Dagur - 02.12.1997, Síða 2
18-ÞRIÐJUDAGUR 2 .DESEMBER 1997
LÍFIÐ í LANDINU
Dagiir • Strandgötu 31 • 600 Akureyri
og Þverholti 14 • 105 Reykjavík
V
Skátagilið og gagn
Símiun hjá lesendaþjónustuuni:
S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is
Símbréf: ja« eðai
460 6171 551 6270
seml þess
Skátagilið á Akureyri er í mið-
bænum og er því mjög verðmætt
viðskiptalega séð. Eg geri því að
tillögu minni að það verði fært f
þann búning að landsvæðið sem
gilið tekur yfir verði nýtt í þágu
viðskipta í miðbænum. Það er
hægt að gera með því að fylla
gilið upp og gera þar bílastæði
sem geta þjónað miðbænum.
Fólk sem vinnur á þeim vinnu-
stöðum sem tilheyra miðbænum
gæti geymt bíla sína á þessu
stæði og mundi það létta mikið
á bílastæðaeftirspurn í miðbæn-
um. Aðgengið að stæðinu yrði
um lyftuna í krónunni. Ég mun
láta tvær myndir fylgja þessum
skrifum sem sýna svo ekki verð-
ur um villst hver nauðsyn er á
þessari framkvæmd. Þær sýna
ástandið eins og það er vestan
við Læknamiðstöðina þegar fólk
sækir þjónustu þangað. Astand-
Full stæðl vestan við Læknamiðstöðina.
ur á að farið verði í bráð í að
vinna eftir þeim teikningum
Viðvarandi ástand við Skátagilið og erstundum bílaröð beggja vegna götunnar þó svo
hafi ekki verið þegar myndin var tekin. Sambærileg bílaröð er líka í Gilsbakkavegi.
uósmyndir: brynjólfur.
ið á bílastæðum í miðbænum á
álagstímum er öllum kunnugt.
Þar er ekkert gjaldfrítt stæði að
hafa eftir klukkan níu á morgn-
ana þegar starfsfólk miðbæjarins
er mætt til vinnu á bílum sín-
um. Að setja tré og skúlptúra í
gilið gerir ekkert gagn og gilið
eins og það er núna gerir heldur
ekkert gagn. Ekki eru miklar lík-
sem til eru af tillögum arkitekts
af gilinu vegna þess að það
mundi kosta tugi miljóna er mér
sagt. Eg hefi ekki séð þessar
teikningar en þær innihalda víst
ekki bílastæði. Þær taka þvi ekki
á þeim vanda og ekki á þeirri
lausn sem ég er hér að gera til-
lögu um. Við Skátagilið er íbúð-
arbyggð á þrjá vegu og mundi
bílastæði þarna notast íbúum
við götur sem að því Iiggja. Auk
þess á frímúrarareglan sitt hús
þarna í nágrenninu og gætu þeir
haft not af bílastæðinu þegar
þeir funda í húsinu. Skátagilið
sem bílastæði rnundi því nýtast
mjög vel alveg frá Oddeyrargötu
og niður að göngubrúnni sem
Iiggur yfir gilið neðanvert. Akur-
eyrarbær er allur sem einn
skrúðgarður og er því ekki þörf á
að láta tugi milljóna króna í
skrúðgarð í Skátagilinu. Gróður
er ekki það sem helst skortir í
bænum. Ýmislegt annað er það
sem þarf að huga að og mætti
þar t.d. nefna setbekki til að
byrja með, en þeir heyra einmitt
undir umhverfisdeild. Mikið af
jarðefni losnar á næsta ári þegar
farið verður að grafa fyrir tveim-
ur stórum húsum sem er illu
heilli ákveðið að byggja í mið-
bænum. Þarna kemur efni sem
bærinn gæti fengið til þess að
fylla í gilið og er mjög stutt að
fara með það. Eg vil Ieyfa mér að
skora á fulltrúa í bæjarstjórn Ak-
ureyrar að taka þessa hugmynd
til athugunar og ræða hana og
athuga hversu mikið vit er í
henni Mér sjálfum finnst hún
góð, ef ekki eru einhver tækni-
leg atriði sem mæla gegn henni.
Brynjólfur Brynjólfsson.
Þessir hringdu...
Þaug eru erlendis
Ævareiður iesandi hringdi og
vildi benda landslýð á að rangt
væri að tala um að einhver færi
erlendis menn færu til útlanda.
Eins var lesandinn foxillur yfir
boðflennu g-i sem fólk skellir
aftan við fornafnið þau (g).
Mjög algengt er að „þaug ætli
sér öll að fara erlendis."
— Bréfúr... ;
Blöndudalnum
ISlorðlenskar
nœtur
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var stofnaður á Eyvindarstaðaheiði áriö 1925 af
glöðum söngmönnum í gangnamannaskála og hefur kórinn starfað óslitið síðan.
Kórinn hefur nú gefið út annan geisladisk sinn og heitir hann „Norðlenskar nætur".
Norðlenskar
nætur! Já takk!
Ég hef oft verið
skömmuð fyrir það að í
þessum bréfum mínum
hafi ég ekki talað nógu
mikið um það sem er
að gerast í heimabyggð.
Að ég ætti að segja
meiri „Regínu" fréttir.
Sjálfsagt er nokkuð til í
því, en þetta ér kannski
vegna þess að ég á ekki
auðvelt með að skrifa um neitt
nema það hrífi mig einhverra
hluta vegna eða sé brennandi
réttlætis- eða áhugamál. Og yf-
irleitt er það sem er fréttnæmt
tengt fyrirtækjum, stofnunum
hvers konar eða einhverjum
samsteypum, en ég hrífst hins
vegar auðveldlega af því sem er
einstaklingsframtak, því sem
hópar eru að gera og fram-
kvæma í sjálfboðavinnu með
hugsjónina að leiðarljósi, t.d.
leikfélög og fólk sem býr sér til
atvinnu, lífsfyllingu og gleði til
handa sjálfum sér og öðrum.
Fólk með frumkvæði, fólk sem
nennir!
Reyndar er það nú þannig'að
þessa stundina er ég full aðdá-
unar vegna þess að karlakórinn
er búinn að gefa út diskinn
„Norðlenskar nætur“.
Karlakórinn, besti kór á land-
inu að öðrum ólöstuðum, er
Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps. „Norðlenskar nætur“ er
fyrsti geisladiskur kórsins en
1985 gaf kórinn út hljómplöt-
una „Tónar í tómstundum".
Söngstjóri kórsins er Sveinn
Arnason á Víðimel í Skagafirði
og undirleik við upptökur á
efni disksins annaðist Thomas
Higgerson. Eg vil óska þessum
frábæru söngmönnum í Karla-
kór Bólstaðarhlíðarhrepps
hjartanlega til hamingju með
diskinn, hann er gimsteinn, og
það er alveg sama hvert maður
fer þessa dagana eða hvar mað-
ur kemur, alls staðar er verið
að spila „Norðlenskar nætur“
og fólk þekkir auðvitað þessi
yndislegu lög og syngur hástöf-
um með, allt niður í 2ja ára! Ef
ég ætti að segja ykkur hvað mér
finnst um lögin, hvað er best
og svoleiðis, þá held ég að ég sé
ekki rétta manneskjan til þess
Jóhanna
Hallddrsdóttir
skrifar
að dæma um það, en
mér finnst auðvitað
eitthvað, eins og öllum
öðrum hérna, og flest-
ir eiga sín uppáhalds-
lög. Ég fæ til dæmis
alltaf gæsahúð og tár í
augu þegar Svavar
syngur „Blökkustúlk-
______ una“, eins og honum
einum er lagið, og ég
elska lagið um Sigurð Lúther
og „Norðlensku næturnar", tit-
illagið, og svo er eitt lag á disk-
inum sem er svo skemmtilega
öðruvísi en hin og í því er þrí-
söngur þeirra snillinganna,
Brynjólfs, Halldórs og Þorleifs
og heitir „Til vorsins".
En ég ætla ekki að segja ykk-
ur meira, þið getið bara keypt
ykkur diskinn og látið ykkur
líða vel.
Sextánda skáldsagan
Stórskáldkonan okkar, hún
Birgitta, hefur nú sent frá sér
sína sextándu bók! Birgitta hef-
ur aldrei verið betri en núna,
bókin hennar heitir „Nótt á
mánaslóð" og er spáð metsölu.
Sagan fjallar um nornir, ævin-
týri þeirra, ástir og örlög og er
svo sannarlega bók sem allar
íslenskar nornir þurfa að eign-
ast, og allir sem hafa áhuga á
jákvæðri umfjöllun um nornir.
Frábær bók fyrir alla sem
njóta þess að Iesa góða, spenn-
andi sögu og eru orðnir leiðir á
tískuskáldsögum (sem ég kalla
nú alltaf orðasamsetningu á
tölvu en ekki sögur) og tilbún-
um metsöluhöfundum. Að lok-
um vil ég minna ykkur á að Vil-
ko-súpa með rjóma er hreint
lostæti, og kaupfélagið okkar,
Kaupfélag Húnvetninga, hefur
breytt um svip og er orðið enn
glæsilegra en áður. Lykillinn að
góðri aðventu er því verslunar-
ferð í kaupfélagið, Vilkosúpur,
Vilkovöfflur og pönnsur, ásamt
lestri Birgittuhókarinnar yfir
heimabökuðum smákökum, við
undirleik Karlakórs Bólstaðar-
hlíðarhrepps. Njótið aðvent-
unnar fyrir alla muni!
Með norðlenskri nomakveðju
úr Blöndudalnum.