Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 3
Otupir LÍFIÐ í LANDINU ÞRIÐJUDAGUR 1 6.DESEMBER 1997 - 19 Á heimavelli Þaö mátti ekki miklu muim að aflýsa þyrfti tónleikum Krístjáns Jóhannssonar og Mótettukórs Hall- grímskirkju. Tónleik- unum varseinkað og Krístján kom með rútu ásamt kórfélögum og gladdi tónleikagesti í sínumgamla heima- bæ. Þeir voru ýmsir Akureyringarnir sem voru órólegir á sunnudag, þegar fréttist að innanlandsflug Iægi niðri. Astæðan var auðvitað sú að von var á Kristjáni Jó- hannssyni með tvenna tónleika. Miðar höfðu selst upp áður en tónleikarnir voru auglýstir og þeir því margir sem hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum, ef þurft hefði að aflýsa. Kristján Jóhannsson vann hug og hjörtu Akureyringa á tónleikum á sunnudagskvöld. Á þriðja ár er liðið síðan Kristján söng síðast á Akureyri og var greinilegt að marga var farið að þyrsta í að heyra í kappanum. Innilegt lófatak mætti Kristjáni þegar hann geklv í salinn og hann gat ekki á sér setið að ganga fram í salinn og faðma nokkra vildar- vini og ættingja. Heilsaði Kristján sérstaklega upp á tvo frumkvöðla í tónlistarlífi Akureyringa, þá Jak- ob Tryggvason fyrrverandi org- anista og Askel Jónsson, en eftir hann flutti Kristján ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju fal- lega litla jólaperlu, Betlehem- stjörnuna, sem eflaust á eftir að glitra um ókomin jól. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Askell þakkaði hlýjar undirtektir áheyrenda, ásamt Kristjáni að loknum flutningnum. Tónleikagestir voru líka kátir að loknum tónleikum og það voru brosmildir gestir sem yfir- gáfu Akureyrarkirkju að loknum tónleikum. „Það var ákaf- lega gaman að sjá þessa tvo Ak- ureyringa, Krist- ján og Hörð As- kelsson, stjórna þessari sam- komu. Eg hef fylgst með Kristjáni frá upphafi. Hann er ári eldri en ég og við bjuggum á svipuðum stað í bænum. Eg var úti á sjó þegar ég frétti af tón- leikunum og var fljótur að Iáta ná í miða fyrir mig,“ sagði Bjarni Bjarnason, sldpstjóri á Súlunni, og var alsæll með tónleikana. „Þetta var ynd- islegt, mér fannst Ave Mar- ía eftir Bach og Gounod há- punkturinn. Eg hef hlustað á Sigríður Sigurvins- Kristján á tón- dóttir. leikum og í ís- lensku óper- unni og var snögg að ná mér í Hörður Áskelsson stjórnandi tónleikanna og faðir hans Áskell Jónsson ásamt Kristjáni. Kristján flutti ásamt kórnum söngperlu eftirÁskel i útsetningu sonar hans Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Kristján gat ekki stillt sig um að ganga fram í salinn og faðma nokkra vini og ættingja við fögnuð tónleikagesta. Hér faðmar hann móður sína, Fanneyju Oddgeirsdóttur, en hann tileinkaði henni og minningu föður síns, Jóhanns Konráðssonar, söng sinn í Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. miða,“ sagði Sigríður Sigurvins- dóttir. Hreinn Pálsson segist hafa misst af tónleik- um Kristjáns fyrir rúmum tveimur árum og ekki ætlað að láta það henda sig í þetta sinn. „Eg hef fylgst Iengi með Krist- jáni og hann vex stöðugt sem söngvari. Mér fannst mjög gam- an að heyra lagið eftir Askel Jónsson, en það er erfitt að taka eitt fram yfir annað.“ Jakob Björnsson bæjarstjóri tók í sama streng. „Mér fundust þetta góðir tónleikar, eftir því sem ég hef vit á og lag Askels mjög fallegt.“ Jakob Björnsson. „Þetta var alveg dásamlegt," sagði Fjóla Stefánsdóttir. „Við Kristján erum skóla- systkin og ég missi aldrei af tónleikum með honum, hvorki hér eða í Aðal- dal. Hann var frábær og kór- inn \ar aiveg dásamlegur." Fjóla Stefáns- . dóttir. Anægðir ---- tónleikagestir streymdu út af fyrri tónleikunum og úti fyrir biðu gestir þeirra næstu í langri röð. Heima sátu svo eflaust margir vonsviknir sem ekki náðu í miða. HH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.