Dagur - 02.12.1997, Page 6
22 - ÞRIÐJVDAGUR 2.DESEMBER 1997
ro^tr
LÍFIÐ 1 LANDINU
Jólabókagleði
„Sumarið er tíminn," söng
Bubbi, en þá átti hann ekki við
rithöfunda og útgefendur. Nú
er þeirra tími. I hverju horni er
verið að gleðjast yfir uppsker-
unni, eftirvænting liggur í loft-
inu þegar höfundar og þýðend-
ur koma saman og sjá bókina
nýrunna úr prenti. Menn
blaða, spjalla, spá í og velta fyr-
ir sér hvort kápan sé nógu
„söluleg". Ættingjar óska til
hamingju. Og svo tekur við
taugastríðið. Ritdómar birtast
og sölutölur berast. Verða það
bókajól? Verða það mín bóka-
jól? En meðan menn staldra
við £ útgáfuteiti er sjálfsagt að
hafa hemil á taugunum, brosa,
gleðjast og taka við hamingju-
óskum. Enginn getur eyðilagt
þessa stund fyrir útgefanda,
höfundi, aettingjum og vinum.
Dagur sendir öllum sem berjast
í bókaflóðinu bestu kveðjur
með fyrirfram þökk!
Mædgumar Guðný Halldórsdóttir og Auður Laxness ásamt Elínu Bergs, eiganda Vöku-Helgafells. myndir Þök.
Ingi Karl Jóhannesson, gluggar í afrakstur eigin verka.
Svart-hvítt rokk ein-
kennirplötu Rúnars
Júlíussonarþar sem
samanferfantagóður
hljóðfæraleikur og
mergjaðir textar.
Það fer heldur lítið fyrir róleg-
heitum á nýjustu plötu Rúnars
Júlíussonar, þótt hún heiti Rokk
og rólegheit. Þar er hins vegar
gnógt af hráu kraftmiklu rokki
eins og það gerist best. Ellefu
lög eru á plötunni og eru þau
flest eftir Rúnar, auk þess sem
hann á obbann af textunum.
Fantagott rokktríó
Fyrir utan afbragðs góðan hljóm
á plötunni er aðalsmerki hennar
fantagóður gítarleikur Tryggva
Húbners, sem er einn albesti
gítarleikari landsins. Ilann og
Rúnar ásamt Ásgeiri Óskarssyni
trommuleikara mynda mjög
áheyrilegt rokktríó sem keyrir
plötuna áfram á góðum rokk-
hraða. Þessir menn eiga líka að
baki áratuga tónlistarhefð í
rokkinu auk þess sem þeir Rún-
ar og Tryggvi leika saman nánast
um allar helgar vítt og breitt um
landið og þekkja því vel til hvors
annars. Þeim til aðstoðar eru
þeir Baldur Guðmundsson á
hljómborð, Jens Hansson á saxa-
fón, Jóhann Helgason á gítar og
bakrödd, Sverrir Stormsker og
Júlíus Guðmundsson. Aðrir sem
koma við sögu eru t.d. dr.
Gunni, Megas, Kristján Hreins-
son og Larry Otis.
Svart-hvítt rokk
Það er því óhætt að fullyrða að á
þessari nýju plötu Rúnars er að
finna svart-hvítt rokk, eins og
það kemur bókstaflega af trján-
um. Orkugjafarnír og frumefnin
eru bassi, gítar, trommur og
söngur. Þetta er lítið kryddað en
aðalrétturinn er hrátt rokk og
meðlætið kraftmiklir og mergj-
aðir textar. Þar fyrir utan ein-
kennir plötuna mikil spilagleði
og fer ekki á milli mála að þarna
hafa menn haft ánægju af vinn-
unni við gerð plötunnar. Þá er
plötuumslagið vel heppnað með
trúðsívafi. Hins vegar gera
skreytingar á textablaði mönn-
um erfitt fyrir að berja textann
augum. Það kemur kannski ekki
að sök því framburður á texta
kemur efni hans vel til skila.
Upptökur fóru fram í heima-
hljóðveri Rúnars í Keflavík.
Stjórn upptöku var í höndum
hans sjálfs og Tryggva auk þess
sem þeir sáu einnig um útsetn-
ingar. Upptökumenn voru þeir
Júlíus Guðmundsson og Jens
Hansson og sáu þeir einnig um
vel heppnaða hljóðblöndun.
Guðmundur Rúnar Heiðarsson.
Rúnar Júlíusson hefur bætt enn einni skrautfjöðrínni í rokkhattinn meö sinni nýjustu
plötu, Rokk og rólegheit.