ári (14% að raungildi), en gjöldin 1,2 milljörðum minna. Fjárhag- ur þeirra batnaði því annað árið í röð, eftir gífurlegan hallarekst- ur næstu tvö árin þar á undan. Hallinn fór niður í 635 milljónir (1,3%) í fyrra. Enda minnkaði lánsfjárþörfin í fimm milljarða, úr átta árið áður. Rekstrarhallinn var mestur í Reykjavík, rúmar 950 milljónir (5% af tekjum), og í Kópavogi, rúmar 150 milljónir. Granninn í vestri, Hafnarfjörður, hafði á hinn bóginn 350 milljóna afgang - eða 19.400 kr. á hvern íbúa - sem var mesti tekjuafgangur sem nokkurt stærri sveitarfélaganna hafði af að státa. Tekjuafgangur var samt allra mestur í Þórshafnarhreppi, yfir 550 milljónir (77% umfram gjöld), en Eskifjörður var í þriðja sæti með 130 milljóna afgang. í báðum tilfellum var sala hluta- bréfa i sjávarútvegsfyrirtækjum helsta skýringin. Halli á íbúa í stærri sveitarfé- lögunum var mestur í Mosfells- bæ (13.300 kr.), á Akranesi (11.500 kr.) og sjálfri höfuðborg- inni, Reykjavík (9.100 kr. á íbúa). Reyknesingar gátu verið lukkulegri, með 1.800 kr. tekju- afgang á hvern íbúa, í stað 8.500 kr. halla árið áður. Á Vestfjörðum var þessu öfugt farið, þar sem 9.600 kr. komu í stað 1 1.100 kr. tekjuafgangs á íbúa árið áður. Þessa óhagstæðu þróun rekur Hagstofan að nokkru til endur- uppbyggingar á Súðavík, auk hallarekstrar á Isafirði og í Vest- urbyggð. Peningaleg staða sveitarfélag- anna batnaði milli ára, í fyrsta sinn frá 1984, um samtals 800 milljónir. Skuldirnar námu 39 milljónum (rúmum 140.000 kr. á íbúa) um síðustu áramót og höfðu þá Iangt í tvöfaldast frá 1991. Vestfirðingar eru skuldug- astir (240.000 kr. ) en íbúar Nl.- eystra skulda minnst (80.000 kr.). Otaldar eru þó 25 milljarða skuldir sjálfstæðra fyrirtækja í eigu sveitarfélaganna. Af þeim eru níu vegna félagslegra íbúða, og fimm vegna hitaveitna. — HEl Meniitamálaráðherra og horg í hár saman Borg og ríki rífast um þaó hver heri áhyrgd- ina á skertum stuðn- ingi við fotluð leik- skólahöm. Mennta- málaráðherra vændur um ósannsögli. Árni Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi og formaður stjórnar Dag- vistunar barna, ásakar Björn Bjarnason menntamálaráðherra um að tala gegn betri vitund eða af vanþekkingu um stuðning við leikskólabörn með þroskafrávik. I yfirlýsingu sem Árni Þór sendi frá sér f gær segir hann að það sé fjarri öllu sanni að hann hafi sjálfur sett þær reglur sem vald- ið hafa skertum stuðningi við fötluð leikskólabörn, eins og ráð- herra hefur fullyrt. En eins og fram hefur komið hafa breytingar á kostnaðarregl- um ráðuneytisins leitt til þess að mun færri börn njóta sérstuðn- ings á Ieikskólum borgarinnar en áður. Þarna er um að ræða börn sem eru andlega eða Iíkamlega fötluð. Árið 1994 nutu 350 börn þessa stuðnings en aðeins 147 um áramótin í fyrra. Á sama tfma sýna um 200 börn alvarleg þroskafrávik. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaöur stjórnar Dagvistunar, vísar al- farið á bug þeim fullyröingum Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra að hann hafi sett þær reglur sem skert hafa stuðning við fötluð börn á leik- skólum borgarinnar. Hann segir rfkið bera fulla ábyrgð á kostnaði vegna barnanna en ekki sveitarfélögin. RíMð borgar I yfirlýsingunni kemur fram að á meðan ekki hefur náðst sam- komulag á milli ríkis og sveitarfé- laga um breytingu á verkaskipt- ingu í þessum málaflokki, beri ríkið fulla ábyrgð á kostnaði vegna fatlaðra leikskólabarna. Þar kemur einnig fram að sú nefnd sem Árni Þór átti sæti í ásamt öðrum sveitarstjórnar- mönnum átti aðeins að fara yfir fyrirkomulag á endurgreiðslum vegna fatlaðra barna en ekki að endurskoða þær. Ástæðan fyrir því var að ráðuneytið vildi ekki breyta þeim. Auk þess hefði nefndin tekið til starfa rúmu hálfu ári eftir að reglurnar voru settar, en þær voru gefnar út hálfum mánuði eftir komu Björns í menntamálaráðuneytið. Árni Þór bendir einnig á að nefndin hefði .lagt til á sínum tíma að stuðningur við fötluð börn yrði fluttur frá ríki til sveit- arfélaga. 1 því skyni átti ríkið að Ieggja fram 100 milljónir króna til sveitarfélaga f formi aukinna tekna. Jafnframt átti ríkið að leggja fram 50 milljónir króna til uppgjörs á eldri kröfum sveitarfé- laga. Árni Þór segir að ekkert af þessu hafi gengið eftir vegna andstöðu ríkisstjórnar. Sömuleið- is hefði ekkert orðið úr yfirlýs- ingu sem forsvarsmenn sveitarfé- laga og fjármálaráðherra og fé- lagsmálaráðherra undirrituðu í desember í fyrra. Þar var m.a. kveðið á um að sveitarfélögin tækju á sig kostnað vegna fatl- aðra leikskólabarna gegn því að ríkið tæki yfir hlut sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar og viðhalds á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum. Það mál strandaði vegna þess að ekki hefur tekist samkomulag um nauðsynlegar lagabreytingar á Alþingi. — GRH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.