Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGVR 16.DESEMBER 1997 - 23 X^MT'. LÍFIÐ t LANDINU Fegrunar- læknirí vanda Einn frægasti fegrunarskurð- læknir Hollywood, Steven Hoefflin, hefur verið sakaður um að hafa myndað og gælt við fræga viðskiptavini sína af kven- kyni þar sem konurnar lágu sof- andi og fáklæddar á skurðar- borðinu. Fjórar konur sem unnu hjá lækninum höfðu áður hótað að kæra hann fyrir kynferðislega áreitni en sættir höfðu náðst í málunum. Hoefflin neitar öllum ásökun- um og segir að sakleysi sitt muni verða sannað. Nokkrar Hollywoodstjörnur hafa komið honum til hjálpar. Þeirra á með- al eru Tony Curtis, Joan Rivers og Phyllis Diller sem öll vitna um mannkærleika hans og heið- arleika. „Að framkvæma andlitslyft- ingu er eins og að mála mál- verk,“ segir Hoefflin sem vinnur íjórtán tíma á sólarhring. Leik- konan Phyllis Diller segir hand- bragð læknisins fullkomið og hún ætti að vita það þvf hann hefur meðal annars séð henni fyrir brjóstaminnkun, magasogi, tveimur nefaðgerðum, augn- og augabrúnaaðgerð, auk ýmiss konar strekkinga. „Starf mitt byggir á því að skapa fegurð og færa körlum og konum ham- ingju,“ segir læknirinn sem hef- ur gert upp ótal einstaklinga með ótvíræðum árangri. Hoefflin ásamt eiginkonu sinni Pamelu og fastakúnnum sínum Joan Rivers og Phyllis Diller. Eiginkonan þarfnast enn sem komiö er ekki lagfæringar. Frægasta umbreytingin. Michael Jackson fyrir og eftir aðgerðir hjá Hoefflin. Síréttir PlRT ÁN ABYRGÐAR Drulla, nanuni nanun! Það getur verið gott fyrir heilsuna að borða drullu. Alveg satt! A.m.k. ef marka má rannsóknir tveggja fræðimanna við bandaríska há- skóla. Þeir fengu til skoðunar þrjú sýnishorn af þessu góðgæti. Það fyrsta var frá Kína og hefur verið notað þar í hungursneyðum. Við nánari skoðun reyndist það inni- halda járn, kalk, vanadín, magnesín, mangan og potassín, en allt eru það efni sem líkamann myndi skorta þegar hungursneyð geisar. Annað sýnishornið var frá Norður-Karólínu, en sagan segir að fátækir blökkumenn hafi lagt sér það til munns þegar verst áraði - og reyndist innihalda bæði járn og joð sem er mikilvægt fyrir börn og konur á barneignaraldri. Þriðja sýnishornið var svo frá Simbabve, og fylgdi sögunni að það eigi að vera gott við maga- kveisum. I því var að finna kaólínít, sem hefur verið notað sem lyf við niðurgangi. Afdrifaxík dáleiðsla Maður noklrur í Wales, Alan Nickson, segir að líf sitt hafi gjör- samlega farið í hundana eftir að dávaldur einn dáleiddi hann á litl- um skemmtistað og fékk hann til að líkja eftir samförum við stól á sviðinu. Fyrir rétti hélt hann því fram að honum hefði aldrei tekist að losna við áhrifin af dáleiðsl- unni og hefði reynt að eiga sam- farir við dýnuna sína, þvottavél, þurrkara, stóla og jafnvel baðkerið sitt. Reiptog eru hættuleg! Tveir menn á Taívan misstu hand- legginn í reiptogi, sem 1600 manns tóku þátt í. Báðir höfðu þeir vafið reipinu um vinstri handlegg sinn til þess að ná betra gripi, en þegar reipið slitnaði þá slitnuðu handleggir þeirra beggja einnig af. Eftir sjö tíma á skurðar- borðinu hafði læknum tekist að tengja saman handlegg og líkama á báðum mönnunum og töldu að þeir myndu báðir endurheimta um 70% af starfsgetu í hendleggj- unum. Jóhaima og Gud- mundur „Birgir vinnur hjá íslandsbanka og á giftingardegi okkar fórum \dð á árshátíð bankans sem þá var haldin. Við vorum heiðurs- gestir kvöldsins og vorum hyllt með blómum og gjöfum af sam- starfsfólki Birgis,“ segir Anna Sigmarsdóttir, en hún og Birgir Magnússon voru gefin saman í hjónaband við hátíðlega athöfn í Laugarneskirkju þann 1. nóvem- ber síðastliðinn. „Við fengum Kanaríeyjaferð frá vinum og vandamönnum í brúðkaupsferð. Það er upppant- að í allar ferðir næstu mánuði þannig að við komust ekki fyrr en í mars. En þangað til munum við svífa á okkar bleika skýi,“ segir Anna. Hún og Birgir kynntust í Vestmannaeyjum fyrr á þessu ári og bætir hún við, með kímni í röddinni, að fleiri geti orðið ástfangnir en ungt fólk. „Við eigum bæði börn og barnabörn frá fyrri hjónabönd- um. Við munum verja jólunum að einhverju leyti með þeim. Að öðru leyti munum við sameina í jólahaldi okkar þá siði og venjur, sitt úr hvorri áttinni, sem við erum vön,“ segir Anna Sigmars- dóttir. Þess má geta að hún hef- ur nýlega opnað saumaviðgerða- stofuna Heimasaum, þar sem hún tekur að sér viðgerðir á föt- um og öðru slíku. Er stofan til húsa að Laugalæk 74 í Reykja- vík. -SBS. Gefin voru saman í Hallgríms- kirkju þann 31. maí sl. af séra Karli Sigurbjörnssyni þau Jó- hanna Gústafsdóttir og Guð- mundur Þór. Heimili þeirra er í Kópavogi. (Ljósmynd: Lára Long) Helga og Bjami Gefin voru saman í Kópavogs- kirkju þann 17. maí sl. af séra Ægi Sigurgeirssyni þau Helga Gísladóttir og Bjarni Bjarnason. Heimili þeirra er að Asvöllum 11 í Grindavík. (Ljósmynd: Lára Long) Áokkar blelka skýi „Fleiri geta orðið ástfangnir en ungt fólk,“ segirAnna Sigmarsdóttir, sem giftist Birgi Magnússyni þann 1. desember síðastliðinn. (Ljósmyndast. MYND í Hafnarfirði.) Tófui’ og fólk á Ströndiun Ef Ossur Skarphéðinsson hefði látið embætti veiðistjóra í friði og ekki flutt það hingað norður er eins víst að Páli Her- steins- syni hefði ekki gefist tími til að skrifa bókina sína vegna anna við sortera veiðikort á kontórnum. Bókin heitir „Agga Gagg“, und- irtitill „Með skollum á Strönd- um“. í henni greinir Páll frá veru sinni í Ófeigsfirði á árunum 1978 og 1979 þar sem hann dvaldist mismunandi mikið einn, við rannsóknir á vistfræði tófunnar, dýrsins sem fólkið í landinu hefur nefnt fleiri nöfn- um en nokkurt dýr annað. Enda maklegt því um er að ræða fyrsta landnemann. Tók hér land langt á undan þrælamorð- ingjanum Ingólfi Arnarsyni. Bók Páls er ekki skýrsla handa kollegum hans í stéttinni. I henni eru sögur, ekki bara af þeim ferfættu skollum, sem Páll vingaðist við á Ströndum, held- ur líka af þeim tvífættu, sjálfum Strandamönnunum. Listin að segja sögu lætur Páli vel. Oft verður hann þó að halda aftur af sér og Iái honum hver sem vill, þeir eru fáir, sem lenda í svona námu. Og af Strandamönnum flestum fara sögur. Hvernig Páli tókst, næsta áreynslulítið að fá gamlar refa- skyttur norður þar til að leggja af refaveiðar í heil tvö ár, í vís- indaskyni, segir mér margt um Pál og ekki síður um Stranda- menn. Ef til vill eru refaveiðar á Ströndum fremur stundaðar af vana en ástríðu. Hafsjór fróðlerks umhvali Sigurður Ægisson, sóknarprest- ur á Grenjaðarstað, hefur gefið út bók um hvali sem er allrar at- hygli verð, höfðar hæði til hins almenna lesanda sem og grúskaranna. Hönnuður bókarinnar er Jón Asgeir í Aðaldal en Jón Baldur Hlíðberg teiknaði myndirnar, sem allflestar eru listilega gerð- ar. I fyrstu salcnaði undirritaður mynda af blásandi hval, en við nánari athugun hefði það trufl- að heildarmyndina. Bókin er hafsjór af fróðleik um hvali, fjallað ít- arlega um ís- lenskar hvala- tegund- ir og einnig eru mjög fróð- legar upp- lýsing- ar um sjaldgæfar hvalategundir sem hér sjást stundum. Þrátt fyrir mikinn fróðleik er hún mjög aðgengileg hverjum sem er, mjög góð handbók um hvali.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.