Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 1
„Munurað eiga svona prestfrú, “ sagði kona á Hvammstanga þegar húnfórá leiksýningu og sá prestfrúna, Guð- rúnu Helgu Bjama- dóttur, í hlutverki Línu Langsokks. „Ég er smá Lína í mér og þarf ekki að leika hana nema að hluta til. Til dæmis hef ég alltaf reynt að sjá björtu hliðarnar á hlutun- um og læt fátt stoppa mig í því sem ég ætla mér að gera. Eg gæti auðveldlega staðið á öðrum fæti og haldið á hesti með annarri hendi,“ segir Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólastjóri og prestsfrú á Hvammstanga. Sonuriim er Herra Níels Leikfélag Hvammstanga sýnir þessa dagana leikritið um Bland í poka, sem stendur saman af brot- um úr fjórum sígildum barnaleik- ritum, það er Kardimommu- bænum, Dýrun- um í Hálsaskógi, Karíus og Bakt- us eftir Thor- björn Egner - og loks Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Leikfélagið er þróttmikið menningarfélag í Húnaþingi og hefur Guðrún Helga nokkuð starfað með því. Lék í uppsetn- ingu félagsins á Skáld-Rósu síð- astliðið vor og þá hljóp hún í skarðið, þremur dögum fyrir frumsýningu. Að þessu sinni ætl- aði Guðrún hinsvegar ekki að vera með í leiknum og mætti á fyrstu æfingu til að gera heyrin- kunnugt að hún yrði ekki með. „En það var tekið fram fyrir hendurnar á mér og endirinn varð sá að ég ákvað að slá til,“ segir Guðrún. Alls taka þrettán leikarar þátt í uppsetningunni á Blandi í poka, þar á meðal sonur Guðrúnar og sr. Kristjáns Björnssonar, eigin- manns hennar. Hann heitir Sig- urður Stefán og fer með hlutverk apans, Herra Níels. „Ég hleyp með hann á herðunum um svið- ið, sýninguna út í gegn,“ segir Guðrún. - Hún segist hafa drukkið söguna um Línu Langsokk í sig þegar hún var lítil stelpa og sér sé minnisstæð sýn- ing Leikfélags Kópavogs á leikrit- inu um Línu fyrir mörgum árum. Þá hafi hún farið með börnin sín í Borgarleikhúsið fyrir nokkrum árum og séð Línu þar. Að eiga svona prestfrú Guðrún Helga segist hafa fengið sterk viðbrögð frá þeim fjölmörgu sem hafa séð sýninguna að und- anförnu. „Það var kona sem mætti á eina sýninguna sem sagði við mig að henni lokinni að það væri nú munur að eiga svona prestsfrú,“ segir Guðrún, sem þó vill ekki gera mikið úr því að hún, maddaman sjálf, sé um stundar- sakir í þessu hlutverki. Sú nýbreytni hefur verið við- höfð á sýningun- um á Blandi í poka að undan- förnu að selja ekki sælgæti í hléi. Þess í stað hefur verið boð- ið uppá jólaöi, kaffi, piparkökur og heimabakaða skúffuköku frá nokkrum af myndarlegustu og best bakandi húsmæðrunum á Hvammstanga. Ánýjuári A morgun, sunnudag, er áformuð á Hvammstanga lokasýning á Blandinu í pokanum. Er það eins og búast má við, þegar jólaasinn er kominn í fólk. Hinsvegar hafa Maddama Langsokkur og hennar ættingjar gert þvílíka lukku á fjöl- um Félagsheimilisins á Hvamms- tanga að undanförnu að nú er áformað að taka sýningar upp aftur, strax á nýju ári. -SBS. „Það varkona sem mætti á eina sýning- una sem sagði við mig að henni lokinni að það væri nú munurað eiga svona prestsfrú, “ segir Guðrún Helga. „Ég er smá Lína ! mér og þarf ekki að leika hana nema að hluta til. Til dæmis hef ég alltaf reynt að sjá björtu hliðarnar á hlutunum og læt fátt stoppa mig íþví sem ég ætla mér að gera. Ég gæti auðveldlega staðið á öðrum fæti og haldið á hesti með annarri hendi, “ segir Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólastjöri og prestsfrú á Hvammstanga, sem leikur Línu Langsokk hjá Leikfélagi Hvammstanga. Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi S88-7200 • Fax S88-7201 Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðawélum ' SP-FJARMOGNUN HF Þaö tekur aöeins eittn virkan aö koma póstinum þínum til skila « SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.